Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Fimmtudagur31. janúar 1980
25. tölublað—64. árgangur
Eflum Timann
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík ; Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
Rekstur tilraunaverksmiöj-
unnar á Reykjánesi hefur
gengiö allvel og eru nú úr sög-
unni öll tæknileg vandamál.
Þar er nú hafin framleiðsla á
grófu salti, sem ætlaö er til
saltfiskverkunar. Mefjast
þessar tilraunir innan
skamms. Þá er nýkomið á
markaðinn matarsalt frá
verksmiðjunni og er þaö að
sögn i háuni gæðaflokki.
Sjá nánar á bls. 2.
Allur gangur á vaxtaútreikningi í afborgunarviðskiptum:
DÆMI UM MEIRA
EN TVÖFALDA
LEYFILE6A VEXTI
HEI— „Eins og kunnugt er, tiök-
ast mjög afborgunarkjör á ýms-
um viöskiptum, einkum á
heimilistækjum og húsgögnum,
til hagræðis fyrir neytendur. A
hinn bóginn er verðsamanburð-
ur á grundvelli afborgana kaup-
endum afar torveldur", segir I
frétt frá viöskiptaráðuneytinu.
Ráöuneytið hefur að undan-
för nu unnio aö þvi aö leita leiða til
ao auðvelda neytendum sllkan
verðsamanburð og hefur nú falíð
verðlagsstjóra að vinna að þvi að
setja reglur á grundvelli verö-
lagslaga, sem gera þeim er selja
með  afborgunum   skylt   aö  til-
greina hverjir eiginlegir vextir
séu á afborgunum. Jafnframt var
verBlagsstjóra falið að kanna
leiðir til þess að auðvelda seljend-
um aö mæta þessum skilyrðum
með reikniþjónustu.
1 samtölum við fulltrúa verð-
lagsstjóra og Neytendasamtak-
anna kom fram að allur gangur
muni ver'a á þvi hvað nú séu
teknir háir vextir i sambandi við
sölu með afborgunarkjörum.
Nokkuð er um það, að fólk leiti til
Neytendasamtakanna með kaup-
samninga þar sem greinilegt er
að um er aö ræða hærri vexti en
almenna   víxilvexti. Talsmaður
samtakanna hafði eitt dæmi við
hendina frá síðata ári. Um var
að ræða orgel, sem kostaði 360
þúsund krónur. Helmingur var
útborgun en eftirstöövar 180 þús.
kr. til 6 manaöa. Kaupanda var
gert að greiða liðlega 25 þús kr. i
vexti og kostnað. Samkvæmt
niöurstöðu lögfræðings Neyt-
endasamtakanna, átti kaupandi
— og fékk — aö fá endurgreidd
um 14 þús. kr. Sennilega hefur
kaupandi lika i þessum viðskipt
þurft að greiöa 5% hærra verð, en
viö staðgreiðslu, eða 19 þús. kr. I
þessu tilfelli.
Neytendasamtökin gerðu fyr-
ir nokkrum árum nokkuð itar-
lega könnun á raunverulegum
vöxtum f afborgunarviðskiptum,
þar sem að vextir voru i sumum
tilfellum mjög háir. Niöurstaöa
þeirrar könnunar voru i höfuð-
atriðum þessi: Hagstæðast er á-
vallt aö staðgreiða, en ef viðkom-
andi hefur ekki tök á þvi, þá
semjiö um sem minnsta útborg-
un. Margir metnaðargjarnir og
heiöarlegir kaupendur hafa gert
slæm kaup við að álita að skásti
kosturinn — ef ekki er hægt að
staðgreiöa — sé að greiða sem
mest út og borga lánið á sem
stystum tima.
Þingmenn önnum kafnir:
60 manns
að mynda
stjórn
— ráðherravírusinn
sagður bráðsmitandi
HEl — Menn eru að vinna að
þjóðstjórnarhugmyndinni og viö
ætlum að hittast aftur á morgun
og ræða og skoða hana" svaraði
Steingrlmur Hermannsson I gær,
spurður um stöðuna.
Steingrlmur sagði þó alla vita,
að nánast allir aðrir möguleikar
væru i gangi um leið. Hann hélt þó
að viðreisnaráhuginn heföi eitt-
hvað dvlnað, þvi að meiri áhuga
væri farið að gæta hjá Geir og
Benedikt fyrir þjóöstjórnarhug-
myndinni en verið haf i I fyrradag.
Alþýðubandalagið haföi þó sýnt
takmarkaðan áhuga. Sumir héldu
llka að hægt væri að ná samstöðu
milli Sjálfstæðis-, Framsóknar-
flokks og Alþýöubandalags og
jafnvel væru sumir ennþá að tala
um vinstristjórn.
Samkvæmt öðrum heimildum
blaðsins munu það helst vera
Magnús H. Magnússon, og Kar-
vel, sem áhuga hafa á vinstri-
stjórn I krataherbúðunum, þar
sem viðreisnin hafi einnig strand-
að á Karvel. Karl Steinar er llka
sagður áhugasamur um vinstri
stjórn, en skortir hugrekki.
Einn þingmanna sagði lang-
eðlilegasta stjórnarformið úr þvl
sem nú væri komið, stjórn Sjálf-
stæðisflokks, Framsóknar og Al-
þýðubandalags. Hann vildi meina
að andstaða Sjálfstæðisflokksins
gegn samstarfi við Alþb. væri
helst i nösunum á þeim til að
þóknast NATO og nokkrum kerl-
ingum hér I Reykjavlk, sem hefðu
viljað hugnast Ragnhildi.
Þá hefur heyrst að kommar
væru orönir gerbreyttir.
„Betri en nokkru sinni" eins og
einn viðmælenda Tlmans orBaBi
það. Taldi hann það stafa af þvi
aB fólk I flokknum væri fariB að
láta I ljós óánægju með aB þeir
sýndust ætla aB koma sér undan
þvl að fara I stjórn.
Að lokum veröur látin flakka
lýsing eins 60-menninganna i
þinginu á ástandinu á staðnum
þessa dagana, en þar sagði hann
ráöherravirusinn farinn að ganga
og virtist bráðsmitandi. Einkenn-
in væru þau, að menn færu að tvi-
stiga, fengju hitasóttaryfirbragð,
og stingandi augnaráB. Þeir
tækju sIBan einn og einn þing-
mann undir handlegginn og létu i
ljósi vinahót, þótt ekki hafi boriB
á sliku fyrr. Aleit þingmaðuriiin
þetta meira aö segja krónist, þvi
svo virtist aö þeim sem tekið
heföu virusinn batnaöi ekki aftur.
Tvlvegis var kveikt Ibll i gœr er staðiöhefur I nokkurn tlma fyrir utan Laugardals völlinn. Slökkvilið-
ið var kvatt þangað I bæði skiptin en unglingar voru þar aö verki. Það hafði staðið til I nokkurn tlma að
fjarlægja bilinn en hreinsunardeild borgarinnar hafði ekki komið því I verk fyrr en I gær. Tfmamynd
Tryggvi.____________________________________________________________
Reisir SÍS sér nýj
ar höfuðstöðvar?
Ríkið vill kaupa Sambandshúsið og S.Í.S. vill fá lóö við Holtagarða,
en ihugar ella að kaupa landsvæði utan borgar
JH — Nefnd á vegum Sambands
Islenskra samvinnufélaga kann-
ar, hvernig höfuðstöðvum þess
verði best fyrir komið I framtlð-
inni. Virðist henni einkum tvennt
koma til greina — annars vegar
að reisa nýtt skrifstofuhús við
Holtagarða, þar sem nokkuð af
rekstri þess er þegar, eða kaupa
landsvæði utan Reykjavfkurborg-
ar, þar sem Sambandið getur bd-
ið um sig til frambúðar.
Frá þessu er skýrt I njfju tölu-
blaði Sambandsfrétta. Þar er þess
og getið, að nefndin vilji fyrst
hyggja að fyrra úrræðinu, og þess
vegna sé þess beðið, hvaða á-
kvöröun bæjaryfirvöld taki um
umsókn Sambandsins um lóð og
heimild til þess að reisa skrif-
stofubyggingu þeim megin við
Holtagaröa, er snýr að Klepps-
vegi.
Forstjóri S.I.S. Erlendur Einars-
son, segir I Sambandsfréttum, að
knýjandi sé að komast sem fyrst
að niðurstöðu um betta. Sam-
bandshiisið  við Sölvhðlsgötu  er
fyrir löngu oröið of þröngt fyrir
allar skrifstofur Sambandsins,
enda er nú svo komið, að þær eru,
til mikils óhagræðis, á sex stöBum
i bænum. 1 öBru lagi hefur af hálfu
stjórnarráBsins yerið leitað eftir
kaupúm áSambandshúsinuvegna
nálægðar þess við ýmsar rikis-
stofnanir og stjórnarskrifstofur.
Þessum málaleitunum stjórnar-
ráðsins er á hinn bóginn ekki unnt
að svara nema fyrst sé gengið úr
skugga um, hvar Sambandið
fengi a&setur til frambú&ar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16