Fréttablaðið - 19.04.2007, Page 4

Fréttablaðið - 19.04.2007, Page 4
Byrjendanámskeið Vinsælt námskeið ætlað fólki á öllum aldri sem hefur enga tölvukunnáttu. Á þessu námskeiði er allt tekið fyrir sem byrjandinn þarf til að komast vel af stað í notkun tölvu. Aðalmarkmið námskeiðsins er að gera þátt- takendur færa um að nota tölvuna sjálfstætt m.a. til að skrifa texta, læri að nota internetið og að meðhöndla tölvupóst. Kennt er mánudaga og miðviku- daga og er hægt að velja um morgun- eða kvöldnámskeið. Kennsla hefst 23. apríl og lýkur 16. maí. Lengd 42 std. Verð kr. 32.900,- Kennslubók innifalin. FAXAFEN 10 108 REYKJAVÍK GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI WWW.TSK.IS SKOLI@TSK.IS SÍMI: 544 2210 Gífurleg eyðilegging varð í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar húsin að Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 urðu eldi að bráð. Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins barðist við eldinn í allan gærdag. Engin slys urðu á fólki þegar eldurinn braust út eða í aðgerðum á staðnum. Talið er að eldsupptök hafi verið í söluturni sem stendur á milli húsanna sem eru tvö af þeim elstu og sögufræg- ustu í Reykjavík. Ljóst er að mikið menningarsögulegt tjón hefur orðið. Húsið við Lækjargötu 2 er stórskemmt og húsið við Austur- stræti 22 er gjörónýtt. Tilkynnt var um eldinn laust fyrir klukkan tvö í gær og var allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu þegar sent á staðinn. Voru um 100 manns, bæði lögreglu- og slökkviliðsmenn, á vettvangi þegar mest var. Reyk- kafarar fóru inn í húsin strax við komuna á vettvang og lögregla hófst handa við að rýma svæðið. Voru starfsskilyrði slökkviliðs afar erfið í allan gærdag á meðan slökkvistörfum stóð. Jón Viðar Matthíasson slökkvi- liðsstjóri segir ljóst að slökkviliðs- menn hafi lagt sig í mikla hættu en slökkvistarfið hafi gengið vonum framar miðað við hversu aðkoman var ljót. „Við þurftum að rífa þakið af Austurstræti 22 vegna þess hvað var mikil hrunhætta og ég treysti því ekki að senda inn menn í þessar hættulegu aðstæður.“ Jón Viðar telur að eldvarnir húsanna hafi ekki verið nægilega góðar, enda séu húsin gömul og erfitt að koma slíku við. Björn Karlsson, forstöðumaður Brunamálastofnunar, segir ljóst að eldvörnum hafi verið ábótavant í húsunum. „Annars hefði eldur ekki náð svona langt. En það er erfitt að fara að ítrustu kröfum í brunavörn- um í gömlum friðuðum húsum því þau eru byggð eftir gömlum reglu- gerðum.“ Björn segir að við nýja starfsemi, eins og veitingahúsa- rekstur, verði að uppfylla bygginga- reglugerðir á þeim tíma. Það er hins vegar ekki alltaf hægt.“ Björn segir að eldvarnareftirlit þurfi stundum að slaka á kröfum vegna þess að viðkomandi hús sé menningarverð- mæti og þeim megi ekki breyta. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá loftljósi í söluturni sem stendur á milli húsanna tveggja, að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglu- stjóra höfuðborgarsvæðisins. Þórður Halldórsson, vettvangs- stjóri lögreglunnar, segir að þrátt fyrir að mikinn fjölda fólks hafi drifið að og fylgst með brunanum hafi gengið mjög vel að rýma svæðið. „Fólk hefur verið mjög samvinnufúst og farið eftir öllum fyrirmælum lögreglu.“ Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja stóðu vaktina í höfuð- stöðvum Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins eftir að allt tiltækt slökkvilið af höfuðborgarsvæð- inu hafði verið sent á vettvang. Þeirra hlutverk var að manna slökkvistöðina til að annast önnur útköll ef af yrði. Reykjarkófið frá eldinum sást úr nágrannabyggð- arlögunum en reykurinn lagðist yfir miðborgina, bæði til suðurs og vesturs. Gífurleg eyðilegging í stór- bruna í miðbæ Reykjavíkur Tvö sögufræg hús urðu eldi að bráð í mesta bruna í Reykjavík í áratugi. Mikil mildi þykir að enginn slasað- ist í eldsvoðanum. Allt tiltækt slökkvilið barðist við eldinn. Eldvarnir eru taldar hafa verið ófullnægjandi. 16.48

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.