Tíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 1
Fimmtudagur M. febrúari 1980 37. tölublað Eflum Tímann Síðumúla 15 ■ Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Gunnars Thoroddsen eða jafnvel Stjórnarflokkur dr, Fímm Stjórnarflokkur dr. Gunnars Thoroddsen virtist vera aö taka á sig fast mót, þegar leiö á daginn i gær. Pálmi Jónsson, alþingis- maöur á Akri, sem mjög hefur veriö oröaöur viö stuöning viö dr. Gunnar, tók þátt i viöræðufund- unum eftirhádegiði gær.Friöjón Þóröarson, alþingismaöur Vest- lendinga, tók einnig þátt í fundun- um slödegis I gær. Báðir þessir þingmenn hofðu margsinnis tekið fram að þeir vildu ekki taka endanlega á- kvöröun um stuðning við rikis- stiórn dr. Gunnars, fyrr en þeir hefðu kynnt sér málefnasamning hennar og talið hann fullnægj- andi. 1 Alþingishúsinu i gærdag var álitið að hinar harkalegu yfir- lýsingar Geirs Hallgrimssonar i útvarpi i fyrrakvöld hafi gert hugsanlegum stuðningsmönnum dr. Gunnars mjög erfitt fyrir um að hverfa aftur til hollustu við flokksforystuna. Að áliðnum degi i gær var talið i Alþingishúsinu að i stjórnar- flokki dr. Gunnars Tohoroddsen væru þá þegar allt að fimm þing- mönnum, aö meðtöldum Gunnari sjálfum, Eggert Haukdal og Al- bert Guðmundssyni, sem Geir Hallgrimsson hefur talið bera meginábyrgð á þvi aö tilraun dr. Gunnars varð þingræöislega raunhæf. fleiri Þá gengu um það miklar sögur i gær aö stjórnarflokkur dr. Gunnars ætti i vonum enn þá meira aðstreymi úr þingflokki Sjálfstæðismanna, en upplýst var og aðþessi stjórnarmyndun nýtur mjög verulegs fylgis meðal al- mennra flokksmanna. Þannig gat Landsmálafélagið Vörður helsta flokksfélag Sjálfstæðisflokksins i landinu, ekki sameinast á dögun- um um ályktun i þessu mikla innanflokksdeilumáli. ólafur Einarsson, þingflokksfor- maður Sjálfstæöisflokksins ræöir við dr. Gunnar á göngum þing- hússins. Dr. Gunnar hefur nú ekki sótt þingflokksfundi um skeiö. Viðræðurnar um stjórnarmyndun: Málefnasamningur langt kommn Óhætt mun aö segja aö öll þjóöin bíði nú ákvöröunar þeirraPálma Jónssonar og Friðjóns Þóröar- sonar. Dr. Gunnar sagöi i gær- kvöidi að hennar yrði skjótlega aö vænta. Hjöönun verðbógunnar á tveimur árum niður i það, sem er i helstu viðskiptalöndum íslendinga verður meginvið- fangsefni og aðalstefnumál hinn- ar fyrirhuguðu rikisstjórnar undir forsæti dr. Gunnars Thor- oddsen. Samkvæmt heimildum blaðsins byggist efnahagsstefnan i megin- dráttum á þvl að dregið verði úr verðbólgunni I áföngum, með svokallaðri niðurtalningu þar sem allir helstu þættir efnahags- mála, launaþróun, verðlag, peningamál og rikisfjármál verði látnir fylgjast að. I gærdag var almennt álitið að ekki hefðukomið fram alvarlegar hindranir gegn samkomulagi, enda þótt ýmislegt væri enn á umræðustigi og viðhorf mis- munandi, einkum um það hversu „hratt eða ákveðið” niðurtaln- ingin skuli framkvæmd. Málefnasamningur rlkis- stjórnar dr. Gunnars Thoroddsen var aðalumræðuefnið á viöræðu- fundunum I gær. Siðla I gær var samantekt málefnasamningsins mjög langt komin og á fimmta tímanum í gærdag hófst sameiginlegur fundur þingflokks og framkvæmdastjórnar Fram- sóknarflokksins um þá kafla samningsins, sem fjalla um meginviðfangsefni hinnar fýrir- huguðu rikisstjórnar, efnahags- málin. Nú I dag fyrir hádegið er ráð- gerður annar sameiginlegur fundur þingsflokks og fram- kvæmdastjórnar, til aö fjalla um stjórnarsáttmálann og um þá kafla hans, sem fjalla um m.a. orkumál og aðra málaflokka. Er um- brotum lokið? FRI — Mjög rólegt hefur verið á umbrotasvæðinu við Kröflu undanfarna daga. Að sögn manna á skjálftavaktinni I Reynihlið þá hafa skjálftar alveg dottið niður og samfara þvi hefur orðið vart merkjanlegt landsig. Það er þvi hald margra að ekki sé að vænta umbrota hjá Kröflu i náinni framtiö og jafnvel að umbrotum þar sé lokið. Húsbruni á ísafirði FRI — Laust fyrir kl. 18 i gær varð vart við eld i húsinu að Mánagötu 2 á Isafirði. í húsinu eru tvær samliggjandi ibúðir og er önnur þeirra talin gjörónýt eftir brunann en hin er mikið skemmd af eldi, reyk og vatni. Slökkvistarfið tók um 1 klst. Orsakir eldsvoðans eru enn ó- kunnar en enginn af Ibúunum var heima við er eldsins varð vart. „Vals” bjá BÚR Kátt var á hjalla hjá starfsfólki Bæjarútgeröar Reykjavlkur I gær, en þá komu þangað í heimsókn fjórir leikarar meö leikþáttinn „Vals”, eftir Jón Hjartarson leikara. Slfkar heimsóknir, sem skipulagðar hafa veriö af Menn- ingar og fræöslusambandi alþýöu á vinnustaöi hafa mælst vel fyrir, en MFA efndi til leikþáttasamkeppni 1978, til þess aö afla efnis I slfkar heimsóknir á vinnustaöi. „Vals” hlaut fyrstu verölaun i þeirri keppni. Vélin „á síöasta snúning” eftir 10 daga svartolíubrennslu Fjarvarmaveitan á ísafirði kynt með gasoliu að nýju AM — Vestfirðingar hafa orðið fyrir verulegum vonbrigðum með svartoliukeyrslu diesel- vélarinnar við nýju fjarvarma- veituna, en hún er nú nýlega komin i gang eftir að hafa stöðv- ast vegna bilana i tiu daga. Þá tiu daga sem vélin hafði gengið fyrir svartoliu höfðu hins vegar sparast i eldsneyti heilar 8 mill- jónir króna, svo mikil eftirsjá verður að ef hverfa verður aftur til brennslu á gasoliu. Kristján Haraldsson, forstjóri Orkubús Vestfjarða, sagði i við- tali við blaðiö i gær að hann vildi ekki fullyrða neitt um hvort svartolian væri valdur aö þess- um skaða, fyrr en fengið væri álit sérfræðings frá General Motors, sem væntanlegur er til fsafjarðar innan skamms. Vél- in væri hins vegar keyrð á gas- oliu nú, eftir að hún komst i lag sl. sunnudag. Kristján sagði það lán i óláni að bilunin varð á þessum tima og hefði tekist að foröa raf- magnsleysi með þvi að keyra niður vötnin i Mjólká. 1 byrjun april, þegar enginn varaforöi er til, hefði ástandið oröið mjög slæmt vegna slikrar bilunar. Ekki hefði þó reynst nauðsyn- legt að ganga svo nærri virkjun- inni að I óefni stefndi. Þau hús sem tengd hafa verið fjar- varmaveitunni, voru hins vegar kynt upp með svartoliukötlum á meðan, en slikt varaafl er stöð- ugt til staðar, ef vélin kynni að bila. Vélin skilar nú sínum varma að nýju inn á kerfið, en katlarnir eru þó kyntir jafn- framt á kaldasta tima. „Við álitum að þessi tilraun hafi verið þess virði að gera hana, þótt hún hafi ekki gefið Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.