Tíminn - 18.03.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.03.1980, Blaðsíða 1
„Sáum skyndilega stóra svarta reykjabólstra” sagði Eysteinn Tryggvason jarðeðlisfræðingur, sem sá er eldgosið braust út JSS — ,,Ég var alllangt I burtu, ásamt öðrum manni, er við tók- um eftir gufustrók þarna. Við vorum u.þ.b. hálftima að kom- ast á eldstöðvarnar, en þegar við komum þangað var allmikið gos i gangi f syðri sprungunni”, sagði Eysteinn Tryggvason jarðeðlisfræðingur. En hann var staddur ásamt Halldóri Ólafs- syni tæknimanni hjá Norrænu eidfjaliastöðinni við norðurenda jarðsprungunnar, er eldgosið braust þar út um fjögurieytið á sunnudag. Höfðu þeir verið við rann- sóknir á Kröflusvæðinu að und- anförnu og höfðu þeir orðið var- ir við nokkur umbrot á svæðinu. „Ég sá þegar gosið braust út i norðurhluta sprungunnar, rúmu korteri fyrir fimm. Við höfðum verið u.þ.b. kilómetra i burtu, þegar við sáum allt i einu stóra reykjarbólstra, svipað og sjá má á flugvellinum þegar slökkviliðsæfingar eru. örfáum sekúndum seinna hóf aö kast- ast i' loft upp glóandi hraunleðja þarna. Reykurinn leið i burtu, og þá sást kraumandi hraun- pyttur, þar sem sauö og bullaði meö miklum hamagangi”. Sagði Eysteinn, aö siöan hefði gerst nákvæmlega það sama norðan og sunnan við þennan stað. Sprungan heföi lengst, þykkur svartur reykmökkur heföi stigið upp i loftið og örfá- um sekúndum siðar hefði rauð- glóandi hraunið verið farið að slettast upp i loftið. Liklega hefði fyrsta sprungan myndast á 10-15 mlnútum og þar hefði mesta gosið verið. Mesta hraunrennsliö hefði verið fram til kl. 7, en þá hefði nokkuð dreg- ið úr þvi. Gosinu heföi svo verið lokiö rétt fyrir miðnætti. Sprungan, þar sem gosið kom upp nær norðan frá Leirhnjúki og um það bil fjóra kflómetra norður undir Gjástykki. Hún er ekki samfelld og varð aldrei öll virk. Þó virtist gosiö i syðri hluta hennar vera nokkurn veg- inn samfellt, en ekki aðskilið i gýga. Er um það bil hálfúr kiló- metri, sem kom upp gos i. Hraunrennsli var nokkru meira en varð i umbrotunum 1977 og sagöi Eysteinn að svo virtist sem kvikan hefði hlaupið bæði norður- og suðureftir. Sprungur hefðu sést allt norður að Hrúta- fjöllum, sem er norður i Gjá- stykki. Annars væri mesta gliðnunin á Leirhnjúkssvæðinu og virtist hún vera eitthvað á annan metra, eftir sprungum i snjónum að dæma. Sem fyrr sagði var gosið búiö um miönætti, en i gær risu mikl- ir gufustrókar upp af gossvæð- inu. Landsig varð mikið þennan sólarhring, mikiö hraðar en áð- ur hefur sést, eftir hallamælum að dæma. Er gert ráð fyrir að land hafi sigiö eitthvað á annan metra I umbrotunum. Land farið að rísa nokkuð hratt JSS — „Þaö hefur dregið veru- iega úr skjálftavirkni i dag og land er tekið að risa nokkuð hratt”, sagði Karl Grönvold jarðeðlisfræðingur er Timinn ræddi við hann i gærkvöldi. Skjálft avirknin virðist fara stöðugt minnkandi en er þó ekki alveg lokið enn". Allar skjálftatalningar fóru úr skorðum i fyrrinótt er simalinan upp i Kröflu slitnaði af völdum gossins. Viö það urðu skjálfta- mælar óvirkir, þannig að ekki var hægt aö fá heillega mynd af ástandinu fyrr en eftir hádegi I gær, er gert hafði verið við þá. Mest mun þó skjálftavirknin hafa oröiöum miönætti á sunnu- dag og mældust stærstu skjálftarnir 3 stig á Richters- kvaröa. Sjómenn og útvegsmenn á Vestfjörðum: Hörð átök á fyrsta sáttafundinum JSS — Fyrsti sáttafundur I deilu útvegsmanna og sjómanna á Vestfjörðum var haldinn i fyrra- dag, undir stjórn Guðmundar Vignis Jósepssonar varasátta- semjara. Loðnuveiðikvótinn rétt að fyllast AM — Bátar á loðnuveiðum eru nú orðnir fáir, þvi i gærkvöldi voru aðeins átta eftir á veiðunum. Það voru þeir Jón Kjartansson, Börkur, Eldborg, Arsæll, Dag- fari, Hafrún og Haförn. Seinni partinn i gær tilkynntu þeir um siðasta aflann I bili Guð- mundur, Seley og Helga II., þar sem þeir hafa nú fyllt kvótann. Auk Andrésar Finnbogasonar sem er fastur starfsmaður Loðnunefndar hafa starfað hjá Loðnunefnd menn sem bætt hafa vakt hjá nefndinni ofan á vinnu- dag annars staöar og kvaöst einn þessara aukamanna vera alshug- ar feginn, þegar þetta væri búið. „Okkur þykir alveg nóg komið af yfirvinnu i bili”, sagði hann. „Þar var mættur fyrir hönd út- vegsmanna og sem málssvari þeirra Kristján Ragnarsson for- maöur LltJ. Þarna var þvi raun- verulega brotiö blaö i langri sögu samskipta (Jtvegsmannafélags Vestfjarða og Alþýðusambands Vestfjarða”, sagöi Pétur Sigurðs- son formaður ASV er Tlminn innti hann frétta af fundinum. Sagði Pétur, að þessi þróun væri vissulega á verri veginn þar sem útvegsmenn á Vestfjörðum væru greinilega búnir að afhenda Llú alla forsjá sinna mála. A fundinum hefðu vestfirskir út- vegsmenn ekkert lagt til mál- anna. Hins vegar hefði Kristján Ragnarsson talað fyrir þeirra hönd og lýst þeirri skoðun sinni að þar yröi ekki samiö um eitt eöa neitt. Hefði yfirvofandi vinnu- stöðvunekki virstneitt aöalatriöi i hans augum. Þá sagöi Pétur, að eftir þessar yfirlýsingar hefðu fulltrúar sjó- mannafélagsins svarað ósk sátta- semjara þvi er hann heföi óskað eftir frestun á boöaöri vinnu- stöövun, að þeir sæju engan til- gang i þvi að fresta verkfalli. Sjó- menn hefði hins vegar verið fúsir til að fresta vinnustöðvun um ein- hvern tima ef útvegsmenn hefðu sýnt einhvern viija til aö ræða málin. Loks má geta þess að á stjórnarfundi sjómannafélagsins sem haldinn var á laugardag var samþykkt að fresta vinnustöövun á linubátum til 30. mars. Er þetta gertá þeirri forsendu aö skv. eöli- legum aðstæðum yrðu skipin látin landa rétt fyrir 20. mars og færu siöan i einn túr. Ef boðuð heföi veriö vinnustöðvun á linubátum frá og meö 20. hefðu þeir stöðvast miklu fyrr en togararnir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.