Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Miðvikudagur 9. apríl 1980
79. tölublað — 64. árgangur
40 síður
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 : Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 ¦ Afgreiðsla og áskrift 86300 ¦¦ Kvöldsímar 86387 & 86392
Verðið ekki eins sveiflu-
kennt og verið hefur"
— segir Tómas Árnason um olíusamninga við Breta
„Ég állt aö veröið sem þarna
eri'boðisé í fyrsta lagi ekki eins
sveiflukennt og veriö hefur i
oliuviðskiptum okkar og muni
þvi ekki skella eins harkalega á
okkur og varð á sl. ári. í öðru
lagi er öryggi i þvi að dreifa
þessum viðskiptum eitthvað,
þótt við höfum átt gtíð skipti við
Ráðstjórnarrikin og viljum eiga
þau áfram", sagði Tómas Árna-
son viðskiptaráðherra i viptali
við Tímann I gær i tilefni þess að
hann var á förum til Bretlands
til samninga um oliuviðskipti
við breska rikisoliufélagið
BNOC.
Með Tdmasi Arnasyni fóru
þeir Þórhallur Ásgeirsson ráðu-
neytisstjóri,  Jóhannes  Nordal
formaður oliuviðskiptanefhdar
og forstjórar oliufélaganna
þriggja.
1 þessari ferð verður gengið
frá viðskiptasamningi við Breta
um kaup okkar á 100 þúsund
tonnum af gasolíu á þessu ári og
sama magni á næsta ari. Þess
má geta, að áætlað er að heild-
arnotkun Islendinga á gasoliu
verði á þessu ári um 250 þúsund
tonn.
1 samningunum við Breta er
verðviðmiðunin stöðugri en ver-
iöhefur i viöskiptunum viö Ráö-
stjórnarrfkin. Verðið er ákaf-
lega svipað til lengdar, en aðal-
ástæðan til þess að gengiö er til
samninganna er sú, aö veröið
mun ekki lúta þeim miklu
sveiflum, sem verið hafa I oliu-
viðskiptum og hafa haft alvar-
leg áhrif á efnahagsmál þjóðar-
innar, sem kunnugt er.
Fundaröð um
strætísvagna
Kás— Stjórn Innkaupastofnunar
Reykjavlkurborgar fjallaði I
fyrsta skipti formlega á fundi sln-
um I gær um fyrirhuguö strætis-
vagnakaup borgarinnar, en eins
og kunnugt er þá hefur meirihluti
stjórnar SVR mælt með þvl aö
keyptir verði Volvo-undirvagnar
sem siðan verði byggt yfir hér-
lendis.
Málið varð ekki útrætt á fundi
stjórnar ISRI gær og verður ann-
ar fundur haldinn I stjórninni kl.
16 i' dag. Svo getur farið að stræt-
isvagnakaupin fái ekki endanlega
afgreiðslu til borgarráðs fyrr en á
fundi stjórnar ISR á mánudags-
morgun.
Flugbensinið
lestað í
Rotterdam
í vikunni
AM — Birgöir af flugbenslni eru
nú orðnar af mjög skornum
skammti i landinu og á siðustu
dögum hefur afgreiðsla þess ver-
ið stöðvuð til einkaflugs en flug-
bensini brenna nú til dags aðeins
minnstu vélar. Gæti skorturinn
þvi farið að koma niður á minni
flugfélögunum, sem sllkar vélar
reka.
Ollufélagið Skeljungur sér um
innflutning flugbenslns og sagöi
framkvæmdastjóri markaðs-
sviðs, Böðvar :Kvaran, blaöinu I
gær, að skorturinn stafaði af þvl
að ollufiutningaskipi, sem koma
átti með farm af flugbensini til
landsins hefði seinkað, en hann
mundi verða lestaður i Rotter-
dam á fimmtudag eða föstudag
nk. Flugbensln hefur veriö flutt til
landsins tvisvar á ári og svo sem
900 lestir I senn, sem duga eiga I
hálft ár.
Sem fyrr segir er bensinið þó
enn ekki ah/er þrotiö og verður
farmurinn vonandi kominn til
landsins, áður en veruleg vand-
ræði hljótast af.
Jan Mayen
samningarnir:
Fundur
islensku
nefndarinnar
á föstudag
HEI — Að sögn ólafs Jóhannes-
sonar, utanríkisráðherra er ekki
alveg fullráðiö hverjir muni skipa
Islensku samninganefndina fyrir
Jan Mayen viðræðurnar, sem
fara eiga fram hér i Reykjavlk
dagana 14. og 15. þ.m. 1 nefndinni
verða bæði embættismenn og
fulltrúar stjórnmálaflokkanna
ásamt einhverjum fulltrúum
hagsmunaaðila. Nefndin verður
þó fullskipuð fljótlega, þvl utan-
rlkisráðherra gerir ráð fyrir aö
kalla hana saman til undirbun-
ingsfundar n.k. föstudag.
Islendingar munu leggja
áherslu á að samningar náist um
svæði fyrir utan okkar 200 mflna
landhelgi bæði varðandi veiði-
réttindi og hafsbotnsréttindi.
Meira mun þó hasta að ganga frá
samkomulagi um veiðiréttindin.
Ráðherra sagði að málið yrði
væntanlega tekið fyrir I heild á
samningafundinum, en að ekkert
væri hægt að segja um það fyrir-
fram hvort vænta mætti alls-
herjarsamkomulags á þessum
fundinú.
Súrálsþokúr stlga upp af flutningaskipinu Moordrecht, sem um
páskana kom hingað með stærsta súrálsfarminn sem Alverið í
Straumsvlk hefur fengiO I einu, eða 45 þúsund lestir. (Tlmamynd
Tryggvi)                                     ^^^
Hraöfrystihúsiö á Hólmavík:
Engin vinna vegna skorts
á hráefni
netavertið Ijúki f þessum mánuði,
vegna þess hve góð hún hefur
veriö, þannig aö þeir gætu ef til
vill prófað Iinu hérna. Þá yrði
þessir erfiðleikar ekki nema út
þennan mánuð", sagöi Jón.
JSS — „Við höfum ekkert hráefni
fengið siðan Guðbjörgin frá isa-
firði og Framnesið frá Þingeyri
lönduðu hér, og hér er þvi ekkert
unnið á Hraðfrystihúsinu sem
stendur", sagði Jón Alfreðsson
framkvæmdastjóri I samtali við
Tlmann I gær.
Sagði Jón, að tilraunir hefðu
verið gerðar til að fá hráefni til að
hægt væri að halda i horfinu, en
toeararnir lönduðu ekki annars
staöar en i heimahöfnum nema I
'neyð. Hráefnið hefði vfðast hvar
unnist upp I kringum páskana
vegna þorskveiðibannsins.
„Vinna liggur þvl niðri I Hrað-
frystihúsinu, þannig að 30540
manns eru atvinnulausir sem
stendur. Að visu er grásleppu-
veiði aö hefjast, en hún hefur
engin afgerandi ahrif. Annars er
þetta engin ný bóla hjá okkur.
Þessi tlmi árs er okkur venjulega
erfiður, en ég óttast að þetta vari
lengur nú en oft áður. Handfæri
byrja aldrei að gagni fyrr en I
juni.
Hins vegar má gera ráð fyrir að
Fundur FIDE ráösins
hef st á morgun
AM — Kl. 9.30 á morgun hefst
fundur FIDE ráðsins að Hótel
Holti I Reykjavik og er það I
fyrsta-" sinn sem fundurinn er
haldinnhérlendis, en sæti I ráðinu
eiga allir helstu embættismenn
FIDE og auk þeirra fjórir kjörnir
fulltrúar og heiðursforseti dr.
Max Euve..
Fyrir fundinum liggur að fjalla
um fyrirkomulag næstu heims-
meistarakeppni i skak og ýmsar
fjáröflunarleiðir til aö styrkja
fjárhagFIDE. Þá verður rætt um
heimsbikarkeppni FIDE, sem er
nýtt mótafyrirkomulag og höf-
undarétt iskák.Enn verða teknar
ákvarðanir um Olympluskák-
mótið á Möltu 1980 og hvort
Olympiumót verður haldið eða
ekki. Þá verður rætt um nýtt
svæðafyrirkomulag innan FIDE,
m.a. þá tillögu skáksambands
Norðurlanda að Norðurlönd veröi
ákveðið FIDE svæði. Loks verða
teknar fyrir inntökubeiðnir nýrra
skákasambanda og ýmis mál
önnur. Stjórn Skáksambands Is-
lands hefur haft veg og vanda af
undirbúningi fundarins.
Eimskipafélag íslands:
Fækkar um 4
til 5 áhaíiiii
JSS— „Þessi fækkun á áhöfnum
er tllkomin vegna þess, að viö
erum með tvö skip á söluskrá.
Við erum með tveim skipum
fleiri en verið hefur áður, þ.e.
Berglindi og Bifröst og erum nú
að undirbúa breytingu á sam-
setningu á skipastólnum, sem
mun ieiða það af sér að skipun-
um mun fækka og þau munu
stækka", sagöi Hörður Sigur-
gestsson forstjóri Eimskipa-
félags islands i viötali við Tlm-
ann i gær, vegna þeirrar ákvör-
unar að fækka skipshöfnum hjá
Eimskip. Er gert ráð fyrir að
þeim fækki um 4-5 á næstu
miiss«rum, en i hverri áhöfn
eru 11-21. maður.
Sagði Hörður, að forráöa-
menn Eimskips heföu tilkynnt
að búast mætti við fækkun um
fjögur til fimm skip, umfram
þau sem  bættust við vegna
endurnýjunar. Nu væru Alafoss
og Kljáfoss komnir á sölulista.
Þess bæri að geta, að ailtaf væri
töluverð hreyfing á þessum
mannskap, og að sjálfsögftu
gengju þeir fyrir vinnu sem
hefðu verið hjá félaginu, þegar
menn hættu störfum af ein-
hverjum b'örum ástæöum.
Þá sagði Hörður, aö fyrsta
skrefið í þessum breytingum
hefði verið stigið um áramót,
með innri skipulagningu á
rekstri fyrirtækisins. Segja
mætti, að þetta væri annaö
skrefiö I að endurskipuleggja
samsetningu skipaflotans.
Þriðja skrefiö yrði svo hugsan-
lega það atriði, sem sagt hefði
verið frá I Tfmanum fyir
skömmu, þ.e. að koma fyrirtæk-
inu a einn stað i Sundahófn, i
stað þess að vera með rekstur-
inn ó þrem stöðum meðfram
strandlengjunni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20