Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 85. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Miðvikudagur 16. apríl 1980/
85. tölublað—64 árgangur
IP
flWlttl
Eflum Tímann
Siðumúla 15 • Pósthólf 370 ¦ Reykjavik ¦ Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 ¦ Afgreiðsla og áskrift 86300 ¦ Kvöldsimar 86387 & 86392
Jan Mayen viöræðurnar:
Annarfund-
ur í Osló
7-10. mai
HEI — Ekki varð beinlinis efnis-
leg niðurstaBa, sag&i Ólafur Jó-
hannesson, utanrfkisráðherra aö
loknum samningafundinum um
Jan Mayen i gærkvöldi. Hinsveg-
ar sagoi hann viBræBurnar hafa
veriB gagnlegar og miBaB i rétta
átt. Ef til vill heföi þaö Uka veriö
óskhyggja ein, aB gera ráB fyrir
endanlegri niðurstöðu eftir þenn-
an eina fund, þott óneitanlega
hefði þao verið  œskilegt.
Um það hvert framhaldiB yrði á
þessum samningaviðræðum
sagði ólafur að annar fundur
hefði verið akveðinn dagana 7. til
10. mai og að sá fundur yrði hald-
inn i ósló.
Breytingartillögur við f járhagsáætlun
Reykjavíkur:
Framkvæmda-
fé 11 milljarðar
Kás — Samkvæmt þeim breyt-
ingatillögum sem lagðar hafa
verið fram við frumvarp að
fjárhagsáætlun Reykjavikur-
borgar og sem afgreiddar verða
við seinni umræðu þess annað
kvöld er gert ráð fyrir að fram-
kvæmdafé borgarinnar á næsta
ári veröi tæpir 11 milljarðar
króna. Er þetta 550 millj. kr.
hækkun frá þvi sem gert var ráð
fyrir samkvæmt upphaflegri til-
lögu.
Stærsti útgjaldaliðurinn eru
framlög til byggingaskóla eða
1468 milljónir, sem er um 300
millj. kr. hækkun frá þvl sem
gert var ráð fyrir i frumvarpinu
að fjárhagsáætluninni. Framlög
til byggingar Borgarspitalans
hafa verið aukin samkvæmt
breytingartillögunum um 200
millj. kr. og verða samtals um
1200 millj. kr.
Framlög til dagheimila og
leikskóla hafa verið hækkuð um
tæpar 100 millj. kr.
Vildu enga
yfirlýsingu
Allmikil spenna myndaðist
um miðjan daginn i gær i viB-
ræðum lslendinga og Norð-
manna, vegna þess að fulltruar
Alþýðubandalags, AlþýBufiokks
og stjórnarandstæðinga i Sjálf-
stæðisflokknum lögðust alger-
lega gegn þvi að gengið yrði
formlega frá sameiginlegri
yfirlýsingu samninganefndanna
*um þau atriði sem þokast hafa
áfram á fundunum f Reykjavík.
Höfðu fulltrúarnir i hótunum
um að færa málið inn á fundi
Alþingis með umræðum utan
dagskrár þegar 1 gær, en eftir
að þingflokkarnir höfðu fjallað
um stððu viðræðnanna,féllu þeir
þó frá þvi.
Utanrfkisráðherrar Noregs og tslands að loknum viðræðunum um Jan Mayen I gær. Ekki náðist sam-
komulag 1 deilunni að þessu sinni, en þeir Knut Frydenlund og ólafur Jóhannesson verða f forsvari
samninganefnda landanna tveggja á næsta viðræðufundi f Osldþ. 7. maf.        Tlmamynd Tryggvi.
Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra:
„Nor ðmenn viðurkenna
fiskveiðirétt okkar"
en fjölmörg atriði biða funda i Osló 7. mai
„Það eru vissulega vonbrigði
að ekki náðist endanlegt sam-
komulag á þessum fundum",
sagði Steingrfmur Hermannsson
sjávarútvegsráðherra að loknum
viðræðufundunum við Norðmenn
um Jan Mayen i gær.
„En það var reyndar fljótt ljóst
á þessum fundum að endanleg
niðurstaða gat ekki náðst nú
vegna þess að fulltrúar Norð-
manna voru alls ekki undir það
búnir að ræða múlið f heild sinni,
t.d. varðandi hafsbotninn og auð-
lindir hans.
Hins vegar hafa málin skýrst
að þvf er fiskveiðarnar snertir
umhverfis Jan Mayen".
Um fiskveiðimálin sagði Stein-
grfmur m.a.:
„Ég legg áherslu á jafnan rétt
okkar varðandi fiskveiðar og
fiskveiBistjórnun. ViB íslendingar
hljótum einir að ákveða heildar-
magn i loðnuveiðum vegna þess
hversu mikilvæg hún er fyrir okk-
ur, og ef við miðum við hrygningu
og uppvðxt verður loðnan að telj-
ast islenskur stofn. Málið er hins
vegar flóknara að þvi er lýtur að
sild og kolmunna, en þessir þrlr
stofnar skipta langmestu máli á
Jan- Mayen-svæðinu.
Mér virðist að Norðmenn viður-
kenni rétt okkar á sviði fiskveið-
anna", sagði sjávarútvegsráð-
herra enn fremur, „en það er enn
eftir að fjallu nánara um fjölmörg
atriði I þvi sambandi.
Það er ijóst að báðir aðilar
þurfa að fjalla betur um einstök
atriði málsins heima fyrir. Við
þurfum þannig t.d. að fjalla betur
um afstöðu okkar til norskra yfir-
ráða á Jan Mayen, til norskrar
lögsögu umhverfis eyna og fram-
kvæmdaratriða i þvi sambandi,
og enn fremur verðum við að
ræða um viðbrögð við Utfærslu
landhelginnar við eyna vegna
þess að það er ljóst að Norðmenn
munu neyöast til þess að færa út
fyrir 1. júni n.k.
í viðræðunum var f jallað um
ýmsa valkosti er snerta fiskveiði-
stjórnunina", sagði Steingrimur
Hermannsson, „t.d. hvort skipuð
verði sameiginleg nefnd til að
fjalla um þau mál. En öll nánari
atriði eru þó eftir.
Næsti fundur, sem ákveðinn
var 7.-10. maf i Osló, mun væntan-
lega fjalla um þessi atriði öll. Ég
er þeirrar skoðunar að allt málið
verði miklu erfiðara viðfangs ef
samningar nást ekki fyrir 1. júni,
og vissulega væri það gott ef Is-
lendingar og Norðmenn gætu haft
samstöBu andspænis Efnahags-
bandalaginu þegar útfærsla
Grænlands kemur á dagskrá".
„Lít ekki á þetta sem f ordæmi"
segir Karvel Pálmason um samningana I Bolungavík
JSS — „Aö minu mati er þaí
siour en svo æskileg þróun, aB
málin séu leyst á hverjum stað
fyrir sig, enda cru dæmin þau
innan ASV og starfssviös þess,
að I miklu flelri tilfellum eru
málin leyst sameiginlega
Þctta er undantekningartil-
felli. DeOan sem slfk og mðlið
allt ér lika að minu viti undan-
tekningartilvik miBaö við deil-
ur, sem við hðfnm staðið
frammi fyrir og í . Það er auð-
vitað ekkcrt sem segir, að ekki
getikomið upp slfk tilvik, að það
þurfi að leysa mál með ððrum
hætti en þessum hefðbundna.
En ég undirstrika það, að ég lft
ekki á þetta sem fordæmi þess
að alfarið verði farift að leysa
deilur á viðkomandi stöðum".
Þannig fórust Karvel Pálma-
syni formanni Verkalýðs- og
sjömannafélags Bolungavíkur
orð, er Timinn ræddi við
hann f gær. En I fyrrkvöld
náðist samkomulag i kjara-
deilu sjómanna og útgerðar-
aðila á Bolungavik sem Útvegs
mannafélag Vestfjarða sfðan
samþykkti f gær, Helstu atr-
íði samkomulagsins eru:
stytting greiðslufrests á upp-
gjöri hlutaskipta um sex daga á
linubátum og einn dag á skut-
togurum, lengingu þess tlmabils
á li'nuveiBum sem ekki er unniö
á laugardögum um einn mánuð
arlega, lenging á frii 'togarasjó-
manna um áramdt úr 24 klst. I
30, tveggja sólahringa fri um
sjómannahelgina. Þá varð sam-
komulag um að bera fram sam -
eigínlegtilmæli til stjdrnar afla-
tryggingarsjöBs um endurskoö-
un á reglum um fæðispeninga til
sjómanna a skipum með langt
úthald. Gildir þessi samningur
frá 1. april sl. til 31. desember
1980.
Aöspurður um hvaða  kröfur
sjómanna á Bolungavik hefðu
ekki náðst fram I þessum
samningum, sagBi Karvel aB
þar mætti einkum nefna kröfu
um skipti á linubátum þ.e. að
meB tiu manna áhöfn yrði skipt i
nlu staði. Þetta atriði værí I
reynd I framkvæmd, en sett
hefði verið um það krafa að fá
þetta atriði inn i samning. Þá
hefBi veriB sett fram krafa
varBandi togarasamningana,
um eitt helgarfrf I mánuði, en
hún hefði ekki nððst fram.
„Astæðan fyrir þvf, að við
sömdum sér var sú, að okkar
mat á stöðu málsins, var að
málið væri komið i algjöra sjálf-
heldu. Það var ekki sýnilegt, að
nein lausn væri I nánd. En við
höfum þá vonÆíg trii, að þetta
geti orBiB til þess að leggja
grundvöll að lausn deilunnar",
sagði Karvel.
„Þetta er ekkert annaB en
svik við Sjómannafélag tsfirð-
inga og samninganefnd AlþýBu-
sambandsins", sagði Pétur
Sigurðsson forseti ASV. ,^Jg
hef enga tru á þvi að önnur
aðiidarfélög fari þessa leið, en
ég veit auðvitað ekki enn, hverj-
ar afleiBingar þetta kann að
hafa fyrir samstöðuna hér".'
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20