Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Fimmtudagur 17. júll 1980
Hér má sjá þegar krakkarnir i Grænuborg tóku fyrstu skóflustunguna aö nýju Grænuborg við Eirlks-
gðtií.                                                                 Timamynd: G.E.
Ný Grænuborg rís
við Eiríksgötu
Kás — t gær tóku þau börnin I
leikskólanum Grænuborg við
Miklatorg fyrstu skóflustunguna
að nýrri Grænuborg, sem risa
mun vio Eiriksgötu, suö-austan
vio Listasafn Einars Jónssonar.
Þaö er barnavinafélagið Sumar-
gjöf sem stendur fyrir bygging-
unni, og mun þao kappkosta að
hraða byggingunni eins og kostur
er.
Gamla Grænuborg er nú oröin
tæplega fimmtiu ára gömul, og
hún er fyrsta heimilio sem gagn-
gert er byggt i þeim tilgangi að
þar yrði starfrækt dagvistunar-
heimili.
Nýja Grænuborg verður 3ja
deilda dagvistarheimili, fyrir
börn á aldrinum 2-6 ára. Þegar i
upphafi ræddi stjórn Sumargjaf-
ar um að fara nýjar leiðir og gera
tilraun með að blanda saman i
hópa börnum sem dvelja allan
daginn og börnum með sveigjan-
legan leikskólatlma. Er áætlað að
samtimis geti dvalið á heimilinu
20 dagheimilisbörn, 14 börn með
sveigjanlegan tima, og 20 leik-
skólabórn, er dvelji 4 klukku-
stundir, eins og vanalegast er,
eða alls 54 börn.
Húsið er 441 fermetri að flatar-
máli, og 1800 fermetrar að stærð.
Áætlaður kostnaður við bygging-
una er 235 millj. kr.
Ferðasjóður íbúa i Hátúni 12:
Leitar stuðnings
landsmanna
Dauðaslysið í Sundahöfn:
Verið að
hífa krana-
bíl þegar
bóman
slitnaði
AM — Eins og skýrt var frá I
blaðinu I gær varð enn eitt dauða-
slysið I fyrradag, þegar maður
varð undir bómu við upþskipun I
Sundahöfn.
Samkvæmt upplýsingum sem
blaðið hefur aflað sér var verið að
hifa 38 tonna kranabil frá borði i
Dettifossi, þegar slysið varð.
Voru tveir kranar notaðir við
verkiö og slitnaði taug I bómu
minni kranans, en hin hélt biln-
um, sem verið var að hifa, enn á
lofti. Maðurinn, tvitugur piltur,
stóð úti við lyftara sem hann
stjórnaði og fór bóma kranans I
manninn þegar hún féll. Var hann
þegar fluttur i sjúkrahús, en lést
skömmu eftir að þangað kom.
Hinn látni hét Jón Trausti
Traustason, til heimilis að
Kleppsvegi 54, fæddur 26.11. 1960.
Landris við
Leirhniúk
FRI —Eldgosið i Gjástykki hefur
nú staðið i um 7 daga og Htil
breyting hefur orðið á þvi siðustu
daga. Að sögn Karls Grönvold
jarðfræðings á skjálftavaktinhi
þá hefur land nú byrjað að risa
við Leirhnjúk en það er i litlum
mæli.
Að sögn Karls þá er litil breyt-
ing á gosinu frá degi til dags en til
lengri tima litið þá fer það minnk-
andi.
Ferðasjóður íbtia Hátúni 12
Revkiavik leitar nú til lands-
manna um stuðning. Sjóðurinn
var stofnaður af Sjálfsbjörg,
félagi fatlaðra á Isafirði með
75.500 kr framlagi i þeim tilgangi
að styrkja ibúa Sjálfsbjargar-
hússins til ferðalaga. Sjóðurinn
hefur engar aðrar tekjur en gjafir
og áheit. A siðasta ári bárust
eftirtalin framlög I sjóðinn.
tsafjarðarkaupstaður	120.000
Bolungarvlkurbær	115.000
Súðavikurbær	115.000
Þingeyrarhreppur	115.000
Tálknafjarðarhreppur	115.000
Patrekshreppur	115.000
Hólmavíkurhreppur	60.000
Suðureyrarhreppur	50.000
Sjálfsbjörg Suðurnesjum	100.000
Fla teyrarhreppur	25.000
Sjálfsbjörg Neskaupstað 60.000
Sjálfsbjörg Akureyri      10.000
J.ogS.Hátúni 12Rvik.     11.000
Sjóðurinn hefur veitt' til þessa
28 einstaklingum styrk samtals
rúmlega ein milljón króna.
Ibiiar hussins eru milli 90 og
100 þar af eru um 40, sem ein-
göngu hafa vasapeninga frá
Tryggingastofnun rikisins, en
þeir eru nú kr. 23.000 á mánuði og
flestir hinna hafa aðeins örorku-
Hfeyrir og tekjutryggingu. Það er
þvi ljóst að ibúarnir hafa ekki
fjárráð til ferðalaga. Efling
ferðasjóðsins er þvi nauðsyn.
íbúar Sjálfsbjargarhússins þakka
öllum sem hingað til hafa sent
sjóðnum gjafir, og vona að svo
höfðinglegt framhald verði á
gjöfum til hans sem hingað til.
Landnemamót
í
Viðey
- „Brennuvargar"
og babú-liðið kljást í næturleiknum
Um næstu helgi, 18.-20. júlí nk.,
verður haldið hið árlega skáta-
mót Skátafélagsins Landnema i
Viðey. Farið verður frá Sunda-
höfn á föstudagskvöld, og komið
heim á sama stað siðdegis á
sunnudag. Hafsteinn Sveinsson
sér um bátsferöir á SkUlaskeiði
að venju.
Sérstaklega hefur verið vandað
til dagskrár þessa móts, og hafa
Landnemar fengið til liðs við sig
úrval skáta, sem sérhæft hafa sig
I hinum einstöku skátagreinum.
Rammi mótsins er „Eldurinn" og
miðast uppbygging dagskrár við
þá staðreynd.
Aðal dagskrárliður mótsins,
sem standa mun allan laugardag-
inn heitir „Eldmóður". A laugar-
dagskvöld verður næturleikur þar
sem „brennuvargar" og
„babú-liðið" kljást um það hvor
ræður upptökum eða niðurlögum
varðeldsins, sem hefst strax og
þessum dagskrárlið er lokið. A
sunnudagsmorgun verður Viðeyj-
arrallý.
Allir skátar, hvaðanæva af
landinu, eru velkomnir. Sérstak-
ar búðir verða fyrir dróttskáta,
svo og eldri skáta og fjölskyldur
þeirra. Gamlir Landnemar fjöl-
mennið.
British Airways i deilum við starfslið sitt, eins og Flugleiðir
íslenskir f lugmenn
telja margt mega af
þessu læra
AM — Deilur á milli starfsliðs
flugfélaga og stjórnar, eru
ekkert einsdæmi á tslandi og ný-
lega rákumst viðhér I blaðinu á
ritstjórnargrein úr breska blað-
inu „FLIGHT - International,
þar sem fjallað er um vanda
British Airway, sem svipar
mikið til vanda Flugleiða. Birt-
um við aðalefni greinarinnar
hér á eftir.
^Mikið er stítt að British Air-
ways um þessar mundir, eins og
komið hefur fram I blöðum, og
tekjur af rekstrinum 1979-80 eru
taldar I minnsta lagi, en það
kemur I ljós þegar ársskýrsla
verður birt. Óánægt starfslið
hefur ekkert til sparað að gera
sjtínarmið sín kunn umheimin-
um. Almenn úánægja með þjón-
ustu félagsins kemur fram I
lesendabréfum og i greinum
sérfrdðra manna. Til þess að
kóróna allt saman hefur stjórn
félagsins svo fært gagnrýnend-
um höfuð sitt á silfurfati, með
þeirri furðulegu ákvörðun að
strika oröið „Airways" út af
vélum sinum, svo eftir stendur
aðeins „British". Þessu uppá-
tæki hefur verið tekið með van-
trií og aðhlátri meðal al-
mennings og spyrja menn hvað
oröið hafi af BA.
Þó skyldi munað að félagið
strlðir við sömu efnahagsörðug-
leika og allir aðrir og það að
félagið skuli skrimta, þegar
stdrtap er hjá stærstu amerisku
félögunum er afrek út af fyrir
sig. En hvað mun verða 1980-81?
Aukning farþegafjölda er hæg
og eldsneytiskostnaður er gifur-
legur. En hvað sem Hður óá-
nægjuröddum innan félagsins,
þarf stjórn þess á ýtrasta stuðn-
ingi starfsliðsins aö halda á svo
erfiöum tímum. Átta árum eftir
sameiningu BEA og BOAC er nú
öflugur áróður uppi fyrir þvi að
„hjónabandiö" verði leyst upp.
Þetta er visbending um aö
stjtírn félagsins hafi mistekist
aðfá starfsliðið til samvinnu við
sig.
1 stað þess aö leigja leynilög-
reglumenn og stofnstetja
glæparannsóknadeildir" tilþess
að komast að hvar leyndarmál
félagsins „leka út" (eins og
talið er að gerist) ætti félags-
stjtírnin fremur að leggja eyru
að gagnrýninni, — þvi starfs-
liðið sem I eldlinunni stendur
þekkir vandann betur enn
nokkrir aðrir. Við teljum að
aðalstjörnin geri sitt besta til
þess að halda félaginu gangandi
á erfiðum timum, en teljum að
það verk yrði auðveldara, ef
starfsliðið fengist til að vinna
með stjórninni, en ekki gegn
henni.
Þa má ekki gleyma lilut
stjtírnvalda I erfiðleikum BA.
Akvörðunin um að stofna BA úr
tveimur félögum var gerð I of
miklum flýti. Hlutirnir, sem
rikisstjdrnin hefur gefið tit til
þess að koma BA á kjöl, seljast
ekki, fyrr en félagið er oröið aö
ábatasömu fyrirtæki. Of mikil
áhersla hefur verið lögð á að
gera fyrirtækiö arðbært á
skömmum tíma, i stað þess að
styrkja langtimagrundvöll þess.
Nú er okkur sagt af verslunar-
ráðherra, Norman Tebbit, að
þegar skuldabréfin eru seld
einhverntlma I framtiðinni
(rikið mun eiga meirihluta
þeirra), ætli rikið ekki að hafa
neina hönd I bagga með þvi
hverjir veröi útnefndir for-
stjorar. Eru þetta réttlætanleg
vinnubrögð ábyrgra fulltrúa al-
mennings og rikishlutafjár
hans?"
Við ræddum efni greinar
„FLIGHT" við forystumenn
flugmanna hér á landi og voru
þeir efni hennar sammála.
Töldu þeir þaö tlðkast aö yfir-
menn rekstrardeilda erlendra
flugfélaga ættu fundi með
starfsliði minnst mánaðarlega.
Slík samstarfsnefnd væri aö
vísu til hérlendis, en kæmi ekki
saman, fyrr en allt er komið I
óefni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16