Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 191. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Föstudagur 29. ágúst 1980
Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur:
ÞVI ÞE6JA MAL6LAÐIR
LAUNÞE6AF0RIN6JAR?
— um ástandið í Póllandi. Er ekki sama hvert þjóðskipulagið er?
Kás — „Fréttir þær sem borist
hafa frá Póllandi af baráttu
pólskra verkamanna fyrir Hfs-
nauðsynjum og lágmarks- en
grundvallarkröfu lýðræðisins,
ao verkalýðsfélög fái aö starfa
frjáls og óháð, og njóta verk-
fallsréttar og skoðanafrelsis,
hljóta aö hvetja lýðræðissinn-
aoa launþega á tslandi til stuön-
ing viö málstao þeirra", segir f
samþykkt sem stjórn Sjó-
mannafélags Reykjavlkur hefur
sent frá i tilefni kjarabaráttu
sem pölskir verkamenn standa
nú i.
1 samþykktinni segir enn
fremur: Samþykktarglaðir
ráöamenn hinna ýmsu lands-
samtaka launþega hafa þagað
um þessa atburöi þunnu hljóði,
þar til i gær, þótt atburðir sem
fjær gerast og óskyldari eru, séu
geröir að stórmáli, ef aðrar
þjóðir, sem búa við annað þjtíö-
skipulag en Pólverjar eiga I
hlut.
Sjómannafélag Reykjavlkur
telur sér til gildis að vera í hópi
þeirra stéttarfélaga sem yilja
standa vörð um hugsjónir lýð-
ræðis-og mannréttinda og auka
þau, en draga ekki ur.'
Stjórn Sjómannafélags
Reykjavikur telur, að íslensk
verkalýðshreyfing geti og eigi
að beita sér fyrir virkum stuðn-
ingi við málstað pólskra verka-
manna.
Stuðningur okkar og frjálsrar
verkalýðshreyfingar annarra
landa, veitir þeim siðferðilegan
styrk og á að verða almenn for-
dæming á þvi að erlent kúgun-
arveldi sendi skriðdreka sina til
að drepa niður kröfur verka-
manna, eins og dæmi eru fyrir
austur þar.
Askoranir á hið rikisrekna Al-
þýöusamband Póllands, sem
stjórnað er af sömu valdhöfum
og reyna að berja niður kröfur
pólskra verkamanna eru grát-
broslegar.
Stjórn Sjómannafélags
Reykjavikur skorar á þá lýð-
ræðissinnuðu einstaklinga, sem
enn finnast i stjórnum lands-
samtaka launþega og einstök-
um verkalýðsfélögum, að taka
uppkröftugan stuðning við kröf-
ur pólskra verkamanna um
frjálsa og óháða verkalýðs-
hreyfingu og fordæmingu á
hvers konar notkun vopna og of-
beldis til að brjóta þá á bak aft-
ur.
Sérstaklega er skorað á stjórn
Sjómannasambands fslands, að
beita sér fyrir því að Alþjoöa-
samband flutningaverkamanna
I.T.F., hefji nú þegar virkar
samúðarráðstafanir með þvi að
stöðva afgreiðslu flutninga til
Póllands, uns deilan er leyst
með samkomulagi.
Samkomulag
á Akureyri
JSS — t gærdag náðist samkomu-
lag hjá starfsmannafélagi Akur-
eyrarbæjar og Akureyrarbæ, eft-
ir langan og strangan fund sem
stóð linnulaust I rúmlega hálfan
sólarhring. Samkomulagið hafði
ekki verið undirritað I gærdag,
þegar Timinn ræddi við Erling
Aðalsteinsson formann Starfs-
mannafélags Akureyrarbæjar, en
hann bjóst við að gengið yrði til
undirskrifta I gærkvöldi.
Sagði      Erlingur      að
samkomulagið væri mjög svipað
og samningur BSRB og rikisins,
svo og samkomulag SR og
Reykjavikurborgar. „Frávik frá
þvi eru ekki stór. Þarna er um að
ræða hækkun oi'an á okkar stiga,
en hann var örlitið hærri, eða
1-2000 kr. hærri en BSRB stiginn.
Við tókum inn nú i fyrsta skipti
mötuneyti sem stóran lið, en við
höfum ekki haft það áður. Þá
höfðum viö að auki greiðslur á
laugardaga aö hluta, og þvi héld-
um við".
Þvi má svo bæta við að sam-
komulagið verður kynnt félags-
mönnum á fundi i Sjálfstæðishús-
inu á Akureyri n.k. þriðjudag, en
þá verður BSRB-samkomulagið
kynnt. Þá hefur stjórn og trúnað-
arráð ekki ákveðið endanlega
hvenær gengið verði til atkvæða-
greiðslu. Erlingur kvaðst gera
ráð fyrir að þaö yrði um sama
leyti og allsherjaratkvæða
greiðsla um BSRB-samkomulag-
ið færi fram.
ASÍ SENDIR
PÓLSKUM KVEÐJUR
Miðstjórn Alþýðusambands
íslands sendi I gær eftirfarandi
skeyti til Alþýðusambands
Póllands, I tilefni þeirra atburöa
sem þar eru og hafa verið að
gerast undanfarið:
Miðstjórn Alþýöusambands
Islands lýsir stuðningi sinum við
baráttu pólskra verkamanna
fyrir kjarabólum og lýðréttind-
um.
Það er frumskylda verkalýðs-
samtaka að styðja verkafólk I
baráttu þess fyrir bættum kjörum
og réttindum. Alþýðusamband fs-
lands skorar þvi á Alþýðusam-
band Póllands að veita málstað
verkafólks I yfirstandandi deilu
allan mögulegan stuðning og
krefst þess að stjórnvöld komi til
móts við réttmætar kröfur verk-
fallsmanna."
Einar Agústsson var f fylgd Olesen.utanrfkisráöherra, þegar hann skoðaði Mosfellssveitina af hestbaki
I gær. (Tlmamynd Róbert)
UTANRÍKISRÁÐHERRA DANA
í OPINBERRI HEIMSÓKN
AM — t gærmorgun kl. 7 kom
utanrlkisráðherra Dana, Kjeld
Olesen til tslands I opinbera
heimsókn. Fór utanrikisráð-
herrann um hádegisbilið til
Þingvalla og kom að Lögbergi,
en á eftir var snæddur hádegis-
verður I Hótel Valhöll.
Eftir hádegið var gestinum
boöið I útreiöartúr að Dal I Mos-
fellssveit, og I gærkvöldi var
hann I boði Ölafs Jóhannesson-
ar, utanrikisráðherra íslands og
konu hans að Hótel Sögu.
í dag kl. 10 ræðir Olesen við
Ólaf Jóhannesson, en hádegis-
verðarboð verður I danska
sendiráðinu kl. 13.
Sidegis 1 dag mun hann heim-
sækja forseta íslands á Bessa-
staði og halda heimleiðis til
Kaupmannahafnar kl. 18.
HAFSKIP YFIR-
TEKUR B0MMU
Á miðvikudag bættist
nýtt skip í ísienska far-
skipaflotann, þegar fjöl-
hæf niskipinu M/V
BOMMA var gefið nafnið
M/S SELÁ og íslenski fán-
inn dreginn að húni í skip-
inu.
Er þetta fyrra af teimur
f jölhæfniskipum, sem
Hafskip hf. hefur samið
um kaup á frá Fred Olsen
félaginu í Noregi.
' Hafa bæði skipin um skeið verið
I áætlunarsiglingum fyrir Hafskip
hf., hið fyrra frá þvl I september
1979, en hið siðara frá þvi I april
mánuði s.l.
Skipin, sem eru 2.828 d.w. tonn,
eru búin opnanlegum skut, tveim-
ur stórum vörulúgum á hlið og
færanlegum millidekkjum.
Möguleiki á hleðslunýtingu er þvi
með  miklum  ágætum  og  af-
greiðsluhraði vegna lestunar og
losunar mun meiri en á hinum
eldri, hefðbundnu skipum. Sigl-
ingarhraði skipanna er 15 sjómil-
ur.
Kaupverð skipanna, sem var
um samið fyrir rúmu ári siðan, er
Bandarikjadalir 2.350.000 hvort
skip, en sfðan samningar voru
gerðir er talið, að markaðsverð
hafi hækkað verulega.
Það er Den Norske Creditbank I
Oslo, sem hefur haft milligöngu
um fjármögnun þess hluta, sem
leyfilegt hefur verið að fá lánað til
kaupanna erlendis.
Skipið var formlega móttekið af
fulltrúum útgerðarinnar, Alberti
Guðmundssyni, stjórnarformanni
og framkvæmdastjórum félags-
ins, þeim Björgólfi Guðmunds-
syni og Ragnari Kjartanssyni.
M/S SELA er þriðja skip Haf-
skips hf., sem ber það nafn og er
skráð á Ákureyri, eins og forver-
ar þess.
Skipstjóri er Rögnvaldur Berg-
sveinsson.
LAGNING
HITAVEITU
GENGUR VEL
AM — Nií er unnið að dreifi-
kerfi fyrir hitaveitu á Kefla-
vikurflugvelli og sagði Ing-
ólfur Aða1steinsson
forstjóri Hitaveitu Suo-
urnesja okkur i gær að búið
væri að leggja fyrir svo sem
fimmta parti af þvi svæði
sem hitaveitan mun þjóna og
ætti að vera hægt að tengja
fyrsta áfanga af fimm um
áramótin.
Það eru tveir verktakar
sem eru að vinna upp frá nú,
en þeir eru Gerpir hf. Ur
Reykjavfk og Vikurverk frá
Grindavik, en hvert verk um
sig er boðiö út.
Dælustöðin á Fitjum við
Keflavik er senn tilbúin og
standa vonir til að hún verði
komin i gagnið um áramótin
og mun þá hægt að blanda
vatnið i æskilegt hitastig.
Það er sem kunnugt er um 90
gráðu heitt i byggðum syðra
núna, en ætti að vera um 80
gráöur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20