Fréttablaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 1
Jóhann Jóhannsson um nýju sólóplötuna og aðra plötu Orgelkvartettsins Apparats Sunnudagar *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í maí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 46% M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 71% Baugur verður bakhjarl uppgræðslu- verkefnis í Rúanda sem leitt er af Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og skoska auðmann- inum Sir Tom Hunter. Baugur hefur um nokkurt skeið átt í viðskiptum við Hunter, sem hefur fjárfest á Íslandi í Glitni og FL Group. Jón Ásgeir Jóhannesson, sem gerðist starfandi stjórnarformaður Baugs er hann hætti sem forstjóri, segir Hunter hafa byggt upp áhrifa- mikla starfsemi í þróunarhjálp sem Baugur vilji styðja. Verkefnið hefur þann tilgang að kolefnis- jafna starfsemi Baugs um leið og örfoka land er grætt upp og bændur studdir til sjálfshjálpar með ávaxtarækt. Jón Ásgeir segir breytingar á stjórnarskipulagi Baugs Group til að skerpa áherslur og í samræmi við breytt verksvið. Hann vísar á bug vangaveltum um togstreitu milli sín og Hannesar Smárasonar. Stjórnendum FL Group hafi gengið einstaklega vel að ávaxta fjárfestingu í félaginu og hann og forstjóri félagsins séu einhuga um hvert beri að stefna í rekstri þess. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, afhenti í gær Þorsteini Inga Sigfússyni Alheimsorku- verðlaunin við hátíðlega athöfn í Pétursborg. Þorsteinn hlýtur verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur við rannsóknir á sviði orkumála, sér- staklega hvað viðkemur endur- nýjanlegri orku, en hann hefur verið leiðandi í vetnisrannsóknum hér á landi svo árum skiptir. Í þakkarávarpi Þorsteins kvaðst hann „standa á öxlum risa“ á sínu fræðasviði og vísaði þar til íslenskra frumherja í orkumálum. „Framleiðsla og notkun vetnis sem orkubera á Íslandi getur orðið fyrirmynd fyrir heiminn,“ sagði Þorsteinn í ræðu sinni. „Framlag mitt, og miklu frekar míns lands, til þess að draga úr kolefnismengun hefur verið að taka í notkun æ stærra hlutfall endurnýjanlegra orkulinda landsins,“ sagði hann og benti á að Ísland ætti nú þegar heimsmet í hlutfalli endurnýjan- legrar orku, eða 72 prósent. Einnig minntist hann rússneskra frumkvöðla sem margir hverjir hefðu haft mótandi áhrif á feril Þorsteins. Þá þakkaði hann Háskóla Íslands og Íslenskri NýOrku fyrir að hafa veitt sér tækifæri til dáða. Síðast en ekki síst þakkaði Þor- steinn ungum vísindamönnum og nemendum sínum í Háskóla Íslands í gegnum árin. Í Rússlandi er Alheimsorku- verðlaununum líkt við Nóbelsverð- launin. Þorsteinn var valinn úr hópi 146 manna og hlaut verðlaunafé að upphæð tíu milljónir rúblna, um 27 milljónir króna. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Benedikt Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, voru við athöfnina. Verðlaun úr hendi Pútíns Forseti Rússlands veitti Þorsteini Inga Sigfússyni Alheimsorkuverðlaunin við hátíðlega athöfn í gær. Verðlaunin voru veitt fyrir rannsóknir Þorsteins á sviði orkumála. Ein æðsta viðurkenning Rússa. „Þetta eru algjörir villi- menn,“ segir Sigurður Ingimund- arson, þjálfari íslenska landsliðs- ins í körfubolta, en lærisveinar hans áttu í vök að verjast fyrir tap- sárum Kýpverjum undir lok leiks liðanna á Smáþjóðaleikunum í gær. Þegar rúm mínúta var eftir af leiknum misstu leikmenn Kýpur stjórn á sér og réðust að íslensku leikmönnunum og einum dómara leiksins. Íslensku leikmennirnir vörðu sig fyrir höggunum en voru að öðru leyti ekki þátttakendur í ólátunum. Leikurinn var flautaður af í kjölfarið og Íslendingum dæmdur 2-0 sigur. Íslenska liðið hlaut gull- verðlaun á leikunum. Réðust á íslenska liðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.