Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 75. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Miövikudagur 1. aprfl, 1981
17
Félagslíf
Ferðalög
Aðalfundur Neytenda-
samtakanna.
Aðalfundur  Neytendasamtak-
anna verður haldinn að Hótel
Esju laugardaginn 4. april kl.
13.00.
A dagskrá fundarins eru venju-
leg aðalfundarstörf, kosning
stjórnar og önnur mál.
Stjórnin.
Kvennadeild Eyfirðinga-félags-
ins verður með kökubasar að
Hallveigarstöðum n.k. sunnu-
dag 5. febrúar kl. 2.
Frá ÍFR
Engar borötennisæfingar verða
laugardaginn 28. mars. laugar-
daginn 4. aprílog mánudaginn 6.
apríl. Siðasta æfing fyrir ís-
landsmótið veröur mánudaginn
30. mars.
Borðtennisnefndin.
Frá Sálarrannsóknarfélaginu I
Hafnarfirði.
Aðalfundur  félagsins   verður
n.k.  miðvikudag  8.  april  i
Góðtemplarahúsinu  kl.  20.30.
Stjórnin.
Aðalfundur: Atthagafélag
Strandamanna verður haldinn
i Domus Medica fimmtudaginn
2. april kl. 20.30. Venjuleg aðal-
fundarstörf. Stjórnin.
Skotveiðifélag Islands heldur
aðalfund sinn laugardaginn 4.
april klukkan 9.30 á Hótel Esju.
1 tengslum við fundinn mun fé-
lagið halda opna ráöstefnu um
skotveiöar.
Ráðstefnan hefst kl.13.00 á
Hótel Esju með framsöguerind-
um. Vilhjálmur Lúðvlksson
verkfræðingur f jallar um: „Siö-
fræði veiðimannsins" og Jón
Armann Héðinsson fyrrverandi
alþingismaöur fjallar um
„Stööu umræðu um skotveiði-
mál".
Eftir framsöguerindi veröa
kaffiveitingar og almennar um-
ræður. Meginviöfangsefni ráð-
stefnunnar er að ræoa um skot-
veiðar sem útillfslþrótt, um-
gengni og rétt veiðimannsins.
öllum áhugamönnum er boðin
þátttaka i ráöstefnunni.
Skotveiðifélag Islands hefur
sérstaklega boðið ýmsum opin-
berum samtökum og félögum að
senda fulltrúa á ráðstefnuna.
Skotveiðifélag Islands er stofn-
að 23. september 1978.
Markmið félagsins er að vinna
skotveioum verðugan sess meö-
al útilifsfþrótta með:
Góðri meðferð skotvopna. Góöri
siöfræði veiöimanna, góðri um-
gengni við land og lífrlki og góö-
um samskiptum viö landeigend-
ur.
Núverandi formaður félagsins
er Finnur Torfi Hjörleifsson.
Skotveiðifélag Islands.
Kvikmyndasýning  í
MtR-salnum.
Laugardaginn 4. april kl. 15
verður kvikmyndasýning i
MlR-salnum, Lindargötu 48, 2.
hæð. Sýnd verður sovésk breið-
tjaldsmynd frá árinu 1971,
„Hvitur fugl með svartan dil",
sem gerist á árunum 1939-1946 1
Búkovinahéraði i Okrainu og
lýsir m.a.baráttuvið svonefnda
„svartstakka," bófaflokka
þjóðernissinna með störfuðu
með fasistaherjunum á striðs-
árunum. Leikstjóri er Júri
Ilienko.
Aðgangur að kvikmynda-
sýníngunni i MÍR-salnum er
ókeypis og öllum heimil.
Nemendur Löngumýrarskóla
veturínn 1951.
Halltí skólasystur.
Eigum við að hittast aftur I vor
eða sumar? I tilefni af 30 ára út-
skrift okkar. Þær sem hafa
áhuga og vilja hittast aftur, hafi
samband við Didl S-82931 -
DIsu s-50774 — Pétru 97-1173 —
Astu Valdim. 96-41317 — Marlu
Hermanns 95-5243 — Rósu
Helgad. 92-2145.
Ferðir um Páskana á
vegum Ferðafélags
íslands.
Páskafriið vilja margir nota
til ferðalagaog hefur Ferðafél-
agið að venju mikla fjölbreytni I
ferðum um páskana.
Fjórar ferðir hefjast á skir-
dag og þeim lýkur annan i pásk-
um
1)    Hlöðuvellir-skiðaferð.
Þetta er skiðaferð eingöngu og
verður gist i skála Ferðafélags-
ins á Hlöðuvöllum. Farið verður
i ferðir á skiðum út frá sæluhús-
inu.
2)   Landmannalaugur-skiða-
ganga. Farið á skiðum frá Sig-
öldu. Þetta er erfið ferð og ein-
ungis fyrir vant skiðagöngufólk.
Gist i sæluhúsi F.l. i Land-
mannalaugum og farið I ferðir
þaðan eftir þvl sem veður og
aðrar aðstæður leyfa.
3) Þórsmörk. Gist I sæluhús-
inu i Þórsmörk og farið i göngu-
ferðir um nágrennið. Þessi ferð
hentar öllum og þarf ekki nauð-
synlega að hafa sklöi með. 5
daga ferð.
4) Þórsmörk (3 dagar). Sama
tilhögun og í fimm daga ferð-
inni.
5) Snæfellsnes (5 dagar). Gist
i Laugagerðisskóla, þar sem er
sundlaug og aðstaðatileldunar,
en fólk verður að hafa með sér
litla potta, hnifapör og diska.
Gengið verður á Snæfellsjökul,
farið i fjöru og gengið á fjöll i
nágrenninu. 1 þessari ferð verða
tveir fararstjórar, til þess að
auka á fjölbreytni gönguferða.
Auk þessara lengri ferða hefur
Ferðafelagiö dagsferðir alla
páskavikuna, sem hef jast kl. 13.
Það eru léttar gönguferðir I ná-
grenni Reykjavikur.
Minningarkort
Hjartaverndar
eru til sölu á eftirtöldum stöð-
um:
Reykjavlk:
Skrifstofa Hjartaverndar, Lág-
miila 9. Simi 83755.
Reykjavlkur Apótek, Austur-
stræti 16. Skrifstofa D.A.S.
Hrafnistu.
Dvalarheimili aldraðra við
Lönguhlið. Garðs Apótek, Soga-
vegi 108. Bókabúðin Embla, viö
Norðurfell, Breiðholti. Arbæjar
Apótek, Hraunbæ 102a, Vestur-
bæjar Apótek, Melhaga 20-22.
Keflavík:
Rammar og gler, Sólvallagötu
11.
Samvinnubankinn, Hafnargötu
62.
Hafnarfjöröur:
Bókabúð Olivers Steins, Strand-
götu 31.
Sparisjóður  Hafnarfjaröar,
Strandgötu 8-10.
Kópavogur:
Kópavogs Apdtek, Hamraborg
11.
Akranes:
Hjá Sveini Guðmundssyni, Jað-
arsbraut 3.
isafjörður:
Hjá Júliusi Helgasyni rafvirkja-
meistara.
Siglufjörður:
Verslunin ögn.
Akureyri:
Bókabúðin Huld, Hafnarstræti
97.
Bókaval,  Kaupvangsstræti  4.
Brúðkaup
Gefin hafa verið saman I hjóna-
band I Ólafsvallakirkju af séra
Sigfinni Þorleifssyni, Sigriður
Jónsdóttir og Ingvi Sigurðsson.
Heimili þeirra er að Brautar-
holti 5. Skeiðum. — (Ljósm.st.
Suðurlands Selfossi.)
Klúbbur 25 heldur
hátíð á Sögu
25 fegurðardísir
stíga á svið
auk fjölda
annarra atriða
Nú er ár liðið frá stofnun hins
nýja ferða- og skemmtiklúbbs
unga fólksins, sem stofnaður
var að tilhlutan Otsýnar i fyrra
og nefnist Klúbbur 25. A siðast-
liðnu sumri ferðaðist margt
ungt fólk á vegum klúbbsins
bæði I sjálfstæðum ferðum og I
hópferðum Otsýnar á sérstök-
um afsláttarkjörum. Efnt var til
nokkurra skemmtaná, m.a. á
Þingvöllum og nutu þær mikilla
vinsælda. Á siðasta ári voru
skráðir um  500 klúbbfélagar.
Argjaldið er nú kr. 100.- en
gegn greiðslu þess fá félagar
skirteini, sem veitir margs
konar hlunnindi, auk sérstakra
kjara á ferðalögum.
Markmið klúbbsins er að
auðvelda ungu fólki að skoða
heiminn á hagkvæman og
áhugaverðan hátt i góðum
félagsskap og með hagstæðustu
kjörum og að bæta skemmtana-
lifið.
A sunnudaginn kemur gefst
gott tækifæri til að kynnast
markmiðum klúbbsins og starf-
semi hans, en þá heldur klúbb-
urinn sina fyrstu árshátið á
Hótel Sögu. Boðið verður upp á
veislumat fyrir kr. 75.- en
skemmtunin sjálf er alveg
ókeypis, og þar er boðið upp á
óvenju vandaða skemmtiskrá.
Gestir verða boðnir
velkomnir með ókeypis
fordrykk og ferðahappdrætti
meðan Texas-trióið leik-
ur fjöruga country-tónlist.
Veizlan sjálf hefst kl. 19.30 og
auk aðalréttarins verða ostar
frá Osta-og smjórsölunni I eftir-
rétt. Meðan á veizlunni stendur
verður skemmtileg tónlist og
fjörugar hárgreiöslu og tizku-
sýningar, sem Papilla og
Módelsamtökin annast. Dans
sýna bæði rokkparið Aöalsteinn
og Herborg og sýningarflokkur
frá skóla Heiðars Astvaldsson-
ar. Danstónlistin verður fjöl-
breytt, þvi auk hljómsveitar
hússins leikur hin vinsæla rokk-
hljómsveit Start, Helga Möller
syngur og Þorgeir Astvaldsson
velur nýjustu diskó- og rokk-
lögin. Húsið verður sérstaklega
skreytt i tilefni hátiðarinnar og
skemmtunin filmuð i video.
Aðalpunt kvöldsins verða þó
fegurðardisirnar 25, sem Otsýn
kynnir i ljósmyndafyrirsætu-
keppni sinni, og fá þær allar
ferðaverðlaun. Einnig verða
valin herra og dama kvóldsins.
Inn á milli dansins verður
fléttað fjörugri spurninga-
keppni og ferðabingó. Dansað
verður til kl. 2 eftir miðnætti.
Forsala aogöngumioa er hjá
Otsýn á miðvikudag og fimmtu-
dag, en borðapantanir á Hótel
Sögu á fimmtudag.
Ýmsar ferðir eru i undirbún-
ingi hjá Klúbb 25 i sumar m.al.
til Frakklands og Korsiku en -
það er fyrsta hópferð Islendinga
þangað, einnig ferðir til Spánar,
Mallorka og Italiu, auk ferðar
til New York, Hollywood og Las
Vegas. Klúbbur 25 útvegar einn-
ig skólavist i málaskólum er-
lendis, t.d. I Englandi, Þyzka-
landi, ttaliu og Spáni og ódýr-
ustu fargjöld, sem i gildi eru.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20