Fréttablaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 1
Sandra Hauksdóttir heldur mikið upp á gömul borðstofuhúsgögn sem langafi hennar flutti inn og notaði til æviloka. Sand h og það er mjög gaman að halda matarboð og sitja í kringum það. Mér þykir ánægjulegt ð gömul húsgög þ Gömul húsgögn gera heimilið persónulegra Fallegt einbýli í suður- hlíðum Garðabæjar Masterklass Girnileg nýjung með 2 í pakka. Fæst í næstu verslun. Meistara- flokkssúpur Nýjung EKTA ÍTALSKUR SKYNDIBITI! NÝR STAÐUR Í FAXAFENI Stjörnutorgi Kringlunni • Bláu húsunum Faxafeni • www.sbarro.is Frábærir pastaréttir, ljúffengar pizzur og fersk salöt Hestatímaritið Eiðfaxi stofnað fyrir 30 árum fasteignir12. NÓVEMBER 2007 REMAX Skeifan hefur til sölu fallegt einbýlishús á tveimur hæðum í Garðabæ. Á fallegum stað í suðurhlíðum Garðabæjar er til sölu fallegt einbýlishús á tveimur hæðum.Gengið er inn í forstofu á efri hæðinni enþaðan er innangengt í innbyggðan bílskúr. Í eldhúsier innrétting úr birki en amerískur ísskápur fylgirhenni. Á hæðinni er baðherbergi með sturtu, innrétt-ingu, veggflísum að hluta og glugga. Tvö rú óherbergi eru á efri h ð upp í loft sem gerir útsýnið enn betra. Steyptur stigi er niður á neðri hæðina lagður kókosteppi en handrið er til bráðabirgða. Neðri hæðin skiptist í hjónaher- bergi og tvö rúmgóð barnaherbergi með nýjum skáp- um. Annað rúmgott barnaherbergi er nýtt nú sem þvottahús. Hægt er að hafa útgang á pallinn og fylgja tvær hurðir með fyrir það.Á neðri hæð er einnig setustofa með útgengi út í suðurgarð. Gólfhiti er í öllu húsinu og falle ar á gólfum Glug Útsýni og suðurgarður Bak við húsið er stór afgirtur garður með stórum palli. HRINGDU NÚNA699 6165 Bóas Sölufulltrúi 699 6165 boas@remax.is Gunnar Sölufulltrúi 899 0800 go@remax.is Áslaug María Sölufulltrúi 8200 301 aslaug@remax.is Stella Ósk Sölufulltrúi 693 4669 stellaosk@remax.is Benedikt Sölufulltrúi 661 7788 benolafs@remax.is Stefán Páll JónssonLö Edda HrafnhildurSölufulltrúi 896 6694 edda@remax.is Hilmar Sölufulltrúi 892 2982 hilmarosk@remax.is Eir Sölufulltrúi 660 6085 eir@remax.is Þjónusta ofar öllu Fólk getur gleymt hvað þú segir, fólk getur gleymt hvað þú gerir... En fólk gleymir því aldrei hvernig þúlætur þeim líða... Við látum þér líða vel... ! Seldu þar sem þér líður vel... Brunamálastjóri og slökkvi- liðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu gagnrýna tilfærslu almannavarna úr höndum sveitarfé- laganna til ríkisins. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að embætti ríkislögreglustjóra hafi yfirumsjón með almannavörnum. Frumvarpið er endurskoðun á lögum frá 1963, en samkvæmt þeim höfðu sveitarstjórn- ir yfirumsjón með hættuástandi. Samkvæmt frumvarpinu kemur það í hlut Ríkislögreglu- stjóra að ákveða hvort lýsa eigi yfir almanna- varnastigi og á hann að stjórna aðgerðum á vettvangi. „Ríkislögreglustjóri á einnig að sjá um forvarnir, undirbúning, viðbragðsáætlanir, æfingar og síðan sjálft viðbragðið. Það er svo til ómögulegt að hann hafi burði til þessa,“ segir Björn Karlsson brunamálastjóri. „Þetta væri í lagi ef það kæmi kjarnorku- stríð og það væri algjört neyðarástand á öllu landinu. Þá væri eðlilegt að Ríkislögreglu- stjóri tæki málin í sínar hendur,“ segir Björn. „En ef það er mjög stór eldsvoði í sveitar- félagi, jarðskjálftar eða eldgos, þá eru það heimamennirnir sem þurfa að eiga tæki, hafa æft viðbrögð og geta brugðist við.“ Björn segir það gera illt verra ef skipta á um yfirstjórn viðbragða í miðjum klíðum þegar Ríkislögreglustjóri lýsir yfir hættu- ástandi. Dæmi séu um að það hafi farið illa. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi verið leitað álits hjá Félagi slökkviliðsstjóra við gerð frumvarpsins. Björn segir það bera þess merki að hafa verið samið alfarið í ráðuneyt- inu. Þeir segja þó báðir að margt gott sé í frumvarpinu og löngu tímabært hafi verið að endurskoða lögin. „Í stórum eldsvoða á lögreglan að stýra aðgerðum samkvæmt þessu frumvarpi,“ segir Jón Viðar. Hann segir það sambærilegt við að slökkviliðsstjóri stýri viðbrögðum við hryðjuverkaárás. „Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu munu gera athugasemdir við þetta, því að þau vilja hafa í sínum verkahring að sjá um öryggi þeirra sem þar búa frá A til Ö,“ segir Jón Viðar. Hann segir alla bæjarstjóra á höfuð- borgarsvæðinu og borgarstjóra vilja halda almannavörnum hjá sveitarfélögunum. Dugar bara í kjarnorkustríði Brunamálastjóri segir nýtt frumvarp um almannavarnir veita Ríkislögreglustjóra of mikið miðstýringarvald. Sveitarfélögin ættu að stýra aðgerðum í hættuástandi en ekki ríkið. Slíkt gagnist aðeins í kjarnorkustríði. Slökkviliðsstjóri segir eindreginn vilja allra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu að hafa málaflokkinn hjá sér. Lögreglan á Akranesi stöðvaði í fyrrinótt ökumann á Vesturlandsvegi sem var undir áhrifum kannabisefna. Við yfirheyrslu glopraði maðurinn því út úr sér að hann væri að rækta marijúana heima hjá sér í Reykjavík. Lögregla gerði sér ferð heim til mannsins í kjölfarið og lagði þar hald á myndarlega marijúanaplöntu og lítilræði af efnum. Maðurinn á sekt yfir höfði sér og missir að sjálfsögðu ökurétt- indin. Kjaftaði óvart frá ræktuninni Ragna Ingólfsdóttir vann tvöfaldan sigur á alþjóðlega badmintonmótinu Iceland Express International sem lauk í TBR-húsum í gær. Ragna vann alla átta leiki sína á mótinu í einliða- og tvíliðaleik. Ragna sigursæl Kvikmyndin Foreldrar var sigurvegari kvöldsins á Edduverð- laununum í gær. Myndin hlaut sex verðlaun, þar á meðal sem besta kvikmyndin og fyrir handrit og leik- stjórn. Leikararnir Ingvar E. Sig- urðsson og Nanna Kristín Magnús- dóttir voru valin bestu leikararnir í aðalhlutverkunum fyrir leik sinn í myndinni. Bergsteinn Björgúlfsson hlaut verðlaun fyrir bestu mynda- töku og klippingu í myndinni. Besta leikna sjónvarpsefnið var sjónvarpsþættirnir um Næturvakt- ina og Gettu betur var valinn skemmtiþáttur ársins. Í flokki frétta- og viðtalsþátta fengu Komp- ás og Út og suður jafn mörg atkvæði, og hlutu því verðlaunin sameigin- lega. Kvikmyndin Veðramót, sem til- nefnd var til ellefu Edduverðlauna, hlaut aðeins ein. Þau fékk Jörundur Ragnarsson fyrir besta leik í auka- hlutverki. Þorsteinn Guðmundsson leikari var aðalkynnir á hátíðinni. Foreldrar fengu flest verðlaun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.