Fréttablaðið - 18.11.2007, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 18.11.2007, Blaðsíða 94
MENNING 48 TELJUM DÝR 1, 2 OG 3 Halldór Á. Elvarsson Teljum dýr 1, 2 og 3 er ákaflega falleg bók. Halldór Á. Elvarsson hefur þegar skapað sér nafn fyrir fallegar myndir af dýrum með bók sinni frá síðasta ári, Stafróf dýr- anna. Titill bókarinnnar Teljum dýr 1, 2 og 3, gefur von um að hér fari bók með texta um dýr og tölur í bundnu máli eða stuðst sé við rímleik í vinnu með tölur og dýr. Það er þó ljóst strax á fyrstu síðu að svo er ekki. Myndirnar sem eru af dýrum sem sjá má í íslenskri náttúru eru sérlega fallegar og stílhreinar. Þær eru í litabókastíl, skýrar útlínur og hreinir fletir. Á hverri mynd er einn litur frekar ríkjandi en annar. Sá litur flýtur yfir á textasíðuna sem litur tölustafarins. Halldór kynnir til leiks tölurnar hverja á fætur annarri skrifaða með stóru letri, efst í hægra horninu er tölustafnum fylgt eftir ritun hans með bókstöfum og með spegilmynd af hendi og síðar höndum sem virðast tákna stafinn á táknmáli. Myndirnir af höndunum eru í sama lit og tölustafurinn bæði í tölustöfum og bókstöfum og því eðli- legast að líta svo á að hendurnar tákni enn einn mátann til þess að tákna tölur, þ.e. táknmál. Það er því slæmt að táknin falla ekki að íslensku tákn- máli. Í íslensku táknmáli táknar þumallinn töluna einn og þumall og vísifingur töluna tvo. Á myndunum í bókinni er það vísifingur sem táknar einn og vísifingur og langatöng sem tákna tvo. Þó að táknin séu lítill þáttur í bók Halldórs er slæmt að þau falla ekki að íslensku tákn- máli. Texti bókarinnar er knappur, stuttur fræðsluþáttur um dýrin á myndunum. Það er stórt verkefni að skrifa fræðslutexta sem aðeins er ein til tvær málsgreinar. Þá þarf að velja vel bæði orð og innihald. Textinn er í ágætu samræmi við myndirnar án þess að vísa til þeirra sér- staklega. Það er lítið samræmi í textunum, í umfjöllun um selinn koma fram heitin urta, brimill og kópur en í texta um hreindýrin er talað um mömmuna og pabbann en hvorki minnst á kýr né tarf. Myndirnar eru styrk- leiki bókarinnar allrar. Þær eru stílhreinar og vel gegnumfærðar. Á myndasíðu um fjóra eru fjórir svanir, fjögur ský og fjögur blóm, allt í samhengi við tölustafinn og það gildir líka um aðrar myndasíður. Á síðustu síðunum geta lesendur æft sig í að telja upp í hundrað og þúsund, það er skemmtilega útfærð og góð viðbót við bókina alla. Hildur Heimisdóttir Falleg bók en gölluð RIMLAR HUGANS Einar Már Guðmundsson Ef Einar Már Guðmundsson hefði kosið að hafa þann háttinn á að segja engum frá því að hann hefði farið í meðferð og væri óvirkur, hvernig læsum við þá nýju skáldsöguna hans? Líkast til eins og hreinan skáldskap. En Einar hefur kosið annað. Á þeim fáu dögum sem liðnir eru frá útkomu Rimla hugans – ástarsögu, hefur skáldið gengið fram fyrir skjöldu og lagt þá játningu á borðið að hann sé óvirkur alki. Rimlar hugans er öðrum þræði um áfengisfíkn skáldsins, þar er „ég“, sögumaður undir fullu nafni; sagan greinir að hluta frá Einari Má Guðmunds- syni og vaxandi hremmingum hans í baráttu við flöskuna, þar er dóttir hans og eiginkona. Þar er bréf frá Einari Þór Jónssyni fíkniefnasala og fanga til skáldsins 2002 og langar færslu úr dagbók og bréfum ástkonu fangans, Evu. Þetta teldum við allt snjallan skáldskap ef höfundurinn hefði á síðustu dögum ekki skekkt rammann, breytt miðunum. Hrekkur eða óbilandi vilji til hreinskilni? Varðaði okkur annars nokkuð um hans sambúð með flöskunni? Ekki mig sem lesanda. En viðmiðinu er breytt: nú er sagan að hluta persónuleg játning, einn þessara alkatexta sem nóg er af, eins konar angi úr játningabókmenntum okkar tíma: ég fíkillinn, ég alkinn, ég að deyja úr hinu og þessu, ég er með kynlífsfíkn eða flösu. Gaman væri að geta snúið hjóli tímans og sagt Einari að þegja yfir þessu dæmi: sagan er jú umfram annað rannsókn á fíkn, djúpri ófullnægju og tilfinningu um utangátta tilveru, reyndar án þess hún sé greind, aðeins lýst einkennum, sam- eiginlegum flökti þeirra nafna og Evu í gin nautnar og síðan fíknar, loks sárustu eymdar, veikinda og hjálparleysis. Þetta er egósentrískur skáldskapur, enda gjarn- an sagt um alkóhólistana að eigingirnin sé þeirra styrkur, fyrst í drykkj- unni og seinna í þurrabúð- inni. Og víst eru sannar eða uppdiktaðar lýsingar á Einari Má og hans ástandi og Einari Þór og hans veltingi sannverðugar, fyndnar og tragískar í senn. Einar er afburðasnjall sögu- maður, flinkur í smáatriðum og innsæi, hann skissar átakalaust upp flóknar senur úr lífi sínu, nafna síns og Evu litlu. Mórallinn er samlíðun, bræðralag í blekkingu búsar- ans og samhjálpin í klifrinu upp úr flöskunni, burt úr reykmettuðum herbergjum hassistanna, upp úr amfetam- íngjánni og pilluglösunum. Hann skrifar af krafti og inn- blæstri eins og oft áður, dregur hvergi af sér í þétt- um vef með mörgum þráðum sem slær oft saman og greinast svo í sundur. Er sagan þá af ást á vímunni? Sumpart. Þeir gera fátt annað en rifja upp gömul fyllerí, sagði gömul kona um syni sína sem allir voru hættir að drekka nema í endurminningunni. Skáldið rekur lítið af ástinni sem umlykur hann sjálfan, né ástinni sem umlykur nafna hans, sem nafnarnir og sögumenn skoða úr langri fjarlægð. Ástin á mann- eskjum, önnur en sjálfselskan sem hrjáir þá nafnana, er brím- inn milli fangans og stúlkunnar. Höfundurinn gerir því skóna að snöggkveiktur ástarloginn lifi. Örlög þeirra eru ekki ljós á síð- ari stigum sögunnar. Einar hefur alla tíð tínt sögu- efnin upp úr nágrenni sínu, upp- vexti, unglingsárum, föðurfólki sínu og nánasta frændliði. Hans styrkur liggur í öðru en fund- vísi á fjarlæg söguefni og umsköpun þeirra í glimrandi skáldskap, Honum verður aftur margt lítið að miklu í þessum berjamó heimahaga og huga. Þessi saga markar um margt nýja slóð á ferli hans. Með öllum sínum kost- um og göllum og því árans viðmiði við persónu skálds- ins sem á lesanda er þrýst, reynist sagan frjó lesning, andagiftin í mínum manni söm við sig og úrvinnsla hugmyndarinnar brilliant. Bara hann hefði sagt mér að hann væri þurr. Páll Baldvin Baldvinsson Alkinn, dílerinn og stelpan hans Einar Már Guðmundsson treður nýja slóð í síðustu skáld- sögu asinni um fyllibyttu, fanga og ástina hans. BLÓTGÆLUR Kristín Svava Tómasdóttir „Ég hirði ekki um hefðir þínar land“ segir ljóðmælandinn (korn- ung kona) og sparkar drukkin en dreissug í gamlan liggjandi mann „á lopabrókum með hrútspung“ í háðsádeilunni Mallorca (29-30). Og skáldkonan unga tekur undir með kynsystur sinni og flettir óspart ofan af lífseigum klisjum og mýtum af landi og landa, pilti og stúlku, manni og konu, æsku og aldri, nútíð og fortíð, sól og skugga, synd og sælu – skoðar undir skottið og baðar í nýju ljósi og málar um leið nýstárlega, háðska en einkar trú- verðuga mynd af samtíma sínum og löndum, afhjúpar tíðina og opin- berar óvænta sýn; óskapnaður og dásemd, unaðslegt ógeð, „stundar- brjálæði áður en stundin lokar“ (32), ofsafenginn hrunadans þar sem mörkin á milli nauðgunar og yndis eru horfin í ljúfsárri sjálfs- eyðingarvímu og hátimbruðu algleymi, þar sem kynlíf er „kvöl af sjálfsdáðum“ (34). En spennandi veröld og frjálsræðið algjört – einskis að sakna frá liðinni tíð, sauðaþúfukarlinn fallinn af stalli, stelpurnar komnar til manns; „tittlingar námu völd ... klof vega menn“ (24), farið hefur fé betra. Karlar ríða í kaupstaðaferð, konurnar tæta þá í sig með hvíttuðum tönnum, æla yfir jeppann þeirra að morgni og láta eyða í næstu viku – „kærulaus hamingjan ofsafengin stór og iðandi eftir því“ (13). Enginn tepruskapur, engin skin- helgi, engar meyjargælur, ekkert vaðmál; arfurinn er ull og vitleysa, vaselín er rauðsokkur nýrrar tíðar. Karlinn er kominn á blótstall. Áfram telpur! Ástæðulaust að draga dóminn á langinn: Blótgælur Kristínar Svövu sæta tíðindum, eitursætar rósir í hnappagat ljóðsins, markviss og markverð frumraun. Þroskuð og heilsteypt ljóð sem einkennast af ríkulegri skáldgáfu, frumlegri og írónískri sýn á samtímann, og óbil- andi trú á eigið ágæti (hlutverk og gildi skáldskapar). Kjarnyrtur texti, sannfærandi og ferskt tungutak, óvæntar og krefjandi líkingar, lát- laus en markviss myndhvörf, eggjandi hugsýn, ögrandi vísanir og útúrsnúningar (t.d. Eia og Klof vega menn, 16, 24), fullmótað ljóðform, sjálfstæð rödd. Bölv og klám, gæti einhver sagt og víst eru ljóðin víða orðljót og óþæg en aldrei án forsendu (einsog ungur reiður seggur)heldur af því að stund og staður vaða þar uppi með látum og heimta að rétt sé eftir þeim haft. Röddin hlýðir kallinu og væri fölsk að öðrum kosti; „skjálfta- öskur“ (32) nýrrar aldar neitar skáldkonunni um að nema þögn sög- unnar og beinlínis orgar sig inn í bókina – og alveg án þess að skamm- ast sín: „Drekkið stelpur, hórist og fárist og farið á bömmer, hysjið upp um ykkur slúðrið, hrækið framan í hneykslisraddir eldhúsglugganna, hristið ykkur stelpur í herðunum og látið ekki eins og þið séuð móðgaðar“ (26). Öldungis tæpitungulaust. Tólf- hundruð ára skrökvísum karli í íslensku máli, holdi og ljóði, verður hvorki steypt af stalli með þeim digra karlmannsrómi sem skrökinu tilheyrir né með niðurbældu skin- helgu ungmeyjarflissi – til slíkra stórverka orka skrækirnir betur, „stelpurófur“ sem heimta haus fyrir dans. Þá fyrst gerist eitthvað. Sjálfsögð lesning í sunnudags- skóla lífsins. Sigurður Hróarsson Klof vega menn, haus fyrir dans Kristín Svava: „kærulaus hamingjan ofsa- fengin stór og iðandi eftir því.“ 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.