Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 52
BLS. 12 | sirkus | 23. NÓVEMBER 2007 ÍÞRÓTTAÁLFUR OG FRÚ Það var hressandi að sjá Magnús Scheving í sparifötum. Hér er hann með Ragnheiði Melsted, eiginkonu sinni. Í GYÐJUKLÆÐUM Guðrún Pétursdóttir geislaði í brúðkaupinu í skósíðum kjól. Í bakgrunni sést í Ragnhildi Gísladóttur og Birki Kristinsson. Ragnhildur klæddist kjól úr Kronkron. Menn eru sammála um að brúðkaup Jóns Ásgeirs og Ingibjargar Stefaníu hafi verið ein glæsilegasta veisla sem haldin hefur verið lengi enda iðaði skemmtanaelítan í Reykjavík þegar boðskortið barst. Það sem vakti mikla athygli var að flestir gest- anna mættu í svörtum fötum en ekki er hefð fyrir því í íslenskum brúðkaupum. Svartur er yfirleitt flokkaður sem litur sorgarinnar en þar sem litapall- etta brúðhjónanna er yfirleitt bara svört með silfruðu ívafi töldu brúðkaupsgestirnir óhætt að skarta svörtu. Berir leggir voru líka áberandi enda eru húðlitaðar sokkabuxur löngu dottnar úr tísku og engin eðalskvísa lætur sjá sig í 40 denum eða minna. Þær sem skörtuðu beru leggjunum vita að „bjútí is pain“ og létu sig hafa það. Í Hafnarhúsinu var hvíti liturinn mest áberandi í skreytingum og borðhaldi. Í porti Hafnarhússins voru langborð þar sem hvítklæddir þjónar stjönuðu í kringum gestina. Í viðbyggingunni við Hafnarhúsið var hins vegar hljómsveitin og þar tjúttuðu gestirnir fram á rauða nótt. BRÚÐKAUP JÓNS ÁSGEIRS OG INGIBJARGAR STEFANÍU Svört föt og berir leggir Helgin var fjölbreytt, litrík og í svalari kantinum hjá Sirkusstjóranum enda nóg um að vera. Á föstudagskvöldinu voru útgáfupartí á hverju götuhorni á höfuðborgarsvæðinu. Einar Bárðarson fagnaði öllum trixunum í bókinni ásamt Arnari Eggerti Thoroddsen, höfundi bókarinnar, á Apótekinu. Þar voru Þorgrímur Þráinsson og eiginkona hans, Ragnhildur Eiríksdóttir, Jakob Frímann Magn- ússon, Ívar Guðmundsson kraftlyftingagúru og Tryggvi Jónsson athafnamaður. Í útgáfuteiti Eyvindar Karlssonar á næsta horni, Litla ljóta andarunganum, sátu foreldrar Eyvindar, Karl Ágúst Úlfsson leikari og kona hans, Ásdís Olsen, á fremsta bekk og klöppuðu syni sínum lof í lófa, en Eyvindur las upp úr nýútkominni bók sinni. Þar var líka varaþingmaðurinn Paul Nikolov, fyrsti útlendingurinn sem situr á Alþingi, íhugull og saug í sig íslenska menningu. Á laugardagskvöldinu hélt Sirkusstjórinn í hina árlegu „hnakkaveislu“ útgáfufyrir- tækisins Senu sem haldin var á Apótekinu. Þar svifu um fagrar meyjar og sveinar. Þema veislunnar var að þessu sinni, rautt og svart/hvítt og höfðu veislugestir lagt mikið á sig við að velja klæðnað fyrir partíið. Það fór vel á með þeim Ásgeiri Kolbeinssyni yfirhnakka og fyrrverandi fegurðar- drottningunni Ragnheiði Guðfinnu. Monitorrit- stjórinn Biggi í Maus var eins og rokkkóngur umkringdur fögrum fljóðum og ræddi meðal annars við sjarmatröllið Guðmund Jónsson í Sálinni um bransann. Sjónvarpsdrottningin Andrea Róberts- dóttir var afar blómleg með rauða rós í hárinu og brosti sínu blíðasta. Stjarna veislunnar var þó óumdeilanlega spjallkóngurinn Logi Bergmann Eiðsson sem lék á als oddi en eflaust hefur hann saknað konu sinnar Svanhildar Hólm, sem var fjarri góðu gamni aldrei þessu vant. Að loknu heljarinnar kvöldi hélt Sirkusstjór- inn heim sæll og glaður og sofnaði með bros á vör. ■ Hverjir voru hvar? FLOTT Í TAUINU Jakob Frímann Magnússon skartaði silkijakkafötum í tilefni dagsins en kærasta hans, Birna Rún Gísladóttir viðskiptafræðingur og nýbökuð móðir, klæddist svörtum kjól og slá frá Steinunni fatahönnuði. Takið eftir sokkabuxunum, þær settu algerlega punktinn yfir i-ið. DORRIT STAL SENUNNI Ólafur Ragnar og Dorrit mættu galvösk í veisluna. Hún var ein af fáum sem skartaði ekki svörtum klæðnaði í veislunni. Ólafur var einn af fjórum sem fékk að halda ræðu í veislunni og talaði hann um brúðhjónin eins og þau væru aldargamlir vinir hans. EÐALPAR Stefán Hilmar Hilmarsson, aðstoðarforstjóri Baugs, er hér ásamt unnustu sinni, Friðriku Hjördísi Geirsdóttur. Hún klæddist glæsilegum Dolce & Gabbana kjól, með GUCCI-veski og loðkeip um sig svo að henni yrði ekki kalt. BERLEGGJUÐ Í FROSTINU Tinna Ólafsdóttir og eiginmaður hennar, Karl Pétur Jónsson, voru glæsileg þegar þau komu í kirkjuna. Hún klæddist svörtu og hefur ekki hlustað nógu vel á veðurspána því hún var ekki í neinum sokkabuxum. SJÖTTI MEÐLIMURINN Í ROLLING STONES Sigurður Gísli Pálmason, bróðir brúðarinnar, var eins og rokkstjarna þegar hann mætti í brúðkaupið í skinnfrakka með týpugleraugu. Hér er hann með eiginkonu sinni, Guðmundu Þórisdóttur, sem var vel vopnuð slæðu svo að greiðslan myndi ekki fara úr skorðum í rokinu. NÝI GLITNISFORSTJÓRINN Lárus Welding er hér ásamt eiginkonu sinni, Ágústu Margréti Ólafsdóttur. Hún er viðskipta- fræðingur og starfaði hjá Baugi í Lundúnum meðan Lárus starfaði fyrir Landsbankann þar í borg. Hún hefur verið heimavinnandi síðan þau fluttu heim en þau eignuðust dóttur sumarið 2005. HEIMSBORGARALEG Nanna Björg Lúðvíks- dóttir og Þórður Már Jóhannesson voru glæsileg í brúðkaupinu. Nanna skar sig úr og klæddist kjól sem hún keypti í Saks í New York en stígvélin eru úr Kultur. Þórður Már var hins vegar GUCCI-klæddur frá toppi til táar. GLÆSILEG Pálmi Haraldsson, fjárfestir og viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs, er hér ásamt eiginkonu sinni, Höllu Rannveigu Halldórsdóttur. FÖGUR BRÚÐHJÓN Jón Ásgeir var klassískur en Ingibjörg klæddist kjól frá Steinunni fatahönnuði. Takið eftir brúðarvendinum, það er ekki hver sem er sem skartar svörtum rósum. Brúðhjónin flugu beint til Parísar á einkaþotunni eftir brúðkaupsveisluna þar sem þau ætla að dvelja í tíu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.