Tíminn - 09.09.1981, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.09.1981, Blaðsíða 1
íslendingaþaettir fylgja bladinu í dag TRAUSTOG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Miðvikudagur 9. september 1981 \203. tölublað 65. árgangur Danir kvarta yfir afskiptum íslenskra yfirvaida af dönskum „töskuheildsölum”: SEGJA ÞAU VERA BROT A eha-sAttmAlanum ■ Danska sendiráOiÐ hefur iýst þeirri skoðun sinni i bréfi til Is- lenska viðskiptaráðuneytisins, að islendingar séu að brjóta EFTA-sáttmálann, með þvi að heimila ekki starfsemi sölu- manna frá dönskum heildsölum hér á landi. Sölumenn þessir hafa mikið sótt hingað undanfarin ár, og er starfsemi þeirra óheimil, sam- kvæmt lögum númer 41 frá 1968. Viðskiptaráðherra er heimilt að veita undanþágur, en um þær Vegagerðin um Garðabæjar- veginn: Akreinar jafn margar en eyjan á milli minnkuð ■ Vegagerö rikisins hefur að tilmælum samgönguráðuneytis- ins skilað inn tiUögu sinni um hvernig minnka megi umfang Garðabæjarvegarins svokall- aða, til að koma til móts við við- horf yfirvalda skipulagsmála. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að akreinar vegarins verði jafn margar og jafn stór- ar og áður hafði verið ráðgert. Hins vegar er gert ráð fyrir að eyjan á milli þeirra minnki nokkuð. 1 þessu liggur breyting- in. Um sl. helgi efndi meirihluti bæjarstjórnarinnar til undir- skriftarsöfnunar meðal bæjar- búa, þar sem lýst er yfir stuön- ingi við framkvæmdir viö breikkun Garðabæjarvegarins. Minnihlutamenn telja aö undir- skriftirnar séu fengnar á fölsk- um forsendum, en um helming- ur atkvæðisbærra manna innan sveitarfélagsins léöi nafn sitt á listana. Ef tillaga Vegagerðarinnar verður cfaná má segja aö i jjrinsippinu* hafi minnihlutinn unniö málið, þar sem tekið er tillit til þeirra viðhorfa og um- fang vegarins minnkað. Hins vegar eru þær breytingar þaö litlar, þar sem akreinar verða jafn margar og áöur, aö segja má að þeir hafi unnið málið efn- islega. Sjá nánar bls.5 — Kás hefur ekki veriö sótt. Hafa is- lenskir stórkaupmenn hvað eftir annað kvartað undan starfsemi þessara sölumanna, sem þeir segja ekki greiða neina skatta eða gjöld hér og þvi búa viö samkeppnisaðstöðu, mun betri en Islendingar sjálfir. Viöskiptaráöuneytið heldur fram þeirri skoöun sinni, aö meö áðurnefndri undanþágu- heimild séu íslensku lögin kom- in til samræmis við EFTA-sátt- málann, og þvi sé skoðun sendi- ráðsins ekki á rökum reist. Einar Birnir, stórkaupmaður, sagði I viðtali viö Timann I gær, aö þessir dönsku heildsalar sæktu nú i auknum mæli inn á islenskan markað, þar sem samningar Dana við EBE-riki yllu þvi aö þýskir heildsalar krepptu að þeim á heimamark- aði. Sagöi Einar Birnir að is- lenskum stórkaupmönnum þætti það hart aö yfirvöld hefðu svo lltil afskipti af starfi þess- ara manna sem raun hefði ver- iö, þó svo um væri að ræða aðila, sem sett heföu upp „menning- arsjóö sem friðarpeninga”. Atti Einar Birnir þar við sölu- mann frá danska fyrirtækinu Bröste, sem nú er staddur hér. En Bröste stofnaði fyrr á þessu ári svonefndar Bjartsýnissjóð, sem veitir islenskum listamanni styrk á ári hverju, og er vernd- ari sjóösins forseti íslands. — HV ' Skrifað og skrafad: bls. 9 ■ Það skin ekkert vinarþel úr svip þessa Tyrkja þar sem hann er á æfingu á Laugardalsveliinum, en íslendingar mæta Tyrkjum I knattspyrnulandsleik I kvöld. — Góö við sína menn — bls. 2 á Laugum - bls. 4 Islensk föt '81 - bls. 10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.