Tíminn - 07.10.1981, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.10.1981, Blaðsíða 10
Mibvikudagur 7. október 1981 10 Mrnvrn heimilistíminn ■ Hvaö er betra en láta fara vei um sig f góöu rúmi, meö góöa dúnsæng ofan á sér og mjúkan kodda undir höföinu. tslendingar hafa lengst af notaö góöar sængur og ekki látiö sér nægja aö sofa undir teppum og lökum, eins og vföa er gert annars staöar, svo ekki sé talaö um rafmagnsteppi, sem lfka eru vinsæl vföa. En hvaö skyldi kosla aö búa vel um rúmiö sitt? Svör viö þeirri spurningu fengum viö I Dún- og fiöurhreins- uninni viö Vatnsstfg. Viö ræddum þar viö Þórunni Sigurjónsdóttur, eiginkonu Bene- dikts Ólafssonar eiganda fyrir- tækisins og spuröum hana fyrst, hvers konar sængur væru á boöstólum. — 1 augnablikinu eigum við t.d. svanadúnssængur, sem ganga næst æöardúnssængunum að gæð- um, og svo eigum við lika gæsa- dúnssængur, sem eru i þriðja Hvað kostar góður rúm- fatnaður? ■ Benedikt ólafsson og Lilja Benediktsdóttir halda á sæng, sem gott væri aö hafa ofan á sér á kaldri vetrarnóttu. (Timamynd Ella) Æðardúnssæng fimm sinnum dýrari en svanadúnssæng sæti. Æðardúnninn er ekki til eins og er, þar sem hann er ekki kom- inn á markaðinn nú i haust, sagði Þórunn. — Hvaö kosta þessar sængur- tegundir? — Ef við tökum sæng sem er 140x200 cm sero er venjulegasta stærðin, þá kostar svanadúns- sængin 970 krónur, gæsadúns- sængin 645 krónur, en æðardúns- sængin kostaði siöast þegar hún var til 5000 krónur. Það er þvi mikill verömunur á æðardúninum og hinum dúntegundunum. — Hvaöan kemur dúnninn? — Æöardúnninn er að sjálf- sögðu islenskur en hinn dúnninn kemur frá Kina eða þaðan austan að meö viðkomu i Danmörku. Danirnir hreinsa hann og ganga frá honum, þannig að hann sé til- búinn til notkunar og þaöan fáum við hann. — Hvaö um fiöursængur? — Þaö notar ekki nokkur maður lengur fiðursængur en hins vegar er fiður notað i undirkodda og þykir gott til þess. 1 svæfla og minni kodda þykir samt betra að nota dúninn. Koddar eru til í ýms- um stærðum, en ein algengasta stærðin er 50x70 cm og kostar 130 krónur úr fiðri. Einnig eru til koddar 60x80 sem eru mikið tekn- ir í hjónarúm. Þeir ná þá yfir rúmiö þvert, tveir saman. Ein- staka maður vill enn stærri kodda, 80x80, en það er minna um það. — En þaö er fleira notað i sængur og kodda en fiöur og dúnn? — Já, við erum með sængur með ullarflóka. Þær kosta 350 krónur. Diolen (polyester) sængur kosta 380 krónur. Annars kaupir fólk, sem vill góða sæng helst svanadúnssængina. Hins vegar eru sumir með ofnæmi fyrir dún og þeir velja sér þá bæði gerfiefnasængur og kodda. Við erum þó ekki með gerfiefna- kodda, enda fyndist mér enginn ætti aö nota þá, nema ef heilsa leyfir ekki annað. — Og svo er þaö sængur- fatnaöurinn, hvaö kostar hann? — Sængurver og koddaver (50x70) kostar frá 115 krónum settiðí 210krónur, en þá er það úr damaski. Þórunn sagði að greinilegt vær'.' aö fólk væri mikið að hverfa frá hinum svokölluðu straufriu efn- um, sem voru mjög vinsæl. Fólk er fariö að biðja um lérefts- sængurver og svo auðvitað damaskiö sem alltaf hefur staðið fyrir sinu og á eftir að gera það i framtiöinni, sem finn sængur- fatnaður. Ef við leggjum nú saman dæm- ið um rúmfatnaðinn okkar, þá kostar dýrasta sæng ekki innan við 5000 krónur og miðlungskoddi um I30krónur. Ef við veljum okk- ur damask utan um svona fina sæng kostar settiö 210 krónur og svo er það lakið sem gæti t.d. kostað um 60 krónur. Þaö kostar þvi um 5400 krónur að sofa vel en það má lika gera fyrir 4000 krón- um lægra verð ef ekki er valin æðardúnssæng, og þaðan af minna 'ef fólk léti sér nægja ullar- flókasængur. 1 framhaldi af þvi sem hér er sagt um verð sænganna er rétt að geta þess, að mismunandi mikið erhaftaf dúni isængum, eftir þvi, hvar þær eru framleiddar. Hjá Dún og fiöurhreinsuninni er lkg af svanadúni og æðardúni i hverri sængen 1250 grömm ef um gæsa- dún er að ræða. Sængurnar eru stungnar með fjórum hólfum, en sums staðar eru þær t.d. með þremur hólfum. fb Móðurmjólkin besta fæða fyrirburanna ■ Móðurmjólkin er bezta fæðan fyrir börn, sem fædd eru fyrir timann, og mæður fyrirburða eiga oftast ekki i neinum efiðleik- um meö aö koma mjólkurfram- leiðslunni af stað. Alf Meberg yfirlæknir á barnadeild Ulleval-- sjúkrahdssins i Noregi hefur kannað tiöni brjóstagjafa hjá mæðrum, sem fætt hafa börn fyrir ti'mann. Þessi rannsókn hefur leitt í ljós, aö bæði þessar mæður, sem og mæöur bama, sem fæðst hafa á réttum tima, gefa börnum sinum nú oftar brjóstiö, en gert var til skamms tima. — Það hefur sýnt sig, segir læknirinn, aö þessar mæöur eiga siöur en svo i erfiðleikum meö brjóstagjöfina. Mjólkurfram- leiöslan er fult eins góö eins og hjá mæörum, sem fæða börnin á réttum ti'ma. Rannsóknin nær til mæöra sem fætt hafa börn þrjú undan- farinár. Þar kemur fram, aö60% mæðranna gefa börnunum enn brjóstiö þremur mánuöum eftir fæðingu, og 45% gefa brjóstið eftir sex mánuöi. Hér er aðallega um aö ræöa börn, sem þurft hafa aö vera aö meðaltali einn mánuö á sjúkrahúsi eftir aö móðirin fer heim, en hUn fer af sjúkrahúsinu 5-6 dögum eftir fæöinguna. Mæðurnar hafa þvi þurft að notast við mjaltavélar eöa aðrar álika aöferöir til þess aö mjólka sig og siðan hefur börnunum veriö færö mjólkin. Fleiri og fleiri fyrirburar,. sem veröa aö vera f hitakössum eftir fæöingu fá nú næringu sfna frá móöurinni, sem mjólkar sig, og færir barninu mjólkina, aö þvi er segir í grein um þetta mál I norsku blaöi. Rannsóknin sýnir, aö þessar mæöur gefa að meöaltali brjóstiö i fimm mánuöi. Mæður fullburöa barna gefa að meðaltali brjóstið i 7 mánuði. Séu þessar niðurstöður bornar saman viö rannsdknir fyrir5-6árumer augljóst aö mikil breyting hefur átt sér stað i þessum málum siðustu árin. Besta næringin Fyrir tiltölulega fáum árum voru hlutfalllega fáar mæður, sem gáfu börnum sinum brjósta- mjólk, og starfslið fæöingarstofn- ana geröi ekkert til þess að fá mæöurnar til þess. Siðan hefur breyting orðið á. Stofnuö hafa veriö samtök, sem styðja og hjálpa konum, sem vilja hafa börn sin á brjósti, og hvetja þær eindregið til þess. Rannsóknir hafa einnig sýnt, aö móðurmjólk- in er þaö allra besta, sem nýfætt barn getur fengið til að nærast á, og áreiðanlega hafa niöurstöður þessara rannsókna haft einhver áhrif á almenningsálitið i þá átt að mæður hafa lagt sig meira eftir brjóstagjöfinni en áður var. Enn er verið að kanna, og visindamenn eru ekki á eitt sáttir um það, hvort móðurmjólkin sé þaö besta fyrir fyrirbura. Þeir þurfa nefnilega aukaskammt af járni og vitamini. Mjólk móður, sem fætt hefur fyrir timann er öðru vi'si upp byggð efnafrzeði- lega, heldur en mjólk móöur full- burða barns. 1 henni er meiri eggjahvita og fituprósentan er hærri. — En það er llka liffræðileg staðreynd, að þessi börn þurfa bæöi meiri eggjahvitu og meiri fitu imjólkinni en fullburöa i)örn, segir Meberg. — Þegar svo aug- ljóst er, að mæður fyrirbura eiga létt með að mjólka nóg fyrir böm sin, þá mætti telja fullvist, að þetta eru ráðstafanir náttúrunnar sjálfrar, þar sem mæörunum er ætlaö að geta alið börn sin á móðurmjólkinni frá byrjun. Læknirinn heldur þvi fram, að móðurmjólkin með aukaskammti af járni, vitaminum og stein- efnum sé besta fæða fyrirbur- anna. Þýðingarmikið frá sál- rænu sjónarmiði Þá er það talið þýðingarmikið frá sálfræðilegu sjónarmiði, að mæður geti gefið börnum si'num brjóstamjólk ekki sist, ef þau eru fædd fyrir timann. A þann hátt finnur móöirin aö hún getur gert eitthvaö fyrir barniö, sem hún er neydd til þess aö skilja við sig ef til villum tiltölulega langan tima, strax eftir fæðinguna, einmitt þegarmikilvægterað sem nánast samband sémillimóöurog barns. þfb Húsráð: Blóm f fall- egum krúsum ■ Mörgum finnst fallegra að hafa pottablómin i alls konar krukkum og krúsum heldur en hafa þau i hversdags- legum blómapotti. Það er lika mun auðveldara en al- mennt er talið. Setjið smá- steina i botninn á krúsinni og einnig svolitið af viðar- kolum. Smásteinarnir virka sem frárennsli fyrir blómið. Vatnið sest neðst i krukkuna og skemmir ekki ræturnar. Viðarkolin draga i sig óþarfa vatn, og ku einnig koma i veg fyriraðvatniðsúrnieða fúlni i botninum. En að lokum skal benda blómafólki á, að vökva af meiri varkárni blóm, sem eru i krúsum eða krukkum, sem ekki er með gat á botninum, heldur en sé það fyrir hendi. Heimatilbúin myndabók ■ Börn hafa ósköp gaman af að skoða bækur. en á meðan þau eru litil, getur ending bókanna, sem settar eru i hendyr þeirra orðið sorg- lega litil. Hvers vegna ekki að búa til myndabækur fyrir börnin sin. Það má gera meö þvf aö fá sér sæmilega þykkan pappa, eða pappfr, sem nóg fæst af i ritfangaverslunum, mörgum litum. Svo takiö þið dagblöð, tfmarit, eða hvað annaö, með myndum, klippið myndirnar út, og limið á pappirinn. Þessar mynda- siður má setja i plasthulstur. Að lokum kaupið þið gata- möppu og setjið plasthulstrin i hana, og þar með er komin fyrirmyndar myndabók, sem meira að segja hefur þann kost, að þvo má af henni alls komar matarkám og óhreinindi, sem gjarnan fylgja litlum höndum. Auðvelt er að sjóða egg ■ Stundum fáum við græn- meti eða ávexti i netplast- pokum. Þessa poka má m.a. nota til þess að sjóða i þeim egg. Ef þið þurfið að sjóða nokkur egg f potti er ágætt að setja þau f pokann og binda fyrir. Þegar eggin eru soðin takið þið pokann og dragið öll eggin upp úr pottinum á mjög svo auðveldan hátt. Þá þarf ekkert að vera að vand- ræðast með aö taka þau upp með skeið eða ausu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.