Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Fimmtudagur 8. október 1981
13
fþróttiri
Evrópukeppnin i körf uknattleik:
Valur mætti
ofjörlum
sínum
— tapadi 118-80 fyrir Crystal Palace
¦ Valsmenn mættu of jörlum
sinum þegar þeir léku gegn
enska liðinu Crystal Palace i
Evrópukeppni bikarhafa i
körfuknattleik i gærkvöldi og.
var leikið i Lundúnum. Lokatöl-
ur leiksins urftu 118-80, eftir að
staðan i leikhléi hafði verið 60-26
enskum i hag. Að sögn Einars
Matthissen liðstjdra Vals, var
þessi leikur eins og þeir höfðu
búist við, þar sem Crystal Pal-
ace hefði nýtt sér rétt sinn til að
nota tvo bandariska leikmenn
auk þess sem að I liði Palace
hafi verið tveir aðrir Banda-
rikjamenn sem nýlega séu orðn-
ir enskir rikisborgarar. Að sögn '
Einars voru leikmenn Palace
sumir hverjir mjög háir vexti og
hafi þcir raunar leikið á annarri
hæð en Valsmenn.
„Við bjuggumst alltaf við svo
miklu tapi þar sem við gátum
aðeins haft einn erlendan leik-
mann i liði okkar en nærvera
Val Brazy hefði skipt okkur
miklu þar sem hann hefði komið
út i leik sem þessum þar sem við
vorum pressaðir svo stíft i sókn-
inni", sagði Einar.
Ef litið er á g.ang leiksins þá
tóku þeir strax mikla forystu og
komust til dæmis i 14-2, og höfðu
yfir i hálfleik eins og áður segir
60-26. Valsmenn voru mjög
slappir á taugum I upphafi
leiksins og gekk illa að finna
sjálfa sig i sókninni. En þegar 1
upphafi siðari hálfleiks fóru þeir
að átta sig betur á hlutunum og
veita meiri mótspyrnu, og má
til gamans geta þess að siðari
hálfleikurinn tapaðist aðeins
með f jögurra stiga mun. Rams-
ey, Bandarikjamaðurinn I liði
Vals skoraði þá fjórtán körfur
Torfi Magnússon lét mest að sér kveða t leik Vals og Crystal 1
úr sautján skotum sem verður
að teljast harla gott gegn jafn
sterku liði og Palace. Það var
samt Torfi Magnússon sem lét
mést að sér kveða i liöi Vals þó
að hann skoraði ekki mest þvi
hann hirti f jöldann allan af frá-
köstum bæði i vörn og sókn auk
þess sem hann gerði mikið af
þvi aö „blokkera" risana hjá
Palace. Stigahæstir leikmanna
Vals voru Ramsey með 39 stig,
Kristján Agústsson 18 stig, Rfk-
haröur Hrafnkelsson 13 stig,
Torfi Magnússon 7 stig. Að-
spurður um leikinn á föstudag-
inn, en þá fer fram seinni leikur
liðanna  einnig  I  Lundúnum,
sagði Einar að þeir byggju sig
undir svipuð úrslit og I gær-
kvöldi þar sem Palace hefði
mjóg skemmtilegu og góðu liði á
að skipa. Valsmenn báðu um
kveðjur heim og sögðu að allir
væru við hestaheilsu og móttök-
ur ytra allar hinar glæsilegustu.
HG
Valsmenn
gabbaðir
¦ Reglur F.I.B.A. kveða
svo á að lið geti fengið að
„lán;" einn leikmann frá
öðru félagi til að leika i
Evrópu mótunum i körfu-
knattleik. Þennan möguleika
hafa islensk félög stundum
nýtt sér með þvi að láta tvo
bandariska leikmenn leika
með liðum sinum, það er að
segja þjálfarann og einn
lánsmann.
Valur hafði samið við
stjórn körfuknattleiksdeild-
ar Fram um að fá Banda-
rikjamanninn i liði þeirra,
Val Brazy til liðs við sig, og
fengið það samþykkt af
F.I.B.A. En svo bregður svo
við að leikmenn Fram neita
allir sem einn að Brazy fái að
fara þó hann hafi verið búinn
að samþykkja það sjálfur og
mæta á æfingar með Val. A-
stæða leikmanna Fram var
kannski skiljanleg þar sem
að næsti leikur þeirra i Úr-
valsdeildinni er gegn ís-
landsmeisturum Njarðvikur.
Valur bauðst þá til að gera
það sem i þeirra valdi stæði
til að fá þeim leik frestað en
Framarar neituðu öllum
frekari viðræðum um málið
og sátu Valsmenn eftir með
sárt ennið, þvi að enginn timi
var til að útvega annan
mann.
HG.
ÍS mætir KR í
körf unni í kvöld
¦ Einn leikur fer fram i Úr-
valsdeildinni i körfuknattleik i
kvöld og leika þá Stúdentar og
KR-ingar i Iþróttahúsi Kenn-
araháskólans klukkan 20. Þar
gæti orðið um spennandi viður-
eign að ræða þar sem KR leikur
nú án Bandarikjamanns, en eru
samt þekktir fyrir allt annað en
að gefast átkalaust upp, eins og
þeir sýndu i leik siðastliöinn
laugardagerþeir sigruðu lið ÍR.
HG.
¦ Markvörðurinn snjalli óli Ben ieikur sinn fyrsta deildarleik  með
Þrótti gegn Vikingi i kvöld.
Timamynd Ella
RISASLAGUR í
FYRSTA LEIK
¦ Islandsmótiö i 1. deild hefst i
kvöld með stórleik i Laugardals-
höll og eigast þar við tslands-
meistararVikings og bikarmeist-
arar Þróttar, þannig að örugg-
lega  verður  um  hörkuleik  að
ræða. Aörir leikir i fyrstu umferð
eru þeir að KA og Valur leika á
Akureyri á laugardaginn og einn-
igFram og KR, en á sunnudaginn
leika svo HK og FH aö Varmá.
HG.
Evrópukeppni unglingalandsliða í knattspyrnu:
ísland og Belgía á morgun
¦ A morgun fer fram fyrri leikur
Islands og Belgiu I Evrópukeppni
unglingalandsliða skipuðum leik-
mönnum 16-18 ára og verður leik-
ið á Laugardalsvelli klukkan
16.15. Knattspyrnusambandið vill
leggja sitt afi mörkunum til að
gefa unglingum og öðrum þeim
sem áhuga hafa á að koma og
styðja við bakið á strákunum,
með þvi að stilla miðaverði mjög í
hóf. Aðgangseyrir veröur aðeins
10 krónur, og ætti það þvi ekki að
hindra neinn i að mæta á völlinn
og njóta ódýrrar en góðrar
skemmtunar. Siðari leikur lið-
anna verður svo i Belgiu 28. októ-
ber en það lið sem sigrar fer i úr-
slitakeppni U.E.F.A. sem haldin
verður næsta vor.
Þjálf ari unglingalandsliðsins er
Jóhannes Atlason og hefur hann
valið eftirtalda leikmenn til að
leika fyrir hönd islands á morg-
un:
Guðmund Erlingsson, Þrótti
Stefán Arnarson, KR,
Björn Rafnsson, Snæfelli
Davið Egilsson, KR,
Einar Björnsson, Fram
Gisla Hjálmtýsson, Fylki, fyrir-
liði,
Halldór Askelsson, Þór
Hannes Jóhannsson, KR,
Ingvar Guðmundson, ÍBK,
Jón Halldór Garðarsson, FH,
Kristin jónsson, Fram
Kristján Jónsson, Þrótti,
Stein Guðjónsson, Fram
Sverri Pétursson, Þrótti,
Valdimar Stefánsson, Fram
Þorstein Þorsteinsson, Fram
Dómari verður J.B. Worrall fr
Englandi.
HG.
Ármenn-
ingar f á
frest
¦ Stjórn körfuknattleiks. -
sambands tslands ákvað á
fundi sinum að gefa Ar-
menningum frest til klukkan
fimm i dag til að greiða
skuldir sinar við sambandið
og gefa skýringu á þeirri ó-
viröingu sem þeir sýndu
Keflvikingum með þvi að
mæta ekki til leiks siðasta
sunnudag. Hafi Armann ekki
gert upp sakir sinar við KKÍ
seinnipartinn i dag litur
Körfuknattleikssambandið á
það sem beina Ursögn Ur ís-
landsmótinu. Þaö mundi
hinsvegar koma sér mjög
illa fyrir hin liöin i deildinni
þvi að leikin er fjórföld um-
ferð og við að eitt lið heltist
ur lestinni myndast miklar
eyður. Nær óhugsandi er að
nokkurt 2. deildar félag vilji
nú taka sæti Armanns i
deildinni, þar sem þetta-
kemur svo seint upp á og bú-
ið að raða niður i riðla 2.
ideildar.             hg.
Haukar
fá
þjálfara
¦ Sovétmaöur sá er hand-
knattleiksdeild Hauka hafði
ráðið til starfa frá og með
jiili, tilkynnti Haukum fyrir
tveimur vikum að af komu
hans gæti ekki orðið af óviö-
ráðanlegum orsökum. í hans
stað kemur hins vegar annar
Sovétmaður Kolsov að nafni,
og er hann væntanlegur
seinnipartinn I desember.
' Kolsov sem er þekktur þjálf-
ari I heimalandi sinu hefur
gert tveggja ára samning við
Hauka og mun hann þjálfa
alla flokka félagsins. Þetta
kemur sér mjög illa fyrir
Haukana aö fá þessar fréttir
á þessum tima þar sem nú
hafa allir þjálfarar ráöið sig
til starfa.
.  HG
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20