Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 16
 14. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR OFBELDI Enginn dómur hefur fallið í mansalsmáli í kynlífsiðnaði hér á landi, engar skaðabætur hafa verið greiddar og ekki er nein virk leit að fórnarlömbum í gangi. Aðeins ein kona hefur fengið hæli hér á landi vegna þess að hún var talin vera fórnarlamb mansals. „Mansal er ekki í dagsljósinu og enginn hefur yfirsýn yfir það, hvorki hér né annars staðar í Evr- ópu,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Fulltrúar fjórtán stofnana, ráðu- neyta og félagasamtaka mynda starfshóp, sem er hluti af sam- starfsverkefni Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, og hafa hist í tvö ár undir forystu Guðrún- ar. Innan hópsins hefur myndast þverfaglegt teymi sem hefur mótað með sér óformlegar vinnu- reglur um hvernig bregðast skuli við ef mansal kemur upp. „Við höfum gert vísi að vinnu- reglum fyrir okkur sjálf,“ segir Guðrún. „Við getum kallað hvert í annað ef við hittum fórnarlamb mansals og þurfum einhvers konar hjálp. Þetta er ein leið til að tryggja samræmd vinnu- brögð.“ Norðmenn hafa eytt 1.120 millj- ónum íslenskra króna í mansals- verkefni og Danir hafa ákveðið að eyða 800 milljónum íslenskra króna í mansalsverkefni næstu árin en Íslendingar hafa ekki sett krónu í slík verkefni enn sem komið er. Guðrún segir að félags- málaráðherra hafi þó sett á fót starfshóp til að vinna aðgerða- áætlun gegn mansali. Það er til viðbótar mansalsrannsókn sem Rauði krossinn hyggur á. „Við gerum ráð fyrir að þessari áætlun fylgi peningar. Ég er full bjartsýni vegna þess að Jóhanna Sigurðardóttir hefur tekið að sér þennan málaflokk og lýst yfir að hún vilji takast á við þau verkefni sem taka þarf á,“ segir Guðrún. Mismunandi er hvernig mansal er skilgreint en almennt má segja að mansal tengist vændi eða kyn- ferðislegri misnotkun. Guðrún segir að súlustaðirnir beri merki mansals og nefnir sem dæmi ummæli eins eigendanna að hann hefti frelsi kvennanna á staðnum í átta tíma eftir að vakt lýkur. „Það er ekki nægilegt að segja að kona hafi komið af fúsum og frjálsum vilja til landsins. Það er líka mansal ef milligöngumaður- inn nýtir sér bágar aðstæður henn- ar. Einnig þótt konurnar séu ekki fluttar á milli landa. Þess vegna getum við skilgreint íslenskar konur í vændi sem fórnarlömb mansals.“ ghs@frettabladid.is Ein kona fengið hæli vegna mansals Enginn dómur hefur fallið í mansalsmáli hér á landi og engin virk leit að fórn- arlömbum er í gangi. Aðeins ein kona hefur fengið hæli. Nágrannaþjóðirnar hafa eytt miklu í mansal en Íslendingar hafa ekki sett krónu í þessi mál. EKKI Í DAGSLJÓSINU Mansal er ekki í dagsljósinu og enginn hefur yfirsýn yfir það, hvorki hér né annars staðar í Evrópu. Nágranna- þjóðirnar hafa sett háar fjárhæðir í málaflokkinn en Íslendingar eru rétt að byrja að móta áætlanir og vinnureglur. STJÓRNMÁL „Landsbyggðin er ekki öll hrædd við að landið verði eitt 300 þúsund manna kjördæmi. Ég hef trú á því að það yrði það besta sem gæti komið fyrir byggð í land- inu,“ segir Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvík. Athygli vekur að bæjarstjóri í litlu bæjar- félagi á Vestfjörðum tali um Ísland sem eitt kjördæmi. Grímur segir frændhygli og kjördæmapot ráða öllu. Sem dæmi nefnir hann skipan í stjórnir og ráð. „Það sem gerist er alltaf sama ruglið. Það fer eftir því hvaða ráð- herra er við völd og hvar hann á heima hver tekur við starfinu. Þannig er hending hvort hæfasti umsækjandinn er ráðinn eða hvort besti kosturinn er valinn í ráð eða nefndir á vegum hins opinbera þegar ráðherra á í hlut,“ segir Grímur sem telur einnig allar útdeilingar fjármuna byggja á þeim tengslum sem menn hafa. „Ef þú lítur á landið sem heild ferðu að sjá hvað skiptir máli, til dæmis í mótvægisaðgerðum,“ segir Grímur aðspurður um hvort það að gera landið að einu kjör- dæmi breyti stöðunni. Telur hann mótvægisaðgerðir eigi að miðast að þeim svæðum sem þær þurfa. „Þú ert með þingmenn og ráðherra sem geta ekki sagt nei við sín héröð því þá falla þeir af stallin- um. Það byggir ekki á langtíma- sýn eða byggðastefnu heldur hentistefnu.“ - ovd Segir ákvarðanir ráðherra ekki byggja á byggðastefnu heldur hentistefnu: Vill landið sem eitt kjördæmi GRÍMUR ATLASON Bæjarstjóri Bolungar- víkur telur að frændhygli og kjördæma- pot ráði öllu. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON AÐGERÐAÁÆTLUN GEGN MANSALI Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra hefur sett á fót starfshóp til að vinna aðgerðaáætlun gegn mansali. VÍSIR AÐ VINNUREGLUM „Við höfum gert vísi að vinnureglum fyrir okkur sjálf,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.