Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 11.06.2008, Blaðsíða 54
30 11. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 GAMLA MYNDIN LÁRÉTT 2. stöngulendi, 6. tvíhljóð, 8. angra, 9. fyrirboði, 11. ætíð, 12. skrælnuð trjágrein, 14. ísjaki á sjó, 16. í röð, 17. útsæði, 18. upphrópun, 20. bor, 21. innyfla. LÓÐRÉTT 1. afturendi, 3. guð, 4. endurnefna, 5. mánuður, 7. frami, 10. geislahjúpur, 13. bókstafur, 15. hamingja, 16. kk nafn, 19. frú. LAUSN LÁRÉTT: 2. brum, 6. au, 8. ama, 9. spá, 11. sí, 12. sprek, 14. hafís, 16. de, 17. fræ, 18. úff, 20. al, 21. iðra. LÓÐRÉTT: 1. rass, 3. ra, 4. umskíra, 5. maí, 7. upphefð, 10. ára, 13. eff, 15. sæla, 16. dúi, 19. fr. „Ég var alltaf svolítill hippi og er það eiginlega enn. Maður er alltaf maður sjálfur.“ Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. Myndin var tekin í janúar 1974. „Ég nota afmælisdaga. En það er erfitt að ná öllum tölum á einn miða þegar maður á 7 börn, 3 barnabörn og 4 barnsmæður. Ein- hverra hluta vegna er afmælis- dagur dóttur minnar sem býr hjá okkur núna ekki þarna með. Þá hefði ég unnið 260 milljónir,“ segir Ásgeir Þór Davíðsson veitinga- maður sem betur er þekktur sem Geiri á Goldfinger. Hann var að vinna 9 milljónir í Víkingalottó- inu. Þann 21. maí var heppinn Dani sem var með sex tölur réttar í Vík- ingalottóinu, ofurtalan var með (19) og fékk hann 505 milljónir. En, þetta sama kvöld var einnig heppinn Íslendingur með fimm tölur réttar og bónustöluna. Hann fékk íslenska bónuspottinn skatt- frjálst og er 8,5 milljónum ríkari. Og það er okkar maður. Geiri. „Já, eða ég fékk 8,9 milljónir af því ég er með kerfisseðil,“ segir Geiri – lukkunnar hrólfur. Sem lýsir aðdragandanum þannig að konan hans var að skamma hann fyrir kveinstafi og benti Geira á að þegar neyðin er stærst er hjálp- in næst. Og sú var raunin núna líkt og árið 1984 þegar Geiri vann 500 þúsund sem þá var hæsti vinning- ur í happdrætti Háskóla Íslands. „Þá var ég líka næstum því kom- inn á hausinn. Já, ég var eitthvað að kvarta undan blankheitum. Ég læt reyndar alltaf eins og ég sé milljónamæringur hvort sem ég er blankur eða ekki. Enda skiptir það mig engu máli því menn spyrja mig bara hvort ég kunni annan þegar ég segist blankur,“ segir Geiri og hlær. Hann segist engar áhyggjur hafa af kvabbi og betli þó þetta komi fram. „Það er hvort sem er alltaf verið að kvabba í mér.“ Nýverið vann Geiri meiðyrða- mál á hendur Jóni Trausta Reynis- syni og Ingibjörgu Dögg Kjartans- dóttur og tímaritinu Ísafold. Geiri er mikill velgjörðarmaður og bak- hjarl HK í Kópavogi og hafði heit- ið því að ef hann myndi vinna það mál myndi fjárhæðin sú renna óskipt til íþróttafélagsins. Og telur að Guð almáttugur sé nú að launa honum gæskuna þá með vöxtum. Peningana hyggst hann nota í að borga skuldir. Sem eru ærnar í tengslum við uppbyggingu mikils og glæsilegs veitingastaðar – Steak and Play – sem hann er að reisa við Grensásveg. Verið er að handsmíða innréttingar í útlönd- um. Að sögn Guðbjargar Hólm hjá Íslenskri getspá hafa Íslendingar því miður ekki mikið sótt gull í greipar Víkingalottósins sem skyldi frá því það hófst árið 1993 sem samstarf fimm Norðurlanda. En standa þó nokkurn veginn á jöfnu. „1. vinningurinn hefur komið 14 sinnum til Íslands og hæsti vinn- ingurinn, 105 milljónir, kom í október árið 2007. Hann fór til Akureyrar,“ segir Guðbjörg en Akureyringar eru öðrum lands- mönnum heppnari. Hæsti bónus- vinningurinn, 54 milljónir, fór einnig þangað. „Heildarupphæð frá upphafi til Íslands í 1. vinning eru 500 milljónir og 700 á bónus- vinninginn.“ jakob@frettabladid.is ÁSGEIR ÞÓR DAVÍÐSSON: HK FÆR MILLJÓNINA ÚR DÓMSALNUM Geiri vann 9 milljónir í lottó MEÐ MIÐANN GÓÐA Geiri ásamt dóttur sinni Alexöndru Katrínu sem er að verða níu ára 23. september. Ef afmælisdagur hennar hefði verið á miðanum væri Geiri nú að fagna 260 milljóna króna vinningi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Barátta okkar er heldur betur farin að bera árangur. Borgaryfirvöld og lögreglustjóri eru loksins farin að hlusta á okkur. Já, við fögnum en ég hrósa þó ekki happi fyrr en þetta er komið á. Ég vona að yfirvöld séu hörð á þessu en veitingamenn eru að malda í móinn. Ég held þeim sé ekki stætt á því,“ segir Elín Guðrún Gunnlaugsdóttir arkitekt og miðborgar búi. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að veitingastöðunum Vegamótum og Ölstofunni við Vegamótastíg hafi verið gert, með bréfi frá borgaryfirvöldum, að stytta opnunartíma sinn frá klukkan hálf sex til klukkan þrjú um helgar. Er um vika í að það komi til fram- kvæmda. Þessu fagna íbúar í nágrenni við staðina mjög að sögn Elínar og er að vænta yfirlýsingar frá þeim í lok vikunnar vegna orða Kormáks Geirharðssonar verts á Ölstofunni þess efnis að veitingamenn gruni að aðeins sé um að ræða kvartanir til Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra frá einu símanúmeri. Elín segir það af og frá. „Þetta eru íbúar í um 16 til 17 íbúðum sem ég hef verið í sambandi við og á þessu áhrifasvæði sem ég vil svo nefna. Allir himinlifandi,“ segir Elín og er þá aðallega að tala um þá sem búa við Grettisgötu og Klapparstíg. Þar hafi margir verið orðnir afar þreyttir á ástandinu en sumir ekki haft rænu á að hringja og kvarta. Elín telur aðspurð styttan opnunartíma bæta ástandið til mikilla muna. Hún talar um að dynur frá tónlist haldi fyrir íbúum vöku og þá einnig arg og garg sem vilji fylga drukknum Íslendingum þar sem þeir standa fyrir utan staðina og reykja. Þá hrökkva íbúar upp af svefni sínum – þeir sem náð hafa að festa svefn. „Við erum í vígahug núna og það eru ýmsar reglur brotnar. Svo sem að fara með vínglös út fyrir hússins dyr. Þá hefur orðið breyting á Oliver við Laugaveg með nýjum rekstrar- aðilum. Þar eru svalir sem liggja að Grettisgötu 5. Ég er í húsi númer 3. Þangað út fara gestir til að reykja og tónlistin flæðir út. Þetta er alveg yfirgengilegt,“ segir Elín. - jbg Íbúar fagna mjög breyttum lokunartíma ELÍN GUNNLAUGSDÓTTIR Segir íbúa fagna því mjög að borgaryfirvöld hafi gert þeim á Ölstofunni og Vega- mótum að loka fyrr um helgar. „Við höfum fengið mikið inn, bæði af flöskum, kössum og aug- lýsingum,“ segir Andri Þór Guð- mundsson forstjóri Ölgerðar Egils Skallagrímssonar sem nú auglýsir eftir gömlum munum tengdu fyrirtækinu. „Við erum að stækka við okkur og tökum nýtt hús í notkun í mars á næsta ári. Þar viljum við bjóða gestum okkar að upplifa sögu Ölgerðar- innar.“ Almenningur er kvattur til að láta vita ef hann á vörur tengdar sögu Ölgerðarinnar og eru sval- andi verðlaun. „Maður er að sjá allskyns hluti sem maður vissi ekki að væru til,“ segir Andri. „Drykki eins og Sítrón og Kampa- vín. En svo líka hluti sem menn á miðjum aldri eins og ég muna eftir, Póló-flöskur og Sinalco. Nei, Spur er ekki komið ennþá. Okkur vantar ennþá Spur- flösku.“ Ölgerðin heldur upp á aldar- afmæli sitt árið 2013 og lofar Andri miklum hátíðahöldum af því tilefni. Malt var fyrsti drykkur- inn sem Tómas Tómasson stofn- andi Ölgerðarinnar hóf að fram- leiða og enn er verið að framleiða Malt eftir sömu uppskrift. „Það eru til malt-drykkir um allan heim en þeir eru mun bitrari en okkar Malt,“ segir forstjórinn. „Svo lumar vöruþróunar deildin á ýmsu. Diet Malt? Nei, takk. Við erum nú ekki að fara út í ein- hverja vitleysu með Maltið!“ - glh Leita að gömlum Spur-flöskum EKKERT DIET MALT Á LEIÐINNI Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, auglýsir eftir munum tengdum fyrirtæk- inu. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Sóley Tómasdóttir, varaborgar- fulltrúi Vinstri grænna og feministi númer eitt, er ekki ýkja sátt við fréttaflutning vefsíðunnar Vísir.is af auglýsingum á einkamal.is. En þar var óskað eftir klámmynda- leikurum, bæði körlum og konum. Sóley sendir ritstjórninnin dulbúin skot með því að auglýsa eftir fólki til að selja eiturlyf. Sóley skrifar af sinni alkunnu kaldhæðni að salan muni aðallega fara fram hérlendis en líka eitthvað smá erlendis og að góð laun séu í boði. Hún vísar síðan áhugasömum á að hafa samband við blaðamenn vísir.is. Eftir að Fréttablaðið birti niðurstöð- ur í netkönnun bloggarans Jens Guð um verstu íslensku hljómsveit- arnöfnin bættust við 800 atkvæði, öll greidd Pláhnetunni. Jens telur að hakkari á vegum Eurobandsins hafi verið að verki og ógilti öll atkvæðin. Eurobandið þykir því eftir sem áður versta íslenska hljómsveitarnafnið. Friðriki Ómari er þó eflaust nokk sama og hamast sem aldrei fyrr í líkamsræktinni þar sem Yesmine Olsson ber hann áfram. Kannski á nú bara að taka Eurovision með trompi 2009? Annars virðast þau Regína Ósk og áðurnefndur Friðrik vera staðráðin í að hvílast vel þrátt fyrir að gripið sé í lóðin við og við. Því samkvæmt My Space-síðu hópsins koma þau ekki fram opinberlega fyrr en 14. júní. Þá hefur sveitin í raun ekkert spilað síðan kvöldið örlagaríka í Serbíu en ef marka má síðuna ætla þau að taka land og þjóð með trompi þegar hinu sjálf- skipaða leyfi lýkur. - fgg/glh FRÉTTIR AF FÓLKI Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.