Fréttablaðið - 20.10.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 20.10.2008, Blaðsíða 38
26 20. október 2008 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. drykkur, 6. 999, 8. lærir, 9. málmur, 11. átt, 12. sívinnandi, 14. umstang, 16. snæddi, 17. fæða, 18. grús, 20. kringum, 21. tigna. LÓÐRÉTT 1. merki, 3. járnstein, 4. fræðslu, 5. rjúka, 7. höfuðstöðvar, 10. lúsaegg, 13. nugga, 15. eins, 16. kerald, 19. tveir eins. LAUSN „Ég hlusta bara á Útvarp Sögu. Það er eiginlega eina útvarps- stöðin sem ég hlusta á, sérstak- lega í þessu ástandi eins og það er núna. Annars eru Megas og Bubbi í uppáhaldi hjá mér.“ Hermann Ragnarsson múrari. „Hann er flúinn land. Leigusalinn minn, W. Ahmed. Tók tryggingar- féð mitt með sér. Þannig að nú sef ég bara í sófum vina minna,“ segir Halla Vilhjálmsdóttir, leik- kona og nú heimilisleysingi í London. Fréttablaðið greindi frá rauna- sögu Höllu sem var borin út úr íbúð sinni á dögunum. Í ljós kom að Ahmed þessi hafði ekki greitt sínar skuldir við hið opinbera og það bitnaði að sjálfsögðu á Höllu. Saga hennar og staða er því alltaf að verða líkari og líkari stöðu Íslands um þessar mundir. Ástandið hefur síður en svo batn- að hjá Höllu því hún hefur auk þess fengið að vita að hún hafi fjórtán daga til að losa íbúðina sína. „Ég þarf þá að vita hvert ég á að flytja draslið mitt,“ segir Halla sem tókst þó að taka með sér „mútur“ til að geta fengið inni einhvers staðar. „Ég er með rauð- vín, súkkulaði og annað góðgæti sem ég get boðið í skiptum fyrir sófa.“ En Halla veit að hún stendur ekki ein. Því heimasíðan hennar á Facebook er stútfull af stuðnings- yfirlýsingum og hún hefur fengið ótal sms-sendingar með hlýjum kveðjum frá vinum og vanda- mönnum á Íslandi. „Og það er ekki eins og fólk hafi ekki eitt- hvað annað við tímann að gera núna en að vera að hugsa mig. Þannig að mér þykir mjög vænt um þann hlýhug.“ - fgg Leigusali Höllu stunginn af „Draumalandið er kreppubók en ekki góðærisbók. Hún fjallar ein- mitt um þær ákvarðanir sem eru teknar þegar þjóð lendir í kreppu eins og þessari,“ segir Andri Snær Magnason, höfundur bók- arinnar Draumalandið: Sjálfs- hjálparbók handa hræddri þjóð. Bókin seldist gríðarlega vel þegar hún kom út árið 2006 og varð einhvers konar biblía nátt- úruverndarsinna. En nú hefur Andri og bók hans verið nefnd í sömu andrá og útrásin vonda og þannig skrifaði Egill Helgason meðal annars um fyrirlestur sem Andri hélt fyrir bankafólk og sagði það hafa hlustað agndofa á boðskapinn. Að þetta hafi verið nákvæmlega það sem fólk hafi viljað heyra þá. „Egill var nú fundarstjóri á þessum fyrirlestri en hann hefur greinilega ekki hlustað nægilega vel. Því fyrirlesturinn fjall- aði einmitt um hvað við ættum að gera ef bankarnir færu á hausinn,“ segir Andri og bendir á að þetta hafi verið árið 2006. „Bankarnir urðu tólf sinn- um stærri en Ísland og tóku okkur með í fall- inu. En nú virðist markmiðið vera að láta orkukerfið verða fimmtán sinnum stærra en Ísland þannig að þetta er bara hluti af sama vandamálinu. Ein allsherjarhug- mynd fyrir eina þjóð.“ Og rithöfundurinn óttast ein- mitt að þær raddir sem nú eru teknar að heyrast fái góðan hljómgrunn í þjóðfélaginu. „Þegar stóriðjunni var hleypt af stað var það einmitt í svona kreppu. Menn notuðu hana til að réttlæta stóriðju. Staðreyndin er sú að það verður alltaf niður- sveifla í hagkerfinu á fimm til tíu ára fresti og við þurfum að skapa okkur einhver önnur gildi til að standast þá freistingu að fara alltaf út í einhverjar virkjanir. Árið 2002 átti meðal annars að fórna Þjórsárverum þegar við vorum í kreppu,“ segir Andri. - fgg Draumalandið engin góðærisbók LEIGUSALINN HORFINN Halla stendur uppi slypp og snauð eftir að hafa verið snuðuð af W. Ahmed, leigusala sínum í London. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Í fyrsta skipti greinir Hörður [Torfason] ítarlega frá því þegar hann lenti í að maður reyndi að drepa hann. Hörður var heppinn að sleppa lifandi frá morðtilræð- inu. Ástæðan? Jahh, bara homma- fóbía. Hommahatur eða hvað á að kalla þetta,“ segir Ævar Örn Jós- epsson rithöfundur. Það stendur mikið til hjá Ævari Erni. Bók hans um lífshlaup Harð- ar Torfasonar söngvaskálds er nú á leið í prentsmiðjuna eftir tveggja og hálfs árs vinnu. Þá fann rithöf- undurinn sig knúinn til að rífa nýja krimma sinn úr höndum útgefanda síns, Kristjáns Kristj- ánssonar hjá Uppheimum, til að umrita bókina í ljósi nýjustu vend- inga í efnahagsmálum þjóðarinn- ar. En fyrst að Herði. Þurfti Ævar ekki að leggjast í rannsóknar- vinnu, setja upp leðurkaskeiti og sækja gufuböðin? Ævar lýsir því yfir að blaðamaður slái sig ekki út af laginu með svona dólgshætti. Þetta sé reyndar ágæt spurning. „Hörður hefur alltaf verið alger- lega á skjön við allar hommaster- íótýpur. Þegar hann kom fram á sínum tíma voru hommar, það er staðalímyndin, öfuguggar, skrímsli, slepjuleg ógeð og glæpa- menn. Ekki ungir, glæsilegir og vinsælir. Svo sama ár og hann kemur úr skápnum í tímaritinu Samúel árið 1975 birt- ist hin steríótýpan af hommanum. Fyrst á íslensk- um leikhúsfjöl- um, þegar Saumastofan kemur með sinn Kalla klæðskera. Gargandi kerl- ingarhommann. Hörður passar ekki inní það heldur. Gaman að því. Hann passar ekki í neina skúffu, ekki þessar hommaskúff- ur sem voru og eru reyndar enn útbreiddar,“ segir Ævar. Hann segir lífshlaup Harðar skraut- legt, trúbadorinn hefur lent í einu og öðru og mátt þola ýmis- legt. Ævar Örn, sem er með þekktari og betri glæpasagna- höfundum landsins, segir að kannski megi finna ákveðna samsvörun milli þess að skrifa krimma og segja af lífi Harðar. Eins og morðtilræðið gefur til kynna. Nýi krimmi Ævars Arnar, sá fimmti í seríunni um Stefán, Katrínu, Árna og Guðna, sem íslenskir sjónvarps- áhorfendur þekkja vel úr Svörtum englum, heitir Land tækifæranna. Hún er á lokastigi. Útgefandi Ævars varð síður en svo sáttur við sinn mann þegar hann tók hana úr ferlinu og taldi sig þurfa að umskrifa bókina í ljósi nýjustu vendinga í efnahagsmálum. „Já, ég taldi mig þurfa að bregaðst við því, færa hana nær tímanum enda drep ég þennan líka fína útrásar- víking í bókinni. Þetta eru umfangsmeiri breytingar en útgefandi minn kærði sig um í ljósi þess hversu langt er liðið á haustið. En á móti kemur að ekki er eins fýsilegt að prenta bækur í útlöndum og áður var. Eins og til stóð,“ segir Ævar Örn. jakob@frettabladid.is ÆVAR ÖRN JÓSEPSSON: UMRITAÐI KRIMMA VEGNA EFNAHAGSÁSTANDSINS Hommahatari reyndi að drepa Hörð Torfason ÆVAR ÖRN JÓSEPSSON Nýr krimmi hans heitir Land tækifæranna og Ævar taldi sig þurfa að umrita hana vegna nýjustu vendinga í efnahagsmálum. HÖRÐUR TORFA- SON Í nýrri bók sem byggir á lífshlaupi trúbadorsins góða segir Hörður frá því þegar hann mátti teljast heppinn að sleppa lifandi frá morðtil- raun. Sóley Tómasdóttir hefur að undanförnu farið yfir fimm atriði sænska kvenréttindafrömuðarins Berit Ås sem notuð eru til að kúga konur. Eitt af því sem Berit og Sóley tekur upp er að gera konur ósýnilega umræðunni. Og Sóley ræðst að þessu sinni ekki á einn einstakan þátt hjá ljósvakamiðlunum heldur tekur heila útvarpsstöð fyrir. Hér er um að ræða dagskrárgerðarfólk Bylgjunnar sem birtist í glæsilegri auglýsingu nýver- ið en þar voru einungis tvær konur af átján dagskrárgerðarmönnum. Gunnar Björn Guðmundsson undirbýr af kappi kvikmynd eftir hinni vinsælu bók Ólafs Hauks, Gauragangur. En Gunnar er ekki múlbund- inn við skriftir því hann hefur einnig verið önnum kafinn við að leikstýra leikhópi Fljótsdals- héraðs. Hópurinn frumsýndi síðan á laugardaginn gamanleikinn Góðverkin kalla en hann fjallar um hundrað ára sögu sjúkrahúss í bænum Gjaldeyri sem stendur við Ystunöf. Hinn knái fréttamaður Ríkis- sjónvarpsins í London, Sveinn Guðmarsson, lætur sér það ekki duga að fylgjast með fréttaatinu. Þegar stund gefst milli stríða leggst Sveinn í þýðingar en nú er komin út bók enska kynlífssérfræðingsins Tracy Cox í þýðingu hans. Bókin heitir Súperhot Sex en þar er meðal annars að finna leiðbein- ingar um flengingar – stroku fyrir stroku – og sex bestu útikynlífs- staði allra tíma. Útgefandi er JPV forlag sem hefur verið duglegt við að senda frá sér bækur sem fjalla um kynlíf. - fgg, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI KREPPUBÓK Andri Snær segir Draumalandið síður en svo vera einhverja góðæris- bók, heldur eigi hún einmitt við nú. LÁRÉTT: 2. kakó, 6. im, 8. les, 9. tin, 11. na, 12. iðinn, 14. stúss, 16. át, 17. ala, 18. möl, 20. um, 21. aðla. LÓÐRÉTT: 1. viti, 3. al, 4. kennslu, 5. ósa, 7. miðstöð, 10. nit, 13. núa, 15. sama, 16. áma, 19. ll. Veljum íslenskt w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r 250 ÓKEYPIS KROSSGÁTUR NÝ GÁTA Í HVERRI VIKU VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1. 37 milljarðar króna. 2. Frank-Walter Steinmeier. 3. Friðrik Friðriksson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.