Tíminn - 16.07.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.07.1982, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ1982 Borgarstjóri um laun skólatannlækna hjá borginni: „OflEYRILEGAR TEKJUR” ■ „Menn verða að hafa í hnga að núverandi samningur vegna skólatann- lækninga er gerður af Tryggingarstofnun rikisins og hefur gilt fyrir borgina. Spumingin er hvort borgin geti með einhverjum hætti haft þar hönd i bagga og samið þá jafnvel fyrir sjálfa sig, þótt ekki sé þar með sagt að hún komist að betri eða hagstæðari samningum. „En á það verður að láta reyna“, svaraði Davíð Oddsson, borgarstjóri spumingu Tímans hvort stjómendur Reykjavíkur- borgar hyggist gera eitthvað til að fá lækkun á hinum gífurlega launakostnaði sein nú viðgengst i skólatannlækningum hjá borginni, samanber frétt Timans nýlega um nær 6.000 kr. daglaun eins þessara tannlækna. Davíð sagði niðurstöðu borgarráðs hafa verið þá, að senda málið til heilbrigðisráðs borgarinnar, sem siðan myndi gefa umsögn um hvað heppilegast væri að gera í málinu. „t>að er þó enginn sem heldur því fram að þessir menn starfi ekki fullkomlega heiðarlega innan ramma samningsins. En þessi samningur getur gefið mönnum óheyrilegar tekjur, því er ekki að neita.“ sagði Davíð. Samninginn sagði hann að nokkru leyti byggðan á hinni almennu gjaldskrá tannlæknafélagsins, en hann sé þó með öðrum hætt að þvi leyti að skólatann- læknarnir fái allt upp í hendurnar, stóla, aðstöðu, efni og aðstoð. „Það eru þvi bara bein laun sem þarna er um að ræða.“ „Menn sjá þó víða annarsstaðar miklu stærri upphæðir en þarna eru á ferðinni, ekki sist í tannréttingunum. Það eru geysilega háar fjárhæðir," sagði Davíð, borgarstjóri. Samkvæmt reikningi borgarinnar 1981 kostuðu skólatannlækningarnar 16.651.719 kr. það ár, sem var um 5,3% af þeim útsvörum sem Reykvíkingar greiddu á árinu. í ár eru áætlað að þessi upphæð verði 25,4 milljónir króna af um 455 millj. kr. útsvarstekjum borgarinn- ar. Um áramót störfuðu 38 tannlæknar hjá borginni i allt frá 1/4 til fulls starfs, eða jafngildi 19 fullra starfa. Grunn- skólanemendur sem þjónustunnar njóta munu vera tæplega 11.500 talsins, þannig að viðgerðarreikningur í hverjum þessara munna er áætlaður um 2.210 krónur að meðaltali. - HEI Fyrsta áætlunarflug Amarflugs til Evrópu ■ Merkum áfanga i sögu Arnarflugs var náð í liðinni viku, þegar reglulegt áætlunarflug félagsins til Sviss, Hollands og Vestur-Þýskalands hófst. Meðal gesta Arnarflugs við það tækifæri var Steingrímur Hermannsson, samgöngu- ráðherra, sem lýsti ánægju sinni með þetta nýja áætlunarflug og trú á framtið Arnarflugs. Fyrsta áætlunarflug Arnarflugs til útlanda var til Zurich i Sviss sunnu- daginn 4. júlí, og var tekið á móti Arnarflugsvélinni með viðhöfn á Kloten- flugvelli. Á miðvikudag í síðustu viku hófst síðan áætlunarflug til Amsterdam og til Dusseldorf í Vestur-Þýskalandi, og var sérstök athöfn við það tækifæri á viðkomandi flugvöllum. í sumar verður siðan flogið einu sinni í viku til Zúrich, tvisvar i viku til Amsterdam og einu sinni til Dússeldorf. Forráðamenn Arnarflugs eru vongóð- ir um að áætlunarflug þetta gangi vel, enda er hér um forvitnilegar borgir að ræða fyrir ferðamenn auk þess sem Amsterdam er ein helsta samgöngumið- stöð á meginlandi Evrópu. - ESJ. ■ Flugliðar í fyrsta áætlunarflugi Arnarflugs td Zúrich ásamt núverandi og fyrrverandi framkvæmdastjórum félagsins, Gunnari Þorvaldssyni og Magnúsi Gunnarssyni. ■ Magnús Oddsson, svæðisstjóri Arnarflugs í Evrópu, tekur á móti Steingrimi Hermannssyni, samgönguráðherra, og konu hans, Eddu Guðmundsdóttur, á flugvellinum í Zurich. Leitin að „gull- skipinu” á Skeiðarársandi: Hollensk söfn sýna því áhuga ■ „Hollensk söfn hafa sýnt þessu máli áhuga, þar sem við gætum fundið fallbyssur og annað slíkt sem fylgdi skipinu á sínum tíma, ef þetta er skipið", sagði Einar Halldórsson skrifstofustjóri Björgunar hf. i samtali við Tímann, en Björgun vinnur nú sem kunnugt er að uppgreftri á hollenska skipinu Het Wapen Van Amsterdam á Skeiðarár- sandi. „Það er allt í kyrrstöðu nú á leitarstaðnum, þar sem krani sá sem notaður er við upgröftinn er bilaður," sagði Einar. Aðspurður um hvaða vonir forráða- menn fyrirtækisins gerðu sér um hugsan- legt verðmæti sem þarna kynni að finnast sagði Einar að það væri mikið happdrætti og eins gæti verið að ekkert verðmæti fyndist. Ef um rétta skipið væri að ræða mætti þó búast við þvi að finna allavega hluti fyrir söfn eins og Þjóðminjasafnið og erlend söfn. Að öðru leyti benti hann á Kristin Guðbrandsson framkvæmdastjóra Björgunar sem farið hefur með þetta mál, en hann er nú fyrir austan að fylgjast með framkvæmdum. Hvað er í skipinu? Fyrir skömmu var í Helgar-Timanum grein um „gullskipið" og hvað mætti hugsanlega finna í því. Vitnað var til ritgerðar Þorvaldar Friðrikssonar um málið, en hann kynnti sér farm skipsins gjörla. Taldi hann eftir þá athugun að óraunhæft væri að telja að skipið hafi verið lestað góðmálmum og eðalstein- um, en hinsvegar væri ekkert því til fyrirstöðu að verið hefði í vörslu yfirmanna skipsins sjóðir gulls, silfurs og annarra verðmæta, þar sem slíkir hlutir voru ómissandi í verslun þessa tímabils, sem skipið sigldi á, en það strandaði 1667. Þá leiðir Þorvaldur líkur að því að í flakinu séu um 50 fallbyssur og styðst þar við uppgröft á skipi sömu tegundar, en það var grafið upp í Hastings á Englandi. Hörð mótmæli náttúru- og dýraverndunarfélaga gegn seladrápinu ■ Blaðinu hefur að undanfömu borist Ijöldi ályktana og yfirlýsinga í mótmæla- skyni við herferð hringormanefndar, sem veitt hefur verðlaun fyrir dráp á sel hér við land i þvi skyni að grisja selastofninn. Þeir aðilar sem sent hafa blaðinu slík mótmæli ero Náttúru- verndarráð, Samband islenskra náttúru- vcrodarfélaga, Skotveiðifélag íslands og Fuglavemdarfélag Islands. I ályktun Náttúruverndarráðs er því beint til ríkisstjómarinnar að hún hlutist til um að þegar verði hætt „verðlauna- veitingum til örvunar selveiða“ sem hafnar eru á vegum hringormanefndar. í greinargerð era átalin þau vinnubrögð nefndarinnar að hrinda slíkum aðgerð- um í framkvæmd án þess að leitað sé álits aðila og stofnana sem málið snertir, eins og Hafrannsóknarstofnunar og Náttúruverndarráðs. Lýsir ráðið yfir áhyggjum af þvi að unnt skuli vera á löglegan hátt að hefja aðgerðir sem þessar, þar sem leitast er við að draga úr stofnstærð ákveðinna tegunda villtra dýra, án þess að til þurfi heimild stjórnvalda. Þá eru leidd að þvi rök í ályktuninni að ósennilegs sé að tímabært sé að hefja aðgerðir til fækkunar sela hér við land og að visindalegar sannanir um tengsl á milli selafjölda og hringorma i þorski séu veikar. Samband íslenskra náttúruverodar- félaga lýsir áhyggjum yfir þeim afleið- ingum sem í ljós hafa komið vegna ákvörðunar hringormanefndar og bend- ir á þær afleiðingar sem þetta fordæmi geti haft. Óskar sambandið svara frá hringormanefnd um stofnun hennar og valdsvið og hver ábyrgur sé fyrir ófyrirséðum afleiðingum seladrápsins, hver greiði verðlaun og fyrir hve marga seli hafi þegar verið greitt. Þá er óskað svara Sjávarútvegsráðuneytis um af- skipti þess og Landbúnaðarráðuneytis um það hvort hér sé ekki gengið á hlunnindi bænda. Þá er óskað svara Menntamálaráðuneytis um það hvort hér kunni að vera um að ræða brot á náttúraverndarlögum og Dómsmála- ráðuneytis um það hvort lögreglu- embættum sé mögulegt að fylgjast með því hvort lögum um meðferð skotvopna sé framfylgt. Skotveiðifélag íslands segir í yfir- lýsingu frá félaginu að það fordæmi þá hugsun, sem kemur fram í skefjalausri útrýmingarherferð, sem nú er hafin gegn selum. Átelur félagið að hér er aðhafst án samráðs við viðeigandi visinda- stofnanir og fullyrt að þessi vanhugsaða aðgerð muni sennilega spilla verulega fyrir skynsamlegri og eðlilegri nýtingu selsins i framtíðinni hérlendis. f yfir- lýsingu Skotveiðifélags fslands er einnig harðlega mótmælt drápi á gæsum í sárum á friðunartima þeirra og menn hvattir til að kæra slíkt athæfi. Fuglavemdarfélag íslands telur her- ferðina gegn selum forkastanlega og byggða á mjög veikum rökum og bendir á mikla hættu sem í því er fólgin fyrir fugla er hræ selanna eru látin liggja og smita frá sér grút. Félagið véfengir visindaleg rök fyrir herförinni gegn selunum og telur að hér sé verið að kasta fjármunum á glæ og að verið sé að þjarma að lífveram af grannhyggni og án fyrirsjáanlegra afleiðinga. Fugla- vemdarfélag íslands skorar á íslendinga að láta ekki slíka herferð óátalda og á stjómvöld að stoppa þegar í stað það óhugnanlega seladráp sem nú á sér stað. - AM veiðhornið Hvernig verður sumarið í laxveiðinni?: „Næsta vika mun ráða úrslitum” ■ „Nú er að fara f hönd sá tími sem sker úr um hvort sumarið verður gott eða ekki og næsta vika mun ráða úrslitum í þessum efnum,“ sagði Einar Hannesson fulltrúi hjá Veiðimála- stjóra í stuttu spjalli við Veiðihomið er við spurðum hann álits á þessu sumri hvað laxveiðina varðaði. „Veiðin virðist vcra að glæðast, einhver kippur kominn, þar sem maður hefur haft fregnir af henni en stórstreymt verður nú 22. júlí og þá ætti laxinn að hellast inn ef hann er á annað borð til staðar. Laxinn fyrir austan á Ölfusár/Hvft- ársvæðinu er vænn cn nú er smáfiskur- inn að koma þar og eins er með Elliðaárnar þar er liflegt nú en þær eru dæmigerð smálaxaá og gefur það svolitla visbendingu,“ sagði Einar. Hann sagði ennfremur að góð veiði hefði verið á Ölfusá/Hvitársvæðinu og í Þjórsá en hinsvegar hefði Olfusá verið tær og vatnslitil og því veiðin i henni breytileg, laxinn ætti gott með að varast lagnir þar sem hún væri lygn en veiddist meira þar sem hún væri þröng og straumhörð. Áttræður dró 17 punda lax „Allt er fertugum fært“ segir máltækið en þetta getur líka átt við áttræða. Veiðihornið frétti af þvi að 78 ára gamall maður Bárður Olgeirs- son frá Njarðvíkum hefði fyrir skömmu dregið 17 punda lax úr Hvitá. Eftir að laxinn var kominn á bauðst honum hjálp við að landa honum. Hann afþakkaði það og landaði „boltanum “ sjálfur og gerði það myndarlega. -FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.