Tíminn - 23.07.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.07.1982, Blaðsíða 12
FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1982. 12 heimilistim umsjón: B.St. og K.L. Er feirrmi arfgengur eiginleiki? ■ Athuganir á eineggja tvíburum leiða ýmislegt í Ijós um hegðunaratferli okkar mannanna. ■ Þessir myndarlegu strákar eru tvíburar og heita Jón Birgir og Jón Bjami. Ég hitti þá fyrir utan verslunina Voga í Kópavogi um daginn og þar sem tvíburar koma mikiö við sögu hér á síðunni fannst mér ekki úr vegi að skreyta síðuna með þeim. Tímamynd: Anna. ■ í Denver í Bandaríkjunum hafa tveir sálfræðingar unnið að rannsóknum á tvíburum til þess að kanna hvort feimni og hlcdrægni séu eiginleikar sem erfast en skapast ekki af umhverfinu. Sálfræðingarnir heimsóttu tvíburana, sem voru á aldrinum 1 og 2 ára, sumir voru eineggja, aðrir tvíeggja. Samkvæmt rannsóknunum virðist feimni vcra erfanlegur eiginleiki. Ef annar eineggja tvíbura var feiminn, þegar gestirnir komu í heimsókn, reyndist hinn tvíburinn vera það líka. Tvíeggja tvíburar aftur á móti höguðu sér ekki nær alltaf eins. Þessar rannsókn- ir eru aðeins hluti af umfangsmiklum rannsóknum, sem fram fara á erfða- fræðilegum eiginleikum í hegðun. Rannsóknirnar sýna að auk þess að feimni virðist erfanlegur eiginleiki, gildir það sama um lesblindu, stam og ofdrykkju. Mörg hundruð eineggja og tvíeggja tvíburar hafa verið rannsakaðir til að komast að raun um, hvort tveir einstaklingar myndaðir úr sama eggi í móðurkviði og sem hafa þannig sömu gen, haga sér líkar hvor öðrum en tvíburar sem myndast hafa úr tveimur eggjum og eru því ekkert skyldari hvor öðrum en venjuleg systkini. Einnig hafa mörg hundruð kjörbörn verið rannsök- uð til að sjá, hvort þau líkjast meira sínum eiginlegu foreldrum heldur en kjörforeldrum. í samanburðarhópnum hafa verið gerðar rannsóknir á hundruðum syst- kina, frændsystkina og óskyldra barna og fullorðinna. Fylgst er með persónulegum eiginleik- um svo sem skapgerð t.d. frekju, athyglisgáfu og frumkvæði einstakling- anna. Feimni og tortryggni gagnvart ókunn- ugum kemur fram strax á fyrstu árum barns. Þegar sálfræðingarnir komu á heimili barnanna komu sum smábörnin hlaupandi til þeirra strax, en önnur voru feimin og hljóð alla heimsóknina. Eineggja tvíburar komu eins fram gagnvart gestunum, en tvíeggja tvíburar aftur á móti ekki.Hegðun þeirra var ein- staklingsbundin. En hegðun tvíburanna við mæður sínar var allt öðru vísi en við gestina og gagnvart þeim var enginn munur á eineggja og tvíeggja tvíburum. Samkvæmt skoðun sálfræðinganna, sem að rannsókninni standa, er feimni erfanlegur eiginleiki, en ekki félags- lyndi. Hlédrægasta persóna, sem þú veist um, getur verið hlý og skilningsrík við kunnuga, þó að hún sé lokuð gagnvart ókunnugum. Sumt fólk er bæði feimið og ófélags- lynt og hefur ekki á móti því að vera út af fyrir sig, aðrir eru félagslyndir en ófeimnir. En lítill hópur fólks er mjög félagslynt, en samt feimið og lífið er oft erfitt fyrir það vegna feimninnar. Rannsóknir á tvíburum, sem voru aðskildir litlir og aldir upp hjá fósturfor- eldrum sýna að eineggja tvíburar eru samt mjög líkir hvað snertir ýmsa algenga hegðun t.d. hæfileikann til að stjórna öðrum. í rannsóknunum eru líka tekniríyrir afbrigðilegir eiginleikar t.d. hefur kom- ið í Ijós að nánir ættingjar fólks, sem þjáist af alvarlegum geðsjúkdómum t.d. geðklofa og þunglyndi hafa meiri líkur á að fá þessa sjúkdóma en aðrir. Líkur eru til að lesblinda og stam séu einnig erfanlegir eiginleikar. Tengsl virðast vera á milli lesblindu og litnings nr. 15, en það hefur komið fram við rannsókn á sex fjölskyldum, þar sem að minnsta kosti þrír ættliðir hafa átt við lesblindu að stríða. Líkur eru því á að scrstakt gen í þessum litningi geti orsakað þessa tegund lestrarörðugleika. Um fjórðungur eða að þriðjungi ættingja eða foreldra þeirra sem eiga við lestrarörðugleika að stríða eiga við það sama að etja, að sögn John DeFries, sem hefur lokið við umfangsmestu rannsókn- ir á þessu sviði sem hafa verið gerðar og hann rannsakaði 125 fjölskyldur. Samt hefur ekki komið fram í rannsóknum, hvernig þessi galli erfist. Stam virðist líka ganga að erfðum, en þó erfist það mun sjaldnar til stúlkna. Rannsókn var gerð á 2.035 ættingjum 397 einstaklinga, sem stama, og þar kom fram, að stam virðist ættgengt, en þó var rannsóknin ekki fullnægjandi til að hægt sé að fullyrða að svo sé. Rannsókn var gerð á sænskum fósturbörnum og þar komu í Ijós helmingi meiri líkur þess að börn drykkjusjúkra foreldra verði drykkju- sjúklingar en fósturbörn, sem eiga foreldra (raunverulega), sem ékki eru drykkjusjúklingar. Þessar rannsóknir á lestrarörðugleik- um, stami og drykkjusýki eru allar fremur stutt á veg komnar, en aftur á móti hafa sálfræðingar í nær heila öld reynt að komast að sambandinu á milli erfða og greindarvísitölu. Greindarvísitalan getur hækkað fyrstu æviárin, ef umhverfið er börnum til þroska. Greindarvísitala barna í forskólum hefur hækkað um 15-20 eftir að þau tóku þátt í sérstöku forskóla námi. Samt er ekki hægt að þræta fyrir það að greind virðist tekin að erfðum. Öll hegðun orsakast af erfðum og umhverfi og sannanir þess að erfðir hafi áhrif á greind eru álitnar traustar. Á síðustu þremur árum hafa fleiri staðfestingar fengist á því heldur en á hálfri öld áður. Um 50% af mannlegri greind virðist vera arfgengt. Það virðist kannske ekki mikið, en ekkert í atferlisrannsóknum kemst í hálfkvisti við það. Rannsóknir sem gerðar voru fyrir 1963 sýndu enn hærri prósentutölu eða allt að 70%, en margar þær rannsóknir náðu ekki yfir nógu mikinn fjölda eða voru jafnvel falsaðar. Umhverfi og aðstæður hafa líka mikið að segja eða 50%. Sálfræð- ingar hafa nýlega hafið nákvæmar rannsóknir á þvi, hvernig umhverfið hefur áhrif á þroska. í stað þess að beina athyglinni að mismun á fjölskyldum, er henni nú beint að mismun í fjölskyldum. Foreldrar koma misjafnlega fram við börn sín og börnin sjálf sýna mismun- andi áhuga á umhverfi sínu. Þannig getur sú greind, sem börnin fá í erfðir í vöggugjöf skapað umhverfi, sem mótar þau. Grænmetisverd ■ í gær birtist hér á síðunni verð á íslensku grænmeti. Það gleymdist að geta þess að þarna var um heildsöluverð að ræða og ofan á það leggst allt að 40% álagning í verslunum. En fólk skyldi athuga vel, hvort það kaupir 1. eða 2. flokk af agúrkum, því að á þeim er all mikill verðmunur. Hver agúrka er pökkuð inn í sérstakt plast og á því stendur, hvort um 1. eða annan flokk er að ræða. í öðrum flokki af tómötum eru mjög smáir tómatar og þeir sem eru eitthvað skrýtnir í laginu. Listinn um grænmetisverðið birtist hér aftur og til að fá verðið í verslunum margfaldið þið heildsöluverðið með 40%, t.d. tómatar 1. flokkur kr. 63.00. Þó eru ýmsar verslanir, sem selja grænmetið með mun minni álagningu. Tómatar 1. fl. pr. kg. kr. 45.00 Tómatar 2. fl. pr. kg. kr. 30.00 Gúrkur 2 fl. pr. kg. kr. 35.00 Gúrkur 2. fl. pr. kg. kr. 23.00 Gulrætur pr. 300 g.pk. kr. 13.00 Hvítkál pr. kg. kr. 21.00 Grænkál pr. búnt kr. 5.60 Blómkál pr. kg. 53.00 Salat pr. stk. kr. 8.00 Steinselja pr. búnt kr. 5.60 Rófur pr. kg. kr. 16.00 Paprika græn pr. kg. kr. 45.00 Paprika rauð pr. kg. kr. 50.00 Dill pr. búnt kr. 7.20 Rabarbari pr. kr. 6.00 Chili pipar pr. kg. kr. 84.00 Haust- tískan í andlits- farða ■ Næsta vetur á andlitsfarðinn að vera áberandi samkvæmt kokkabókum þeirra tískukónganna í París. Augu og varir eiga að vera áberandi, augnalok máluð og varir með skærrauðum lit. Stúlkan á myndinni er með fjólubláan augnskugga og fjólublátt hárskraut. Varirnar eru fagurrauðar og perlufestir í rauðum, hvítum og svörtum lit. Það er Yves Saint Laurent, sem á heiðurinn af andlitsfarða þessarar stúlku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.