Tíminn - 01.08.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.08.1982, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR I. ÁGÚST 1982 NORRÆNA HÚSINU málverkið” í sviðsljósinu ■ Daði Guðbjömsson. NÚMER 1 ■ Daði Guðbjörnsson, hann vinnur við að smíða hlöður. Bxndur! - hafiði séðann: rauðhxrðan og skeggjaðan, útí hlöðu að negla? Þá varist hann því öll sín 28 ár hefur hann átt myndlist að áhugamáli og gekk svo langt að útskrifast úr Myndlista- og handíða- skólanum 1980, og tekur nú þátt í þessari sýningu. „Ég vil helst ekkert segja um myndirnar mínar, þær tala sínu eigin máli. En þetta eru krúsídúllur og rósaverk - auðvitað alvarleg myndlist, nema hvað, en þó skraut. Skreytilist. Veggfóður, kannski ég ráðist inn á svið Péturs. Ég gæti átt það til. Ætlunin er að mála ætíð sama mótífið, vegna þess að þá getur fólk keypt eina mynd á hverri sýningu, raðað þeim hlið við hlið, og sjá: það er komið betrek! Svo sýni ég líka grafík á þessari sýningu. Það eru góðar myndir, enda er ég mjög góður grafíker, þó ég segi sjálfur frá. Um málverkið vil ég minna tala.“ -En hvernig fannst þér kumpánum þínum sex takast upp? Eru þeirmeðjafn fallegar myndir og þú? „Ja, mér finnst þetta vera afskaplega góð sýning. Myndir eru fallegar og ég veit ekki annað en allir séu hrifnir af þeim. Og þó: líklega verða skoðanir skiptar. Til að mynda hugsa ég að mörgum muni þykja margt þarna mjög ljótt, og á hinn bóginn að fáum muni finnast fátt fallegt...“ -Daði! Ertu að fara út í eitthvað nýtt í þinni myndlist, eða er þetta sama gamla tóbakið? „Alls ekki. Þetta er að mörgu leyti nýstárlegt, og einkum stærra í sniðum. Hér áður fyrr, þegar ég var ungur og áhyggjulaus, þá gerði ég gjarnan svo lítil verk að þau sáust ekki. Kannski einu sinni tveir sentímetrar á stærð. Og gjarnan unnar í matarleifar og annað óvanalegt og forgengilegt efni. Þannig að fjöldi listaverka eftir mig er veröldinni að eilífu glataður. En sem sagt, að þessu sinni er ég stór í sniðum og sýni stóra olíufleka, auk grafíkmynd- anna góðu.“ —Vilt þú vera svo vænn að segja mér hvenær sýningin verður opin? „Alveg sjálfsagt. Hún er opin frá klukkan sextán til tuttuguogtvö virka daga, en fjórtán til tuttuguogtvö um helgar. Henni Iýkur22ágúst. Pottþétt." -Að lokum, Mr. Daði. Hvar ert þú á vegi staddur í myndlistinni? „Ég held að ég sé realisti. Ég gæti satt að segja trúað því. Því að ef grannt er skoðað, þá er það sem ég geri í hæsta máta raunverulegt...“ -Flugvélin? „Já, flugvélin verður á sveimi næstu daga, að minnsta kosti um næstu helgi, og dreifir bolsíum og grafíkverkum yfir alþjóð." ■ Kristján Steingrímur Jónsson. NÚMER 2 ■ Kristján Steingrímur Jónsson, lista- spíran unga, er árgerð 1957. Hann er úr nýlistadeild Myndlista- og handíðaskól- ans, útskrifaðist í fyrravor, og hann var spurður hvort þetta blessaða „nýja málverk“ vxri ekki bara ein tískubólan enn - eins og margir hafa haldið fram, fullir fyrirlitningar. „Það eru sumir haldnir þeirri áráttu að vilja setja púnkt á eftir sjálfum sér, og álíta að með þeim sé endanlegri fullkomnun náð. En lífið er sífelld barátta og endurnýjun og líf og list haldast í hendur í stöðugri þróun - þess vegna er til fólk sem gerir ekki sömu hluti í dag og gerðir voru í gær. Ef nýja málverkið er tíska, þá má flokka allar liststefnur undir tísku." - En hvað er þetta? “Nýja málverkið hefur verið að þróast hér undanfarin ár, það má segja að það sé að vissu leyti uppgjör við stefnu og viðhorf líðandi stundar. Auðvitað halda margir áfram á þeirri braut sem þeir höfðu markað sér en aðrir leita nýrra fanga.“ - Hefurðu dæmi úr jarðfræðinni? ’“Það vill svo til, já. Allir vita að ár breyta oft um farveg. Sá sem fleytir sér eftir ánni og fer nýja farveginn, hann á í vændum nýtt og framandi umhverfi. Og hafi þessi kauði verið snjall og haft með sér veiðistöng, er aldrei að vita hver veiðin verður ef rennt er fyrir.“ - Listin er sögð spegla þjóðfélagið. Hvernig gerir nýja málverkið það? „Ja, það ríkir náttúrlega mikil taugaveiklun í heiminum í dag, það er sögð vera hætta á gereyðingarstyrjöld o.s.frv. Við þessu hljóta ungir listamenn um allan heim að bregðast, þeir geta ekki lengur unað sér við að framkalla ljósmyndir með Ijóðrænu, konseptúal ívafi. Sumir hverfa inn í sjálfa sig, aðrir taka til við að skrásetja villtan leik samtímans með öllu tilfallandi efni - nú, eða mála ljósmyndirnar sínar ýmsum litbrigðum. Listin í dag er villtari en hún hefur verið.“ - Þitt framlag til sýningarinnar, Kristján, hvert er það? „Ég sýni náttúrlega margar myndir en þar á meðal myndröð sem byggð er á skilningarvitunum. Ein þessara mynda er Auga - sá. En það er ekki gott að útskýra þessar myndir, menn verða bara að koma og sjá.“ ■ Ómar Stefánsson. ■ Pétur Magnússon. ■ Ragna Hermannsdóttir. NIJMER 3 NÚMER 4 NUMER 5 ■ Ómar Stefánsson er yngstur sjö menninganna sem sýna í Norrxna húsinu en heimurínn horfði í fyrsta skipti upp á hann árið 1960. Ekki fer neinum sögum af því hvar hann hélt sig fyrir þann tíma. Eins og hinir sex á hann að baki nám í margumtalaðri nýlistadeild Myndlista - og handíðaskóla íslands og mun hafa lokið því námi í fyrra. Það vill svo til að það er einmitt Ómar sem hefur málað myndina sem prýðir forsíðu Heigar-Tímans að þessu sinni, myndina af tannhvössu þyrlunni og bera manninum. - Þú vildir kannski byrja á því að segja mér hvernig stendur yfirleitt já því að þú ert að fást við myndlist.? „Ég mála mín persónulegu vandamál fyrst og fremst. Myndirnar eru eins konar framlenging eða viðhald á mínum prívat - bömmerum, til þess ætlaðir að koma í veg fyrir að þeir þróist yfir í algera frústrasjón. Er ekki fallegt að segja að verkin séu myndskreyting á blundandi geðveilum? - Gott og vel. En hverslags geðveilu ertu þá að túlka á myndinni af þyrlunni sem eltir striplinginn? „Hm. Það er nú frekar ieiðinlegt að skilgeina sjálfan sig alveg ofan í kjölinn. En myndin túlkar auðvitað einhvers konar paranojueffekt - allsherjar of- sóknarbjrálæði.” - Og þyrlan? „Sjáðu til, aðallinn sem er valdur að ofsóknarbrjálæðinu - maður nær ekki tökum á honum, þekkir hann ekki. Mannætuþyrlan er tákn fyrir þá til- finningu. Hið óþekkta sem ofsækir mann.“ - En stendur ekki fyrir neitt sérstakt? „Nei. Þyrlan merkir ekki neinn sérstakan pólitískan flokk, ekki heldur sérstaka þjóð og allra síst sérstakan banka!” - Þú málar málverk. Er einhver ástæða fyrir því að þú velur það form, fremur en eitthvað annað? „Onei, það má segja að ég máli myndir aðeins til málamynda! En það er ekkert form sem hentar mér betur einmitt þessa dagana og þá nota ég þetta form. Ég er tækifærissinni í kúnstinni, fullmótaður tækifærissinni, og hef komið víða við á ferlinum. Þar fyrir utan skal ég nefna að vegna persónulegra aðstæðna hef ég lagt önnur listform á hilluna í bili - ég á erfitt með að nota aðra miðla vegna þess að ég kemst hreinleg ekki í önnur tæki en pensilinn. Þannig séð er það alveg rétt að ég mála til málamynda. En ég áskil mér allan rétt.“ ■ Nxsta vetur verður Pétur Magnús- son í framhaldsnámi á Ítalíu en annars hefur hann verið þrjú ár í myndlistar- námi hér heima. Hann er í heiminn borinn anno domini 1958 og í Norrxna húsinu kveðst hann einkum sýna munstur. - Af hverju? „Af hverju? Nú, munstri auðvitað, maður!“ - Nei, ég á við hvers vegna málar þú munstur? „Svoleiðis, já. Það er gaman að mála munstur; þetta eru svona veggfóðurs- pælingar. Stóreflis málverk á pappír - heimatilbúinn pappír, skal tekið fram. “ - Af hverju taldirðu ástæðu til að búa til þinn eigin pappír? „Ja, heimatilbúinn og heimatilbúinn ekki. Þetta eru búðarrúllur sem ég hef dundað við að ltma saman. Svo er málað á þær með öllu því sem yfir höfuð er hægt að mála með. Það eru líka þarna tvær stórar myndir sem við gerðum saman, Tumi bróðir minn og ég. Við tókum törn eitt kvöldið, unnum í fimm klukkutíma og fram á nótt.“ - Og hvemig gekk samstarfið? „Það var svolítið gaman. Maður vinnur öðruvísi með öðrum heldur en maður vinnur þegar maður er einn; samvinna spíttar mann upp, örvar mann til dáða. Og við vorum mjög samhentir, bræðurnir, alla vega gekk okkur mjög vel að ákveða hvað við vildum gera og hvað ekki.“ - Þið sjö sem sýnið í Norræna húsinu, er þetta einhver sérstakur hópur myndlistarmanna? „Neinei. Það er meira tilviljun en nokkuð annað að það erum einmitt við sjö en ekki einhverjir aðrir sem sýnum saman. Við eigum í rauninni ekkert sameiginlegt nema það að núna erum við öll að fást við nýja málverkið." - Finnst þér nýja málverkið á fslandi vera að einhverju leyti frábrugðið samsvarandi fyrirbæri í útlöndum? „Já, ég er ekki frá því að íslendingar hafi mótað það töluvert sjálfir. Nýja málverkið hefur hingað til aðallega verið á Ítalíu og í Þýskalandi en á báðum stöðunum þekki ég nokkuð til, og mér finnst íslenska málverkið dálítið sér- stakt. En hitt er svo staðreynd að nýja málverkið í Þýskalandi annars vegar og á Ítalíu hins vegar er alls ekki einn og sami hluturinn.” - Býstu við góðum viðtökum almenn- ings við sýningunni? „Ég veit það ekki. Alvegeins. Það eru allir guðvelkomnir!" - Einkennislitir sýningarinnar eru gult og grænt. Af hverju stafar það? „Tja - þetta eru sumarlitirnir. En kannski er engin ástæða fyrir því.“ ■ Er Ragna Hermannsdóttir eins og skrattinn úr sauðarleggnum meðal ungu mannanna sex? Hún er í fyrsta lagi eina konan í hópnum og í öðru lagi gxti hún, samkvæmt aldrí, verið móðir þeirra allra saman, 59 ára gömul-Hún er nú samt sem áður nýgrxðingur í myndlistinni, þannig séð - lauk prófi úr nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans núna í vor, eftir tveggja ára nám þar. Eg spurði hvað hefði valdið því að ráðsett kona eins og hún hefði söðlað svona hressilega um og farið út í nýlist. „Ætli það hafi ekki bara verið einhvers konar uppreisn. Á vissum aldri fær maður löngun til að breyta til, og fara að iifa lífinuá annan hátt en maður hefur alla tíð gert.“ - Hafðirðu verið viðriðin myndlist áður en þú fórst í skólann. „Nei. Aftur á móti hafði ég stundað Ijósmyndun í tíu ár og var með stofu í Hveragerði. Þegar ég svo fór í Mynd- lista- og handíðaskólann valdi ég nýlistadeildina meðal annars vegna þess að ég hafði enga grundvallarmenntun í teikningu og öðru slíku, en þótti sýnt að reynslan af ljósmynduninni myndi helst nýtast mér í nýlistinni. Á tímabili var ljósmyndun mikið notuð í nýlist og þó það sé farið að minnka núna er Ijósmyndunin eftir sem áður grunnur að byggja á. Aðal ástæðan fyrir valinu var þó sú að ég hafði áhuga á að kynna mér nýjungar í myndlist. Ég hafði lesið töluvert um nýlist og nýlistamenn og það vakti forvitni mína.“ - Finnst þér nýiistin vera færari um að fást við nútímann heldur en hefðbundn- ari myndlist, eða er þetta eingöngu spurning um vinnuaðferðir? „Ja, á hverjum tíma er náttúrlega einhver hvati í þjóðfélaginu sem verður til þess að fólk býr til myndir á einn hátt en ekki annan. Listin í dag hlýtur að passa nútímanum. Það þýðir ekki að nota gamlar óg úreltar aðferðir. Hrað- inn í þjóðfélaginu er svo mikill, og sífelldar breytingar, og það kemur auðvitað fram í listinni. Það sem er nýlist í dag verður gamalt á morgun. Hitt er svo annað mál að vinnuaðferðirnar skipta í sjálfu sér ekki máli, svo fremi sem tjáningin er sönn.“ „ Má ég spyrja hvað þú ert að fara í þínum myndum? „Þetta er agaleg spuming! í myndun- um birtist mín persónulega tjáning; það er ekki um neinn boðskap eða slíkt að ræða. Öðruvísi get ég ekki svarað þessu." , - Myndin sem við birtum hér á síðunni: ber hún eitthvert nafn? „Nei, ég á alltaf í vandræðum með að sktra myndirnar mínar. Þá finnst mér ég vera að endurtaka það sem ég var að gera með myndinni, og það er svolítið kjánalegt." Myndir: Ella Texti:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.