Tíminn - 06.08.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.08.1982, Blaðsíða 1
E ags s og sjónvarps — Sjá opnu TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTT ABLAÐ! Föstudagur 6. ágúst 1982 176. tbl. - 66. árgangur Síðumúla 15 - Pósthólf 370 Reykjavík- Ritstjórn 86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86392 Cargolux reynir að sölsa undir sig samninga frá Flugleiðum: Heimilis- tfminn: Sýning á postulíni - bls. 6 Síðsumar — bls. 19 Vár Eiríkur rauði túristi? — bls. 4-5 Erfiðleikail f Frakk- landi — bls. 7 MISSA FLUGLEKNR SAMN- INGINN VIÐ AIR INDIA? — ,,Yrði mjög bagalegt fyrir okkur’% segir Sigurður Helgason ■ „Pað er alveg óvíst að samningur okkar við Air India verði endurnýjað- ur þegar hann rennur út núna í september. Vissulega yrði það mjög bagalegt fyrir okkur ef við missum þennan samning," sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, í sam- tali við Tímann í gær. Sem kunnugt er hafa Flugleiðir h/f haft með höndum umfangsmikla vöruflutninga fyrir indverska flugfélag- ið Air India s.l. tvö ár. Samningurinn rennur út núna í september og vitað er að önnur flugfélög sækjast eftir samningnum. Eitt þeirra er Cargolux, sem að hluta til er eign Flugleiða h/f. Að sögn Sigúrðar Helgasonar er hér um að ræða áætlunarflug með vörur á mörgum leiðum, allt frá New York til Tokyo. Fjöldi íslenskra flugmanna hefur haft atvinnu af þessum flutning- um á veturna. Hafa flutningarnir gert Flugleiðum h/f kleift að nýta flugmenn sina mun betur en ella meðan lítið er að gera í flugi milli íslands og annarra landa. - Er ekki óeðlilegt að standa í samkeppni við flugfélag sem Flugleiðir h/f eiga stóran hlut í? „Það er út af fyrir sig ekkert óeðlilegt að við stöndum í samkeppni við Cargolux. Samkeppnin á þessum vettvangi er nú svo hörð að það eru margir um hvert verkefni sem til fellur,“ sagði Sigurður Helgason. Sigurður sagðist ekki alveg viss um hversu margir íslenskir flugmenn hefðu haft vinnu af þessum flutningum s.l. vetur. Hins vegar sagði hann að hér væri um að ræða áhafnir á tveimur vélum sem væru í stöðugri notkun og það þýddi nokkuð margar flugáhafnir. - Sjó. ■ Þrjátíu manna fóiksflutningabifreið frá Austurleið h/f gereyðilagðist þegar hún valt út í Tungufljót í Vestur Skaftafellssýslu laust eftir hádegið í fyrradag. Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni og mun hann hafa slasast talsvert. Var hann fyrst I fluttur á sjúkraskýlið á Kirkjubæjarklaustri og síðan á Borgarsjúkrahúsið í Reykjavík með þyrlu. Mynd Hörður Davíðsson 3500 krónum stolið frá áttræðum manni: FÉKK AD NOTA SÍMA OG TÆMDI VESKIÐ UM LEIÐ ,,Varð var við þjófnaðinn þegar ég átti að borga húsaleiguna” ■ Ég hleypti manninum inn í svefnherbergið mitt og leyfði honum að nota símann. Ég heyrði að hann sneri skífunni og talaði eitthvað í tólið. Hvort það var leikaraskapur veit ég ekki. Hins vegar er ljóst að hann notaði tækifærið og hrifsaði úr veski ríkisins í gær og kærði þjófnað á þrjú nota símann. Þegar Jens svo átti að Sjá nánar bls. 3 mínu sjö fimm hundruð króna seðla' Án þess að ég yrði þess var,“ segir Jens Pálsson, 77 ára gamall maður, búsett- ur að Vistheimili aldraðra við Dal- braut í Reykjavík. Jens fór á fund rannsóknarlögreglu ríkisins í gær og kærði þjófnað á þrjú þúsund og fimm hundruð krónum úr íbúð sinni. Verknaðurinn var framinn fyrir klukkan sex á sunnudagsmorgun- inn. Þá hringdi ungur maður á dyrasímann hjá Jens. Var honum hleypt inn og bað hann um að fá að nota símann. Þegar Jens svo átti að fara að borga húsaleiguna á þriðju- dagsmorguninn, varð hann þess var að búið var að stela aleigunni úr veski hans. - Sjó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.