Tíminn - 05.02.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.02.1983, Blaðsíða 1
„Samningaleidin er lokuð,” ■ „Einhliða aðgerðir íslenskra stjórnvalda, gagnvart Alusuisse eru dauðadæmdar frá upphafi,“ sagði Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra m.a. í viðtali við Tímann í gær, er Tíminn ræddi við hann um hans sjónarmið í álmálinu og tillögur hans sem hann fiutti í ríkisstjóminni í fyrradag, gegn tillögum Hjörleifs Guttorms- sonar, iðnaðarráðherra um einhliða hækkun raforkuverðsins, með lagasetningu. segir Hjörleifur Guttormsson, iðnadarráðherra Steingrímur sagðist telja að vinnubrögð Hjörleifs í álviðræð- unum hefðu verið klaufaleg og að hann gefði haldið á málum á vafasaman og vonlausan hátt. Sagðist Steingrímur a.m. leggja til að ný álviðræðunefnd og ráðherranefnd tæki til starfa, gömul ágreiningsefni yrðu lögð í ger, Alusuisse hækkaði þegar í stað raforkugreiðslur sínar að einhverju leyti, en síðar yrði samið um meiri hækkun. Hann sagðist telja að einhliða aðgerð- ir, gætu haft stórskaðleg áhrif, næði slíkt fram að ganga, en hann kvaðst ekki sjá nokkurn möguleika á, að slíkt yrði sam- þykkt á Alþingi. Steingrímur sagði að framsóknarmenn óttuð- .ust, að ef gripið yrði til einhliða aðgerða, ss. með því að ákveða einhliða hækkun á raforkunni til Alusuisse, þá gæti fyrirtækið, og það með nokkrum rétti, neitað að kaupa orku, og lokað álver- inu. „Eg er ekki reiðubúinn til þess að axla ábyrgðina sem því fylgir að gera 700 manns atvinnu- lausa,“ sagði Steingrímur, og kvaðst ekki telja röksemd iðnað- arráðherra um að ef sú staða komi upp, þá yfirtækju íslend- ingar reksturinn, í skjóli neyðar- réttar, vera þess eðlis að hún væri framkvæmanleg, slíkt tap væri á álrekstri í heiminum í dag, og auk þess ætti ísland ekki trygga markaði fyrir ál, ef út í það færi, eins og Alusuisse ætti. Þegar Tíminn ræddi við Hjör- leif Guttormsson, iðnaðarráð- herra um þetta mál í gær, sagði hann m.a.: „Ég tel að það hafi gerst mikil og alvarleg tíðindi á þessum ríkisstjórnarfundi, þar sem ráðherrar framsóknar- manna höfnuðu tillögum mínum um einhliða aðgerðir. Ég hélt að það væri öllum Ijóst, að samningaleiðin er lokuð. Á það er búið að reyna til þrautar." Hjörleifur sagðist hafa áskilið sér allan rétt til þess að færa málið inn á vettvang Alþingis, og sagðist hann gera ráð fyrir því að gera svo innan tíðar. -AB Sjá viðtöl við Steingrím Her- mannsson og Hjörleifi Gutt- ormsson á bls. 3. „VAR KOMINN SNJÖFLÓD VIÐ PATRÓ ■ í óveðrinu sem geysaði á Vestfjörðum féll snjófióð á þjóð- veginn hjá Patreksfirði, í svo- nefndum Geirseyrarmúla sem er í innan við 1 km. fjarlægð frá bænum. Annað snjóflóð féll svo um 6 km. innar í firðinum og vegna þessara flóða var ekki hægt að hreinsa veginn inn fjörðinn eins og áætlað var í gær. „Hérna fennti allt í kaf, allar götur lokuðust og allt hreinsun- arstarf okkar mun tefjast vegna veðursins" sagði Úlfar Thor- oddsen sveitarstjóri á Patreks- firði í samtali við Tímann. Hann sagði að snjóflóðahætta væri ekki til staðar í bænum sjálfum vegna þess að svo hvasst var í veðrinu að snjóinn náði ekki að festa í fjallinu fyrir ofan bæinn. Veðrið olli ýmsum öðrum vandræðum og var skólinn því lokaður vegna þess. „Vegna hvassviðrisins náði snjóinn ekki að festa nema þar sem hlé var og þar safnaðist hann saman í stóra skafla víða um bæinn“ sagði Úlfar. Hann sagði ennfremur að versta veðrið hefði verið um morguninn en uppúr hádegi hefði veður verið orðið skaplegt en útlit fyrir að það tæki sig upp á ný um kvöldið. -FRI JúdókappS afvopnaði hnífa- manninn! ■ „Pað var nú bara þannig að þessi maður reif upp hníf, þegar minnst varði, nú ég hélt honum og hann var rólegur og sagði að nú væri þetta allt í lagi, og þá sleppti ég honum og var á leiðinni út, þegar ég leit um öxl og sá þá blikandi hnífsblað yfir höfði mér og afvopnaði hann því,“ sagði Viðar Guðjohnsen júdókappi, sem rekur Gistiheimilið við Brautarholt þegarTíminn innti hann eftir því í gærkveldi með hvaða hætti hann hefði afvopn- að mann. sem gisti í gisti- heimilinu, og réðst að honum með hníf. „Þessi maður var búinn að vera nteð usla og óspektir hér á gistiheimilinu og ég ætlaði þess vegna að vísa honum al gististaðnum, þegarhann greip til hntfsins og reyndi að leggja til mtn. Þctta korn eins og áfall því að æskufélagi rninn, Óskar Blómsterbcrg lét lífið eftir satnskonar árás í síöasta mán- uði, cn við vorum eins og bræður og bjuggum saman,“ sagði Viðar. ■ Einar Björnsson á A-deild Borgarspitalans í gær. Hann hlaut handleggsbrot og fótbrot við slysið, auk ýmissa minni meiðsla. (Tímamynd Ámi) „EINHLIÐA AÐGERÐIR ERU DAUÐADÆMDAR FRA UPPHAFI” Á MIKIA FERÐ, ÞEGARÉGSÁ SNHIRODARANr Dregið í áskrifendagetrauninni - og nýr seðill - bls. 2 Tvö blöo Helgin 5.-6. februar 1983 28. tölublað - 67. árgangur Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsrádherra, um álmálið: — segir Einar son, 12 ára, sem lenti í alvarlegu slysi á skíðasvæðinu í Bláfjöllum í fyrradag ■ „Ég var kominn á mikla ferð, þegar ég sá snjótroðarann beint fyrir framan mig. Ég reyndi að beygja, en þá kom snörp vindhviða svo mér tókst það ekki. Ég skall á troðarann og missti meðvitund í smátíma og þegar ég vaknaði var verið að hlúa aö mér og mér leið mjög illa.“ Þannig fórust Einari Björnssyni, 12 ára gömlum dreng úr Reykjavík orð þegar fréttamaður Tímans hitti hann að máli á Borgarspítalanum í gær, en Einar slasaðist alvarlega, bæði handleggs og fótbrotnaði, þegar hann varð fyrir snjótroð- aia á skíðasvæðinu í Btáfjöllum klukkan hálf sex í fyrradag. Nokkrar tennur snjótroðarans fóru yfir hann og auk brotanna hlaut hann ýmsa minni áverka. Að sögn Víðis Jónssonar, verkstjóra í Bláfjöllum, varð það Einari til lífs að ökumaður snjótroðarans sá hvað verða vildi og hafði drepið á tækinu áður en drengurinn skall beint framan á það, en hann hafði fallið er hann reyndi að beygja frá. Einar kveðst hafa stundað skíðamennsku undanfarin tvö ár og skíðin sem hann var á hafði hann fengið í jólagjöf. DuttU þau af honum áður en hann lenti á snjótroðaranum og eru þau því óskemmd, sem eru honum nokkur sárabót, þótt eflaust líði talsverður tími áður en hann getur spennt þau á sig að nýju. -H.H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.