Tíminn - 23.02.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.02.1983, Blaðsíða 1
íslendingaþættir fyigja blaðinu í dag FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Miðvikudagur 23. febrúar 1983 44. tölublað - 67. árgangur Hækkar verdbótavísitalan um 14-15% um mánaðamótin? NDURGREIÐSLUR AIIKNAR UM 5% 11L AD HÆGM A VERU6ÓLGUNNI? Tillaga framsóknarmanna þar um andmælt af Alþýðubandalaginu ■ Allar líkur benda til að verð- bótavísitalan hækki um 14-15% um nxstu mánaðamót. Fjármál- aráðherra hefur sagt að hann muni láta ríkið greiða sín- um starfsmönnum samkvæmt því. Þingflokkur framsóknar- manna hefur farið þess á leit að niðurgreiðslur landbúnaðarvara verði auknar til að ná vísitölu- hækkuninni niður í 10%. Alþýðu- bandalagsmenn í ríkisstjórn hafa lagst gegn auknum niður- greiðslum, en sjálfstæðismenn í stjórninni eru þeim hlynntir. - Eftir að ljóst var að lagfæring á viðmiðunarkerfinu nær ekki fram að ganga finnst okkur fram- sóknarmönnum að eitthvað verði að gera til að hægja á þeirri verðbólguöldu sem nú gengur yfir, sagði Steingrímur Her- mannsson í gær eftir að al þýðu- bandalagsmenn neituðu að auka niðurgreiðslur til að draga úr verðbólguhraðanum. - Það yrði allt annað að ráða við vandann fyrir nýja ríkisstjórn sem að sjálfsögðu tekur við eftir kosningar sagði Steingrímur. - Svo virðist þegar nú fer að nálgast kosningar að Alþýðu- bandalagið vilji hvorki hreyfa legg né lið til að draga úr verð- bólguöldunni. Því er borið við að forysta launþega sé mjög andsnúin auknum niður- greiðslum. Satt að segja undrar það mig þegar ég held að öllum sé orðið ljóst að svona hækkun á verðbólgu kemur fyrst og fremst þeim sem hæstar hafa tekjurnar til góða. Það er nánast verið að vernda þá. Miklum verðbóta- hækkunum fylgja náttúrlega miklar hækkanir á öllu verðlagi og engir bera neitt úr býtum nema helst þeir sem fá flestar krónur, sem sagt hátekju- mennirnir. Steingrímur sagði að tillagan um niðurgreiðslurnar kæmi að vísu seint fram en slíkar ráðstaf- anir hefðu áður verið gerðar með enn minni fyrirvara og það væru léttvægar mótbárur að ekki væri hægt að reikna út launin síðar þótt þau yrðu greidd út um mánaðamót. Sjá nánar viðtal við Steingrím á bls. 3. - O.Ó. „ÚTILOKAÐ AÐ HÆKKA ABURÐ UM 120% — ríkissjóöur verður að verulegu leyti að standa undir skakkaföllunum/' segir Steingrímur Hermannsson ■ „Ég tel útilokað að láta áburðinn hækka um 120% í vor. Útilokað er að láta þannig hátt gengi dollarans stjóma því á hvaða verði við seljum áburðinn hér innaniands. Að mínu mati er ekki um annað að gera en að ríkissjóður - sem á Aburðar- verksmiðjuna - verði að yeru- legu leyti að standa undir þeim skakkaföllum sem orðið hafa, þ.e. að taka á sig verulegan hluta af þeim halla sem þama hefur myndast. Hvort sem hann gerir það í einu lagi eða smám saman skiptir ekki meginmáli“, sagði Steingrímur Hermannsson, en hann var í ráðherranefnd þeirri sem kannaði málefni Áburðar- verksmiðjunnar, sem nú stendur frammi fyrir því að þurfa að hækka áburðarverð uin 120% í vor, verði ekki gripið til ein- hverra ráðstafana. Steingrimur sagði ljóst að sér- staklega undanfarin 3 ár hafi hallað mjög á ógæfuhliðina hjá Áburðarverksmiðjunni, fyrst og fremst vegna þess að hún hafi frá upphafi þurft að taka rekstr- arlán í dollurum. Er hann var landbúnaðarráðherra kvaðst hann hafa viljað breyta þessu, þannig að verksmiðjan fengi rekstrarlán hér innanlands, en ekki hafi reynst mögulegt að koma þeirri breytingu á. „Þegar dollarinn hækkar svona gífurlega umfram verðlag hér innanlands hcfur það ekki verið tekið inn í verðlagningu áburðarins. Raunar var hækkun áburðarverðsins síðast byggð á niðurstöðu Þjóðhagsstofnunar og Seðlabanka, sem þá alls ekki gerðu ráð fyrir slíkri hækkun dollarans. Þetta sýnir því auðvit- að að við getum alls ekki rekið svona undirstöðu framleiðslufyr- irtæki á erlendum rekstrarlánum og verið þannig háðir missigi gengisins," sagði Steingrímur. - HEI. » .V ■ Nú er fátt um manninn í Aðalvík, en þar var áður mikið athafnalíf og blómleg útgerð. Þessa sérstæðu vetrarmynd tók Ijósmyndari Tímans þar vestra, er hann var á ferð um þessar afskekktu slóðir. (Tímamynd: Árni) * „HP-KÖNNUNIN MUN VERRIEN HJA DV” segir Þórólfur Þóriindsson ■ í viðtali sem Tíntinn á í dag við Þórólf Þórlindsson, pró- fessor, kemur fram hörð gagn- rýni á skoðanakönnun Helg- arpóstsins, sem Þórólfur gagn- rýnir fyrir ýinsar aðferðarvill- úr. Telur hann úrtakið skakkt og svörin af mikið flokkuð. Segir hann þetta því verra, þar sem Helgarpóstsmenn gefa til kynna að könnunin sc mun bctur gerð og marktækari en raun bcr vitni. Hlýtur könnun DV betri einkunn hjá Þórólfi, þrátt fyrir það að úrtak þeirra sé minna, m.a. vegna þess að hún er ckki jafn mikið flokkuð niður. - Sjá nánar á bls. 2. DEILT UM LODNUNA ■ Eggert Þorfinnsson, skip- stjóri á Hilmi SU hefur borið brigður á loðnumælingar haf- rannsóknastofnunar á þeim for- sendum að hann rakst nýlega á verulegt magn af loðnu verulega miklu austar en sú loðna átti að vera sem fiskifræðingar hafa ver- ið að mæla, en fiskifræðingar hafa áætlað magn hrygningar- loðnunnar þarna 45 þúsund tonn. Loðnan sem Eggert rakst á var á Berufjarðarsvæðinu og telur Eggert að rétt sé að skipin fái að veiða þessa loðnu, en það verði að gerast strax, ef af á að verða. Hjálmar Vilhjálmsson ber brigður á mat Eggerts á málun- um, en Tíminn ræðirvið þábáða á bls. 3 í blaðinu í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.