Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Ungiingaknattspyrnan á f ullu - Sjá íþróttasíðu
Blað
1
Tvö
blöð
f
Helgin 2.-3. júlí 1983
150. tölublað - 67. árgangur
Síðumúla15-Pósthólf37pReykjayík-Ritstjórn86300-Auglýsing^         Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86306"
Gjaldeyrisskatturinn:
„TEUUM AÐ,
HANN STRIÐI
GEGN ALÞJÓÐA-
SAMÞYKKTUM"
— segir Heimir Hannesson
formadur Ferðamálaráðs
¦ „Við teljum að sjálfsögðu
eðlilegt að gjaldeyrisskatturinn
verði lagður niður og vonum að
það verði gert sem fyrst," sagði
Heimir Hannesson, formaður
Ferðamálaráðs, þegar Tíminn
átti við hann tal um hugmyndir
þess efnis að gjaldeyrisskattur,
sem lagður hefur verið á ferða-
gjaldeyri Islendinga í nokkur ár,
verði lagður niður.
„Ferðalög í heimalandi sem til
annarra landa eru orðin óað-
skiljanlegur hlutur af daglegu lífi
nútímamannsins á Vestur-
löndum. Enda hafa ríkisstjórnir
með alþjóðlegum samþykktum
tekið saman höndum um að
auðvelda á allan hátt ferðalög
landa á milli. Gjaldeyrisskattur-
inn stríðir gegn þessum sam-
þykktum og gerir ferðalög ís-
lendinga óeðlilega dýr," sagði
Heimir.
Heimir sagði ennfremur að
tvöfalt gengi, eins og skráð er
hér á landi, drægi úr gjaldeyris-
skilum og stæði beinlínis í vegi
fyrir formlegri skráningu hjá
bönkum og öðrum útsölustöðum
gjaldeyris á erlendri grund.
-Sjó
OLL FLUGUMFERD I
REYKJAVÍK STOPP!
— vegna veikinda eins
flugumferðarstjóra
I
¦ Öll umferð flugvéla um
Reykjavíkurflugvöll lá niðri frá
klukkan 19:30 í gærkvóldi til
7:30 í morgun vegna veikinda
flugumferðarstjóra sem átti að
annast flugvallarumferðina á
næturvakt. Þrír aðrir flugum-
ferðarstjórar voru á vakt í turn-
inum, en þeir hafa ekki flugvall-
arumferðina sjálfa á sinni könnu.
„Það fengust ekki menn til að
hlaupa í skarðið,". sagði Harald-
ur Guðmundsson, í flugturnin-
um í Reykjavík, í samtali við
Tímann í gærkvöldi. Haraldur
sagðist ekki vita til að um saman-
tekin ráð af hálfu flugumferðar-
stjóra væri að ræða, heldur hefði
vinnuálag undanfarið verið mjög
mikið og menn hreinlega væru.
fullsaddir af því og treystu sér
ekki til að leggja meira á sig.
I gærmorgun voru flugumferð-
arstjórar í Reykjavík á fundi
með fulltrúum samgöngu- og
fjármálaráðuneytisins vegna
vinnuálagsins: „Þeir gáfu í skyn
að þeir vildu fá meira fyrir þetta
vinnuálag, en við léðum ekki
máls á að breyta samningum
þeim sem nú eru í gildi," sagði
Þorsteinn Geirsson, skrifstofu-
stjóri í fjarmálaráðuneytinu í
samtali við Tímann.
Flugvélar Flugleiða í innan-
landsflugi fóru um Keflavíkur-
flugvöll í gærkvöldi og af þeim
sökum töfðust farþegar félagsins
mjög. Ekki þurfti þó að fella
niður flug.           -Sjó.
Á ég að fara í Tívoli, eða ætti ég að hafa mig heim.
Tímamynd ARI
Nidurstaða nýrrar skýrslu Orkustof nunar:
RAFORKUVERD HL ALMENNINGS LÆGRA ÁN ÍSAL
¦ Hefur hagur almennings ver-
ið fyrir borð borinn á undanföm-
um árum vegna raforkusölunnar
til ísal? Um þetta er fjallað í
nýútkominni skýrslu sem Orku-
stofnun hefur sent frá ser vegna
samninganna við ÍSAL og áhrifa
þeirra á hag almenningsveitna.
Að mati Orkustofnunar virðist
flest benda til þess, að raforku-
verð Landsvirkjunar til almenn-
ingsveitna gæti nú verið mun
lægra ef samningarnir við ÍSAL
hefðu ekki komið til.
í þeim forsendum sem gert er
ráð fyrir í skýrslunni hefur raf-
orkuverð Landsvirkjunar til al-
menningsveitna verið lægra fram
eftir 8. áratugnum með raforku-
samningnum við ÍSAL, en verið
hefði án hans. Á síðustu árum
hefur verðið aftur á móti verið
hærra með samningnum en án
hans. Þávirðistóbreytturraforku-
samningur við ÍSAL valda
hærra raforkuverði Landsvirkj-
unar til almenningsveitna áfram
næstu árin en verið hefði án
hans.   Þá   hefur   raforku-
samningurinn við ÍSAL ekki
orðið almenningi eins hag-
kvæmur og áætlanir gerðu ráð
fyrir við gerð hans.
Það eru einkum árin ettir 1977
sem raforkuverð Landsvirkjunar
til almenningsveitna hefur verið
hærra vegna raforkusamning-
anna við ÍSAL. Þeirri spurningu
er varpað fram hvers vegna
samningurinn við ÍSAL hefur
ekki orðið almenningi eins hag-
kvæmur og áætlað var þegar
hann var gerður. Eftirfarandi
skýringar eru taldar nærtækast-
ar: „Virkjanir hafa reynst dýrari
að raunvirði en gert var ráð fyrir
á sínum tíma.
Raungildi raforkuverðs til ál-
versins hefur lækkað frá því
samningurinn var gerður.
Orkuvinnslugeta Búrfells-
virkjunar hefur reynst minni en
gert var ráð fyrir og gerðir hafa
verið samningar um aukna orku-'
sölu til ÍSAL umfram það sem
gert var ráð fyrir er ráðist var í
virkjunina."
-ÞB
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20