Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Dagskrá ríkisf jölmiðlanna næstu viku - sjá bls. 13
FJOLBREYTTARA
OG BETRA BIAÐ!
Föstudagur8. júlí 1983
155. tölublað - 67. árgangur
Síðumúla 15-Pósthólf 370Reykjavík-Ritstjórn86300-Auglýsingar 18300- Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86306
Ríkisstjórnin getur ekki stödvað Seðlabankabygginguna:
HÚSGRUNNURINN TALINN f
HÆTTU VEGNA SJAVARFALLA
þar til byggðar hafa verið tvær hæðir ofan á hann
>
¦ „Það er búið að bjóða út
vissan hluta af byggingunni sem
varla verður snúið aftur með.
Auk þess hefur komið fram að
það sem búið er að gera gæti
legið undir skemmdum ef bygg-
ingin væri stöðvuð á þessu stigi,"
sagði Steingrímur Hermanns-
son,  forsætisráðherra,  þegar
hann var spurður hvort ríkis-
stjórnin hygðist stöðva byggingu
nýs Seðlabankahúss í sparnaðar-
skyni.
„Það kemur líka inn í þetta
dæmi að ýmsir telja hættu á
samdrætti í byggingaiðnaði í
haust vegna minni íbúðabygg-
inga. Því kunni að vera varasamt
að stöðva byggingu, sem þó eru
ti! peningar fyrir og kannski gott
að fá út í efnahagslífið," sagði
Steingrímur.
- En kemur til greina að
stöðva bygginguna þegar þeim
áfanga sem nú er verið að byggja
lýkur?
„Þetta hefur aðeins verið rætt
lausléga en engar ákvarðanir
verið teknar," sagöi Stcingrímur
að lokum.
Bragi Sigurþórsson, hönnun-
arstjóri Seðlabankabyggingar-
innar, sagði í samtali viðTímann
að hættan sem fyrir hendi væri ef
byggingin yrði stöðvuð nú væri
sú að ekki væri kominn ofan á
grunninn nægur þungi. Neösti
hluti hans væri undir sjávarmáli
og á stórstreymisflóðum gæti
flætt undir hann með þeim af-
leiðingum að hann skekktist.
Taldi hann að nauösynlegt væri
að byggja tvæi hæðir 'ofan á
grunninn, sem væri næg þynging
til að koma í vcg fyrir þessa
hættu.                _Sjó.
¦ Skíðaáhugamenn þurfa ekki að láta snjóleysið hér í byggð
hafa áhrif á sig, því nú er nægur snjór upp í Kerlingafjóllum
eins og meðfylgjandi mynd ber með sér, og gott að vera á
skíðum. Segja kunnugir að snjór hafi ckki verið meiri þar
uppfrá undanfarha tvo áratugi.           Sjá nánar bls. 5.
Tímamvnd: Kás
Álverið í Straumsvík:
UPPSAGNIRNAR TEKNAR AFTUR
45 manns sem sagt hafði verið upp halda vinnu sinni
¦ íslenska álfélagið hefur
ákveðið að draga til baka upp-
sagnir þeirra fastráðnu starfs-
manna sem fengið höfðu upp-
sagnarbréf, en þar er alls um að
ræða 45 manns. Þetta er niður-
staða viðræðna milli fyrirtækis-
ins og verkamanna, sem staðið
hafa yfir undanfarnar þrjár
vikur. í frétt frá ísal segir að ekki
sé um það að ræða að fyrirtækið
hafi breytt um stefnu varðandi
fækkun starfsmanna heldur
muni fyrirtækið ná markmiðum
sínum „á lengri tíma með starfs-
lokum þeirra, sem hætta af eigin
ástæðum."
Örn Friðriksson trúnaðarmað-
ur verkalýðsfélaganna í Straums
vík sagði í samtali við Tímann í
gær að hann vildi ekki tala um að
sigur hefði unnist í málinu, „það
var rætt saman og komist að
góðu samkomulagi og ef á að
óska einhverjum til hamingju
með þessa niðurstöðu, þá eru
það þeir starfsmenn sem búið
var að segja upp, en munu halda
vinnu sinni. I sama streng tók
Sigurður T. Sigurðsson varafor-
maður Verkamannafélagsins
Hlífar.               -JGK
Ung kona í
Keflavík:
ÓK Á HÚS-
VEGG OG
LÉT LÍFIÐ
¦  22 ára göiuul kona lést í
vikunni af völdum umfcrðar-
slyss sem varð í Keflavík 25.
¦júní s.l. Konan hét Kristín
Vilborg Árnadóttir og var bú-
sctt í Keflavík.
Slystð varð með þeim hætti
að bifreið scm konan ók lentiá
húsvegg við Hafnargötu í
Keflavík. Við þetta slasaðist
konan svo illa að hún lést
rítmri viku síðar á sjúkrahúsi.
___________________-GSH
Slökkvilið
Reykjavíkur:
ÞRISVAR
SINNUM
KALLAÐ ÚT!
¦  Slökkvitiðið í Rcykjavík
var kallað þrisvar út í gær en
ckkcrt tilvikið var alvariegs
eðlis.   .
Fyrst var slökkviliöið kvatt
að Nýja Kökuhúsinu við Aust-
urstræti en þar var tilkynnt um
eid í eldhúsi. Þegar siökkviiíð-
' ið kotn á staöinn var starfsfólk-
ið búið að taka kjúklinga út úr
rafmagnsofní sem hafði ofhitn-
að.
Skömmu scinna var tilkynnt
urrt cld í skúr við Fjölbntuta-
skólann í Brciðholtí. Þar er
hús í byggingu og hafði veríð
kvcikt í timbri við skúrinn.
Búið var að slökkva eldinn
þcgar slökkviliðið kom á
staðinn.
Að iokum var slökkvtiiðið
kaflað niður í SIipp til að dæla
vatni úr togaranum Maí. Sjór
komst inn á millidekk skipsins
þcgar það var sett niður þannig
að það hallaðist töiuvert._GSfj
Geysisnefnd:
GEYSIR SKAL
í GANG MEÐ
SÁPU
— n.k. laug-
ardag
¦ Næstkomandi laugardag er
ætlunin að koma Geysi gamla
í Haukadal í gang með sápu.
Geysisnefnd hefur ákveðið að
kl. 15:00 vcrði dælt sápu í
hverinn og gerir ráð fyrir gosi
nokkru síðar ef veðurskilyrði
verða hagstæð. Að tilhlutan
; Geysisncfndar hcfur þetta vcr-
ið gert nokkrum sinnum áður
og gefist vel. Fólki sem verður
á þessum Geystsslóðum n.k.
laugardag cr ráðlagt að vera
tímanlega í því svo það missi
ekki af neimi.         -MJ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20