Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 172. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Farþegum með Herjólf i f jöigar — Sjá baksíöu
FJÖlBREfflARA
OGBETCABIAÐ!
Fimmtudagur 28. júní 1983
172. tölublað - 67. árgangur
Sidumuia 15-Postholf 370Reykjavik-Ritstjorn86300- Auglysingar 18300- Atgreidsla og askritt 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306
Helgarpósturinn biður afsökunar á
skrif um sínum um okurlán tveggja
lögfrædinga:
TVEIR BLAÐA-
MENN SEGJA
UPP STÖRFUM!
¦ Ritstjórar Helgarpóstsins,
Björn Vignir Sigurpálsson og
Árni Þórarinsson, munu í blað-
inu sínu í dag birta afsökunar-
grein þar sem hörmuð eru skrif
Helgarpóstsins um meint okur-
lánaviðskipti tveggja lögmanna
hér í borg og viðskipt i þeirra við
fyrirtækið Böðvar S. Bjamason
sf. Stjóm útgáfufélags Helgar-
póstsins styður þessa málsmeð-
ferð. í kjölfar þessarar ákvörð-
imar hafa tveir blaðamenn Helg-
arpóstsins ákveðið að segja upp
störfum, en það eru sömu blaða-
menn og stóðu að birtingu og
skrifum    umræddrar   greinar.
Fyrmefndar upplýsingar hefur
Tíminn eftir áreiðanlegum heim-
ildum, en Björn Vignir Sigur-
pálsson, ritstjóri, vildi hvorki
staðfesta þær né neita þeim í
samtali við blaðið í gær.
Umrædd blaðagrein birtist í
Helgarpóstinum fyrir viku. í
henni voru tveir nafngreind-
ir lögmenn hér í borg, Jón
Magnússon og Sigurður Sigur-
jónsson, sagðir hafa staðið í
orkulánaviðskiptum og hafa
komið stöndugu fyrirtæki í
Reykjavík, Böðvari S. Bjarna-
syni sf. á höfuðið. Eins og komið
hefur fram í Tímanum mótmæltu
lögmennirnir þessum áburði, og
kváðust hafa undirbúið höfðun
meiðyrðamáls á hendur Helg-
arpóstinum fyrir vikið. Jafnframt
mótmæltu fyrirsvarsmenn Böðv-
ars S. Bjarnasonar sf. og „hörm-
uðu þessi rugluðu skrif".
í kjölfar þessara viðbragða
tóku ritstjórar Helgarpóstsins
ákvörðun um birtingu afsökun-
arbeiðni, eftir að Ijóst varð að
blaðið gat ekki staðið við um-
mæli sín. í framhaldi af því hafa
blaðamennirnir tveir sem ábyrgð
báru á þessum skrifum sagt störf-
um sínum lausum.
-HEI
r
>
Evrópumótið í bridge:
ÍSUNMNGAR
BURSTUÐU
JÚGÓSUWANA
19-1
¦ íslendingar unnu Júgó-
slava 19-1 á Evrópumótinu í
bridge í gær. íslenska liðið er
enn í 20. sæti eftir 17 umferðir
en bilið er að mjókka upp í efri
sæti. Frakkar styrkja sífellt
stöðu sína í efsta sætinu og eru
nú með 54 stiga forskot en 6
umferðir eru eftir á mótinu.
Elín Bjarnadóttir, sem
dvelst með íslenska liðinu í
Wiesbaden, sagði í samtali við
Tímann í gær að leikurinn við
Júgóslava hefði verið vel spil-
aður af hálfu íslendinganna en
Jón og Sævar og Jón og Símon
spiluðu allan leikinn. Það sama
var ekki að segja um leikinn
við Dani sem íslendingar töp-
uðu 20-1. í frétt í Tímanum í
gær var sagt að leikurinn hefði
tapast 20-2 en í gærmorgun
unnu fslendingar kærumál úr
leiknum og björguðu einu stigi
á því. Guðmundur og Þórarinn
spiluðu allan leikinn, en hin
pörin skiptu í hálfleik.
í 17. umferð unnu Frakkar
Portúgali 20-2 og ítalir unnu
Svía 19-0,5. Norðmenn tópuðu
fyrir Austurríkismönnum 4-16
svo Skandinavar virðast ekki
hafa haft gott af frídeginum á
þriðjudag.
Elín sagði að sífellt fjölgaði
í Islendinganýlendunni í Wies-
baden og í gær birtist bridge-
spilarinn kunni, Guðlaugur R.
Jóhannsson, allsóvænt til að
hvetja íslendingana til dáða á
lokasprettinum.
Frakkar eru nú með 279 stig,
ítalir með 225 stig, Ungverjar
með 206,5 og Þjóðverjar með
203 stig. ísland er með 130,5
stig í 20. sæti. í kvennaflokki
er Bretland efst með 91 stig
eftir 6 umferðir.
í gærkvöldi spilaöi ísland
'við Rúmena en í dag er Spánn
og ísraei á dagskrá.    - GSH.
¦ Hressar stelpur úr Vinnu-
skóla Keykjavíkur breðga á leik
í Viðcy en þangað fóru um 800
nemendur skólaas í gær i boði
Reykjavíkurborgar. Sjá nánar
á blaðsíðu 2.
Tímamynd Ari.
Gerðardómsúrskurður í dagpeningadeilu ferðakostnað-
arnef ndar og f jármálaráðuneytisins:
AKVORÐUN FERÐAKOSTrNAÐ-
ARNEFNDAR STANDI OBREYTT
¦ Gerðardómur sem skipaður
var til að leysa úr deilu ferða-
kostnaðamefndar og fjármála-
ráðuneytisins hefur sent frá sér
niðurstöðu, þar sem segir að
auglýsing ferðakostnaðaraefnd-
ar skuli standa óbreytt.
Forsaga málsins er sú að ferða-
kostnaðamefnd sendir frá sér
tilkynningu í maflok, þar sem
tilkynnt var um 31% liækkun
dagpeninga frá 1. júní. Launa-
deild fjármálaráðuneytisins brá
þá við og tilkynnti 8% hækkun
þessara greiðslna í stað 31%.
Samkomulag tókst svo með
BSRB og BHM annars vegar og
fjármálaráðuneytisins hinsvegar
um að gerðardómur skæri úr í
þessari deilu.
Unnsteinn Beck lögfræðingur,
sem sæti átti í gerðardómnum,
sagði í samtali við Tímann að
dómurinn hefði fjallað um hvort
bráðabirgðalögin tækju til þessara
tegunda greiðslna eða hvort að-
gerðir nefndarinnar ættu að
standa og hefði niðurstaðan orð-
ið sem að ofan greinir.
„Við teljum þetta rétta af-
greiðslu. Petta er útlagður kostn-
aður ekki laun og við vildum'fá
úrskurð á þeim grundvelli" sagði
Kristján Thorlacíus formaður
BSRB í samtali við Tímann. f
auglýsingu ferðakostnaðar-
nefndar sem er í fjórum liðum
stendur; að til greiðslu á gisti- og
ISAL TAPAEH 400 MIUJONUM1982
¦ „Árið 1982 var hið versta í
sögu áliðnaðarins," segir í upp-
hafi ársskýrsíu ísal, sem iögð var
fram á aðalfundi fyrirtsekisins í
gær. Segir ennfremur að cftir-
spurn og verð á álmörkuðum
hafi laekkað þriðja árið í röð og sá
bati sem efhahagssérfræðingar
hafi spáð hafí ekki komið fram.
Tap á reksírarreikningi nemur
alls 406.5S2.418 ísienskra króna.
Á árinu voru framleidd 77.400
tonn af fljótandi áli, en það er
88% af framleiðslugetu. Hreinar
sölutekjur námu 1.078.050.344
krónur. Kostnaður við ýmsar
breytingar og uppsetningu þurr-
hreinsibúnaðar nam á árinu 3.5
milljónum Bandaríkjadala.
Launakostnaðurvar 198.168.565
íslenskar krónur.          - JGK.
ferðakostnaði innanlands komi
1060 kr. fyrir gistingu og fæði í
einn sólarhring. í öðru lagi að
fyrir gistingu í einn sólarhring
komi 480 kr. í þriðja lagi að fyrir
fæði einn dag komi 580 kr.
(minnst 10 tímar) og í fjórða lagi
að fyrir kaup á fæði hálfan dag-
inn komi 290 kr. (minnst 6
tímar).
„Þessi úrskurður hlýtur að
hafa fordæmisgildi um dagpen-
inga hjá öðrum" sagði Kristján.
Indriði Þorkelsson deildarstjóri
í fjármálaráðuneytinu sagði í
samtali við Tímann að hjá þeim
hefði þetta verið ákveðin túlkun
á bráðabirgðalögunum en þar
sem niðurstaðan hefði orðið
þessi bæri að hlíta henni. Hann'
sagði að hækkunin samkvæmt
auglýsingunni væri ekki 31%
heldur 22-27% eftir atriðum.
-FRI.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28