Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 255. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						ÁTTA SÍÐNA BLAÐAUKI UM AKRANES
FJÖLBREYTTARA
OGBETRABLAÐ!
Fimmtudagur 3. nóvember 1983
255. tölublað - 67. árgangur
Sidumúla 15-PosthoH370Reykjavik-Rrtstjorn86300-Auglysingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvóidsímar 86387 og 86306
Svartasta skýrsla Haf rannsóknarstof nunar lítur dagsins Ijós:
FISKIFRÆÐINGAR VIUA DRAGA
UM ÞRIÐJUNG ÚR ÞORSKVEIÐUM
— „Þetta eru mjög alvarleg tíðindi", segir Halldór Ásgrímsson
¦ Hafrannsóknastofnun leggur
til að aðeins verði veiddar 200
þúsund lestir af þorski á íslands-
miðum á næsta ári. Verði farið
að tillögum stofnunarinnar þarf
að leita 35 ár aftur í tímann til að
finna sambærilegar tölur um
þorskveiði, en frá árinu 1949
hefur hann alitaf verið meiri.
„Þetta eru að sjálfsögðu mjög
alvarleg tíðindi. Við höfum vitað
að ástandið væri slæmt, en við
höfðum alls ekki reiknað með að
það væri svona slæmt," sagði
Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, í samtali við
. Tímann.
Hann kvaðst ekki geta sagt
um hvort farið yrði að tilmælum
fiskifræðinganna á þessu stigi.
Það að minnka þorskaflann um
þriðjung frá því sem er í ár, væri
svo alvarlegt mál gagnvart ýms-
um þáttum í þjóðféíaginu, að
menn hlytu að hika áður en
slíkar ákvarðanir væru teknar.
Hins vegar hikuðu menn einnig
við að ganga nær stofninum en
mælt er með.
Einar Jónsson, fiskifræðingur,
sagði að, nýja skýrslan um á-
stand. þorskstofnsins væri sú
svartasta sem nokkru sinni hefði
komið fram. Hann sagði að auð-
vitað yrði að reikna með frávik-
um, en með hliðsjón af afla-
brögðum í ár væri rík ástæða til
að taka niðurstöðurnar alvarleg-
ar en áður.
„í fljótu bragði sýnist mér að
það sé í kringum 4% minni
þjóðarframleiðsla sem þessi
minnkun þorskafla hefði í för
með sér", sagði Steingrímur
Hermannsson, forsætisráðherra.
Hann sagði ennfremur að spár
um þorskafla hefðu því miður
reynst haldlitlar hingað til. „Það
er ljóst að þarna vantar okkur
langtum meiri þekkingu, svo
unnt sé á að byggja," sagði
forsætisráðherra.
- Sjó/- AB
- Sjá nánar bls. 2 og 3.
Skipbrotsmennirnir sem
sluppu lifandi af Kampen:
„m ERUM
ÞAKKLÁTIR"
¦ „Við triini þakklátir þeim
fjölmörgu sem lögðu hönd á
plóginn við björgun okkar. Við
þökkum þá aðhlynningu sem við
liöfum fengið, bæði í
Vestmannaeyjum og Keykjuvík.
Alúð ykkar og samúð hafa simrt-
ið okkur djúpt," voru orð skip-
brotsmannanna þýsku af
Kampen, er Tíminn hitti þá að
mán' á Hótel Esju síðdegis í gær,
en þá vorn þeir nýkomnir frá
Vestmannaeyjum. Að öðrn leyti
sögðust skipbrotsmennirnir ekki
geta rætt við blaðamenn fyrr en
eftir sjópróf sem hefjast í
Kcykjavík á morgun.
Skipbrotsmennirnir dvöldu á
Sjúkrahúsinu í Eyjum í fyrri nótt
og voru furðu vel á sig komnir.
J?eir komu til Reykjavíkur um
þrjúleytið í gær, en þýski sendi-
herrann hér gætti þess vandlega
að þeir ræddu ekki við blaða-
menn umfram það sem að ofan
kemur fram.
Skipverjarnir sem fórust af
Ms. Kampen voru: Hellmuth
Thomsen skipstjóri 52ja ára, Ro-
land Lesener, 2. sýrimaður 31
árs, Ruppert Riesenhuber 1. vél-
stjóri 56 ára, Friedrich Scholl 2.
vélstjóri 49 ára, Emmanuel Ye-
boah matsveinn 38 ára, Guenter
Schroeder háseti 40 ára og Wolf-
gang Ulrich vélamaður 33ja ára.
Þeir voru allir þýskir, nema mat-
sveinninn sem var Ghanabúi. Lík
þeirra verða flutt til Reykjavíkur
í dag og síðan til Þýskalands.
í>eir sem af komust: Jan Gar-
bers 1. sýrimaður 26 ára, Rudolf
Neumair háseti 30 ára, Peter
Hadamek, háseti 30ára, Thomas
Zimmermann háseti 20 ára, Eric
Boellert háseti 18 ára, Peter
Klitsch vélamaður 39 ára. Þeir
eru allir þýskir.
-BK.
Sjá nánar bls. 5
og baksíðu
Skipbrotsmennimir á Hótel Esju í gær, laust eftir komuna til   Reykjavíkur.
Tímamynd Róbert
Samgönguráöherra afturkallar aðgerðir flugmálastjóra:
Tilkynntar ráduneytinu
eftir að þær tóku gildi
Tuddinn vildi ekki láta slátra sér:
FLÚÐIIÍT í UGARFUÓT
náðist eftir mikinn eltingaleik
¦ Egilsstaðabúar lentu í heil-
miklum eltingarleik við mannýg-
an tudda sem slapp út úr rétt við
sláturhúsið þar í gær. Nautið
stökk þar yfir grindur og gerði
sig líklegt til að ráðast á nær-
stadda menn en þegar fleiri
komu þarna að lagði boli á flótta
og tók strikið niður að Lagar-
fljóti.
Allmargir ráku flóttann að
fljótinu en þar lagðist boli til
sunds. Hann snéri þó fljótlega til
sama lands aftur en þegar menn
gerðu sig líklega til að handsama
bola fór hann aftur út í fljót. Boli
hélst þó ekki lengi við í vatninu
og svamlaði aftur að landi og var
þá runninn af honum mesti móð-
urinn. Hann var þá gripinn og
fluttur aftur í réttina þar sem
örlög hans voru ráðin.
-GSH
¦ „Samgöngumálaráð-
herra er minn yfirmaður og
ég hlýði fyrirmælum hans,
meira hef ég ekki um málið
að segja," sagði Pétur Ein-
arsson, flugmálastjóri, í
samtali við blaðið í gær, en
samgönguráðuneytið gaf
flugmálastjóra fyrirmæli um
það í gærmorgun að draga
til baka tilskipun um að
ekki yrði ruddur snjór af
flugvölliim eftir 1. nóvcm-
ber, nema þar sem flug-
málastjórn ætti tæki til
þeirra hluta og eldsneyti á
þau en ekki yrði um viðhald
á þeim að ræða né eldsneyt-
iskaup. Sama átti að gilda
um viðhald öryggistækja við
flugveUi.
í fréttatilkynningu sem sam-
gönguráðuneytið sendi frá sér í
gær um þetta mál segir að að-
gerðir flugmálastjóra hafi komið
ráðuneytinu algjörlega í opna
skjöldu, enda hafi þær ekki verið
tilkynntar ráðuneytinu fyrr en
eftir að þær voru gengnar í gildi.
Ráðuneytið hafði þá umsvifa-
laust fyrirskipað að aðgerðirnar
yrðu dregnar til baka þegar í
stað enda hefði þegar verið að
skapast óviðunandi ástand í áætl-
unarflugi innanlands. Jafnframt
segir í fréttatilkynningunni að
flugmálastjóri hefði rætt við sam-
göngu- og fjármálaráðherra um
rekstrarvanda flugmálastjórnar
og í framhaldi af því hefði fjár-
laga- og hagsýslustofnun verið
falið að leita lausnar á vandanum
og ynni hún að því nú.
-JGK
Sjá bls. 4.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28