Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 260. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Islendingaþættir fylgja bladinu í dag
FJÖIBRMTARA
OG BETRA BIAÐ!
Miðvikudagur 9. nóvember 1983
260. tölublað - 67. árgangur
Siðumula 15 -Postholf 370 ReyKjavik - Ritstjorn 86300- Augiysmgar 18300- Afgreidsla og askrift 86300 - Kvóidsimar 86387 og 86306
STORMARKAÐIRNIR ERU AÐ FA
LAUGARDAGSOPNUNINA í GEGN
— Búist við að borgarstjórn samþykki breytinguna endanlega í næstu viku
¦ AHt bendir til þess að á
næstu vikum verði reglugerð um
opnunartíma verslana í Reykja-
vík breytt í þá veru að framvegis
megi verslanir hafa opið eftir
hádegi á laugardögum, til kl.
20.00 mánudaga til fimmtudaga
og kl. 22.00 á föstudögum, auk
þess sem til greina kemur að
leyft verði að opna kl. 08.00 á
morgnana. Búast má við að þessi
nj'ja tilhögun taki gildi fyrir
næstu mánaðamót og yrði liún
niikill sigur fyrír stórmarkaðina
með Hagkaup í broddi fylkingar,
sem hafa baríst hart fyrir rýmk-
uðum opnunartíma í samræmi
við hliðstæðar verslanir í ná-
grenni Reykjavíkur.
Kaupmannasamtök fsiands,
Verslunarmannafélag Reykja-
víkur og Neytendafélag Reykja-
víkur og nágrennis hafa náð
samkomulagi um að óska eftir
því við borgarráð ReykjaVíkur
að gerð verði tilraun með nýtt
fyrirkomulag varðandi opnunar-
tíma verslana á höfuðborgar-
svæðinu. Bréf þess efnis barst
borgarráði í gær frá formönnum
ofangreindra félaga og farið fram
á að svar berist sem fyrst vegna
þess hve málið sé orðið aðkall-
andi. Lagt er til í bréfinu að fram
til 1. júní n.k. verði leyfilegur
opnunartími  verslana  frá  kl.
08.00-20.00 frá mánudegi til og
með fimmtudags, kl. 08.00-22.00
á föstudögum og k. 08.00-16.00
á laugardógum. Ákvörðun um
framhald yrði síðan tekin í ljósi
fenginnar reynslu.
Þetta erindi verður tekið til
fyrri umræðu á aukafundi borg-
arstjórnar annað kvöld og til
síðari umræðu fimmtudaginn 17.
nóvember. Talið er víst að mikill
meirihluti borgarstjórnar styðji
erindið nú þegar hagsmunaaðilar
hafa náð um það samkomulagi.
Staðfesting félagsmálaráðherra
þarf síðan að koma til áður en
væntanleg reglugerðarbreyting
öðlast gildi.           JGK
Óvenjulegur heybruni
á Suðurlandsvegi:
KVIKNADI í BÖGGUM
Á VÖRUBILSPALU!
¦ Nokkuð óvenjulegur hey-
bruni varð í gær þegar kviknaði
í lieyi á fullhlöðnum vörubíl á
Suðurlandsvegi á móts við fjár-
borg við Rauðavatn. Þegar bíl-
stjórinn varð var við eldinn sturt-
aði hann heyinu á vegarbrúnina
og kallaði á slökkviliðið. Það tók
síðan þrjá og hálfan tíma að ráða
nðurlögum eldsins.
Að sögn slökkviliðsins var bíll-
inn á leiðinni úr Fljótshlíð með
vélbundið hey á pallinum. Talið
er að heitt hafi verið í heyinu og
að þegar loft hafi leikið um það
á pallinum hafi eldurinn brotist
út. Slökkviliðið fékk tilkynningu
um brunann kl. 12.30 í gær og
það kom á staðinn með tvo
slökkvibíla. Þá logaði glatt í
heyinu og gekk illa að ráða við
eldinn. Rífa þurfti næstum alla
baggana í sundur þar sem glæður
leyndust lengi og slökkvibílarnir
fóru 3-4 ferðir á Árbæjarslökkvi-
stöðina til að sækja vatn.
Slökkvistarfinu lauk síðan ekki
að fullu fyrr en kl. 16.00
Að sögn slökkviliðsmanna var
eitthvað reynt að vinsa úr heyinu
en talið er að það sé allt ónýtt.
GSH
EINKAFLUGVÉL HLEKkHST A
í RJUGTAKIÁ EGILSSTÖÐUM
— Eigendurnir höfdu aðeins átt vélina í 1Q daga
¦ Lítilli einshreyfilsflugvél
af gerðinni Cessna 172 hlekkt-
ist á í flugtaki á Egilsstöðum í
gær. Hreyfill flugvélarinnar
missti afl skömmu eftir flugtak
en flugmanninum tókst að
lenda á túni um 400 metra frá
flugbrautinni. Rétt í þann
mund og vélin var að stöðvast
eftir lendingu hvolfdi henni en
hvorki flugmann né farþega
sakaði. Véliu er hinsvegar tal-
in vera mikið skemmd eftir
óhappið
Ekki er enn vitað hvað olli
því að hreyfill vélarinnar
missti afl en rétt eftir að flug-
maðurinn hafði lokið flugtaki
fékkst hreyfillinn ekki til að
skila afköstum. Flugmannin-
um tókst að láta vélina svífa
yfir Eyvindará sem er um
2-300 metra frá norðurenda
flugbrautarinnar á Egils-
stöðum, og lenda á svokölluðu
Finnstaðanesi handan árinn-
ar. Töluverður snjór var þarna
á túninu og var hann misþykk-
ur og blautur. Pegar vélin
hafði runnið um 60 metra eftir
lendinguna lenti framhjól
hennar á fyrirstöðu, þannig að
hægra  afturhjól  vélarinnar
lyftist upp og vinstri vængur-
inn rakst niður. Við það
hvolfdi vélinni fyrirvaralaust.
Vélin var á lítilli ferð þegar
henni hvolfdi og mennirnir
tveir sem í henni voru reyrðir
í ólar þannig að þá sakaði
ekki. Flugvélin mun vera illa
farin eftir óhappið, m.a. báðir
vængir hennar gengnir til.
Ekki  er vitað um orsakir
óhappsins en menn frá loft-
ferðaeftirlitinu eru væntanleg-
ir austur í dag til að rannsaka
málið.
Cessnavélin hefur einkenn-
isstafina TF-MUS og er í eigu
Flugklúbbs Egilsstaða. Klúbb-
félagarnir keyptu vélina fyrir
aðeins 10 dögum og höfðu
flogið henni í 7 flugtíma þegar
óhappið varð.
¦  Dyrhólaey,     útvörður
landsins í suðri
T íiiianij iul: Árni Sæberg
Engin loðna
fengist enn
— sennilega
tuttugu bátar
farnir á sjó
¦  „Meðan ekki er búið að
finna loðnuna eru þeir mikið
að svffa um fyrirsorðan, næst-
^um austur við Kolbeinseyjar-
mið. Þeir voru tveir búnir að
kasta síðast þegar ég vissi, en
fengu ekkcrt," sagði Andres
Finnbogason, hjá Loðnu-
hefnd, í samtaii við Tíihann í
gær.
Hann sagði að 13 bátar
hefðu verið farnir til-loðnu-
veiða um hádegisbílið í gær.
Bjóst hann við að cinhverjir
myndu leggja af stað með
kvöldinu þannig að í dag yrðu
upp undir tuttugu bátar á
miðunum eða á leið 4 þau.
-Sjó,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24