Tíminn - 20.12.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.12.1983, Blaðsíða 1
um íþróttir helgarinnar.Sjá bls. 11-14 Blað 1 Tvö blöð í dag Þriðjudagur 20. desember 1983 294. tölublað - 67. árgangur. Sudumuta 15- Postnolf 370Reykjavik-Rrtstjorn 86300- Augtysingar 18300- Afgreiösla og askrrtt 86300 - Kvoidsimar 86387 og 86306 Deilan um „baðhúsid” í Ölfusborgum tekur nýja stefnu á aðalfundi: WATERGATEMALI UPPSIGUNGU HJA LAUNÞEGAHREYHNGUNNI? ,fViss um að úrslitasetningin á spólunni er fölsuð„ ” segir formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja M „Mér kemur Watergate í hug þegar minnst er á þessa spólu. Það er ekki bara eitt heldur allt í sambandi við hana mjög dularfullt. Og ég fyrir mitt leyti er alveg viss um að úrslita- setningin á henni var fölsuð,“ sagði Magnús Gíslason, formað- ur Verslunarmannafélags Suður- nesja, þegar Tíminn ræddi við hann um segulbandsspólu, sem tekin var upp á aðalfundi rekstrarfélags ÖHúsborga 1982, en á þeim fundi segir formaður félagsins, Halldór Björnsson, að tekin hafi verið ákvörðun um byggingu hins margfræga baðhúss, sem mjög var skrifað um í blöðum í sumar, en aðrir sem fundinn sátu telja að það hafi ekki verið samþykkt. Afrit af spólunni var lagt fyrir aðalfund í rekstrarfélaginu sem haldinn var á laugardaginn. I því stendur skrifað, haft eftir for- manni félagsins, að „ef ekki koma fram mótmæli skoðast málið samþykkt." „Það kom fram á þessum blöð- um að áður en formaðurinn sagði þetta var eyða í spólunni. Ég man það fyrir víst og á það raunar skrifað á minnisblöð að það var aldrei samþykkt að fara út í þessa byggingu. Þess vegna fór ég fram á það á fundinum núna að spólan yrði varðveitt og hún send sérfræðingum sem gætu skorið úr um hvort um fölsun væri að ræða. Þegar ég hafði lokið máli mínu kom á daginn, að staðgengill stjórnar- formannsins, Helgi Guðbrands- son, hafði verið að nota spóluna og tekið yfir allt sem á henni var“ sagði Magnús. Hann sagði að það væri með ólíkindum ef formaður félagsins hefði jiafúspóluna undir höndum allan þennan tíma að hún hefði ekki verið lögð fram. Hún hefði, ef gengið væri út frá því að hún væri ófölsuð, getað skorið úr í miklu deilumáli, og sá úrskurður hefði verið þeim sem hana höfðu undir höndum mjög í hag. Þeir hefðu legið undir ámæli sem þeir hefðu hæglega getað hrakið. Á aðalfundinum um helgina kom fram mjög hörð gagnrýni á stjórn félagsins. Fyrst og fremst vegna baðhúsamálsins en einnig fyrir aðfélögumífélaginuhefði ekki verið gerð nægjanleg grein fyrir því hvað væri á döfinni hverju sinni. Þeim væru bara sendir gíróseðlar og gert að borga. Ákveðið var að halda næsta aðalfund í mars næstkom- andi og þá mun fara fram stjórn- arkjör. Stjórnarformaðurinn var ekki á fundinum vegna veikinda. í hans stað las Helgi Guðbrands- son fundinum skýrslu stjórnar. -Sjó Innbrotið í Hallgrímskirkju: „MÆTTUM MANNI f GRÆNNI ÚlfU” — „Skömmu seinna heyrðum við skruðn- inga innan úr kirkjunni”, segja tveir háskólanemar, sem þarna voru á ferð M Ragnar Fjalar sýnir blaðmanni þilplötuna sem brotin var, en þannig komust þjófarnir inn í kirkjuna. _ Tímamynd: G.E. M „Við heyrðum skruðninga innan úr kirkjunni eins og planki væri að detta og nokkru áður höfðum við mætt hávöxnum náunga í grænni þykkri úlpu við Leifsstyttuna og stefndi hann að kirkjunni“, sagði Kristján Högnason háskólanemi og íbúi að Nýja Garði, en hann var ásamt félaga sínum Hreini Sig- urðarssyni á „kvöldgöngu“ um Skólavörðuholtið. „Þetta var klukkan þrjú um nóttina", sagði Kristján, „og við tókum einmitt mjög vel eftir þessum manni. Hann var einhver veginn þannig“. En við settum þetta ekki í neitt glæpsamlegt sam- hengi og hugleiddum það ekkert nánar af hverju skruðningamir stöfuðu fyrr en við heyrðum um innbrotið daginn eftir.“. Rannsóknarlögreglan rann- sakar nú innbrotið í Hallgríms- kirkju af krafti og eru allir þeir sem telja sig geta gefið einhverj- ar upplýsingar beðnir um að láta rannsóknarlögregluna vita. Sem dæmi mætti nefna að flöskur sem innihalda messuvín liggja yfir- leitt ekki á lausu og einhversstað- ar þurfa þjófarnir að henda þeim að lokinni drykkju. -BK - Sjá nánar bls. 4. >/ M Frelsarinn uppstigni er greinilega að segja eitthvað sniðugt við litlu hnátuna og fær athygli hennar óskipta. Kannski: „Leyfið börnunum að koma til mín því að slíkra er guðsríki“. Myndin er tekin í Neskirkju á aðventukvöldi. - Tímamynd. Ámi Sæberg. Fimm bæt- ast á heid- urslauna- listann M Þeim listamönnum fjölgar sem fá heiðurslaun þau sem Alþingi úthlutar árlega. I ár fengu 15 listamenn heiðurslaun en menntamálanefndir þingisins leggja til að listamenn hljóti launin næsta ár. En 5 listamenn sem ekki hafa áður verið á listanum bætast nú við, en 3 heiðurslaunamenn létust á árinu. Upphæðin sem veitt verður nem- ur nú 100 þúsund krónum, en var í ár 80 þúsund krónur. Þeir sem bætast í heiðurs- launhópinn nú eru Hannes Pét- ursson skáld, Jóhann Briem list- málari, Jón Helgason prófessor og skáld, Jón Nordal tónskáld, og Matthías Jóhannessen skáld og ritstjóri. Þeir sem fyrir eru cru eftirtald- ir listamenn: Finnur Jónsson, listmálari, Guðmundur Daníels- son rithöfundur, Guðmundur G. Hagalín rithöfundur, Halldór Laxness rithöfundur, lndriði G. Þorsteinsson rithöfundur, María Markan söngkona, Úlafur Jó- hann Sigurðsson rithöfundur Snorri Hjartarson skáld, Svavar Guðnason listmálari, Valur Gíslason leikari og Þorvaldur Skúlason listmálari. Þeir listamenn sem hluti áður heiðurslaun en létust á árinu eru Sigurjón Ólafsson myndhögg- vari, Tómas Guðmundsson skáld og Kristmann Guðmundsson rit- höfundur. Fyrir því er löng hefð að lista- menn sem hljóta heiðurslaun Alþingis fá þau árlega á meðan þeir lifa. -OÓ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.