Tíminn - 04.03.1984, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.03.1984, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 11 ■ Mér finnst að það þurfi að vera stórfiskar í öllum myndum. Eggert Magnússon, listmálari, að störfum á vinnustofu sinni. (Tímamyndir Árni Sæberg) mega kalla þetta sem þeir vilja” M Eggert Magnusson er einn þeirra manna sem víða hafa farið og margt er til lista lagt. Hann býr nú að Bjargi við Nesveg og hefur dregið saman seglin í þeirri merkingu að hann er hættur sjó- mennsku, en sjoinn stundaði hann í fjöldamörg ár. í stað þess að hnýta pokahnúta á trolli og splæsa víra með melspíru, hefur hann nú tekið sér pensil í hönd og fæst við að mála myndir. ..Mcr finnst aö í góöri mvnd veröi að vera stórir fiskar og sterkir litir", sagöi listantaöurinn. þegar Helgartíminn tók á honum hús. ..Ég byrjaði að fást við að.niála í kringum 1960 og hef verið að dútla við þetta síðan. Ég held að það sé í ættinni að hafa ánægju af þessu, systur mínar teikna og mála og eru í Batík t.d. hún Hrefna. Við erum af ætt Guðmundar í Miðdal og þetta er eitthvað í blóðinu. blessaður vertu. Annars hef ég alltaf verið með annan fótinn á sjónum. Ég byrjaði 16 ára scm hjálparkokkur á Skúla fógeta og var svo líka á Hannesi ráðherra í niörg ár. Þetta var nú í þá daga þegar gufuvélar voru í skipum og ég komst snemma upp á lagið með að halda'þeim gangandi." I íbúð sinni hefur Eggert stóra stafla af myndum og allir veggir eru þaktir verkum eftir listamanninn. Þar cr og að finna ýmsa sérkennilega og skcmmtilega muni sem hann hefur safnað á ferðum sínum í þremur heimsálfum. Við hliðina á stórum kuðungi, úrsuðurhöfum, liggur strútsegg sem einhvern tímann hefur verið ætlað annað hlutverk. í bústað Eggerts. sem jafnframt er vinnustofa hans, ber þó mest á myndum hans, stórum verkum. máluðum meðolíulitum í skríkjandi sterkum litum. Myndefnið sækir Eggert mikiö í sjóð minninganna en þar er af nógu að taka. Honum cr ekki gefið um að tala alltof mikið um sjálfan sig og sína hagi, en þegar hann fer að fletta blöðum albúmanna, sem hann hefur fyllt með ljósmyndum og kortum. þá hýrnar yfir honum og mál- beinið liðkast. Þarna eru m.a. myndir af fjölskyldu hans auk fjölda mynda úr ferðum hans til Ameríku og Rússlands. Þarna er líkaað finna gamlar ljósmyndir frá Afríku, en þar dvaldist Eggert um tíma og stundaöi útgerð. „Ég bjó í litlu þorpi sem heitir Gunjur og er í SencGambíu í Vestur Afríku. Það var allt umlukið skógi og langt til strandarinnar þar sem við höföum bát- ana. Ég var þarna ásamt skoskum manni, og við höfðum með okkur svert- ingja sem hafði verið í Frakklandi og hann eldaði ofaní okkur. Svo vorum viö mcð innfædda menn scm háseta og gerðum út á síld og markríl auk þess sem við stunduðum hákarlaveiðar og lögðum gildrur fyrir krabba. Bitvargurinn var svo mikill um regntímann. skal ég scgja þér, að það var hreint hroöalegt. Þaö var ekki hægt að setja mata.rdisk á borð nema þá helst að sópa af því fyrst bæði bitvarg og skriðdýrum. Það getur vcrið erfitt fyrir hvíta menn að vera þarna. og menn verða þreyttir þegar til lengdar lætur. Annars kunni ég vel við mig og fólkið var ágætt. Við höfðum nægan mat bæöi úr skóginum og af því sem við fiskuðum. Krabbann steiktum við oft á glóandi heitum steinum, sem hitaðir höfðu verið í cldi, og það þykir herra- manns matur. Það verðmætasta af há- karlinum voru uggarnir en þeir voru saltaðir og síðan hcrtir og scldir til Kína. Svcrtingjarnir voru nú satt best að segja ekki miklir sjómenn. Þeir voru sjóvcikir margir og sögöu oft við okkur: „Þetta er ekki okkar business, við viljum frekar vera í landi, við viljum vcra í skógun- um." Eggert brosirgóðlátlega aðþessum minningabrotum. „Annars var nú faðir minn. Magnús Jónsson frá Breiðholti, líka í Afríku en það var löngu áður. Þcir voru ráðnir einir tíu saman af norskum manni. Ellertsen að nafni, og voru sendir til vinnu sunnarlega í Afríku, Einn dó á leiðinni og annar varð eftir þar syöra. Um þetta hefur veriðskrifuð bók. Það er svo margt sem hcfur vcriö skrifaö." Talið berst að málverkum Eggcrts. „Er það rétt hjá mér að það gæti afríkanskra áhrifa í myndunum?" „Ég vcit nú ekki alveg um það". segir Eggert og brosir út í annað. „Ætli það sé þá ekki helst að finna þaö í mótívun- um. Ja, ég cr nú svo sérkcnnilegur í mér að ég vil helst hafa stóra fiska í myndun- um mínum. Mér finnst að það vcrði hclst að vera stórfiskar í öllum myndum. Það líkar ekki illa. Annars mála ég bara þaö sem mér dettur í hug hverju sinni og cf ég er vel upplagður þá get ég vcriö eldsnöggur að koma einhvcrju á strigann, já eldsnöggur ef vel liggur á mér. Mótívið fer bara beint á strigann. Ég vil hafa fábrotnar línur og frckar grófar. Það kemur ekki illa út. Svo er það nú þannig með málverkin að þau þurfa nú helst aö vera svolftið gömul. Það cr cins og þau lagi sig til ef þau eru orðin nógu gömul. Þau mega ekki vera ný. Maður þarf að fara svo oft ofan í þau til að hressa upp á línurnarog litina. Það má ckki spara ef myndin á að vera góð. Myndir verða líka hclst að vcra sögu- legar", heldur Eggert áfram. „Allar þessar myndir sem ég er að mála eru sögulegar, Þessi mynd hérna t.d. er af töluvcrt sögulegum atburði." Hann bendir á stóra mynd, sem hangir á einum veggnum. Á myndinni eru tveir menn með reiddar axir og standa, að því cr virðist, í vatni upp í hendur. „Já þetta cr af laxakistubrotinu. þegar laxakisturnar voru brotnar upp í Elliðaánum. Úr því varð mikiö má1 á sínum tínia en upp frá því hafa ekki veriö laxakistur i ám á Islandi. Já, já, þetta eru allt sögulcgar myndir. Ég lield mig líka mest við þetta náttúrulega. Ég hcf t.d. gaman af því að mála snjó og ís. Það geta veriö þó nokkuö margir litir í snjónum. Eggert frændi minn Guðmundsson var málari og hann var líka mikið fyrir þetta bjarta. Ilann hafði snjó í sínum myndum og seldi mikið." Eggert tekur sér málhvíld og fer að blaða í albúntinu sem hefur lcgiö í kjöltu hans. „Annars er þetta ekki orðinn vinnandi vegur að fást við það að niála í dag. Sannlcikurinn er sá að þetta er svo skattlagt. Smá túba af lit kostar 1(10 krónur og þetta er ekki nenta tvö cða þrjú pensilför. Það er þrjúhundruö prós- ent álag á þessu. Ég er að gefast upp. þetta er svo skattlagt." „Nei ertu nokkuö af hætta?" spyr blm. og kyngir. Eggert Magnússon lítur upp og brosir kankvíslega. „Nei ætli það en þctta er orðið afskaplega dýrt. Það hefur stórversnað að kaupa bæði striga og liti.“ Myndir þær sem Eggert málar eru á margan hátt sérstakar. Það sem strax vekur athygli manns eru stcrkir litir, sem blandað er saman á allt að því óvæginn hátt. Myndefnið er líka óvanalegt þar sem listamaðurinn blandar oft saman lilutum sem á stundum virðast lítið ciga annað sameiginlegt en að vera ættaðir úr hugarheimi Eggcrts. „Það var einhver listgagnrýnandinn sem kallaði mig „naivista", ég held það hafi verið hann Bragi. Það er allt í lagi með það", segir Eggert og hlær. „Þeir mega kalla þetta það sem þeir vilja."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.