Tíminn - 07.03.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.03.1984, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGÍJR 7. MARS 1984 f réttir Mjólkin hækkar um 9.4% ■ Nýtt búvöruverö tók gildi um mán- aðamótin. Mjólkuriítrinn kostar núna 18.70 kr. og hefur hækkað um 9,4%. Rjómi í '/4 I fernum kostar 29.95 kr., sem er 7,9% hækkun. Kíló af smjöri hækkaði í 219.50 kr. sem er 9,5% hækkun og 45% brauðostur í heilum og hálfum stykkjum kostar 167.90 kr. kíló- ið, sem er 10,7% hækkun frá eldra verði. Hin mikla hlutfallslega hækkun á osti er að hluta til vegna þess að hann hækkaði um 5 krónur á kíló aukalega í því skyni að bæta afkomu vinnslubúanna svokölluðu. Var sú leið valin í stað þess að hækka verðjöfnunargjald sem þá hefði lagst á alla innviktaða mjólk, samkvæmt upplýsingum frá Fram- leiðsluráði. Á kindakjöti er nú einungis skráð verð á kjöti í heilum og hálfum skrokk- um.niðursöguðum að ósk kaupenda. þar sem verð á smærri hlutum skrokksins hefur nú verið gefið frjálst. Fyrsta tlokks kjöt í heilum og hálfum skrokkum kostar nú 123.05 kr. kílóið og er það 5,7% hækkun frá eldra verði. -HEl Bunaðar- þing á móti lax- veiðum r m w I SjO ■ Búnaöarþing mótmælir þcirri hug- mynd að heimilað verði að veiða lax í sjó hér viö land. í ályktun búfjárræktar- nefndar við erindi Búnaðarsambands Borgarfjarðar um laxveiðar í sjó segir jafnframt: „Litlu munar, að rányrkja ýmissa flskstofna við Ísland hafi komið þjóðinni á kaldan klaka og kenna þess nú ýmsir í afkomu heimila sinna. Sporin ættu að hræða frá því að gera laxinuni sömu skil, sem notið hefur verndar og ræktunar“. Búnaðarþing hefur einnig afgreitt til- lögu til þingsályktunar um fiskeldi og rannsóknir á klaki og eldi sjávar- og vatnadýra. Lýsir Búnaðarþingeindregn- um stuðningi við megin efni tillögunnar um auknar rannsóknir á sviði k'laks og fiskeldis, jafnt ferskvatnsfiska og sjáv- arfiska og dýra. -HEI ■ í kvöld kl. 20.00 frumsýnir íslenski dansflokkurinn í Þjóðleikhúsinu einn af þekktustu ballettum, sem samdir hafa verið á öldinni, Öskubusku, eftir rúss- neska tónskáldið Sergei Prokofév. Danshöfundur er Yelko Yurésha og stjómar hann jafnframt uppfærslunni ásamt konu sinni Belindu Wright. Yelko Yurésha hefur einnig hannað leikmynd, búninga og lýsingu og leikmyndina með aðstoð Stígs Steinþórssonar. Dansarar íslenska dansflokksins dansa, nema hvað Vönduð húsgögn Erum með verksmiðjuútsölu á hús- gögnum og áklæðum í Samvinnutrygg- ingahúsinu Hallarmúlamegin. Gott úrval af vönduðum svefnbekkjum, hvíldarstólum og sófasettum á mjög hagstæðu verði. Lítið inn og kynnið ykkur verð og gæði. Húsgögn og innréttingar í hlutverki prinsins er einn fremsti dans- ari Frakklands í dag, Jean-Yves Lormeau. Sergei Prokofév (1891-1953) er að líkindum ásamt Shostakvich þekktastur þeirra tónskálda sem starfað hafa í Sovétríkjunum á þessari öld. Hann starf- aði raunar um hríð á Vesturlöndum, en sneri aftur til Sovétríkjanna um 1930. Öskubuska og Rómeó og Júlía eru þekktustu ballettar hans, en hann samdi píanókonserta, sónötur og smærri verk fyrir píanó, sinfóntur, þeirra frægust er klassíska sinfónían, óperur (Stríð og friður), kvikmyndatónlist samdi hann fyrir stærsta kvikmyndagerðarmann Sovétríkjanna á fyrri hluta aldarinnar, Eisenstein, barnaævintrýrið Pétur og úlfinn, sem hann skrifaði fyrirsögumann og hljómsveit og svo mætti lengi telja. Ballettinn um Öskubusku var frum- sýndur á Bolshoj árið 1945, en Prokofév byrjaði að semja hann árið 1940 fyrir Kirov ballettinn. Stríðið raskaði hins vegar öllum þeim áætlunum. Öskubuska hlaut strax mikið lof og er nú í tölu klassískra balletta og sífellt á verkefna- skrám helstu balletta heims. Hann er í þrem þáttum og er fyrsti þriggja þátta ballettinn, sem íslenski dansflokkurinn ræðst til atlögu við og eitt metnaðar- fyllsta verkefni hans til þessa. Gestur sýningarinnar, Frakkinn Jean- Yves Lormeau hefur á síðustu árum öðlast alþjóðlega frægð. Hann er nú aðaldansari við Parísaróperuna, en hef- ur m.a. komið fram með Kirov ballettin- um í Leningrad, New York City Ballett og á síðasta ári sló hann í gegn í London, þar sem hann dansaði í Draumi á Jónsmessunótt. Ásdts Magnúsdóttir dansar titilhlut- Eitt stærsta verkefni dans- flokks- ins til þessa Ásdís Magnúsdóttir og Jean-Yves Lormeau í hlutverkum Öskubusku og prinsins. Tímamynd Róbert verkið, Öskubusku, hún hefur unnið glæsilega sigra að undanförnu, t.d. í Giselle og í Fröken Júlíu á síðasta vetri. Aðrir dansarar í stórum hlutverkum eru Ólafía Bjarnleifsdóttir, Dísin góða, Auður Bjarnadóttir, Katrín Hall, Helga Bernhard, Guðmunda Jóhannesdóttir, Lára Stefánsdóttir, Jóhannes Pálsson, Örn Guðmundsson, Ásta Henriksdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Soffía ■^larteinsdóttir. Stjórnendur ballettsins eru bæði fyrrver- andi dansarar í fremstu röð. Yelko Yurésha er Júgóslavi, en fluttist til Bretlands laust fyrir 1960. Hann var lengi fastráðinn dansari við Royal Festiv- al Ballett í London, og ferðaðist víða um heint með þeim flokki. Hann dansaði í fjölda nútímaballetta, en einnig í klass- ískum ballettum, m.a. dansaði hann prinsinn í Þyrnirósu, Rómeó í Rómeó og Júlíu, Albrecht í Giselle og svo mætti lengi telja. Belinda Wright er frægust fvrir túlkun sína á Giselle, en einnig hefur hún dansað Odette í Svanavatninu og Þyrnirós. Upphaflega var ætlunin að Sir Anton Dolin og John Gilpin stjómuðu þessari uppfærslu á Öskubusku, en þeir stjórn- uðu uppfærslunni á Giselle fyrir tveim árum. Þeir létust hins vegar báðir fyrr í vetur og er sýning Þjóðleikhússins til- einkuð minningu þeirra. Eitt síðasta verk Dolins var einmitt að fá Yelko Yurésha til að stjórna uppfærslunni hér. Önnur sýning á Öskubusku verður annað kvöld kl. 20.00 en síðan liggja sýningar niðri til 20. mars vegna anna Jean Yves Lormeau. Áframhaldið verð- ur tilkynnt þegar þar að kemur. -JGK Óvænt úrslit í 7. umferð í Festi: Jón L. einn á toppnum ■ Sjöunda umferð alþjóðlega skák- mótsins í Festi í Grindavík var tefld í gær og var hún mjög spennandi að sögn viðstaddra og úrslitin óvænt, en Jón L. Árnason er nú einn á toppnum með 5 '/i vinning. Úrslit í 7. umferðinni voru annars eftirfarandi: Haukur vann Elvar, Jón L. vann Helga, en þau úrslit komu á óvart, þar sem það var Jón sem var í tímahraki, en Helgi lék svo af sér að Jón vann þrátt fyrir að hann væri að falla á tíma, Björgvin og Christiansen gerðu jafntefli, Lombardi vann McCambridge en skákir þeirra Knezevic og Ingvars og Gutman og Jóhanns fóru í bið og eru báðar sagðar mjög tvísýnar. Staðan er nú sú að Jón L. er efstur með 5 '/> vinning, Christiansen með 5 vinninga, Gutman með 4 vinninga og biðskák, Helgi með 4 vinninga, Knezevic með 3 xfi vinning og biðskák og Lombardi og McCambridge með 3!ó vinning. Átt- unda umferð verður tefld kl. 16 í dag, en á morgun, fimmtudag verður frí. - AB. Stjórnar- frumvarp: Landnám ríkisins lagt niður ■ Stjórnarfrumvarp um að Landnám ríkisins verði lagt niður er komið fram. Gert er ráð fyrir að verkefni þess verði falið öðrum stofnunum. I meginatriðum cr lagt til að verkefni varðandi stofnun býla, félagsbúa, endurbyggingu jarða, jarðaskrá og um- sjón jarða Landnáms ríkisins flytjist til landbúnaðarráðuneytisins, og að þeim verði búinn lagagrundvöllur í jarðar- lögunum. Þá er lagt til, að sett verði sérstök lög um stofnun og rekstur grænfóðurverk- smiðja, og verður frumvarp þar um lagt fram á yfirstandandi þingi. -OÓ Dýr kennsla í vélstjórn og skipstjórn fer forgörðum: Skólarnir vegna und- anþágu- veitinga! ■ Skólanefnd Fjölbrautaskólans á Akranesi þykir skjóta skökku við, að samtímis því að reynt er að koma upp dýrri kennsiu í vélstjórn og skipstjórn, þá skuli um það bil 1000 manns á ári fá undanþágu til starfa við vélstjórn og um það bil 500 í skipstjórn og skólar þeir sem eiga að kenna þessar greinar standa hálftómir, segir í ályktun sem samþykkt var af stjórn skólans. Skólanefnd Fjölbrautaskólans á Akra- nesi vekur athygli á hve alvarleg þróun hefur orðið varðandi undanþágur til vélstjórnar og skipstjórnar á fiskiflotan- um. Telur skólanefndin það brýnt að hér verði breyting á og að fyrir þetta sé tekið. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.