Tíminn - 04.04.1984, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.04.1984, Blaðsíða 7
MlÐVÍkUDAGUR 4.' APRIL 1984 B.St. og K.L. ■ Paul Newman aetti að hneppa jakkanum. ■ Burt Keynolds - alltaf í gallabuxum. ■ Woody Allen er eins og blindur betlari. ■ Sly Stallone fylgist ckki með tískunni. ■ Maria Burton er xvinlega þakklát Elizabcth Taylor og Ric- hard Burton fyrir það, sem þau hafa gert fyrir hana. Nú vill hún láta eitthvert þurfandi barn njóta góðs af þeirri reynslu, sem hún hefur sjálf notið. OG RICHARD BURTON ÆTTLEIDDU HANA — nú vill hún sjálf ættleiða barn ■ Sjálf var hún í heiminn borin fyrir 33 árum í Augsburg í Þýskalandi, dóttir bláfátækra foreldra og með meðfæddan galla í mjöðmum. En lánið var með henni. Elizabeth Taylor og Richard Burton voru einmitt um það leyti að leita sér að bami til að ættleiða og athygli þeirra var vakin á þessu stúlkubarni. Stúlkan heitir Maria Burton og hún lítur á það sem sitt mesta lán í lífinu að hafa eignast þessa foreldra, sem hvorki spöruðu tíma né fyrirhöfn, þegar hún átti i hlut. Þau sáu um að hún fengi þá bestu Ixknishjálp, sem væri að hafa, og hún gekkst undir ótal uppskurði, enda ber hún engar menjar fæðingargallans nú. Mar- ia varð því snemma ákveðin í því, að einhvern tíma ætlaði hún sjálf að ættleiða barn, sem væri hjálpar þurfi og ætti engan að. Nú er Maria sjálf orðin móðir, á 14 mánaða gamla dóttur með eiginmanni sínum, Steve Carson, en hún er þó engan veginn fallin frá fyrirætlun sinni. Og maður hennar, sem styður hana dyggilega, segir: - Við viljum gefa einhverju barni sama txkifæri og Maria fékk á sínum tíma. Þau hjón eru því um þessar mundir önnum kafin við að leita dyrum og dyngjum að heppilegu barni til að ættleiða. ■lllilííí erlent yfirlit ■ Maó Tsetung ■ Deng Xiaoping Beijing á að verða borg fornrar og nýrrar frægðar Gamli tíminn verður varðveittur við hlið hins nýja ■ ÞEIR menn, sem nú ráða mestu i Kína undir forustu hins aldna leiðtoga Dengs Xiaoping, vinna nú að tvíþættum skipulags- og byggingaráætlunum í höfuð- borg Kína, Beijing (áður Peking). Með fyrri áætluninni er stefnt að endurnýjun borgarinn- ar, þar sem framtíð hennar er höfð meira í huga, en með seinni áætluninni. að gamli tíminn varðveitist við hlið hins nýja. Þessu er nánara lýst í eftirfar- andi grein Zhengs Zhu,' sem blaðinu hefur borizt í fréttabréfi frá kínverska sendiráðinu í þýð- ingu, sem það hefur látið gera: Meðal þeirra byggingarverk- efna, sem verið er að vinna að samkvæmt fyrrnefndu áætlun- inni, má nefna nýja járnbrautar- stöð í Vestur-Beijing sem verð- ur í engu eftirbátur aðaljárn- brautarstöðvarinnar í austur- hluta miðborgarinnar. Við aðal- götu Beijing, sem liggur í gegn- um alla borgina frá austri til vesturs, er verið að byggja fjölda nýrrabygginga. Þarerm.a. verið að reisa nýja sjónvarpsmiðstöð, fullkomna símstöð og það er búið að leggja drög að nýrri póstmiðstöð þar sem nýjasta tækni verður notuð. Þá hafa verið gerðar tvær göngubrýr yfir umferðargötur en þær þekktust ekki áður í Beijing. í úthverfum borgarinnar hefur mikill fjöldi háhýsa sprottið upp og það er verið að byggja ný íbúðarhverfi í norðaustur-hluta borgarsvæðis- ins. Einnig er unnið að fram- kvæmdum við nýja sýningarsali, rannsóknarmiðstöðvar, hótel, sjúkrahús, skrifstofubyggingar og ýmislegt fleira. í síðarnefndu byggingaráætl- uninni er hins vegar verið að vinna að endurreisn gamalla borgarhluta þannig að upphaf- legt yfirbragð þeirra varðveitist. Sem stendur er aðallega verið að endurreisa gamla verslunargötu nokkurn spöl fyrir suðvestan Torg hins himneska friðar (Tian- anmen-torg). Þessi gata heitir Liu Li Chang og þar hafa ýmiss konar listmunabúðir verið starf- ræktar öldum saman. Arkitektar frá Verkfræði- og skipulagsstofn- un Beijingborgar rannsaka nú með hvaða hætti bezt verði að endurnýja 54 smáverzlanir svo að þær verði sem líkastar því sem þær voru á seinustu öld, á seinnihluta valdatíma Qing-keis- araættarinnar (1644-1911). Þá urðu menntamenn hvaðanæva að í Kína að koma til Beijing til að þreyta keisaraleg próf, sem voru notuð til að ákveða hverjir skyldu fá æðstu embætti ríkisins. Það var einmitt í smáverzlunum í Liu Li Chang, sem þessir mennta- menn keyptu bækur, skrifpensla og pappír. Síðar fóru þessar búðir að sérhæfa sig í .sölu á gömlum bókum, endurprentun- um á gömlum ritum og rnyndum, gömlu postulíni og leirmunum, skrautmunum úr jaðe, fílabeini, bambus o.fl. Ríkisráð Kína samþykkti aðalskipulag fyrir Beijingborg haustið 1983. í áætluninni er bent á aö Beijing sé ekki aðeins stjórnmálaleg og menningarleg miðstöð Kína, heldur sé borgin einnig höfuðborg fornra tíma með sérstakan stíl sem verði að varðveita. í Beijing eru nú um níu mill- jónir íbúa. Þar af búa um fimm milljónir í úthverfum. Auk þess kemur mikill fjöldi ferðamanna á hverjum degi til borgarinnar og þangað koma líka margir til að sinna ýmsum málefnum um lengri eða skemmri tíma. í Beij- ing dvelst að staðaldri mikill fjöldi útlendinga, sem starfa við sendiráð erlendra ríkja, stunda viðskipti þar, eru nemendur eða koma í stuttar heimsóknir sem ferðamenn. Beijing hcfur líka verið kölluð „safn" hefðbundinnar menning- ar Kínaveldis því að fjölmargar konungs- og keisaraættir hafa gert Beijing að höfuðborg sinni. Fyrir meira en tvö þúsund árum var Beijinghöfuðborg Yan-rtkis. Frá því á 10. öld e. Kr. hafa fimm kcisaraættir haft Beijing fyrir höfuðborg, þ.e. ættirnar Liajo, Jin, Yu an. MingogQing. Þessar kcisaraæltir létu byggja keisarahallir, klaustur, hof. keis- aragarða og keisaragrafir. í út- hverfum Beijing-borgar er hægt að skoða hluta af Kínamúrnum heimsfræga og á borgarsvæðinu er líka að finna 500.000 ára gamlar minjar um hinn svokall- aða Peking-mann. Borgarmúrarnir, sem áður umkringdu borgina að mestu, voru sléttaðir við jörðu svo að hægt væri að gera hraðbrautir. Nú er aðeins eftir smáhluti af borgarmúrnum fyrir sunnan Torg hins himneska friðar, sem er kallaður Zheng Yang Men, og fyrir norðan borgina við De Sheng Men. Gamli borgarhlutinn í Beijing ber öll merki hefðbundins skipu- lags kínverskrar höfuðborgar til forna. Keisarahöllin er fyrir miðju og fyrir norðan og sunnan hana liggja umferðaræðar, sem aftur eru tengdar beinum götum. sem liggja frá norðri til suðurs sitt hvorum megin við keisara- höllina, þannig, að allar götur liggja annað hvort samsíða eða hornrétt hver á aðra. Keisara- höllin, sem einnig er þekkt undir nafninu Forboðna borgin, crum- kringd tveimur háum veggjum á alla vegu. Fyrir vestan og norð- vestan keisarahöllina eru þrír keisaralegir garðar, Shi Cha Hai, Beihai og Jingshan, en þeir voru upphaflega einkagarðar keisar- ans. Fcrðamenn, sem heimSækja keisarahöllina núna, dást að stórkostlegum byggingum, verð- mætum eðalsteinum og öðrum listmunum. Margir þeirra hljóta samt að velta því fyrir sér að þeim þætti sjálfum óþægilegt að eiga heima þarna jafnvel í kcis- arahöllinni sjálfri, þar sem ýmis nútímalífsþægindi vantar. Fyrir stofnun Alþýðulýðveldisins 1949 fóru flutningar aðallega fram með handvögnum. ræsin voru opin, vatnið var stundum mengað, göturnar breyttust í leðjusvað í rigningum og hitun húsa yfir vetrarmánuðina, var ákaflega ófullkomin. En eftir stofnun Alþýðulýð- veldisins hafa breytingar verið mjög örar. Innri veggirnir í austur- og vesturhluta keisara- hallarinnar voru rifnir og Torg hins himneska friðar var opnað fyrir almenningi. Nú er stöðug umferð um torgið og það hefur verið stækkað úr 11 í 40 hektara. A móti keisarahöllinni hefur Höll alþýðunnar verið reist. Þar eru fundir Alþýðuþings Kína haldnir.cn þaðeræðstastjórnar- stofnun Kínverska alþýðulýð- vcldisins. Fjöldi húsa í Beijing hefur fjórfaldazt frá því árið 1949. Margar verksmiðjur hafa risið og úthverfi í norðvestur Beijing er miðstöð fyrir háskóla: og aðrar æðri menntastofnanir. Flutningakerfi borgarinnar batn- aði líka mikið þegar 24 km löng neðanjarðarbraut var tekin í notkun árið 1969. En nútíminn hefur líka fætt af sér ný vandamál í Beijing eins og í öðrum stórborgum. Þróun iðn- aðarins, ör fólksfjölgun og of mikil samþjöppun á vcrksmiðj- um og ríkisstofnunum í miðborg- inni hcfur leitt til húsnæðis- skorts, skorts á landi fyrir ný- byggingar, mengunar, og erfið- leika við llutninga vegna umferð- arþrcngsla auk þess sem vatns- og orkuskortur er alvarlegt vanda- mál. Fornleifafræðingar og sagnfræðingar, sem sérhæfa sig í listasögu, kvarta oft yfir því.að þegar nútíminn hclt innreið sína í Beijingborg, hafi ekki verið gætt nægjanlega að því að varð- veita forn verðmæti og sögu- staði. Þannig hafa t.d. verið byggð háhýsi í Zhong Nan Hai, sem er hluti af keisarahöllinni. Svo að annað svipað dæmi sé nefnt þá var orkuver með hiniin- háum skorsteini reist við hliðina á hinu forna Tian Ning hofi. Samkvæmt hinu nýja aðal- skipulagi fyrir Beijing-borg verð- ur frekari útþensla í iðnaði mjög takmörkuð. Ný fyrirtæki í þunga- iðnaði verða bönnuð og það verð- ur aðeins leyft að stofna ný fyrirtæki eða stækka þau sem fyrir eru í matvælaiðnaði, raf- cindaiðnaði eða öðrum greinum léttaiðnaðar. Ný íbúðahverfi, verksmiðjur og önnur fyrirtæki verða reist í fjórum nýjum út- borgum, þ.e. Changping fyrir norðan Beijing, Yanshan fyrir suðvestan Bcijing, Huangcun fyrir sunna Beijing, og Tongxi- an. sem er austur af Beijing. í gamla hluta borgarinnar hefur verið bannað að byggja hús, sem eru meira en sex hæðir. Sérstök áherzla verður lögð á útivistar- svæði og grænum svæðum með trjám og blómum verður fjölgað. I áætluninni er einnig gert ráð fyrir því að aðalstrætið í Beijing, Friðargatan langa (Chang An Jie), verði lengt enn frekar og að byggingar meðfram strætinu verði endurnýjaðar í samræmi við hefðbundinn kínverskan stíl, en Friðargatan langa liggur ein- mitt í gegnum alla borgina frá austri til vesturs og yfir Torg hins himneska friðar. Þess verð- ur einnig gætt að varðveita nokk- ur hverfi þar sem íbúðarhúsnæði er byggt samkvæmt fornum kín- verskum hefðum, þ.e. fjögur smáhýsi sem standa í kringum lítinn húsagarð („Si He Yuan“). Til að tryggja enn betur varð- veizlu sögulegra bygginga hefur ríkið friðlýst nokkrar þeirra eins og Hof hins himneska friðar. Þorarinn Þorarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.