Tíminn - 17.04.1984, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.04.1984, Blaðsíða 1
Allt um fþróttir Kelgarinnar — SJá bls. 7-11 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAD! Þriðjudagur 17. apríl 1984 92. tölublað 69. árgangur Síðumula 15-Posthólf 370Heykjavík-RHstjorn86300- Augtysingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 ■ Maðurinn sem rejndi að smygla hassi frá Luxemburg handtekinn á Keflavikurvegýnum. Tíniamynd Svenir HBM MEÐ HASS FRALUX ■ Maður á þritugsaldri var hand- tekinn á Keflavikurveginum að beiðni fikniefltalögreghuinar á laug- ardag en hann var þá að koma bá Luxemburg. Maðurinn reyndist liafa í fórum sinum 840 grömm af hassi og 13 grömm af marijuana. í framhaldi af handtökunni var gerð húsleit hjá stúlku í Reykjavík þar sem voru gerðar upptækar kannabisplöntur. Þar sem ekki var vitað um umfang málsins í fyrstu, gerði fíkniefnalögreglan kröfu um 15 daga gæsluvarðhald yfir mannin- um en síðan þótti ijóst að fleiri tengdust ekki málinu og var þá fallið fra kröfunni og manninum sleppt á sunnudag. Maðurinn hefur ekki komið við sögu fíkniefnalögreglunnar áður. - GSH Landbúnaðarráðuneytið leggur til: FJEKKUN HROSSA OG ENGM HROSS A AFRETTARLONNJM ■ Töluverð fækkun í hrossa- stofninum og að hross verði sem allra minnst á afréttarlöndum voru helstu niðurstöður skýrslu sem Landbúnaðarráðuneytið kynnt á fundi hagsmunaaðila í gær. Þá er vikið að ástandi hrossastofnsins í landinu, ntark- aðsmál fyrir reiðhesta og hross til kjötframleiðslu. Bent er á hvernig fækka megi hrossum í landinu án þess að skerða í nokkru hag bænda með betri ræktun og fá markað fyrir hrossakjöt. Því er haldið fram í skýrsiunni að lélegur markaður fyrir hrossakjöt af fullorðnum hrossum standi fækkun fyrir þrifum sem víða sé áhugi fyrir meðal stórbænda og hesta- Á fundinum í gær voru mættir fulltrúar frá Búnaðarfélagi íslands, Landgræðslu ríkisins, Stéttarsambandi bænda, Fram- leiðsluráði landbúnaðarins, Sambandi íslenskra samvinnu- félaga, Landssambandi hesta- manna, Hagsmunafélagi hrossa- bænda, og Landbúnaðarráðu- ncyti og stóð fundurinn lengi dags. Þau atriði sem heist vö'kili umræður og nokkrar deilur á fundinum var afnám afréttar- beitar en þar vilja skýrsluhöf- undar takmarka hana algjörlega við ættbókarfærða góðhesta ef einhver yrði. Stóðhross yrðu þá alfarið í heimahögum jafnframt því sem þeim fækkaði verulega. Röksemdir eru einkum þær að beitarþol afréttarlanda sé víða takmarkað og að mun heppilegra sé fyrir kjötframleiðslu að hross- in séu í heimahögum því eðlilegt sé að hrossum sé slátrað allan ársins hring. Þessi sjónarmið voru gacnrynd af fulltrúum hrossabænda sem telja að afrétt- arlöndin scu í stakk búin til að þola hrossabeitina. í dag er hrossabeit á afréttarlöndum víð- ast aflögð nema á Norðurlandi en hross þykja ganga mun nær viðkvæmum fjallagróðri heldur en sauðfé. Þá var á fundinum í dag rætt nokkuð um hrossacign borgar- búa sem menn voru sammála um að gæti verið æskileg en að sumir hestamenn mættu þar gæta meira hófs. Þá kom fram að töluverð fækkun virðist þegar hafa átt sér siiíu -í hrassum. J landjnu og almennt voru fundarmenn sam- mála um nauðsyn fækkunar. Að sögn Ólafs Dýrmundssonar land- nýtingarráðunautar og eins fund- .armanna var fundurinn í dag málefnalegur og er málið að snúast úr hreinu tilfinningamáli sem það hafði veriö í upphafi í málefnalcgu umræðu. Fundar- menn voru sammála um að skýrslan væri gagnlegt plagg og að þessarri umræðu bæri að halda áfram. -b Fjárlagagat- ið í ríkis- stjórninni: BIUÐ MILLI FLOKK- ANNA MINNA ■ „Það niá segja ad hilið hafi minnkað miUi flokk- anna. Þetta plagg sem við lögðum fram fyrír heigina hefur verið gaumgæfilega kannað af forsætLsráðherra og haim hefur gert sínar athugasemdir við þær til- lögur sem þar voru. Við hittumst á morgun til að ræða það sem enn skilur á milli og ég er að vona að við ráðherramir náum sainan þá eða í síðasta lagi á miðvikudag“, sagði Al- bert Guðinundsson, Ijár- málaráðherra í gær spurð- ur hvemig gengið hafi að fylla í fjárlagagatið um helgina. Hann kvaðst vona að hægt verði að leggja sameiginlegar tillögur ríkis- stjömarínnar fyrir þing- flokkana næst þegar þeir koma saman. Spurður hvaö það sé mikið upp i umrædda 2 milljarða scm þeir ráðherramir hafi orðið ásátt- ir um kvað Albert það líklcga um ■ helminginn, þannig að þó nokk- urt bil sé eftir aö brúa. Eftir mikinn niðurskurð við fjárlaga- gcröina og síðan spamaö á veg- um ráðuneytanna bæði í rekstri og launum kvað hann ákaflega erfitt að finna hvar hægt sé að bera niöur án þess að það komi annað hvort niður á starfi ráðu- neytanna eða þá að þaö íþyngi fólki um of. „Þetta er því ekkert íhlaupaverk", sagði Albcrt. - HEI MJOR ER MIKILS VÍSIR ■ Eins og lesendum Tímans cr kunnugt standa fyrir dyrum miklarbreytingará blaðinuoger undirbúningur þeirra nú í full- um gangi. Vegna þess að nú er verið að gera miklar breytingar á ritstjórnarskrifstofum og tæknideild verður blaðið aðeins 16 síður í dag. Um leið og við biðjum lescndur að virða það til betri vcgar minnum við á að... mjór er mikiis vísir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.