Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 1
 BANKAR og sparisjóöir, fyrir utan Iðnaöar- bankann hafa sameinast um rekstur hraðbanka sem veröa settir upp í Reykjavík, Garöabæ, Hafnarfirði og Akureyri. Hraöbankar þessir veröa 10 alls og veröa þeirteknir í notkun í lokfebrúar. GUÐBRANDUR GÍSLASON blaða- maöur hefur veriö ráöinn framkvæmdastjóri Kvik- myndasafns íslands og veröur hann jafnframt for- stööumaður Kvikmyndasafns íslands. Aörir umsækj- endur voru Elínborg Stefánsdóttir, Guöbjörg Gústafs- dóttir og Gunnar H. Árnason. KRISTÍN EINARSDÓTTIR fékk fyrstu verðlaun, 50.000 krónur, í leikritasamkeppni Þjóöleik- hússins, í tilefni af lokum kvennaáratugsins. Verð- launaverkiö heitir Draumur á hvolfi. Önnur og þriöju verðlaun skiptust jafnt á milli Elísabetar Jökulsdóttur og Kristínar Bjarnadóttur. Alls bárust 11 einþáttungar í samkeppnina. ALÞJÓÐA heilbrigöisstofnunin sagöi í gær aö stofnuð yrðu sérstök samtök til að vinna gegn AIDS, en a.m.k. 20.000 manns hafa fengið veikina um allan heim og þar af hefur helmingurinn látist. Tala AIDS- sjúklinga tvöfaldast nú árlega. MOKAFLI var á loönu í gær. Frá miðnætti í fyrrinótt til kl. 14.00 í gær höföu 25 bátar tilkynnt um fullfermi á miðunum. Meginhluti loönuflotans var á Hvalbakssvæðinu en nokkrir voru sunnan við Langanes. RANNSÓKNARLÖGREGLAN handtók á þriðjudag mann sem grunaður var um aö hafa ætlað aö komast yfir húseign meö sviksamlegum hætti. Maöurinn var nýlega dæmdurfyrirfjársvik og þá gerður gjaldþrota og því þótti þaö grunsamlegt þegar hjá honum fannst kaupsamningur þar sem hann ætl- aöi að kaupa hús úti á landi og borga út í því rúma milljón á árinu. BANDARISKI sjóherinn birti í gær tölur um að síöan 1965 heföu mörg hundruð óhöpp oröið með kjarnorkuvopn. Þessi skýrsla hefur oröið til aö ýta enn frekar undir umræður um hvaö kjarnorkuvopn séu viö- sjárverö og gætu sprungið af minnstatilefni, þráttfyrir aö varnarmálaráöuneytiö bandaríska neiti slíkum staöhæfingum. KAFARINN sem fannst látinn í grennd viö Grindavík hét Hjalti Pálmason. Hann var til heimilis aö Selsvöllum 7 í Grindavík. Hjalti heitinn var fæddur tólfta desember árið 1966. DANSKA stjórnin hótar þjóðaratkvæðagreiöslu um fyrirhugaöar breytingar á Efnahagsbandalagi Evrópu ef danska þingið samþykkir þær ekki. Breytingarnar, sem stuðla aö frjálsari viöskiptum inn- an EBE og auka vald Evrópuþingsins, voru samþykkt- ar á ráðherrafundi í seinasta mánuöi. Danskir jafn- aðarmenn eru á móti breytingunum en minnihluta- stjórn Pouls Schluters vonast til þess aö þingmenn stjórnarandstööunnar hlaupist undan merkjum og breytingarnar verði samþykktar. Nú nú, maður verður að treysta á hagstæða strauma og réttan kosningabyr FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1986-12. TBL. 70. ÁRG. Verk fyrir steðja og fegurðar- drottningu Hólmfríður Karls- dóttir sýndi á sér nýja hlið í gær- kvöldi þegar hún spilaði á steðja í Háskólabíói við undirleik Sinfóníu- hljómsveitar ís- lands. Annars var Sinfóníuhljóm- sveitin í aðalhlut- verkinu í gærkvöldi og lék Vínartónlist fyrir fullu húsi. Tímumynd Árni Bjarna Reglugerö um búmark loks fyrirliggjandi: Sérreglur fyrir bændur sem nýlega hófu búskap Síðasta hönd var lögð á langþráða reglugerð í land- búnaðarráðuneytinu í gærdag sem segir til um búmarksskipt- ingu á verðlagsárinu. Þegar eru liðnir fjórir og hálfur mánuður af verðlagsárinu og margur bóndinn orðinn langeygur eft- ir niðurstöðu ráöuncytisins. Bjarni Guðmundsson aö- stoðarmaður landbúnaðarráð- herra veitti Tímanum innsýn í Mjólkurbú Flóamanna: Mjólkurduft fram- leitt í stórum stíl - síðustu þrjá mánuði ársins 1985 Mjólkurbú Flóamanna fram- leiddi 300 þúsund tonn af mjólkurdufti síðustu þrjá mán- uði ársins, 1985. Duftið var framleitt úr þeirri mjólk sem búinu barst, og var umfram þá mjólk sem annaði eftirspurn. Osta- og smjörsalan er sölu- aðili fyrir Mjólkurbú FJóa- manna, og er megnið af duftinu selt til Sviss. Tækjakostur sá sem notaður er til þurrkunar á duftinu trygg- ir að það lendir í svokölluðum „Extra graid'" flokki, sem er há- gæða vara. Birgir Guðmundsson fram- leiðslustjóri mjólkurbúsins sagði í samtali við Tímann í gær að hann teldi að verðmæti duftsins væri síst minna en fyrir osta sem unnir væru úr umfram mjólk í mjólkurbúum. Hann rökstyður þá skoðun sína með því að hægt er að selja duftið svotil strax eftir framleiðslu, á meðan að ostagerð tekur allt upp undir þrjá mánuði. Þá er lítil sem engin rýrnun á duft- inu. _ES reglugerðina í gærdag. „Reglu- gerðin gengur í meginatriöum út á þær tillögur sem Stéttar- sambandið hefur lagt lauslega fram. Framleiðslumagn mjólk- ur sem um var samið í haust verður skipt milli mjólkur- framleiðenda, í grundvallaratr- iðum eftir rcglu sem byggist á því að búmarkið telur tvöíalt á móti framleiðslu þriggja síð- ustu verðlagsára. Þetta er meg- inreglan sem notuð vcrður við skiptingu þessa magns,“ sagði Bjarni. Hann sagði reglugerðina fela í sér ýmsar sérreglur sem taka tillit til þess aö rnilda sveillur á milli þessara tveggja ára. Bæði þessa árs og síðasta. „Gengið er inn á svæðahug- myndina. Landinu er skipt í þrjátíu framleiðslusvæði. Einnig eru í reglugerðinni sér- reglur sem miða að því að veita þeim sérstakan rétt sem hafa verið að hefja framleiðslu síð- ustu árin, til jrcss að mæta auk- inni fjármagnsþörf þeirra sem staðið hafa í uppbyggingu síð- astliðin ár,“ sagði Bjarni. Mikil gagnrýni hel'ur komið fram, á það hversu langan tíma hefur tekiö að ganga frá ofan- nefndri reglugerð. Bjarni sagði að gagnrýni af hendi Fram- leiðsluráðs væri vafasöm, vegna þess að landbúnaðar- ráðuneytið mun hafa óskað eft- ir tillögum í júlímánuði um út- færslu á búmarksskipting- unni. „Þær tillögur komu að- eins að hluta í nóvember. Það er ekki síður, ef hægt er að tala um orsök fyrir þeim tíma sem þetta hefur tekið, hversu erfið- legaþeim hefur gengið að vinna sínar tillögur sem ráðuneytið óskaði eftir," sagði Bjarni. Stéttarsamband bænda hefur óskað eftir stjórnarfundi um málið og verður hann haldinn á morgun. - ES Fyrsta einkaþotan keypt? - íslenskur aðili hefurfengiðflugrekstrarleyfi Nokkrir íslenskir athafna- menn íhuga nú þann mögu- leika að kaupa einkaþotu af gerðinni Citation II. Vélin er af þeirri gerðinni sem við- skiptajöfrar erlendis nota gjarnan þegar farið er á ráð- stefnur um langan veg. Ekki er hægt að upplýsa hverjir það eru sem hafa kannað hugs- anleg kaup á vélinni. Þó segja heimildir Tímans að Flug- stöðin hf. standi á bak við fyrirtækið. Aðili sá sem hefur augastað á vélinni hefur flugrekstrar- leyfi, en þegar sótt var um sérstakt leyfi til samgöngu- málaráðuneytisins varð að kanna málið sérstaklega, þar sem vélin vegur rúm sex tonn. Að sögn Birkis Guðjóns- sonar deildarstjóra hjá sam- göngumálaráðuneytinu eru viss skil í leyfisveitingum fyrir flugrekstrarleyfum þegar vél er yfir 5,7 tonn. Hann sagði að ráðuneytið hefði í þessu tilfelli ákveðið að líta framhjá þyngdarákvæðunum. „Það er þó ekki um stefnumarkandi ákvörðun að ræða,“ sagði Birkir. - ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.