Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 1
r V \jr 0 SUNNUDAGS- OG BAF 11 ímiin BARNA-TÍMINN FYLGIR I DAG LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1986-13. TBL. 70. ARG. LISTAHATIÐ unga fólksins lýkur á sunnu: daginn kl. 22.00 en hún er haldin á Kjarvalsstöðum. í dag og á morgun verður ýmislegt um að vera, m.a. leiksýningar, diskódans, hljómleikar og listdans. HÆSTIRETTUR hefur skipað rannsóknar- nefnd vegna Hafskipsmálsins, en Alþingi samþykkti lög um skipun nefndarinnarskömmufyrirjól. Formað- urhennarer Jón Þorsteinsson, hæstaréttarlögmaður, en auk hans sitja þeir Brynjólfur I. Sigurðsson, dósent og Sigurður Tómasson, löggiltur endurskoðandi í nefndinni. VINSTRIMENN og umbótasinnar í Stúd ent- aráði Háskóla íslands ræðast við um þessar mundir um væntanlegt samstarf nýs meirihluta í ráðinu eftir að fyrrverandi meirihluti var felldur með vantrausti. Gera má ráð fyrir að hinn nýi meirihluti taki við stjórnartaumunum á sunnudag. Fráfarandi stjórn SHÍ hefur sent frá sér ályktun þar sem harðlega er mót- mælt ásökunum andstæðinga þess efnis að stjórnin hafi neitað að starfa áfram þar til nýi meirihlutinn tæki við og ábyrgð af stjórnleysi vísað til föðurhúsanna. NORÐURLÖND hyggjast herða reglur um vegabréfsáritanir til handa s-afrískum borgurum. Þeirri ráðstöfun er fyrst og fremst ætlað að bitna á yfir- lýstum stuðningsmönnum aðskilnaðarstefnu þar- lendra stjórnvalda, en mun ekki ná til andstæðinga stefnunnar, almennra ferðamanna og blaðamanna. í tilkynningu sænska utanríkisráðuneytisins segir að umrædd ráðstöfun fylgi í kjölfar samþykktar sém utanríkisráðherrar landanna stóðu að síðastliðið haust. SPRENGJUHÓTUN sú sem setti allt á annann endann á Keflavíkurflugvelli fyrr í vikunni, barst frá þrettán ára pilti. Hann ásamt tveimur öðrum drengjum skipulagöi verknaðinn. Eins og Tíminn skýrði frá var ekki hægt að rekja símtalið frá drengnum. RÁÐUNEYTISSTJÓRI fo-sætisráðU neytisins hefur vakið athygli forráðamanna Hins leik- hússins á því að sviðsmynd leiksins „Rauðhóla Ransý" sé brot á 12. gr. laga um þjóðfána Islendinga. Leikurinn gerist á fjölbragðaglímuhring og glíma leik- ararnir á íslenska fánanum sem er á gólfi hringsins. Enn er óljóst hvernig Hitt leikhúsið bregst við tilmæl- unum. HOLLENSKI STÓRMEISTARINN Jan Timman vann í gær skák við Artur Yusupov í Sovétríkjunum. Síðarnefndur hafði hvítt og gaf skák- ina á fertugasta leik. Úrslitin skipta þó nokkru fyrir Timman þar sem um undanúrslit fyrir heimsmeistara- keppni er að ræða. SLÖKKVILIÐ REYKJAVÍKUR var kallað að Globus í Lágmúla í gærdag. Eldur hafði kviknað í Ijósaskilti á þaki hússins. Skiltið, sem er merki Citroén skemmdist talsvert, og var ein einig þess ónýt. Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði í samtali við Tímann í gær að mesta mildi væri að eldurinn skyldi koma upp á dagvinnutíma, þar sem húsið er sex hæða hátt, og erfitt að komast að skiltinu. Kolbeinsey: HUSVIKINGAR RÆDA VID FISKVEIÐASJÓD Forsvarsmcnn íshafsá Húsa- vík. hlutafélags heimamanna um að kaupa aftur Kolbeinscy ÞH-10, funduðu með forráða- mönnum Fiskveiðasjóðs í gær. Verið er að semja um verð og skilmála, en sem kunnugl er hefur Útgerðarfélag Akureyr- inga dregið sig í hlé með tilboð sitt. „Ég held það megi orða þetta þannig að við höfum boð- ið skip til sölu og viljum lá sem best verð fyrir það,“ sagði Már Elísson framkvæmdastjóri Fiskveiðasjóðs í samtali við Tímann í gær. „í dag höfum við vcrið að tala saman og kanha hvort grundvöllur er fyrir sam- komulagi og við höfum ákveð- ið að hittast áftur á mánudag- inn,“ sagði Már ennfrcmur. Bjarni Aðalgeirsson bæjar- stjóri á Húsavík vildi sem minnst um viöræðurnar segja þar sem þær væru enn skainmt komnar. „Það er ómögulegt um það að scgja ennþá," sagði Bjarni þegar Tíminn spurði hann uni horfur á því að samn- ingar tækjust. Gísli Konráðsson l’ram- kvæmdastjóri ÚA sagðj í gær að þeir litu svo á að þessar við- ræður væru alfarið milli Fisk- veiðasjóðs og Húsvíkinga eins og fram hcfði komið í fyrirvar- anum í tilboði þcirra. Hins veg- ar sagði Gísli að ef ekki yrði úr samningum milli Húsvíkinga og sjóösins myndu þeir koma aftur inn í myndina. -BG Hafin er Bridgehátíð 1986. Af því tilefni er hér margt erlendra gesta. Hér má sjá Svíana Sundelin og Flodquist og Bandaríkjamcnn- ina Bergen og Kodwell, en hann er heimsmeistari í bridge. Verö á kartöflum: Sama verð og í október - segir verðlagsstjóri „Allarfullyrðingareðamatá kartöflum í október s.l. eru því hvernig til hafi tekist síðan auðvitað alveg út í hött á þessu heildsöluverðvar gefið frjálst á stigi málsins - það er engin Utanríkisráðuneytiö: GEIR FER FRÁ í LOK NÆSTU VIKU Geir Hallgrímsson utanrík- isráðherra lætur af embætti í lok næstu viku og Matthías Mathiesen þingmaður Sjálf- stæðisflokksins tekur við stjórnartaumunum í ráðuneyt- inu í hans stað. Ráðherraskiptin verða í samræmi við það samkomulag sem var gert meðal ráðherra Sjálfstæðisflokksins síðastliðiö haust er fræg stólaskipti fóru fram. Þá bauðst Geir til að láta eftir sitt' embætti til að auð- velda Þorsteini Pálssyni lor- manni flokksins inngöngu í ríkisstjórnina. í samtali við Tímann sagði Geir að hann hefði ekki tekið neina ákvörðun um það hvað við tekur er hann hverfur úr utanríkisráðuneytinu. Aö- spurður um sannleiksgildi þeirra fregna að hann hygðist taka við bankastjórastöðu í Seðlabankanum, sagði Geir að engin ákvörðun hefði verið tekin um slíkt. -SS reynsla koniin á þctta ennþá. I annan stað er það alrangt að verð á kartöflum hafi hækkað síðan. Meðalverð á kartöflum í verslunum var42,50 kr. kílóið í október.Síðan hefur það lækk- að og hækkað og er nú 42,68 kr. að meðaltali. Nettóhækkun er því cngin síðan þetta var gefið frjálst," sagði Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, vegna orða Sveinbergs Laxdals í Tímanum um að helstu ástæðu verðhækk- unar á kartöflum mætti rekja til ákvörðunar um frjálst heild- söluverð. Georg bcnti jafnframt á að Sveinberg hafi greinilega verið að tala um eitthvað allt annað en það sem gerst hafi síðustu 3 mánuði - enda samanburðar- tölur hans sóttar til ársins 1984 og allt aftur til 1983, sem séu ákvörðunum á s.l. hausti alls óviðkomandi. KJÖTIÐ ER LÖGLEGT Innflutningur varnarliðsins á hráu kjöti hingað til lands stangast ekki á við lög um varnir gegn gin- og klaufa- veiki. Þetta er álit nefndar lögfróðra manna sem for- sætisráðherra fékk til að kanna málið vegna deilna innan ríkisstjórnarinnar á síðasta ári. Þeir Arnljótur Björnsson. Gaukur Jörundsson og Jó- hannes L.L. Helgason kom- ust að þeirri niöurstöðu að skýra bæri varnarsamninginn svo að hann heimili þann innflutning sem hér um ræðir. „Ofangreind skýring varnar- samningsins verður að teljast rúmast innan eðlilegra og viðurkenndra marka skýring- ar milliríkjasamninga," segir m.a. í álitsgerðinni. -SS -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.