Tíminn - 21.05.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.05.1986, Blaðsíða 11
10 Tíminn' Miðvikudagur 21. maí 1986 Miðvikudagur 21. maí 1986 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR B-keppni Evrópumótsins í körfuknattleik: Ágæt frammistaða Sigur á Tyrkjum kom skemmtilega á óvart - Hæðarvandræöi í liðinu Guðni Guðnason og félagar í ís- lenska körfulandsliðinu stóðu fyrir sínu í Belgíu Islenska landsliðið í körfuknatt- leik tók um hvítasunnuhelgina þátt í B-keppni Evrópumótsins í körfu- knattleik í Belgíu. íslenska liðinu gekk svona eins og við var búist og reyndar ögn betur því góður sigur vannst á Tyrkjum en aðrir leikir töpuðust. íslcndingar verða þó áfram B-þjóð í körfuknattleik. Það er góður árangur miðað við það að ísienska liðið vantar hæð sem er ákaflega nauðsynlegt í körfuknatt- leik. Fyrsti leikur íslenska liðsins var gegn Pólverjum. Var við ramman reip að draga í þeim leik. Pólverjar voru mun sterkari og unnu sigur 95-56 (46-25). Sigur þeirra var aldrei í hættu. Pálmar skoraði 15 stig í leiknum en Guðni gerði 12. Þá var leikið gegn frændum vorum Svíum. Aftur var tap uppá teningn- um 65-83. Þó var staðan jöfn í leiknum er um sex mínútur voru til leiksloka. Þá sigu Svíar frammúr og unnu full-stóran sigur. Pálmar gerði 22 stig en Valur var með 20. Þriðja viðureignin var sú skemmti- legasta enda vannst sigur á Tyrkjum 63-58. Vörn íslenska liðsins var frá- bær og aliir strákarnir í miklu stuði. Tyrkir áttu ekkert svar og urðu áhorfendur er studdu þá oft mjög illir. Pálmar skoraði 21, Guðni gerði 15 en Valur 12. Sætur sigur sem ekki var reiknað með. Fjórði leikurinn var við Ungverja og fyrirfram var búist við sigri íslandsmótið í knattspyrnu - 2. deild: Selfoss byrjar vel 4-1 sigur á Sköllunum - KA í formi - Reykjavíkurjafntefli Heil umferð var leikin í 2. deild um hvítasunnuhelgina. Eftir hana standa KA-tnenn og Selfyssingar best að vígi. Þau voru einu liðin sem náðu sigri. Öðrum leikjum lauk með jafntcfli og urðu alls 17 miirk gerð í fimm leikjum. Selfoss-Skallagrímur.......4-1 Selfyssingar sýndu á sér nýtt andlit í 2. dcildinni í þessum leik í orðsins fyllstu merkingu. Liðið skartar nú fimm fyrrurn I. deildarmönnum og meðalhæð liðsins er nú hærri en oft áður. Sigurður Halldórsson (ÍA), Tómas Pálsson (ÍBV), Jón Gunnar Bergs (UBK), Einar Jónsson (ÍBÍ) og Daníel Gunnarsson (Haukum) hafa allir 1. deildar reynslu á bakinu. Mörkin í viðureigninni við Skallana, sem flestir eru ungir að árum og lítt sjóaðir, urðu 4 en hefðu getað orðið mun fleiri. Staðan í hálfleik var 2-0. Jón Gunnar Bergs skoraði þrennu í leiknum og Tómas Pálsson eitt. Mark Skallanna kom úr vítaspyrnu rétt fyrir lok leiksins og skoraði það Árni Gunnarsson. KA-Einherji..................4-0 Þrátt lyrir að mörkin hafi orðiö fjögur á endanum þá reyndust Ein- herjamenn óþægir í leiknum undir stjórn fyrrum KA-mannsins Njáls Eiðssonar. Fyrri hálfleikur var markalaus en færin þó fyrir hendi. Það munaði ckki tniklu að Vopnfirð- ingar næðu forystu er Njáll komst í dauðafæri í síðari hálfleik sem heimameun voru ánægðir með að bjarga. í upphafi síðari hálfleiks tóku KA-menn betur við sér og er um 10 mínútur voru liðnar af hálf- leiknum varð skrattinn laus. Fjögur mörk á einu bretti gerðu leikinn að formsatriði þaö sem eftir var. Tryggvi Gunnarsson skoraði tvö markanna en Hinrik Þórhallsson og Helgi Jóhannsson bættu við. ÍBÍ-UMFN ....................3-3 Það varð sannkölluö markasúpá á mölinni á ísafirði um helgina. Hún hefði jafnvel getað orðið sterkari. Hcimamenn vildu þó benda á að tvö af mörkum Njarðvíkinga hefðu ver- ið af ódýrari tcgundinni og varla efni í góða súpu. Það var aðkomuliðið sem náði að stinga ísfirðinga af að því er virtist. Þeir komust í 3-1 er líða tók á seinni hálfleik var staðan 1-2. Ragnar Hermannsson, Rúnar Jóns- son og Haukur Jóhannesson skor- uðu fyrir Njarðvíkinga, sem undir stjórn Árna Njálssonar eru til alls líklegir. ísfirðingar náðu að jafna leikinn áður en yfir lauk og hefðu reyndar eins getað unnið hann. Jón Oddsson, Guðmundur Jóhannsson og Haukur Magnússon skoruðu mörk ÍBÍ. Þróttur R-Víkingur R.......1-1 Það var ekki veður til knattspyrnu iðkana í Laugardalnum í gærkvöldi. Rok og rigning á köflum settu sitt mark á þessa viðureign liðanna sem féllu úr 1. deild í fyrra. Víkingarnir höfðu vindinn í bakið í lyrri hálflcik og voru þá mun atkvæðameiri. Þeir náðu líka forystunni strax eftir um 20 mínútna leik. Þá skallaði Björn Bjartmars hornspyrnu Jóhanns Þor- varðarsonar beint í nctið. Víkingar áttu ekki neinn aragrúa af færum en voru mjög hættulegir í horn- og aukaspyrnum. í síðari hálfleik snérist dæmið viö og nú sóttu Þróttarar undan veðrinu. Daði Harðarson skoraði gullfallegt mark úr aukaspyrnu, bláhornið niðri, strax á fimmtu mínútu síðari hálfleiks og jafnaði 1-1. Eftirþað varð leikurinn alltaf leiðinlegri og leiðin- legri uns yfir lauk. Þessi lið verða þó með í slagnum um sæti í I. deild að ári og verða Víkingarnir að teljast ógnvænlegri. KS-Völsungur.................0-0 „Það hefði verið ósanngjarnt ef annað liðið hefði unnið þennan leik. Við björguðum að vísu cinu sinni á línu en áttum okkar færi líka,“ sagði Guðmundur Ólafsson þjálfari Völsunga eftir hörkujafntefli á Sielu- firði. Hvorugu liðinu tókst að setja boltann í netið hjá andstæðingunum á heiðarlegan hátt svo útkoman varð jafntefli. Þetta var mikill baráttu- leikur eins og gjarnan er þegar norðanliðin mætast innbyrðis. Björn Bjartmars skorar fyrsta mark Víkinga í 2. deild þetta árið er hann flikkar boltanum yfír Guðinund í marki Þróttar. Tímamynd: Pélur. Sigurður skoraði - og Luzern er nú í þriðja sæti - Barcelona skellti Real Sigurður Grétarsson skoraði sigurmark Luzern í viðureigninni við Lausanne á útivelli í svissnesku I. deildinni í knattspyrnu um helg- ina. Sigurður skoraði strax í upphafi leiksins og reyndist það sigurmarkið. ÓmarTorfason lék með allan leikinn og stóð fyrir sínu. Luzern er komið í þriðja sætið í Sviss með 36 stig er þrjár umferðir eru eftir en Young Boys er í öðru sæti með 40 stig og Xamax er efst með 41 en á aðeins tvo leiki eftir. Baden tapaði 0-4 fyrir St. Gallen. Barcelona sló út spænsku meistar- ana Real Madrid í deildarbikar- keppni þeirra Spánverja um helgina. Lcikið var á heimavelli Real og sigraði Barcelona 4-0. Þetta var seinni leikurinn en sá fyrri endaði 2-2 í Barcelona. Leikmenn Barcel- ona eru nú óðir í að vinna einhvern bikar eftir keppnistímabilið. í öðr- um leikjum voru það Valencia og At. Madrid sem komust áfram á kostnað Espanol og Real Valladolid. Sion sigraði í bikarkeppninni í svissnesku knattspyrnunni um helg- ina er liðið sigraði meistarana sjálfa Servette í úrslitaleik 3-1. Þetta er fimmti bikarmeistaratitill Sion á 11 árurn. Kok skoraði fyrst fyrir Ser- vette en tvö mörk frá Balet og eitt frá Bonvin tryggði Sion bikarinn. Borussia Dortmund tryggði sér aukaleik við Fortuna Köln um sæti í 1. deildinni í þýsku knattspyrnunni á næsta ári. Liðin léku tvo leiki og vann Köln þann fyrri 2-0 en Dort- mund þann seinni 3-1. Liðin eru þar með jöfn með markatöluna 3-3 og útimark gildir ekki. Liðin eigast við að nýju á föstudaginn kemur. PSV Eindhoven sigraði Feyen- oord í hollensku knattspyrnunni 3-2 á útivelli í fyrradag þrátt fyrir að vera búið að tryggja sér sigur í deildarkeppninni í Hollandi fyrir nokkru. Gullit skoraði tvívegis í leiknum fyrir PSV. Þá sigraði Ajax sinn leik gegn Twente 6-0 og skoraði Maarco Van Basten eitt markanna. Ajax hefur skorað 119 mörk í 33 leikjum í vetur og þar af hefur Basten skorað 37 og hann er marka- hæsti leikmaður Evrópu. eftir góðan leik gegn Tyrkjum. Það var hins vegar bara óskhyggja og Ungverjar löbbuðu yfir okkar menn 75-55 (36-27). Dómgæslan var ekki okkur í hag og nánast furðuleg á köflum. Hreinn Þorkelsson var at- kvæðamestur með 12 stig en Torfi gerði 10 og Pálmar og Valur 7 hvor. Hittnin var slök og fráköst í færra lagi. Að lokum var spilað gegn ísrael og unnu þeir léttan sigur á íslending- um eins og við var að búast þar sem ísraelar voru með langbesta liðið í keppninni. Lokatölur urðu 93-64 fyrir ísraelana. Páll Kolbeins. gerði 13 stig en allir leikmenn íslands skoruðu. Rockets unnu Lakers Los Angeles Lakers, með Pétur Guðmundsson innanborðs, virðast vera að missa af lestinni í úrslitaleik í NBA körfuknattleiksdeildarinnar í Bandaríkjunum. Lakers eiga nú í höggi við Houston Rockets og eftir að hafa unnið fyrsta leikinn þá hafa Rockets tekið völdin af Lakers. Rockets hafa nú unnið þrjá leiki í röð. Síðast um helgina 105-95 í Houston. Það eru þeir Akeem „The Drearn" og Olajuwon og Ralph Sampson sem hafa verið mennirnir á bakvið góða sigra Houston en þeir eru gjarnan nefndir „Tvíburaturn- arnir“. Akeem er 2,15 en Sampson er yfir 2,20. Þá er í liði Houston bakvörðurinn Steve Harris, sem er nýliði í deildinni en einhverhittnasti leikmaður sem undirritaður hefur séð. Hann kemur frá Tulsa í Oklá"- homa og skoraði hann að meðal- tali 18,6 stig í leikjum sínum í háskólanum í Tulsa. Boston Celtics, með Larry Bird í fararbroddi en hann spilaði í sömu deild í háskóla og Harris hjá Houst- on, hafa tryggt sér sæti í úrslitunum með 4-0 sigri á Bucks. íslandsmótið: FH lagði Garðinn Frá Frímanni Óiafssyni á Suðurncsjum: Víðismenn tóku á móti FH-ing- um á grasinu í Garðinum á laug- ardaginn í fyrstu umferð 1. deild- ar í knattspyrnu. Það var glamp- andi sól og hægur andvari á meðan á leiknum sfóð og áhorf- endur voru um 300. Þeir voru þó ekki allir ánægðir með úrslitin. Leikurinn hafði ekki staðið nema í tæpar fimm mínútur er Pálmi Jónsson gaf fyrir mark Víðismanna. Gísli markvörður missti af boltanum og hver var réttur maður á réttum stað nema Ingi Björn Albertsson. Hann skallaði knöttinn örugglega í net- ið og staðan 0-1. Það tók Garðs- búa ekki nema þrjár mínútur að jafna leikinn. Helgi Bentsson tók þá fyrirgjöf Guðmundar Knúts- sonar og afgreiddi hana með föstu skoti beint í netið. Eftir þetta dofnaði yfir leiknum og lítið markvert gerðist. Síðari hálfleikur var mikill bar- áttuhálfleikur en sem fyrr voru færin af skornum skammti. Víðis- menn sóttu meira en skyndsóknir FH-inga voru hættulegar. Á 77. mínútu gefur Ingi Björn fyrir markið og Ólafur Danívaldsson var fljótari að átta sig en frosin vörn Vfðismanna og skoraði með skoti úr teignum. Þegar lítið var til leiksloka skoruðu Víðismenn mark sem réttilega var dæmt af vegna rangstöðu. FH-ingar tóku aukaspyrnuna og óðu upp. Krist- ján Gíslason skoraði og þar með var leikurinn örugglega úti fyrir Garðsbúa. Liðin voru nokkuð áþekk en hálfgerður vorbragur á knatt- spyrnunni. Varla er hægt að tína úr leikmenn sem stóðu uppúr enda jafn mannskapur í þeim báðum. Guðmundur Haraldsson dæmdi Ieikinn mjög vel. Tímamynd: Pétur Víti. Stefán fellir hér Jón Þórir og Bragi dómari dæmdi víti. Jón Þórir skoraði örugglega úr því. íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild: Blikar lögðu Valsmenn Baráttuglaðir Kópavogsbúarnir sigruðu Val með einu marki gegn engu Baráttuglaðir Blikar sigruðu íslandsmeist- ara Vals í 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Já, það var fyrst og fremst Ieikgleðin og leiksamvinnan sem tryggði Kópavogsbúunum 1-0 sigur á Hlíðarenda. Leikur heimamanna var hinsvegar hvorki fugl né fískur, lítið um gott samspil og hugmyndaríkan leik. Það var rok á Hlíðarenda þegar leikurinn fór fram og Kári var óvinur beggja liða. Menn börðust þó um völlinn þveran og endilangan og brutu ótt og títt af sér, sérstaklega í fyrri hálfleik. Lítið var um knattspyrnu en það litla sem sást kom frá Blikunum. Jón Þórir Jónsson var hættulegur frammi íslandsmótið í knattspyrnu - 1. deild: Þrenna hjá Valgeir Frá Sigfúsi Guðmundssyni í Eyjum: Valgeir Barðason skoraði þrennu er Skagamenn gerðu þriggja stiga ferð til Eyja í gærkvöldi í 1. deild knattspyrnunnar. Vindurinn í þessum leik var síst minni en í landi því í síðari hálfíeik munu sennilega hafa mælst nálægt 10 vindstigum. Eyjamenn voru atkvæðameiri í fyrri hálf- leik nteð Kára í bakið og áttu sín færi. Lúðvík og Þorsteinn Viktorsson áttu báðir þokkaleg færi. Skagamenn sóttu síðan í síðari hálfleik og á 71. mín skallar Valgeir í netið eftir fyrirgjöf. Hann var síðan með annan skalla á 88. mínútu og aftur í netið. 0-2. Eyjamenn tóku miðju og boltinn barst til Birkis í Skagamarkinu. Hann bombaði fram og Valgeir hljóp alla af sér og þrumaði í markið neðst í hornið. Þrenna hjá þessum unga strák sem sló í gegn móti Fram í fyrra. Þá einnig með þrennu. Valgeir var góður í liði Skagamanna en hjá Eyjamönnum var Elías einna bestur. Þetta var sannkallaður rokleikur og knatt- spyrna sjaldséð. Islandsmótið í 1. deild: FH-ingar efstir - eftir góðan sigur á ÍBK í rokleik á Kaplakrika Hann Kári setti mikinn svip á viðureign FHog ÍBK í Kaplakrika í gærkvöldi er liðin áttust við í 2. umferð íslandsmótsins í knattspyrnu - 1. deild. Kári Vindur var á íslandsmótið í knattspyrnu - 1. deild: Káriréð ríkjum Frá Frífnunni Ólafssyni rrétlarítara Tímans á Suðurnesjum Víðismenn og KR-ingar skildu jafnir í Garðinum í gærkvöldi. Hvorugt liðið náði að skora mark í leik þar sem vindurinn Kári fór á kostum en leikmenn ekki. Víðismenn áttu besta færið í fyrri hálf- leiknum en þá léku þeir undan vindinum. Klemens Sæmundsson, besti maður Víðis í leiknum, átti þá gott skot að marki KR en Stefán Jóhannsson var vel á verði og hand- samaði knöttinn. f síðari hálfleik bjuggust Garðsbúar við að KR-ingar myndu sækja stíft en svo varð ekki raunin. Víðismenn áttu í fullu tré við Vesturbæingana þótt þeir hefðu áðurnefnd- an Kára í liði sínu. Gunnar Gíslason átti að vísu skalla að marki Garðsbúa en inn fór knötturinn ekki. Auk Klemensar var Daníel Einarsson góður í liði Víðis, aðrir voru minna áber- andi. Víðismenn geta þó verið ánægðir með sitt fyrsta stig í deildinni, það áttu þeir sannarlega skilið. Ágúst Már Jónsson var bestur KR-inga, afar sterkur varnarmaður. Þá átti Hálfdán Örlygsson góða spretti. Þorvarður Björns- son dæmdi og gerði það vel. Áhorfendur voru um 400. íslandsmótið í knattspyrnu - 1. deild: Fjögurfallegmörk - er KR-ingar unnu auðveldan sigur á ÍBV - Björn með tvö „Eg er ánægður með mína inenn sem skoruðu falleg mörk og léku af skynsemi,“ sagði Gordon Lee þjálf- ari KR-inga eftir stórsigur Vestur- bæjarliðsins á slökum Eyjamönnum síðastliðinn laugardag. Þegar upp var staðið höfðu KR-ingar skorað fjögur mörk en Eyjamenn ekkert - sanngjörn úrslit sem lýsa nokkuð gangi leiksins. Það er erfitt að dæma KR-liðið af þessum leik. þó cr Ijóst að það skipa sterkir og vel samæfðir leikmenn sem sjálfsagt vonast eftir að standa með íslandsmeistarabikarinn í höndunum þcgar móti lýkur. Ásbjörn Björnsson skoraði fyrsta markið í Vesturbænum um helgina eftir góðan undirbúning Gunnars Gíslasonar. Stuttu síðar skoraði Sæ- björn Guðmundsson stórglæsilegt mark, tók boltann á lofti af tuttugu metra færi og sendi hann með hörku- skoti í netið. Björn Rafnsson skoraði hin tvö mörkin fyrir KR-inga, það síðara í síðari hálfleik með ckki síðra skoti cn þrurnu Sæbjarnar. Eyjamenn voru slakir í þessum leik, helst að „görnlu jaxlarnir", þeir Ómar Jóhannsson og Kári Þorleifs- son sýndu takta. Enginn skyldi þó halda að Eyjamenn gefi auðveldlega stigin cftir á sínurn heimavelli, með vaxandi reynslu og styrk eiga þcir eftir að sækja sig - annað er varla hægt. Allir KR-ingarnir léku vcl. Hin þriggja manna vörn þeirra sem samanstendur af Ágústi Má. Jóns- syni, Lofti Ólafssyni og Jósteini Einarssyni virkar sérlega óárennileg fyrir andstæðingana. íslandsmótiö í knattspyrnu - 1. deild: „Engar skýjaborgir“ -sagði Jón Hermannsson eftir sigur nýliöa Breiöabliks „Ég er mjög ánægður meö sigur- inn í þessuni leik cn viö byggjum okkur þó engar skýjaborgir vegna hans. Við niunum reyna aö taka hvern leik fyrir sig og gera okkar besta,“ sagöi Jón Hermannsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigur sinna manna á Keflvíkingum í opnunar- uinferöinni ■ 1. dcild knattspyrnunn- íslandsmótiö í knattspyrnu - 1. deild: Bjarni skorar fyrst Hann geröi mark eftir rúmar tvær m ínútur gegn Val Þórsarar byrjuöu 1. deildina í knattspyrnu á sigri á sjálfum íslands- meisturum Vals á heimavelli sínuin og skapaði oft usla meðal varnarmanna Vals. Guðmundur Guðmundsson og Guð- mundur Valur Sigurðsson, Blikamenn báðir, voru einnig ógnandi í hlutverkum sínum á miðjunni. Magni Pétursson lék nú að nýju með Val en var greinilega ekki búinn að ná sér fullkomlega af meiðslum sínum og lítil kjölfesta var því í miðjuspili Valsmanna. í síðari hálfleiknum lifnaði leikurinn nokkuð við, Valsmenn sóttu mcira en Breiðabliksmenn voru hættulegri. Á 15. mínútu var síðan Jón Þórir felldur inní teig, víti dæmt og áðurnefndur Jón skoraði örugg- lega. Gott hjá þessum knáa leikmanni. Gestirnir héldu eftir markið sínum hlut, ekkert mál. Jón Þórir var góður í þessum leik og reyndar fá allir Blikar einkunn fyrir góða baráttu. Valsmenn vilja líklega gleyma þess- um leik sem allra fyrst. á Akurcyri. Sigurinn varð 2-1 og má segja að hann hafí verið í naumara lagi. Valsmenn voru mikið með boltann í leiknum en gekk illa að skapa sér færi og vinna úr þeim fáu sem gáfust. Þórsarar börðust vel og uppskáru í samræmi við það. Það var rok og leiðinda veður er leikurinn fór fram. Þórsarar voru á undan vindinum í fyrri hálfleik og skoruðu þá tvívegis. Bjarni Svein- björnsson skoraði strax eftir tveggja mínútna leik. Fljótasta markið í deildinni. Hann fékk boltann eftir langt innkast sem Stefán markvörð- ur missti af og pikkaði boltanum í netið. Hlynur Birgisson kom síðan Þórsurum í 2-0 fyrir hlé með fallegu marki. Aftur var það langt innkast sem var byrjunin á marki. Valsmenn náðu að skalla frá en aðeins til Hlyns sem þrumaði tuðrunni af afli í netið 2-t). í síðari hálfleik komu Valsarar meira inní leikinn enda með vindinn í bakið. Þeir sóttu nokkuð og í einni sóknaraðgerð þeirra hrökk knöttur- inn í hendi leikmanns Þórs og víti var dæmt. Hilmar Sighvatsson skor- aði örugglega úr því. Þórsarar lögðu kapp á að verjast en Valsmenn sóttu nokkuö. Guðni Bergsson átti skot í slá en síðan var leikurinn úti. Þetta var slakur leikur knatl- spyrnulega séð enda aðstæður ekki hinar bcstu. Valsmenn voru meira með boltann cn Þórsarar voru bar- áttuglaðir og tapa ekki auðvcldlega á heimavelli. Það er orðin hefð. ar seni fram fór á laugardaginn. Blikarnir unnu sigur á Keflvíkingum 1-0 í slökum leik knattspyrnuleg séð en þukkalega spcnnandi. Þaö sem skildi þessi lið að var að sóknarlína og sóknaraðgerðir Kefl- víkinga voru mjög máttlitlar. Ógnun þeirra við rnark Blikanna var engin. Þeir uppskáru að vísu vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé cn þaö var uppúr engu og mjög klaufalegt af Blikanum að fcllu Kjartan Einarsson við horn- ið á vítateignum og cndalínu. Kjart- an tók sjálfur vítiðen Örn Bjarnason í rnarki Blikanna varði vel. Þetta var nánast í eina skiptið sem Keflvíking- ar ógnuðu marki Blikanna. Blikarnir voru heldur hættulegri þó þeir liafi veriö að eiga við bestu menn ÍBK í vörninni. Þá Valþór Sigþórsson og Frey Sverrisson. Blik- arnir eru með leikmenn í framlínu sem gcta haldið boltanum og bcðið eftir stuðningi. Þeir náðu að skora sigurmarkið strax á 18. mínútu. Jón Þórir Jónsson, helsti skclfir Kefla- víkurvarnarinnar, fékk þá fallega sendingu frá Hákoni inní teiginn. Hann hikaði ckki heldur þrumaði í netið. Blikarnir áttu besta manninn á vcllinum, Guðmund Guðmundsson. Ungur strákur með góða boltameð- ferð, hraða og auga fyrir samspili og góðunt sendingum. Áhorfendur voru fjölmargir í ágætu veðri á Kópavogsvelli. Magnús Jónatansson dæmdi leikinn og var ágætur. Islandsmótiö í knattspyrnu - 1. deild: Markalaust á Skaganum ferðinni allan tímann og áttu liðin i vandræð- um vegna hans í mörgum tilvikum. FH spilaði á undan vindi í fyrri hálfleik og voru eðlilega meira í sókn. Pálmi átti góðan skalla strax í upphafí leiksins og á 15.mínútu átti hann enn betri skalla eftir stórfallega aukaspyrnu Viðars Halldórs. Sá skalli fór í bláhornið og staðan var 1-0 fyrir heima- menn. FH-ingar voru aðgangsharðari í fyrri hálfleiknum og undir lok hans komst Ingi Björn aleinn í gegnum vörn ÍBK og átti bara eftir að leika á Þorstein í markinu. Honum tókst það en missti við það jafnvægið og skotið fór framhjá. f upphafí síðari hálfleiks komst Ingi enn einn í gegn og nú klikkaði hann ekki heldur sendi tuðruna ■ netið 2-0. Keflvíkingar sóttu látlaust eftir þetta og áttu sín færi. Þeim tókst að minnka muninn en Kjartan Einars- son þrumaði í slána úr aukaspyrnu og þaðan barst knötturinn á höfuð Valþórs Sigþórs- sonar sem sendi hann í netið. IBK sótti eftir þetta en FH-ingar vörðust vel. Freyr Sverris- son var góður hjá ÍBK en hjá FH voru Ingi og Pálmi báðir hættulegir og vörnin stóð fyrir sínu. Leikurinn varð aldrei rismikill enda fauk hann oft út í veður og vind. Einn af stóru leikjunum í fyrstu umferð íslandsmótsins í knattspymu var á Skaganum um helgina er heimamenn tóku á móti Bikarmeist- urum Fram. Frömurum hefur verið spáð mjög góðu gengi á þessu ís- landsmeistaramóti og Skagamcnn eru jafnan mjög erfíðir heim aö sækja. Leiknum lauk með marka- lausu jafntefíi og geta bæði liðin nokkuð vel við unað. Framarar áttu hættulegri marktækifæri en í heild var sanngjarnt að jafntefli skyldi verða uppá teningnum. Framarar byrjuðu betur enda þurftu Skagamenn að breyta varnar- leik sínum nokkuð þar sem Sigurður Lárusson var í leikbanni. Guðjón Þórðarson tók stöðu hans í vörninni og skilaði henni mcð miklum sóma. Þá spiluðu tveir nýliðar í öftustu vörn Skagamanna cn þcir stóðu fyrir sínu. Guðmundur Torfason var at- kvæðamikill í liði Fram og fékk góð færi strax í byrjun leiksins. Ekki nýttust þau. Hinum megin gcrði Friðrik markvörður vel að verja þrumuskalla frá Guðbirni Tryggva- sym. Sama baráttan var uppá teningn- um í síðari hálfleik og var í þeim fyrri en mörkin létu á sér standa. Reyndar fengu þeir 15000 áhorfend- ur sem komu á leikinn að sjá alla hliðar knattspyrnunnar nema rnörk. Erfitt cr að taka leikmenn út og hrósa. Þcssi lið eru jöfn og er það helsti kostur þeirra. Guðmundur Torfason var þó vel ógnandi og Guðjón Þórðarson stóð sig mjög vel í stöðu miðvarðar. Sölutjöld 17. júní 1986 í Reykjavík Þeir sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1986 vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaöa aö Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08.20-16.15. Athygli söluhafa er vakin á því að þeir þurfa aö afla viöurkenningar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæöis á sölutjöldum og leyfi þess til sölu á viðkvæmum neysluvörum. Umsóknum sé skilaö í síðasta lagi þriöjudaginn 3. júní kl. 16.15. IÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.