Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						986
Miðvikudagur21. maí 1986
Tíminn 11
íslandsmótið í knattspyrnu - 1. deild:
mari dænidi víti. Jón Þórir skoraði örugglega úr því.
deild:
Tímamynd: Pétur
|>gðu Valsmenn
íir sigruðu Val með einu marki
Það var rok á Hlíðarenda þegar leikurinn
fór fram og Kári var óvinur beggja liða.
Menn börðust þó um völlinn þveran og
endilangan og brutu ótt og títt af sér,
sérstaklega í fyrri hálfleik. Lítið var um
knattspyrnu en það litla sem sást kom frá
Blikunum.
Jón Þórir Jónsson var hættulegur frammi
Ldeild:
áValgeir
Valgeir var góður í liði Skagamanna en
hjá Eyjamönnum var Elías einna bestur.
Þetta var sannkallaður rokleikur og knatt-
spyrna sjaldséð.
gegn engu
og skapaði oft usla meðal varnarmanna
Vals. Guðmundur Guðmundsson og Guð-
mundur Valur Sigurðsson, Blikamenn
báðir, voru einnig ógnandi í hlutverkum
sínum á miðjunni.
Magni Pétursson lék nú að nýju með Val
en var greinilega ekki búinn að ná sér
fullkomlega af meiðslum sínum og lítil
kjölfesta var því í miðjuspili Valsmanna.
í síðari hálfleiknum lifnaði leikurinn
nokkuð við, Valsmenn sóttu meira en
Breiðabliksmenn voru hættulegri. Á 15.
mínútu var síðan Jón Þórir felldur inní teig,
víti dæmt og áðurnefndur Jón skoraði örugg-
lega. Gott hjá þessum knáa leikmanni.
Gestirnir héldu eftir markið sínum hlut,
ekkert mál.
Jón Þórir var góður í þessum leik og
reyndar fá allir Blikar einkunn fyrir góða
baráttu. Valsmenn vilja líklega gleyma þess-
um leik sem allra fyrst.
Islandsmótið í 1. deild:
FH-ingar efstir
- eftir góðan sigur á ÍBK í rokleik á Kaplakrika
Hann Kári setti mikinn svip á viðureign
FHog ÍBK í Kaplakrika í gærkvöldi er liðin
áttust við í 2. umferð íslandsmótsins í
knattspyrnu - 1. deild. Kári Vindur var á
Ldeild:
ríkjum
Vesturbæingana þótt þeir hefðu áðurnefnd-
an Kára í liði sínu. Gunnar Gíslason átti að
vísu skalla að marki Garðsbúa en inn fór
knötturinn ekki.
Auk Klemensar var Daníel Einarsson
góður í liði Víðis, aðrir voru minna áber-
andi. Víðismenn geta þó verið ánægðir með
sitt fyrsta stig í deildinni, það áttu þeir
sannarlega skilið.
Ágúst Már Jónsson var bestur KR-inga,
afar sterkur varnarmaður. Þá átti Hálfdán
Örlygsson góða spretti. Þorvarður Björns-
son dæmdi og gerði það vel. Áhorfendur
voru um 400.
ferðinni allan tímann og áttu liðin í vandræð-
um vegna. hans í mörgum tilvikum.
FH spilaði á undan vindi í fyrri hálfleik og
voru eðlilega meira í sókn. Pálmi átti góðan
skalla strax í upphafi leiksins og á 15.mínútu
átti hann enn betri skalla eftir stórfallega
aukaspyrnu Viðars Halldórs. Sá skalli fór í
bláhornið og staðan var 1-0 fyrir heima-
menn. FH-ingar voru aðgangsharðari í fyrri
hálfleiknum og undir lok hans komst Ingi
Björn aleinn í gegnum vörn ÍBK og átti bara
eftir að leika á Þorstein í markinu. Honum
tókst það en missti við það jafnvægið og
skotið fór framhjá.
í upphafi síðari hálfleiks komst Ingi enn
einn í gegn og nú klikkaði hann ekki heldur
sendi tuðruna í netið 2-0. Keflvíkingar sóttu
látlaust eftir þetta og áttu sín færi. Þeim
tókst að minnka muninn en Kjartan Einars-
son þrumaði í slána úr aukaspyrnu og þaðan
barst knötturinn á höfuð Valþórs Sigþórs-
sonar sem sendi hann í netið. IBK sótti eftir
þetta en FH-ingar vörðust vel. Freyr Sverris-
son var góður hjá ÍBK en hjá FH voru Ingi
og Pálmi báðir hættulegir og vörnin stóð
fyrir m'iiii. Leikurinn varð aldrei rismikill
enda fauk hann oft út í veður og vind.
Fjögur f alleg mörk
- er KR-ingar unnu auðveldan sigur á ÍBV - Björn með tvö
„Ég er ánægður með mína menn
sem skoruðu falleg mörk og léku af
skynsemi," sagði Gordon Lee þjálf-
ari KR-inga eftir stórsigur Vestur-
bæjarliðsins á slökum Eyjamönnum
síðastliðinn laugardag. Þegar upp
var staðið höfðu KR-ingar skorað
fjögur mörk en Eyjamenn ekkert -
sanngjörn úrslit sem lýsa nokkuð
gangi leiksins.
Það er erfitt að dæma KR-liðið af
þessum leik, þó cr ljóst að það skipa
sterkir og vel samæfðir leikmenn
sem sjálfsagt vonast eftir að standa
með Islandsmeistarabikarinn í
hóndunum þegar móti lýkur.
Ásbjörn Björnsson skoraði fyrsta
markið í Vesturbænum um helgina
eftir góðan undirbúning Gunnars
Gíslasonar. Stuttu síðar skoraði Sæ-
björn Guðmundsson stórglæsilegt
mark, tók boltann á lofti af tuttugu
metra færi og sendi hann með hörku-
skoti í netið. Björn Rafnsson skoraði
hin tvö mörkin fyrir KR-inga, það
síðara  í síðari  hálfleik með ekki
síðra skoti en þrumu Sæbjarnar.
Eyjamenn voru slakir í þessum
leik, helst að „gömlu jaxlarnir", þeir
Ómar Jóhannsson og Kári Þorlcifs-
son sýndu takta. Enginn skyldi þó
lialda að Eyjamenn gefi auðveldlega
stigin eftir á sínum heimavelli, með
vaxandi rcynslu og styrk eiga þeir
eftir að sækja sig - annað er varla
hægt.
Allir KR-ingarnir léku vel. Hin
þriggja manna vörn þeirra sem
samanstendur af Ágústi Má. Jóns-
syni, Lofti Ólafssyni og Jósteini
Einarssyni virkar sérlega óárennileg
fyrir andstæðingana.
íslandsmótið í knattspyrnu - 1. deild:
„Engar skýjaborgir"
- sagði Jón Hermannsson eftir sigur nýliða Breiðabliks
„Ég er mjög ánægður með sigur-
inn í þessum leik en við byggjum
okkur þó engar skýjaborgir vegna
hans. Við munum reyna að taka
hvern leik fyrir sig og gera okkar
besta," sagði Jón Hermannsson,
þjálfari Breiðabliks, eftir sigur sinna
manna á Keflvíkingum í opnunar-
umferðinni 11. deild knattspyrnunn-
íslandsmótið í knattspyrnu - 1. deild:
Bjarni skorar fyrst
Hann gerði mark eftir rúmar tvær mínútur gegn Val
Þórsarar byrjuðu 1. deildina í
knattspyrnu á sigri á sjálfum íslands-
meisturum Vals á heimavelli sínum
á Akureyri. Sigurinn varð 2-1 og má
segja að hann hafi verið í naumara
lagi. Valsmenn voru mikið með
boltann í leiknum en gekk illa að
skapa sér færi og vinna úr þeim fáu
sem gáfust. Þórsarar börðust vel og
uppskáru í samræmi við það.
Það var rok og leiðinda veður er
leikurinn fór fram. Þórsarar voru á
undan vindinum í fyrri hálfleik og
skoruðu þá tvívegis. Bjarni Svein-
björnsson skoraði strax eftir tveggja
mínútna leik. Fljótasta markið í
deildinni. Hann fékk boltann eftir
langt innkast sem Stefán markvörð-
ur missti af og pikkaði boltanum í
netið. Hlynur Birgisson kom síðan
Þórsurum í 2-0 fyrir hlé með fallegu
marki. Aftur var það langt innkast
sem var byrjunin á marki. Valsmenn
náðu að skalla frá en aðeins til Hlyns
sem þrumaöi tuðrunni af afli í netið
2-0.
í síðari hálfleik komu Valsarar
meira inní lcikinn enda með vindinn
í bakið. Þeir sóttu nokkuð og í einni
sóknaraðgerð þeirra hrökk knöttur-
inn í hendi leikmanns Þórs og víti
var dæmt. Hilmar Sighvatsson skor-
aði örugglega úr því. Þórsarar lögðu
kapp á að verjast en Valsmenn sóttu
nokkuð. Guðni Bergsson átti skot í
slá en sfðan var Ieikurinn úti.
Þetta var slakur leikur knatt-
spyrnulega séð enda aðstæður ekki
hinar bestu. Valsmenn voru meira
með boltann cn Þórsarar voru bar-
áttuglaðir og tapa ckki auðvcldlcga
á heimavelli. Það er orðin hcfð.
ar sem fram fór á laugardaginn.
Blikarnir unnu sigur á Keflvíkingum
1-0 í slökum leik knattspyrnuleg séð
en þokkalega spennandi.
Það scm skildi þessi lið að var að
sóknarlína og sóknaraðgerðir Kefl-
víkinga voru mjög máttlitlar. Ógnun
þeirra við mark Blikanna var engin.
Þcir uppskáru að vísu vítaspyrnu
rctt fyrir leikhlé en það var uppúr
engu og mjög klaufalegt af Blikanum
að fclla Kjartan Einarsson við horn-
ið á vítateignum og endalínu. Kjart-
an tók sjálfur vítið en Örn Bjarnason
í marki Blikanna varði vel. Þetta var
nánast í cina skiptið sem Keflvíking-
ar ógnuðu marki Blíkanna.
Blikarnir voru heldur hættulegri
þó þeir hafi verið að ciga við bcstu
menn ÍBK í vörninni. Þá Valþór
Sigþórsson og Frey Sverrisson. Blik-
arnir eru með leikmenn í framlínu
sem geta haldið boltanum og beðið
eftir stuðningi. Þeir náðu að skora
sigurmarkið strax á 18. mínútu. Jón
Þórir Jónsson, hclsti skclfir Kcfla-
víkurvarnarinnar, fckk þá fallega
scndingu frá Hákoni inní tciginn.
Hann hikaði ckki hcldur þrumaöi í
netið.
Blikarnir áttu besta manninn á
vcllinum, Guðmund Guðmundsson.
Ungur strákur með góða boltamcð-
ferð, hraða og auga fyrir samspili og
góðum sendingum. Áhorfendur
voru fjölmargir í ágætu veðri á
Kópavogsvelli. Magnús Jónatansson
dæmdi leikinn og var ágætur.
íslandsmótið í knattspymu - 1. deild:
Markalaust á Skaganum
Einn af stóru ieikjunum í fyrstu
umferð íslandsmótsins í knattspyrnu
var á Skaganum um helgina er
heimamenn tóku á móti Bikarmeist-
iiriini Fram. Frömurum hefur verið
spáð mjög góðu gengi á þessu Is-
landsmeistaramóti og Skagamenn
eru jafnan mjög erfiðir heim að
sækja. Leiknum lauk með marka-
lausu jafntefli og geta bæði liðin
nokkuð vel við unað. Framarar áttu
hættulegri marktækifæri en í heild
var sanngjamt að jafntefli skyldi
verða uppá teningnum.
Framarar byrjuðu betur enda
þurftu Skagamenn að breyta varnar-
leik sínum nokkuð þar sem Sigurður
Lárusson var í leikbanni. Guðjón
Þórðarson tók stöðu hans í vörninni
og skilaði henni með miklum sóma.
Þá spiluðu tveir nýliðar í öftustu
vörn Skagamanna en þcir stóðu fyrir
sínu. Guðmundur Torfason var at-
kvæðamikil! í liði Fram og fékk góð
færi strax í byrjun leiksins. Ekki
nýttust þau. Hinum megin gerði
Friðrik markvörður vel að verja
þrumuskalla frá Guðbirni Tryggva-
sym.
Sama baráttan var uppá teningn-
um í síðari hálfleik og var í þeim
fyrri en mörkin létu á sér standa.
Reyndar fengu þeir 15000 áhorfend-
ur sem komu á leikinn að sjá alla
hliðar knattspyrnunnar nema mörk.
Erfitt er að taka leikmenn út og
hrósa. Þessi lið eru jöfn og er það
helsti kostur þeirra. Guðmundur
Torfason var þó vel ógnandi og
Guðjón Þórðarson stóð sig mjög vel
í stöðu miðvarðar.
Sölutjöld 17. júní 1986 í
Reykjavík
Þeir sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóðhátíðardaginn
17. júní 1986 vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaða
að Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08.20-16.15.
Athygli söluhafa er vakin á því að þeir þurfa að afla
viðurkenningar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðis á
sölutjöldum og leyfi þess til sölu á viðkvæmum neysluvörum.
Umsóknum sé skilað í síðasta lagi
þriðjudaginn 3. júní kl. 16.15.
(ÞRÓTTA- OG
TÓMSTUNDARÁÐ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20