Tíminn - 10.06.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.06.1986, Blaðsíða 1
SOVÉTMENN OG FRAKKAR urðu fyrstu liðin til að tryggja sér áframhaldandi þátttöku á HM í knattspyrnu. Sovétmenn notuðu varalið- ið er þeir unnu Kanadamenn 2-0 í gærog Frakkar sýndu góðan leik í 3-0 sigri á vonlausum Ungverjum sem nú verða að snúa heim. Daninn Preben Elkjær er markahæstur á HM með 4 mörk en fimm leikmenn hafa gert 2 mörk. ISLENSKUR arkitekt, Guðmundur Jónsson bar sigur úr býtum í samnor- rænni samkeppni um teikningu að tónlist- arhúsi á íslandi. Fyrirhugað er að húsið rísi við Suðurlandsbrautina. Alls bárust um 75 tillögur til dómnefndar. Danskir arkitektar urðu í öðru og þriðja sæti. STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra fer í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í boði Ingvars Carlssonar forsætisráðherra Svíþjóðar 6. og 7. okt- óber næstkomandi. VEIKINDI orgelleikarans Col- in Andrews verða til þess að fella verður niður fyrir- hugaða tónleika hans í Dómkirkj- unni í kvöld. Miðar að tónleikunum verðaendurgreidd- ir í Gimli. MEIRIHLUTI Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags hefur verið myndaður á Dalvík. Síðastlíðið kjörtímabil var Fram- sóknarflokkur með hreinan meirihluta. Fyrsti fundur nýja meirihlutans verður 16. júní, og er búist við því að þá verði auglýst eftir bæjarstjóra. Stefán Jón Bjarnason mun gegna embættinu þar til. FULLTRÚAR á aðalfundi Stétta- sambands bænda hafa sett fram kröfu þess efnis að kallaður verði saman auka- fundur sambandsins, áður en gengið verður endanlega frá samningum við ríkið um framleiðslustjórnun og við búfjár- afurðum. FRED SINOVAD kanslari Aust- urríkis sagði af sér embættinu í gær vegna kjörs Kurts Waldheims sem forseta landsins nú fyrir skömmu. FJÖGUR lið hafa tryggt sér rétt til þess að leika í sextán liða úrslitum í HM í Mexíkó. Það eru lið Dana, Brasilíum- anna, Frakka og Sovétmanna. Á næstu dögum mun skýrast hver hin tólf liðin verða. í dag leika Ítalía-Suður-Kórea oa Argentína-Búlgaría, og líkur þar með A-riðli. KRUMMI Hvað skyldi hann vera hár þessi her- togi? Tillaga Bandaríkjanna á ársfundi Hvalveiðiráðsins: - segir Halldór Ásgrímsson „Það má kannski líkja ástand- inu hér við logn á undan stormi," sagði Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra í samtali við Tím- ann í gær, en Halldór er nú staddur á ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðs- ins í Malmö í Svíþjóð. Halldór sagði að á þessum fyrsta degi fundarins hefði lítt dregið til tíð- inda hvað varðar vísindaveiðar ís- lendinga, að öðru leyti en því að komin væri fram drög að tillögu frá Bandaríkjamönnum þess efnis að afurðir, sem koma frá veiðum í vísindaskyni, megi ekki selja á alþjóðlegum markaði. Hér mun vera um að ræða nýja útgáfu af tillögu Svíþjóðar og Sviss, sem hefur verið umorðuð af Banda- ríkjamönnum, en sú tillaga var til meðferðar hjá undirnefnd í síðustu viku. „Við getum ekki fallist á orðalag þessarar tillögu og teljum að það sé í andstöðu við stofnsamn- ing ráðsins," sagði Halldór Ás- grímsson í gær. í stofnsamningi Alþjóða hvalveiðiráðsinser kveðið svo á að nýta verði allar afurðir af hvölum sem eru veiddir. Tillaga þessi kentur til afgreiðslu á miðvikudaginn, en að sögn Hall- dórs Ásgrtmssonar er verið að vinna að því að fá henni breytt og hafa Bandaríkjamcnn látið í veðri vaka að þeim sé umhugað að ná samkomulagi um þetta mál. Hall- dór bætti því þó við að óvíst væri hve langt sá samkomulagsvilji næði. Engu að síður eru þessar samkomulagsumlcitanir ein af ástæðunum fyrir því að þcssu máli hefur verið frestað til miðvikudags. Á þessum ársfundi ráðsins hefur það gerst að þjóðir sem oftlega hafa látið sér nægja að láta banda- ríska aðila túlka sín málefni á þessum vettvangi, hafa sent sína eigin fulltrúa á fundinn. Að sögn Halldórs eru mcðal þessara ríkja St. Vincent og St. Lucia sem eru eyjar í Karabíska hafinu, og er niálflutningur þessara fulltrúa allt annars eðlis en þeirra sem áður hafa talað fyrir hönd þeirra. Þess má geta að sérhvert aðildarríki að Hvalveiðiráðinu hefur eitt at- kvæði. -BG Stórhertogahjónin ásamt Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands, við komuna til Reykjavíkurflugvallar í gærdag. Með stórhertogahjónunum á myndinni er íslensk stúlka sem afhenti þeim blóm við komuna. Tíma-mynd Pétur Opinber heimsókn frá Luxemborg Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, tók í gær á móti stór- hertogahjónunum af Luxemborg, en þau eru hér á ferð í opinberri heimsókn. Lenti þota stórhertoga- hjónanna, Princesse Marie-Astrid á Reykjavíkurflugvelli kl. 2.30 í dæmigerðu tslensku sumarveðri, ausandi rigningu. í fylgd með stór- hertogahjónunum var niargt manna, þeirra á meðal Jacques F. Poos utanríkisráðherra og Roger Hastert hirðmarskálkur, að ó- gleymdum stórum hópi útvarps- °g blaðamanna. Að lokinni móttökuathöfninni á Reykjavíkurflugvelli fóru stórher- togahjónin í stutta heimsókn til Bessastaða. Þaðan var haldið í Ráðherrabústaðinn þar sem fór fram móttaka erlendra sendi- manna og maka þeirra og í gær- kvöldi var síðan snæddur kvöld- verður í boði forseta íslands, að Hótel Sögu. í dag er á dagskrá skoðunarferð til Mývatns og verður síðan flogið aftur til Reykjavíkur, þar sent stórhertogahjónin ásamt forseta ís- lands munu snæða kvöldverð í ■oði borgarstjórans í Reykjavík, Davíðs Oddssonar. Á morgun verður síðan fjöl- breytt dagskrá, heimsókn í Stofnun Árna Magnússonar, fundur með utanríkisráðherra, heimsókn í Þjóðntinjasafnið og ferð til Þing- valla. Deginum lýkur svo með kvöldverði stórhertogahjónanna að Hótel Loftleiðum að forseta íslands viðstöddum, auk annarra gesta. Stórhertogahjónin munu síðan halda af landi brott á fimmtudags- morguninn, og lýkur þar með þess- ari opinberu heimsókn þeirra hing- að til lands. phh Dómurkveöinn upp í fógetamálinu: 5 mánaða fangelsi Bæjarfógetinn og aðalbókarinn fundnir.sekir Sakadómur Vestmannaeyja hefur dæmt þá Kristján Torfa- son, sem er nú í námsleyfi sem bæjarfógeti, og Ólaf Jónsson, fyrrverandi aðalbókara bæjar- fógetaembættisins i Vest- mannaeyjum, til fimm mánaða fangelsi og skulu tveir ntánuðir vera óskilorðisbundnir. Þeir voru fundnir sekir um að hafa lánað sjálfum sér og öðrum úr sjóðum embættisins og rangfært bókhald þcss í því sambandi. Kristján mun hafa skammtað sér 171.120 kr. og Ólafur 432.190 kr. á verðgildi ársins 1985. Kristján var einnig fundinn sekur um að hafa geymt 11 innistæðulausa tékka árið 1983 að andvirði 883.834 kr. sem notaðir höfðu verið til greiðslu á opinberum gjöldum til emb- ættisins og vanrækt að framvísa þeim fyrr en eftir að óskylt er að leysa þá út. Ólafur var einnig fundinn sekur um ýmis afskipti af tékkunum og rang- færslum í bókhaldi í sambandi við þá. Þcir voru sýknaðir af því að hafa haft ólögmæt afskipti af bankainnistæðu að fjárhæð kr. 2.168.238.- er ríkisendurskoð- andi hafði útbúið við sjóðataln- ingu cr hann gerði afmarkaða könnun á fjárreiðum embættis- ins 18. maí 1983. Loks voru þeir fundnir sekir um að hafa heimilað afltend- ingar vörusendinga án lögboð- inna tollameðferða. Við ákvörðun refsingar var meðal annars höfð hliðsjón af því að ákærðu höfðu aldrei áður sætt refsingu. Auk ofan- greindrar fangelsisvistar var sakborningum gert að greiða allap málskostnað. 8se

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.