Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						2 Tíminn
Þriðjudagur 23. september 1986
Rainbow-málið:
Hvað segja þingmenn um samkomulagið?
Stefán Benediktsson:
NAUÐSYNLEGT AÐ ENDUR-
SKOÐA VARNARSAMNINGINN
„Ef Öldungadeild Bandaríkja-.
þings samþykkir þessa niðurstöðu er
búið að ná samkomulagi um þessa
deilu en það á eftir að koma í Ijós
hvort það gerist," sagði Stefán Ben-
ediktsson hjá Bandalagi Jafnaðar-
manna í samtali við Tímann í gær.
„Hins vegar hlýtur sú spurning að
vakna fyrst ríkisstjórn Bandaríkj-
anna getur allt í einu lagt þetta til
núna og Öldungadeildin samþykkt
það, hvers vegna þessi deila var ekki
leyst miklu fyrr? Er það virkilega
þannig að við íslendingar þurfum að
steita hnefann með því að nota
uppsógn varnarsamningsins eða
annað slíkt til þess að ná fram
eðlilegum viðskiptum við Banda-
ríkjamenn, eða var þetta misskiln-
ingur frá upphafi af hálfu banda-
rískra stjórnvalda?" Stefán sagði að
þessi skyndilega lausn stangist nokk-
uð á við þróun málsins á undaförnum
mánuðum. Hann sagði að samkomu-
lagið breytti ekki þeirri skoðun sinni
að nauðsynlegt væri að endurskoða
varnarsamninginn í ljósi þeirra mála
sem hafa verið að gerast og eiga eftir
að gerast í framtíðinni í samskiptum
ríkjanna. „Tilfellið er að hver uppá-
koma svona sem við förum í
gegnum, hún spillir fyrir annars
eðlilegri sambúð milli okkar og
Bandaríkjanna," sagði Stefán að
lokum.                  -BG
Ólafur G. Einarsson:
BANDARIKJASTJORN ATTAÐISIG
„Ég hef ekki séð þetta samkomu-
lag í einstökum atriðum, en mér líka
þær meginlínur, sem þarna hafa
komið fram, og ég er mjög ánægður
með að þessi lausn hafi fengist á
málinu," sagði Ólafur G. Einarsson
formaður þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins við Tímann í gær.
Aðspurður kvaðst Ólafurekki líta
svo á að lausn þessa hafi borið brátt
að, þar sem búið væri að vinna í
málinu stöðugt í langan tíma. „En
ég ímynda mér að Bandaríkjamenn
hafi um síðir áttað sig á því að þeir
gætu ekki boðið okkur upp á þessi
einokunarlög og þeir hafa tekið
mark á því, sem var látið í ljós fyrir
skömmu, m.a. af formanni Sjálf-
stæðisflokksins, að ef þetta ekki
leystist yrðum við að grípa til okkar
ráða og setja löggjöf," sagði Ólafur
ennfremur.               -BG
Vegna fréttar um að samkomulag milli ríkisstjórnar íslands og
ríkisstjórnar Bandaríkjanna í Rainbow-málinu svokallaða sé í uppsiglingu
i kjölfar viðræðna Matthíasar Mathiesen utanríkisráðherra við bandaríska
ráðamenn í Bandaríkjunum um helgina, leitaði Tíminn álits fulltrúa
þingflokkanna á meginatriðum samkomulagsins eins og þau eru kunn í
dag. Ríkisstjórnin mun taka afstöðu til þessarar lausnar á fundi sínum í
dag og jafnframt verður samkomulagið kynnt í utanríkismálanefnd
Alþingis.
Jón Baldvin Hannibalsson:
BÍÐUM EFTIR AÐ
SJÁ SAMNINGINN
„Meðan ég hef ekki séð þennan
samning og ekki heyrt annað en það
sem stjórnarliðar hafa látið sér hafa
um hann, þá hef ég ekki aðstöðu til
að segja neitt af yfirvegun um þenn-
an samning," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson formaður Alþýðu-
flokksins við Tímann í gær. Jón
sagði  að  Alþýðuflokksþingmenn
hefðu verið búnir að boða það, að
þeir myndu flytja lagafrumvarp ef
málið leystist ekki og að frumvarpið
hafði verið í vinnslu. „Við bíðum
með það nú þar til við höfum séð
samninginn og skoðað hann frá orði
til orðs og fyrirfram hefur það ekkert
gildi að vera með einhverjar vanga-
veltur," sagði Jón ennfremur. -BG
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir:
„EIGUMEKKIAÐ
UFAÁHERNUM"
„Þessi niðurstaða í málinu kemur
nokkuð á óvart eftir það sem á
undan er gengið og ég bíð eftir að fá
að heyra það á fundi utanríkismála-
nefndar í fyrramálið hvaða samning-
ar þarna hafa verið gerðir," sagði
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
þingmaður Samtaka um kvennalista
í samtali við Tímann í gær. Hún
sagðist sérstaklega vilja ganga úr
skugga um hvort íslendingar hefðu
látið þarna eitthvað á móti til að
greiða fyrir málinu og ef svo væri, þá
hvað.
Sigríður sagði að Kvennalistinn
teldi sjóflutninga fyrir varnarliðið á
Keflavíkurflugvelli ekki til mikil-
vægari mála og undirstrikaði að þær
teldu best fara á því, að íslendingar
væru sem mest óháðir hernum í
efnahagslegu tilliti. „Við viljum ekki
að íslendingar lifi af hernum," sagði
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir.
-BG
Haraldur Ólafsson:
FRAMTÍDARSAM-
SKIPTUMLANDANNA
TIL GÓÐS
„Ég hef ekki séð þetta samkomu-
lag ennþá, mér sýnist af því sem ég
hef séð í fjölmiðlum að það geti
verið hagstætt okkur fslendingum
og leysi þessa deilu sem verið hefur
leiðindamál," sagði Haraldur Ólafs-
son þingmaður Framsóknarflokks-
ins sem sæti á í utanríkismálanefnd
Alþingis.
Haraldur sagðist ekki vilja dæma
um hvort þessi lausn hefði komið
skyndilega og sagði að fyrir nokkru
hafi verið ymprað á því að um
einhverskonar skiptingu yrði að
ræða í þessum siglingum. „Ég held
að það hafi verið augljóst að Banda-
ríkjamenn hafi metið það svo að það
yrði að finna lausn á þessu máli sem
Islendingar gætu sætt sig við," sagði
Haraldur. Aðspurður hvort hann
ætti við hugmyndir um lagasetningu
hér á landi og endurskoðun varnar-
samningsins sagði Haraldur: „Ég
myndi telja að það hafi haft sitt að
segja, og að minnsta kosti að þeim
hafi verið orðið Ijóst að íslendingar
litu þetta mál mjög alvarlegum aug-
um." Haraldur sagði að með þessari
lausn hafi báðir aðilar látið nokkuð
undan en kvaðst þó telja að hún yrði
framtíðarsamskiptum landanna til
góðs og að tillit hafi verið tekið til
okkar sjónarmiða.          -BG
Hjörleifur Guttormsson:
ALÞINGITAKIAFSTÖÐU
TIL SAMKOMULAGSINS
„Við höfum heyrt það sjónarmið
utanríkisráðherra að hann telji að
ekki eigi að leggja þennan samning
fyrir Alþingi, en fljótt á litið sýnist
mér það óeðlileg afstaða, enda er
talin ástæða til að leggja samninginn
fyrir Bandaríkjaþing," sagði Hjör-
leifur Guttormsson þingmaður Al-
þýðubandalagsins sem sæti á í utan-
ríkismálanefnd. Hjörleifur sagðist
ekki hafa séð samninginn enn, þrátt
fyrir að hafa beðið um það. „Ef
marka má það sem fjölmiðlar hafa
greint frá um efni samningsins sýnist
mér, að hér sé yerið að samnings-
binda að bandarísk skipafélög hafi
að minnsta kosti Vi-Vi af flutningum
til herliðsins, og þá er spurningin
hvort þeir geta ekki notað þá stöðu
til að komast inn í almenna flutninga
til og frá landinu," sagði Hjörleifur.
Hann sagði að Alþýðubandalagið
hefði kosið að málið hefði verið leyst
í tengslum við alhliða endurskoðun
á samskiptunum við Bandaríkin
samhliða því að varnarsamningnum
hefði verið sagt upp, þar sem þetta
væri ekki eina málið sem skoða
þyrfti betur varðandi samskiptin við
Bandaríkjamenn.          -BG
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20