Tíminn - 22.01.1987, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.01.1987, Blaðsíða 1
STGFNAÐUR 1917 1111111111 SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. VITNALEIÐSLUMernúlok- iö í „Kaffibaunamálinu" svokallaða. Jónatan Sveinsson saksóknari flutti ákæruræöu sína í aærdag í sakadómi Reykjavíkur. Sakaoi hann Erlend Ein- arsson fyrrverandi forstjóra Sam- bandsins og Hjalta Pálsson fram- kvæmdastjóra verslunardeildar Sam- bandsins um fjársvik og skjalafals. Þrír undirmenn þeirra, SigurðurÁ. Sigurðs- son, Gísli Theódórsson og Arnór Val- geirsson eru sakaðir um hlutdeild í brotum Erlendar og Hjalta. Verjendur Erlendar og Hjalta tóku því næst til máls og kröfðust báðir sýknu fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Verjandi Hjalta mun í dag Ijúka ræðu sinni og er vonast til þess að aðrir verjendur Ijúki máli sínu í dag. Búast má við dómi I málinu á næstu vikum. NÚ ER HVERJUMtrjáistað panta erlendis frá sínar uppáhalds áfengistegundir, séu þær ekki til sölu í vínbúðum ÁTVR. Frjáls sérpöntun gegnum ÁTVR var ekki heimil fyrr en í október sl. Þeir, sefn nýta vilja sér þessa nýju þjónustu ÁTVR, verða aö hafa sam- band við innkaupastjóra Áfengis- og tóbaksverslunarinnar, og fylla út nauð- synleg form. ÁTVR fer fram á smá- vægilega þjónustuþóknun, en kaup- andi greiðir eigið verð vínsins. VERÐLAGSRÁÐ sjávarút- vegsins hefur ákveðið að gefa frjálsa verölagningu á úrgangsfiski, fiskúr- gangi, slógi og lifur frá 1. janúar til 31. maí 1987. FINNSKA LÖGREGLAN hefur upprætt stærsta og best skipu- lagða eiturlyfjahringinn sem starfaði þar í landi. 10 menn hafa verið fangels- aðir og 15 þar að auki teknir til yfirheyrslu. Eiturlyfjasalarnir unnu skipulega að dreifingu og sölu á hassi, amfetamíni, LSD og heróini á Norðurlöndum. Þeir höfðu aðalbækistöðvar í Stokkhólmi. Eitrinu smygluðu þeir aðallaga frá Amsterdam til Kaupmannahafnar. Þar seldu þeir talsvert af því og einnig í Osló, Stokkhólmi og Helsingfors. VÍSNAVINIR halda fyrsta Vísnakvöld ársins 1987, mánudaginn 26. janúar nk. kl. 20.30 á Hótel Borg. Að venju verður þar flutt tónlist af ýmsu tagi og úr ýmsum áttum. Helsta atriði kvöldsins er sjálfur yfirþursinn og aðalstuðarinn Egill Ólafsson sem skemmtir ásamt kollega sínum Ásgeiri Óskarssyni. Af öðrum atriðum má nefna að „Dietrich-söngkonan" Sif Ragnhildar- dóttir kemur á staðinn og flytur nokkra gamla smelli við undirleik þeirra Tóm- asar Einarssonar og Jóhanns Kristins- sonar. Vísnavinir hvetja alla vísna- og tón- listarunnendur til að koma og njóta þess sem upp á er boðið. PRINSESSAN af Wales eða Díana, kona Karls Bretaprins, sagði við börn á sjúkrahúsi sem hún heim- sótti í gær ao hún væri heimsk. Prinsessan var beðin um að taka þátt í leik sem margir íslendingar þekkja vel, nefnilega Trivial Pursuit spurningaleiknum. Hún svaraði þeirri ósk á eftirfarandi máta: „Nei þakka ykkur, ég er nautheimsk" Díana sagði börn sín, prinsana William og Harry, eiga fullt af ýmiskon- ar spilum en hún sjálf eyddi mestum tíma í að lesa leiðbeiningarnar. KRUMMI 1 „Meðþessuáfram- 1 haldi verða þeir farnir | að semja um vöku- 8 lögin í næstu viku. 1 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987-17. TBL. 71. ÁRG. Ofbeldisverknaöur í Reykjavík: Ungri konu misþyrmt a heimili sinu Árásarmaðurinn skildi hana eftir axlarbrotna Tvö smábörn konunnar örguðu á lögregluna og heimtuðu vatn eftir 20 tíma svelti Ráðist var á unga konu á heimili hennar í Vesturbænum í Reykja- vík í fyrradag. Stúlkan varð fyrir alvarlegum áverkum og meðal ann- ars axlarbrotnaði hún, að því er talið er. Hún lá fleiri tíma ósjálf- bjarga bæði vegna meiðsla og vímu sem hún var í. Ekki hefur það fengist staðfest, en heimildjr Tfm- ans segja að hún hafi legið upp undir tuttugu tíma án þess að geta gert vart við sig. Þegar lögreglunni var gert við- vart í gærmorgun voru menn sendir á staðinn til að kanna málið. Var aðkoman vægast sagt ömurleg. Tvö börn sem konan á höfðu ekki smakkað vott né þurrt í nokkurn tíma. Annað barnið er 15 ntánaða og hitt á þriðja árinu. Bæði öskr- uðu á lögregluna og báðu um eitthvað að drekka þegar lögreglu- þjónar komu inn. Konan var flutt á slysavarðstofuna og þaðan lögð inn á sjúkrahús. Lögreglan kom börnunum tveimur fyrir hjá kunn- ingjakonu móðurinnar. Þær upplýsingar sem lögreglan hefur eru þær að ráðist var á konuna af manni á fertugsaldri. Mcð honunt í förvarkona. Grunur leikur á að maðurinn sé einn af þeim sem hvað oftast hafa korniö sögu lögreglunnar síðastliðna mán- uði og ár. Mun hinn grunaði vera þekktur fyrir ýmiskonar misind- isverk svo sem Ifkamsárásir, inn- brot og margvísleg auðgunarbrot. Lýst var eftir manninum í gær og leitaði lögregla hans. ÞcgarTíminn fór í prentun í gær var ekki vitað hvort maöurinn væri fundinn. Hann á mjög mörg mál sem stödd eru í kerfinu og hefur nýlega afplánað dóm á Litla-Hrauni í eitt skipti af mörgum. Hann mun hafa svo langa sakaskrá að lögreglu- menn hafa talið að með henni mælti veggfóðra heilt herbergi. Vegna ástands konunnar hefur lítið verið hægt að yfirheyra liana en vonast er til þess að það verði hægt í dag. -ES ufcor...*í ixo, uW&æ , f WDlk ’ °' wAPft.L .r «w..í ír Lítil flugvél ferst í Isafjarðardjúpi - eins manns er saknaö. Brak úr vélinni fannst seint í gærkvöld Tveggja hreyfla flugvél TF- ORN frá flugfélaginu Ernir fórst í gærkvöld þegar hún var rétt ókomin til Isafjarðar. Á tólfta tímanum í gærkvöldi hafði fund- ist brak úr vélinni í sjónum 3-4 mílur út af Arnarnesi. Svo virðist sem vélin hafi brotlent í sjónum. I vélinni var einn maður, og kallaði tlugmaðurinn í Flugra- díóið á ísafirði þegar hann var að byrja aðflug yfir Reykjanesi við Isafjarðardjúp. Skömmu síðar eða kl. 19:56 heyrði Flugradíóið hann kalla aftur og heyrðist liátt og skýrt í honum cn það var það síðasta sem heyrðist frá honum og svaraði hann ekki þegar Flug- radíóið reyndi að hafa samband við hann aftur. Varðskipið Óðinn var statt í Djúpinu og heyrði neyðarsend- ingu um kl. 20:00 og til 20:20 þegar sendingin þagnaði. Aftur heyrðist í neyðarsendinum síðar en stutt í einu og óreglulega og síðast kl.21:43. Orion flugvél frá varnarliðinu kom á staðinn skömmu upp úr kl 20:00 sem og flugvél Flugmálastjórnar, sent er búin tækjum til að miða út send- ingar neyðarsendisins. Vegna slitrótta neyðarsendinga gekk illa að miða út vélina. Þyrla Land- helgisgæslunnar fór einnig vestur og björgunarsveitir og urn tuttugu bátar voru að leita í gærkvöld undir stjórn varðskipsins Óðins. Vélin var á leið frá Akureyri þegar slysið varð og áætlaður lendingartími hennar á ísafirði var 20:05. Veðrið á ísafirði var þokkalegt þegar slysið vildi til, slydda, 6-7 km skyggni og nokkuð bjart, það sá í fjallabrúnir. - BG Farmannadcilan-er nú koniin i hnút og skipuni fjiilgar seni bundin eru viðbryggju. Akraborgin er nú orð- in stopp og sunia gildir uni strand- ferðuskipið Hcklu. Farmannadeilan í sömu sporum og fyrir 2 vikum: Bakslag komið í samninga- viðræður < - 20 kaupskip stopp vegna verkfallsins Farmannadcilan er nú í hnút og enginn samningafundur hefur ver- ið boðaður. Um miðnættiö í fyrra- kvökl var viðræöutn slitiö, en þá höfðu sjómcnn sett fyrir sigorðalag greinar scm vcrið var að scmja um varðandi vinnutilhögun hásata. i Sögðu sjómenn aö orðalaginu hefði verið breytt af vinnuvcitend- turi i endanlegri uppfærslu plaggs- ins þannig að vinnuálag sjómanna við uppskipun og í pakkhúsi hcfði stóraukist samkvæmt þcirri upp- færslu. Sjómenn gcngu því út cn vinnuveitcndur segja að þeir hafi verið tilbúnir að leiörétta orðalagið þar sem þeir vilji ckki láta stranda á orðalagsatriðum. Sjómenn hafa ítrekað sínar upphaflcgu kröfur um 27.300 króna byrjunarlaun fyrir háseta sem hækki í 35.000 kr. á árinu og að álag á yfirvinnu hækki úr 60% í 80%. Því virðist staðan vera orðin sú s;inta og þegar verk- fallið hófst fyrir rúmun hálfutn mánuði. Þegar liafa 20 skip stöðvast vegna verkfallsins þar af öil strand- ferðaskip Ríkisskips og Akraborg- in, en undaþágufrestur Akraborg- arinnar cr nú runninn út. - BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.