Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.09.1987, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. september 1987 Tíminn 5 Hertar reglur og hert framkvæmd reglna til að draga úr erlendum lántökum: Fjármagna verður3040% með íslenskum peningum „Það er óhjákvæmilegt að sömu reglur gildi um fjármögnun í gegn um fjármögnunarleigur og aðra. Ég vísa á bug, að ekki eigi að veita þessari starfsemi aðhald eins og annarri erlendri lántöku. Hinum nýju reglum er ekki stefnt gegn þessum fyrirtækjum, heldur eru þær settar til að sömu reglur gildi um öll form fjármögnunar," sagði Jón Sigurðsson, viðskiptar- áðherra. Á fundi í gær kynnti hann nýjar reglur um erlendar lántökur og kaupleigu- og fjármögnunarleigu- samninga vegna innflutnings á vél- um og tækjum. Og jafnframt áætl- anir um að draga mjög úr erlendum lántökum á þessu ári og því næsta, en miklar erlendar lántökur eru taldar einn helsti þensluvaldurinn í þjóðfélaginu. Fram kom að stjórn- völd vonast til að hinar hertu reglur geti minnkað erlendar lán- tökur um 1.500 millj. kr. frá því sem orðið hefði að óbreyttu. Að draga úr erlendum lánum Með hinum nýju reglum er al- mennt stefnt að því að draga úr erlendum lántökum og eru megin- atriðin þrjú: í fyrsta lagi verður fjárfestingar- lánasjóðum og öðrum opinberum aðilum ekki leyft að taka meiri erlend lán á þessu ári en þegar hefur verið heimilað og heldur ekki að taka erlend lán í stað lána sem heimiluð eru innanlands en ekki tekst að afla á innlenda fjár- magnsmarkaðnum. í öðru lagi munu lántökuheim- ildir sem viðskiptaráðuneytið veitir framvegis lúta ströngum reglum þar sem yfirleitt verður ekki leyft hærra lánahlutfall en 70% af inn- lendu verði, en 60% ef láninu fylgir ábyrgð innlends banka, tryggingafélags eða fjárfestinga- lánasjóðs. í þriðja lagi gilda sömu 70% og 60% reglur um erlendar lántökur vegna innflutnings á vélum, tækj- um og búnaði. Sama krafaverður gerð um innlenda fjármögnun, a.m.k. 30%, til allra sem selja fjármuni á leigu í krafti lánsfjár frá útlöndum. Aukið eftirlit „Til að fylgja þessum nýju regl- um eftir verður eftirlit með starf- semi fjármögnunarleiganna bætt og samræmt, þannig að sömu regl- ur gildi um öll form fjárfestingar. Einnig verður gripið til almennra aðgerða í peningamálum til að koma þeim í betra jafnvægi," sagði viðskiptaráðherra. Seðlabankinn hefur áætlað að íslendingar muni í ár taka 4.450 milljónir króna í erlendum lang- tímalánum (þ.e. umfram afborgan- ir til útlanda) í stað um 1.900 milljóna kr. eins og áætlað var f lánsfjárlögum. Þar við bætist um 2.000 millj. kr. áætluð erlend lán í gegn um frjármögnunarleigurnar. Þegar hinum erlendu lánum hef- ur verið skipt niður eftir því hverjir nota fjármagnið sagði viðskiptráð- herra niðurstöðuna þá, að lán opin- berra aðila hafi farið um 500 millj. kr. fram úr lánsfjáráætlun, lána- sjóðir um 180 milljónir kr. en einkaaðilar um 1.535 millj. kr. Þar við bætast um 1.450 millj. kr. erlendar lántökur fjármögnunar- leiganna á tímabilinu jan.-ágúst, sem viðskiptaráðherra taldi að lang stærstum hluta renna til einkaaðila. Lántaka þeirra umfram spár gæti Frá blaðamannafundi í gær þar sem Jón Sigurðsson kynnti nýjar reglur um fjármögnunarleigu, sem taka gildi á mánudag. Tímamynd brein Jón Baldvin um fjármögnunarleigur: Lúxusbílar nýríkra eða nýjungar í atvinnulífi? „Þessi skæðadrífa og taugaveikl- un út af bílamálum er óþarfi hvað mig varðar. Það sem ég sagði í svari mínu til Víglundar í Morg- unblaði, var þetta: Nýjustu upplýs- ingar herma að um 1 milljarður kr. hafi farið um farveg fjármögnu- narfyrirtækja til bifreiðakaupa. Ég sagði ekkert um það hvort þetta fé væri af erlendum eða innlendum uppruna og fullyrði ekkert um það fyrirfram og þar af leiðandi ekkert um það hvort þeir hafi brotið lög eða ekki. Ég hef ekkert sagt um það“ sagði Jón Baldvin Hannibals- son, fjármálaráðherra þegar Tím- inn innti hann um þau viðbrögð sem orðið hafa við grein hans um hvernig fjármögnunarleigufyrir- tæki verðu lánum sínum og að aðhalds sé gætt þar sem þau hafi farið yfir markið í að flytja erlent lánsfjármagn inn í landið. „Svörin eru mjög einföld. í fyrsta lagi aðalatriðið, þ.e. hverjir hafa farið mest fram yfir lánsfjár- áætlun yfirstandandi árs, þá stend ég við þær tölur sem ég hef farið með. Misskilningur Víglundar Þor- steinssonar sem hann endurtekur þarna er ósköp eðlilegur, þar sem hann byggir á töflu frá Seðlabanka, sem var villandi. Seðlabankinn hef- ur nú gefið út skýringar á töflunni, og við munum birta á morgun greinargerð sem tekur af öll tví- mæli hver er hlutur opinberra stofnana, lánastofnana og einkaað- ila og það sýnir ótvfrætt að hlutur einkaaðila umfram áætlun er lang- samlega mestur og þarf ekki að deila um það,“ sagði Jón Baldvin. Sagðist Jón hafa aflað sér upplýs- inga frá Bifreiðaeftirlitinu um það hversu margir bílar væru í eigu fj ármögnunarleigufyrirtækj a. „Heildarfjöldi bifreiða í eigu fjög- urra fjármögnunarfyrirtækja sam- kvæmt skráningu Bifreiðaeftirlits eru 1050 stykki. Þar af á árinu 1987 alls 882 bifreiðar. Það kemur líka fram að langsamlega yfirgnæfandi fjöldi þeirra eru fólksbifreiðar. Því segi ég að nú væri fróðlegt að fyrirtækin birtu sundurliðaða skrá um tegundir og verð á þessum bifreiðum og hvort hér er um að ræða lúxuskerrur handa forstjór- aveldinu, eða hvort þetta geti flokkast undir tækninýjungar í at- vinnulífinu. Ég hef ekkert meira um það að segja,“ sagði Jón Baldvin. - Nú talar Víglundur um að aðalatriðið sé að atvinnurekstur eigi að vera frjáls til að fjármagna sínar fjárfestingar og ríkið eigi ekki að skipta sér af því? Er ekki rökrétt að álykta að þetta sé beiðni um að ríkið hætti alfarið að skipta sér af atvinnulífinu? „Jú, það er hin hliðin. Ég heyri nefnilega nokkuð annan tón við fjárlagasmíð og lánsfjárlagagerð. Þá er ásóknin í það að tryggja t.d. millifærslur til atvinnuvega og at- vinnulífs og að halda uppi þjónustu og að halda uppi stofnunum sem þjónusta atvinnuvegi og ætlast er síðan til að skattgreiðendur standi undir. Ég lít svo á að þetta moldviðri allt saman sé nánast til þess að leiða athygli manna frá aðalatriði málsins. Þau eru þrenns konar: t fyrsta lagi erum við að tala um efnahagspólitík, hvað þolum við mikið innstreymi erlends lánsfjár- magns miðað við hættuna á vax- andi verðbólgu og þ.a.l. brestandi gengi og hvað það hefði í för með sér fyrir atvinnulíf í landinu ef svo færi. Og númer tvö, þá kemur mér auðvitað ekkert við þó nýríkir forstjórar hafi meiri áhuga á eigin bílífi en tækninýjungum í atvinnu- lífinu, en mér ber skylda til að athuga eitt og það er að þessi fyrirtæki auglýsi ekki að þessi fjár- festing sé gerð í skjóli einhvers sérstaks skattahagræðis. Og þar af leiðandi lýstum við því yfir að undanþágur frá söluskatti séu háð- ar ákveðnum skilyrðum. Það þarf að eyða þarna óvissu um að undanþágur frá söluskatti eru háðar því skilyrði að leigumun- ir séu eignfærðir og afskrifaðir í reikningum leigutaka, sem tryggir þá a.m.k. að þetta er ekki gert í skjóli einhversskattahagræðis. Það verður því stoppað upp þessi göt,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson að lokum. -phh því orðið um 7.190 millj. króna í stað 4.100 millj. kr. Og nettó erlendar lántökur í heild um 6.450 millj. kr. í stað 1.915 millj. eins og áætlað hafði verið. Ekki vildi viðskiptaráðherra spá um það hvað vextir kunni að hækka vegna aukinnar ásóknar í fjármagn innanlands. Hann sagði hins vegar vonandi að þessar ráð- stafanir verði til að draga eitthvað úr framkvæmdum. Fjármögnunarleiga skattlögð sem kaup Auk þess áð fjármögnunarleig- urnar verða nú að útvega a.m.k. 30% leigufjár síns innanlands er stefnt að þvf að þetta form fjárfest- inga njóti ekki skattalegs hagræðis umfram önnur eins og leigufyrir- tækin hafa bent á í auglýsingum. Fjármálaráðherra er að undirbúa frumvarp um breytingu á skatta- lögum þannig að menn standi jafnir gagnvart skattinum án tillits til þess hvernig þeir afla sér lánsfjár til fjárfestinga. Fyrstu hugmynd- irnar eru þær, að hlutir greiddir með fjármögnunarleigu verði eignafærðir í reikningum kaup- enda en ekki kaupleigufyrirtækj- anna. (Á 2. þúsund bíla floti yrði þá t.d. skráður á jafn marga eig- endur í stað 4 fjármögnunarleigu- fyrirtæki eins og nú er). -HEI Fjögur fjármögnun- arleigufyrirtæki skráð fyrir álíka mörgum bílum og ríkissjóður og ríkis- stofnanir samtals: Alls 1.030 bílar í eigu fjártnögnunar- fyrirtækja Alls 1.030 bílar eru skráðir í eigu fjögurra fjármögnunar- leigufyrirtækja samtals, auk 19 tengivagna, dráttarvéla og vél- sleða, samkvæmt upplýsingum frá Bifreiðaeftirlitinu. Ríflega helmingur þessara tækja, eða 631, er í eigu Glitnis, um 160 í eigu Féfangs og Lýsingar hvors um sig og 97 eru skráð hjá Lind. Af þessum tækjum voru 167 skráð á síðasta ári, nær öll hjá Glitni, en 882 það sem af er þessu ári. Hvað af þessum þúsund bíla flota eru atvinnu- tæki upplýsti Bifreiðaeftirlitið ekki. Þess má hins vegar geta, að í lok júní höfðu verið fluttir til landsins samtals 343 sendi- og vörubílar af öllum stærðum samkvæmt upplýsingum i Hagtíðindum. Samkvæmt framangreindu er bílaeign Glitnis meiri en samanlagður bílafloti Vegag- erðarinnar, Pósts og síma, Raf- magnsveitna ríkisins og Lands- virkjunar. Og samanlagður bí- lafloti skráður á áðurnefnd 4 fjármögnunarleigufyrirtæki álíka stór og allir bílar í í eigu ríkisins og ríkisstofnana, sam- kvæmt yfirliti í ríkisreikningi. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.