Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Laugardagur 28. nóvember 1987
Tíminn  5
Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra
Alvarlegt sáttmálabrot
um stærsta mál íslands
Grundvallarágreiningur hefur orðið innan ríkisstjórnarinnar um
mótun fiskveiðistefnu Islendinga á viðkvæmu stigi, þar sem þing-
menn Alþýðufiokksins hafa látið í það skína að frumvarpið verði
ekki samþykkt óbreytt og fái þeir ekki fram ákveðnar grundvallar-
breytingar, verði ekki af því að það verði lagt fram sem stjórnarfrum-
varp. Þetta kom fram í Tímanum í gær. Forsendur þessa ágreinings
hafa hins vegar ekki legið alveg Ijóst fyrir. Jón Baldvin Hannibalsson
svarar því nú til að ágreiningurinn varði gífurlega mikilvægt mál og
heldur fram sérstakri túlkun á ákvæðum stjórnarsáttmálans og að
ákvæði hans hafi verið brotin.
„í stjórnarsáttmálanum var því
slegið föstu að ríkisstjórnin ætlaði
sér að endurskoða núverandi kvóta-
fyrirkomulag og móta sér nýja fisk-
veiðistefnu, samkvæmt nánari skil-
greiningu," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson, fjármálaráðherra og
formaður Alþýðuflokksins, til
skýringar á uppákomu innan þing-
flokks Alþýðuflokksins við a-
fgreiðslu á stjórnarfrumvarpi um
mörkun fiskveiðistefnu. Sagði hann
að hér væri á ferðinni alvarlegur
ágreiningur um stærsta mál íslensks
veiðimannasamfélags. Fer hann nú
fram á að ákvæði stjórnarsáttmálans
verði virt og samkomulag um vinnu-
brögð verði virt.
„Það átti að endurskoða hverjum,
og hvernig, veiðiheimildir voru veitt-
ar. Það átti að taka meira tillit til
byggðasjónarmiða í kvótakerfinu.
Það  átti  að  tryggja betur aukið
athafnafrelsi og svigrúm til endur-
nýjunar. Síðan hafi átt að móta
nýjar reglur um tilfærslu veiði-
heimilda. Og loksins, á grundvelli
slíkra breytinga, hefði verið mjðg
æskilegt að ná samkomulagi um
lengri gildistíma."
Þá sagði Jón Baldvin að það hefði
dregist mjög lengi að skipa þá pólit-
ísku samstarfsnefnd þingflokkanna
sem til hafi staðið að skipa. "Sjávar-
útvegsráðherra hefur það að sjálf-
sögðu sér til afdráttunar að tími hans
og Framsóknarflokksins fór í hval,"
sagði Jón. Sagði hann að það breytti
þó ekki því að í stjórnarsáttmála
standi að það eigi að freista þess að
móta þetta að nýju. Gerði hann
síðan athugasemd við það að upp
hafi verið sett mjög fjölmenn nefnd
hagsmunaaðila. „Það er fínt, gott,
sjálfsagt, en það sem hér var gert
samkomulag um var að leggja vinnu
Jón Baldvin fjármálaráðherra.
í það að móta afstöðu um grundvall-
arbreytingar milli stjórnarflokk-
anna. Það er óánægja í mínum
þingflokki með það að þessu var
blandað saman. Og í þeim skilningi
hafa menn sagt að ekki hafi verið
staðið við samkomulagið við gerð
stjórnarsáttmálans. Það er þess
vegna ekki rétt að þessi sjónarmið
hafi verið að koma fram nú nýlega,
heldur komu þau fram við stjórn-
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra:
Vildu tala um
ffiHfftlKΒTFP
við neituðum
„Það stendur ekki „nýja fisk-
veiðistefnu" í stjórnarsáttmál-
aiiuin. Þeir lögðu það hins vegar
til að það yrði sagt „nýja", en við
neituðum því og það varð niður-
staðan," sagði Halldór Ásgríms-
son, sjávarútvegsráðherra, um
þær fullyrðingar Jóns Baldvins
Hannibalssonar um orðalag
stjórnarsáttmálans varðandi
mótun fiskveiðistefnu ríkis-
stjórnarinnar. Erfitt væri að
koma til móts við þessa menn á
meðan ekki er vitað hvað Al-
þýðuflokkurinn vill. „Það getur
ííka vel verið að hann vilji slíta
stjórnarsamstarfinu," sagði
Halldór. „Þeir verða náttúrlega
að skýra sitt mál, en við erum
frekar rólegir yfir þessu.
Það má hins vegar ásaka mig fyrir
það að ég hafi haft of náið samstarf
við hagsmunaaðilana, en ég taldi
það nauðsynlegt og ég tel mig hafa
unnið í einu og öllu eftir stjórnarsátt-
málanum."
Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra
Ekki átti hann von á að þeir færu
að setjast niður til að ræða þetta mál
sérstaklega alvarlega núna, þar sem
mál þessi hafa verið rædd mjög
mikið  undanfarnar  vikur.  Sagði
hann jafnframt að ekki hafi komið
fram mjög ákveðnar hugmyndir um
mótun fiskveiðistefnunnar innan
þeirrar nefndar sem mönnuð hafi
verið stjórnarþingmönnum. „Ég
heyri það svo eftir Sighvati Björg-
vinssyni að hugmyndirhanshafi ekki
fengist ræddar, en það hefur nú
verið fremur óljóst það sem hann
hefur viljað í málinu. Það hefur ekki
komið skýrt fram að hann vilji
breytingar," sagði Halldór.
Sagðist hann ekki hafa neinar
skýringar á því hvernig standi á því
að þessi harka sé hlaupin í alþýðu-
flokksmenn. Þeir verði að skýra það
sem að þessu standa. Þessi viðbrögð
komi sér að óvörum.
„Það er mjög merkilegt ef Al-
þýðuflokkurinn ætlar að hafa það á
stefnuskrá sinni að það eigi ekki að
ræða við hagsmunaaðila í sjávarút-
vegi. Ég veit ekki betur en að haft sé
náið samstarf við verkalýðshreyfing-
ar, landbúnaðarsamtök og aðra
hagsmunaaðila í viðkomandi grein-
um."
KB
armyndunarviðræðurnar. Þessi sjón-
armið hafa verið sett fram þegar
tækifæri hefur gefist til, þá sjaldan
þessi pólitíska nefnd hefur verið
kölluð saman." Sagði Jón Baldvin
að mál þessi hafi að sjálfsögðu verið
rædd einslega af forystumönnum
stjórnarflokkanna. Þannig hafi' það
verið ljóst frá upphafi að alþýðu-
flokksmenn hafi meint það sem í
sáttmálanum stendur.
„En þessi frumvarpsdrög hafa ver-
ið lítið til umræðu á ríkisstjórnar-
fundum. Frumvarpsdrögin, sem er
nánast hefðbundið kvótakerfi með
minni háttarbreytingum, hefurverið
lagt fram í þessum nefndum. I
pólitísku nefndinni hafa fulltrúar
okkar, sérstaklega Sighvatur Björg-
vinsson, auðvitað hreyft okkar hug-
myndum, vísað til þeirra og áréttað
þetta samkomulag. Hins vegar er
óánægja með það að pólitíska nefnd-
in hefur í raun og veru lítið starfað.
Meðal annars vegna þess að hún
hefur mest verið í bland við hags-
munaaðilana."
Lagði hann áherslu á að það væri
sitthvað, umræða hagsmunaaðil-
anna og umræða stjórnmálamanna.
Skýrði hann það þannig út að þegar
búið væri að úthluta sameiginlegri
auðlind þjóðarinnar til nokkur
hundruð hagsmunaaðila, þá væru
þeir eðlilega ekki fúsir til að breyta
því fyrirkomulagi. Þetta úthlutunar-
kerfi geti alls ekki staðið til frambúð-
ar. Komast verði að pólitísku sam-
komulagi um lágmarks breytingar
því að tíminn væri að renna frá
mönnum.
Sagði hann að lokum að hugmynd-
ir alþýðuflokksmanna snúist um það
að um 10% hluti aflamarksins yrði
tekinn út úr kvótakerfinu til sér-
stakrar úthlutunar. Hefðu þeir í
huga stöðu byggðalaga sem misst
hefðu skip og þar með kvóta og fyrir
nýja aðila til að kaupa sér kvóta. Þá
verði gildistími laganna lengdur.
Fyrir utan þessar meginbreytingar
sem þeir telja sig þurfa að koma í
gegn má nefna ákvæði er varðar
smábátaútgerð. Þar væru alþýðu-
flokksmenn miklu nær þeirri stefnu
sem mótuð hafi verið á fiskiþingi, en
stefnu sjávarútvegsráðherra. Þá ber
að nefna vandamál úthafsrækju-
veiða og útflutning á gámafiski.
„Umræða um þessi sjónarmið
verður að fara fram áður en hægt
verður að samþykkja frumvarpið.
Það verður að samræma skoðanir
stjórnarflokkanna, en sú vinna hefur
bara ekkert farið fram. Málunum
hefur verið stefnt í tímahrak og við
vissum það strax í vor að við þurftum
að nota tímann vel," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson, fjármála-
ráherra að lokum.           KB
Tíminn sér ástæðu til að birta klausu upp úr stjórnarsáttmála
ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað er um sjávarútveg.
Úr stjórnar-
sáttmálanum
„Fiskveiðistefnan verður tekin
til endurskoðunar og stefna mörk-
uð sem taki gildi þegar í upphafi
næsta árs.
Endurskoðunin verður falin
sérstakri nefnd sem hafi samráð
við helstu hagsmunaaðila í sjávar-
útvegi og fiskiðnaði, svo sem full-
trúa útgerðar, fiskvinnslu, sjó-
manna og fiskvinnslufólks og sér-
fræðinga Hafrannsóknastofnunar.
Nefndin mun meðal annars taka
afstöðu til eftirfarandi atriða:
1. Hvernig og hverjum veiðiheim-
ildir skuli veitttar. Meðal annars
verði athugað hvort veiðiheimildir
verði einvörðungu bundnar við
skip.
2. Hvernig taka megi tillit til byggð-
asjónarmiða við mótun fiskveiðist-
efnu, auka athafnafrelsi og svigrúm
til endurnýjunar í sjávarútvegi.
3. Hvers konar reglur skuli setja
um færslu veiðiheimilda milli aðila.
4. Hve lengi meginreglur um stjórn
fiskveiða skuli gilda."
Hagkvæmni kvótakerfisins:
Hefur Jón Sig.
skipt um skoðun?
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
og einn þingmannanna í fjögurra
manna nefnd krata, sem sitja nú við
að kokka upp nýja fiskveiðistefnu,
sagði á þingi Sjómannasambands Is-
lands 24. október 1986, eftir að tæp-
lega tveggja ára reynsla var komin á
kvótakerfið, að ein af meginástæð-
unum fyrir góðri afkomu útgerðar-
innar „væri lækkun útgerðarkostn-
aðar vegna upptöku kvótakerf isins".
Nú hamast alþýðuflokksmenn á
því að kvótakerfið hafi ekki leitt til
þeirrar hagkvæmni sem að var
stefnt. Því spyrja menn nú hvort
pólitíkusinn Jón Sigurðsson við-
skiptaráðherra sé á sama máli og og
Jón Sigurðsson þáverandi forstjóri
Þjóðhagsstofnunar.        ÞÆÓ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24