Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						2 Tíminn,
Laugardagur 5. desember 1987
Formenn stjómarflokkanna kynna fréttamönnum niðurstöður ríkisstjórnarfundar í gær.
Tímamynd: Pjetur
Ríkisstjórnin:
Einhugur um tolla
og söluskattsmálin
Ríkisstjórnin komst í gær að
niðurstöðu um söiuskattsmál og
tollamál, en að undanförnu hefur
verið nokkur ágreiningur milli
stjórnarflokkanna um báða þessa
málaflokka. Á fundi sínum sam-
þykkti ríkisstjórnin að um næstu
áramót kæmi til framkvæmda
breytingar á sköttum sem fela í sér:
lækkun tolla og afnám sex annarra
gjalda, fækkun undanþága og sam-
ræmdan söluskatt, öruggari tekju-
öflun ríkissjóðs, bætt skattskil og
lækkun verðbólgu.
Gert er ráð fyrir að frumvörp um
vörugjald og söluskattsmál verði
lögð fram á þingi, þannig að mögu-
legt sé að afgreiða þau þaðan
samhliða fjárlagafrumvarpinu.
Á blaðamannafundi, sem for-
menn stjórnarflokkanna efndu til
að loknum ríkisstjórnarfundi í gær,
sagði Þorsteinn Pálsson forsætis-
ráðherra að ríkisstjórnin hefði stig-
ið hér stórt skref, því að samþykkt
hennar feli í sér mestu kerfisbreyt-
ingu í óbeinni skattheimtu um
áratuga skeið.
En hvað felst i
ingum?
þessum kerfisbreyt-
Tollar
Hæstu tollar lækka úr 80% í
30% og með því er stefnt að því að
verð standist betur samanburð við
vöruverð í útlöndum. Af 6 þúsund
tollnúmerum munu 5 þúsund bera
engan toll. Tollar á matvörum eru
flestir felldir niður. Margar vörur
sem til þessa hafa borið háa tolla,
munu lækka um 20-40% í verði.
Vörugjald
Lagt verður á eitt 14% vöru-
gjald, sem leggst á vöruflokka sem
til þessa hafa borið margvísleg
vörugjöld á bilinu 17-30%. Þessar
vörur eru sælgæti, kex, 61, gos-
drykkir, safar, ýmiskonar raftæki,
hljómtæki, sjónvörp. myndbönd,
blöndunartæki,     raflagnaefni,
hreinlætistæki og steypustyrktar-
járn.
Söluskattur
Söluskattur verður áfram 25% á
næsta ári og leggst jafnt á allar
neysluvörur. Söluskatturinn fellur
síðan niður í lok næsta árs þegar
22% virðisaukaskattur verður tek-
inn upp. Ákveðið er að fækka
söluskattsundanþágum og herða
eftirlit.
Tekjujöfnun
Niðurgreiðslur verða auknar um
1250 milljónir kr. sem þýðir að
ekki kemur til hækkunar á mjólk,
dilkakjöti, smjöri og skyri. Kjarn-
fóðurskattur verður lækkaður, sem
aftur leiðir til þess að verðhlutfall
dilkakjöts og svína- og alifugla-
kjöts breytist ekki.
Ákveðið er að verja 600 milljón-
um til hækkunar á bótum lífeyris-
trygginga og barnabóta, en þær
verða greiddar út fyrirfram á
þriggja mánaða fresti.
Vöruverðsbreytingar
Það kom fram hjá Þorsteini
Pálssyni að ekki væru fyrirliggjandi
nákvæmar tölur um breytingar á
vöruverði, sem þessar breytingar
hafa í för með sér. í þessum málum
verður unnið að kappi yfir helgina
og niðurstöður ættu að liggja fyrir
upp úr helgi. Þó er ljóst að helstu
áhrif breytinganna eru þessar:
tollalækkanir og afnám mismun-
andi vörugjalda lækkar ýmsar mat-
vörur, hreinlætis- og snyrtivörur
og borðbúnað og búsáhöld. Ýmsar
byggingarvörur lækka í verði, t.d.
hreinlætistæki, blöndunartæki,
kranar, hitastillar, gólfteppi,
dúkar, efni til raflagna og steypu-
styrktarjárn. Sjónvörp munu
lækka, svo og myndbönd og hljóm-
flutningstæki. Einnig frystiskápar
og þurrkarar. Kæliskápar og
þvottavélar munu hinsvegar hækka
í verði. Þá er að geta iækkunar á
bílavarahlutum og hjólbörðum svo
og ýmsum íþróttavörum.
Rétt er einnig að geta þess að
skattkerfisbreytingarnar hafa í för
með sér afnám tolla á hráefnum til
innlendrar framleiðslu. Tollar af
rekstrarvörum og aðföngum fram-
leiðsluatvinnuveganna, lækka eða
falla niður.
Þorsteinn Pálsson lét þess getið
að þessar breytingar hefðu ekki
áhrif á framfærsluvísitölu, en bygg-
ingarvísitala myndi lækka um 2,3%
og lánskjaravísitala um 0,8%.
Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálaráðherra sagði það mjög
mikilvægt að þetta samkomulag
stjórnarflokkanna þýddi að ekki
kæmi til hækkunar mikilvægustu
neysluvara um áramót eins og
margir hefðu óttast. Jón Baldvin
sagði að með þessum breytingum
væri verið að færa verslunina í
vaxandi mæli inn í landið. Skýring-
in á þessu sagði fjármálaráðherra
þá, að með þessu væri verið að
færa verðhlutföll innbyrðis milli
skyldra vörutegunda nær því sem
þekkist í nágrannalöndunum.
„Glasgowferðirnar verða því
óþarfar," sagði Jón Baldvin.
Steingrímur Hermannsson utan-
ríkisráðherra sagði það mikilvægt
að um þessar breytingar hefði
náðst full samstaða milli stjórnar-
flokkanna. Hann nefndi og að
einföldun á tolla- og söluskattskerfi
með þessum breytingum væri mjög
til bóta.                 óþh
Aðalfundur Sambands fiskvinnslustöðvanna:
Jarðfræðingar frá North Ventur koma:
Kanna aðstæður
Aðalfundur Sambands fisk-
vinnslustöðvanna var í gær. Fundur-
inn sendi frá sér tvær ályktanir og
segir í þeirri fyrri að þenslan, kostn-
aðarhækkanir og versnandi við-
skiptakjör ógni nú rekstri fiskvinnsl-
unnar. „Stórhækkað raungengi
krónunnar hefur fært fjármuni frá
útflutningsframleiðslunni til annarra
greina atvinnulífsins og er nú svo
komið, að fiskvinnslan er rekin með
umtalsverðum halla sem fer sívax-
andi" segir í ályktuninni.
Ennfremur segir að við þessar ao- •
stæður sé sú ákvörðun ríkisstjórnar-
innar að hætta endurgreiðslu upp-
safnaðs söluskatts og að skattleggja
launagreiðslur       fullkomnlega
óskiljanleg  og  míði  að  því  að
skerða rekstrarafkomu sjávarútvegs.
Eitt sé til ráða, og það sé að
grípa til róttækra aðgerða í pen-
inga- og efnahagsmálum í þeim til-
gangi að minnka verðbólgu og bæta
kjör fiskvinnslunnar.
Þá  ályktaði  aðalfundurinn  að
beina skyldi þeim tilmælum til
stjórna LÍÚ, SH, SÍF og Félags
Sambandsfiskframleiðenda að þeir
skipuðu hver um sig einn fulltrúa í
nefnd sem hafi það verkefni að
samræma hagsmunagæslu aðila í út-
gerð og fiskvinnslu. Nefndin á síðan
að skila mótuðum hugmyndum um
málið tímanlega, þannig að hægt
verði að leggja þær fyrir aðalfundi
samtakanna á næsta ári.     -SÓL
Sendinefnd frá North Venture er
væntanleg síðdegis í dag frá London
til að kanna aðstæður til rafmagns-
útflutnings til Bretlands frá íslandi.
Þrír jarðfræðingar ásamt aðstoðar-
framkvæmdastjóra North Venture
koma í þeim tilgangi að hitta iðnað-
arráðherra, Friðrik Sóphusson, sem
veitir áheyrn á miðvikudag, en á
sunnudag mun sendinefndin ferðast
um landið og skoða virkjanir. Jarð-
fræðingarnir munu ekki staldra iengi
við í þetta sinn.
Baldvin Jónsson, hrl, hefur átt í
talsverðum bréfaskriftum við Alex
Copson hjá North Venture og er
lógfræðilegur ráðunautur fyrirtækis-
ins hér á landi. Hann mun eiga fund
með nefndinni á mánudag.
Sendiráð íslands í London skipu-
lagði ferð fulltrúa North Venture til
íslands. Næsta ferð verður trúlega í
janúarmánuði og er búist við Alex
Copsons verði þá sjálfur með í för.
Þj
Kaupa allar
netalagnir
í frétt Tímans í gær þar sem
greint var frá hugsanlegum kaup-
um SVFR á laxanetalögnum í
Borgarfirði, kom það ekki nógu
skýrt fram að átt var við netalagn-
ir jafnt í sjó sem laxveiðiám.
Takist samningar milli SVFR og
landeigenda er fyrirhu-gað að
kaupa upp allar netalagnir frá
Álftanesi fyrir utan Langá allt
suður undir Hafnarfjall. Hafi
menn misskilið þetta biðst Tím-
inn afsökunar.           -ES
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24