Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Þriöjudagur 19. janúar 1988
Tíminn  3
Kratar sammála Steingrími Hermannssyni utanríkisráðherra:
Flokksstjóraarfundur Alþýðuflokksins sl. laugardag tekur í ályktun sinni afdráttarlaust
undir sjónarmið Steingrúns Hermannssonar utanríkisráðherra um nauðsyn þess að stöðva
vaxtahækkanir og lækka síðan vaxtastigið.
£n í ályktun flokksstjórnarinnar segir: „Eyðslu og sóun forréttindahópanna verður að
stöðva, svo og óskynsamlegar fjárfestingar á öllum sviðum. Það er óviðunandi niðurstaða
eftir mesta góðæri í sögu þjóðarínnar að sjóðir hennar skuli vera tómir." Þá lýsir
flokksstjórnarfundurinn yfir stuðningi við skattkerfisbreytingamar.
í ræðu sinni á fundinum tók Jón
Baldvin Hannibalsson fjármálaráð-
herra undir flestar þær aðgerðir sem
Steingrímur Hermannsson formað-
ur Framsóknarflokksins hefur ítrek-
að lýst yfir að þurfi að grípa til ef
forða á kreppuástandi. Pá gaf Jón
Baldvin í ræðu sinni skýrari fyrirheit
um að herða eftirlit með skattheimtu
en áður hefur verið. En sem kunnugt
er gerði þingflokkur Framsóknar-
flokksins þann fyrirvara við stuðning
sinn við söluskattsfrumvarp fjár-
málaráðherra að eftirlit með inn-
heimtu og skilum söluskatts yrði
hert til muna. Virðist nú sem sá
fyrirvari sé að bera árangur, því í
ræðu sinni hét Jón Baldvin því að
smásöluverslunum yrði gert skylt að
nota viðurkennda innsiglaða versl-
unarkassa.
Pá hyggst ráðherrann koma á fót
sérstökum eftirlitssveitum til að
fylgjast náið með innheimtu sölu-
skatts og uppgjöri viðkomandi aðila.
Jón Baldvin lofaði einnig harðari
tökum í skattaskilum fyrirtækja og
felast þær aðgerðir í hertum viður-
lögum við bókhaldsbrotum, hertu
atvinnurekstrareftirliti og þá mun
ríkisskattstjóraembættið látið taka
að sér úrvinnslu flókinna atvinnu-
rekstrarframtala í framtíðinni.
Boðaði fjármálaráðherra heildar-
endurskoðun skattlagningar á fyrir-
tæki og á fjármagns- og eignatekjur
og lagasetningu um þessi atriði í
framhaldi af því.
Loks má geta að Jón Baldvin lýsti
því yfir „að ríkisstjórninni bæri nú
að vinna af alefli að samstöðu um
raunhæfa kjarasamninga, sem hefðu
þann megintilgang að verja kjör
hinna lægst launuðu um leið og
stefnt væri að hjöðnun verðbólgu.
Þegar slíkir samningar væru í sjón-
máli bæri Seðlabankanum hiklaust
að beita frumkvæði sínu í vaxtamál-
um til að tryggja lækkun nafnvaxta
samstiga lækkandi verðbólgu."
En hann ræddi ekkert hið háa
raunvaxtastig, sem ríkir á peninga-
markaðinum.            -ÞÆÓ
„Það kom fram í könnun í fyrra að um 30% einstaklinga spara reglulega en, 70-80% hafa löngun til að spara og ætla sér það," sagði Stefán Hilmarsson,
bankastjóri, sem við sjáum hér ásamt bankastjórunum Stefáni Pálssyni og Jóni Adólf Guðjónssyni.                                  Tímamymi Péiur.
Búnaðarbankinn fágnar sigri í samkeppninni um spariféð:
Verður „Bankalínan"
stöðutáknið 1988?
Ánægðir yfir mestri aukningu innlána bankanna 1987 ásamt góðri
rekstrarafkomu og stöðu gagnvart Seðlabanka, hafa bankastjórar
Búnaðarbanka íslands kynnt ýmsar nýjungar í starfseminni. Þannig
býður bankinn viðskiptamönnum sínum nú upp á nýjan
veltureikning, „Gullreikning", þar sem reikningshafí getur auk
nafns fengið prentaða mynd af sér á hvem tékka og jafnframt
fjölbreytta viðbótarþjónustu sem tengist reikningnum.
Þá telja Búnaðarbankastjórar það
til byltingar í bankaþjónustu á ís-
landi, að Búnaðarbankinn, fyrstur
íslenskra banka, býður fyrirtækjum
og einstaklingum „Bankalínu"
(Home banking), þ.e. beint sam-
band við tölvu bankans frá eigin PC
tölvu. Með Bankalínu geta menn frá
eigin tölvu, á skrifstofunni eða heim-
an að frá sér, m.a. fært milli og
fengið yfirlit um stöðu reikninga
sinna, yfirlit yfir innborganir og
ýmsar gagnlegar upplýsingar, svo
sem um gengisskráningu, vaxtatöfl-
ur, vísitölur og fleira, svo og gefið
ýmiss fyrirmæli til bankans. Þessi
þjónusta er einkum talin henta fyrir-
tækjum, en stendur einnig eigendum
Gullreiknings til boða.
Gullreikningar eru einungis ætiað-
ir einstaklingum á sama hátt og
Launareikningar, en þeir munu
leggjast niður og breytast sjálfkrafa
í Gullreikninga án þess að sækja
þurfí um það sérstaklega. Reiknings-
númerin verða sömuleiðis óbreytt.
Vextir á Gullreikningi verða þeir
sömu og reiknaðir á sama hátt og á
almennri sparisjóðsbók, þannig að
ekkert verður þá lengur unnið með
því að færa fé yfir á sparisjóðsbók.
Þeim sem vilja/ætla að spara býður
bankinn hins vegar þá þjónustu að
færa fé af Gullreikningi yfír á aðra
sparireikninga, t.d. vissa upphæð
mánaðarlega.
Af annarri þjónustu, en þegar
hefur verið nefnd, sem tengist Gull-
reikningi má nefna að bankinn mun
taka að sér að skuldfæra reikninginn
fyrir ýmsum greiðslum samkvæmt
óskum þar um. Viðskiptamenn eiga
að velja sér sérstakt leyninúmer,
sem tryggir að engir óviðkomandi
geti fengið upplýsingar um stöðu
reikninga þeirra.
Fyrst í stað verður Gullreikningur
boðinn viðskiptavinum aðalbankans
og sfðan fljótlega öllum öðrum við-
skiptavinum Búnaðarbankans.
Til að fá sérprentaða mynd af sér
í tékkaheftin þarf eigandi reiknings
að skila í bankann venjulegri passa-
mynd þegar hann pantar tékkhefti í
fyrsta skipti. Myndin er síðan geymd
í tölvu fyrir síðari prentanir.
- HEI
Sigrún Magnúsdóttir.
Sigrún Magnúsdóttir
í borgarstjórn:
Skólatann-
lækningar
boðnar út?
Sigrún Magnúsdóttir gerði óhóf-
legan kostnað við tannviðgerðir
skólabarna að umtalsefni á fundi
borgarstjórnar á fimmtudag. Varp-
aði hún fram þeirri hugmynd að
Reykjavíkurborg byði út tannvið-
gerðir og tannréttingar skólabarna
og freistaði þannig að lækka hinn
óhóflega kostnað.
Skólatannlæknar fá greidd 40% af
fullum taxta við tannviðgerðir sem
fram fara í skólum borgarinnar og
tannlæknarnir bera engan kostnað
af. Fyrir það fá tannlæknarnir rúmar
300 þúsund krónur á mánuði í með-
allaun. Tannlæknar sem gera við
tennur skólabarna á eigin tannlækn-
astofum fá greiddan fullan taxta.
Samsvarar það að tannlæknar fengju
upphæð sem næmi 800 þúsund krón-
um á mánuði greidda frá Reykjavík-
urborg og Sjúkrasamlagi Reykjavík-
ur, ef þeir önnuðust eingöngu skóla-
börn.
Alls er gert ráð fyrir að rúmlega
174 milljónir króna fari til tannlækn-
inga nemenda í grunnskólum
Reykjavíkurborgar á árinu 1988.
Sigrún Magnúsdóttir telur hugsan-
legt að lækka þessa upphæð verulega
með því að bjóða tannviðgerðir
skólabarna út.            - HM
Féll úr 51/2 metra hæð:
Alvarlegt
vinnuslys
Maður féll síðdegis á föstudag úr
5 1/2 metra hæð og hlaut alvarlega
áverka. Hann var að •störfum í
nýbyggingu við Laugaveg 70-72 og
var að vinna við loftbita þegar hann
'féll. Maðurinn er um fertugt.
Samkvæmt upplýsingum frá RLR,
sem rannsakar tildrög slyssins, höf-
uðkúpu- og handleggsbrotnaði mað-
urinn. Hann var færður á gjörgæslu-
deild Borgarspítalans, en færður
þaðan á hádegi laugardags og var
líðan hans þá eftir atvikum góð.
ÞJ
Menntamálaráðherra og arkitektar athuga forsendur:
Kennsla í húsagerðarlist?
Menntamálaráðherra hefur að
tillögu stjórnar Arkitektafélags ís-
lands skipað nefnd til að athuga
möguleika á að hefja kennslu í
húsagerðarlist. Nefndinni er ætlað
að kanna forsendur þess og láta
uppi rökstutt álit á hvort rétt sé að
taka upp slíka kennslu, og þá hvar
best færi á að vista hana ef til kæmi.
Formaður nefndarinnar er Stef-'
án Stefánsson, deildarsérfræðingur
í menntamálaráðuneytinu, en auk
hans eru í nefndinni Guðrún Jóns-
dóttir, arkitekt, Vilhjálmur Hjálm-
arsson, arkitekt, Hörður Ágústs-
son, listmálari og Þorsteinn Helga-
son, prófessor.          -SOL
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20