Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Miðvikudagur 4. maí 1988
Tíminn  3
Merkisviðburður á Kvennadeild Landspítalans á mánudag:
Björg Jónsdóttir 39 ára og dóttir
hennar Anna Björk Magnúsdóttir
19 ára, fæddu börn með nokkurra
klukkustunda millibili á Kvenna-
deild Landspítalans á mánudag.
Björg eignaðist dóttur, klukkan
14:05 sem vóg3150grömmogmæld-
ist 48,5 sentimetrar að lengd. Fjór-
um tímum og tuttugu og fimm
mínútum síðar ól Anna Björk dóttir
hennar son. Sá vóg 3146 grömm og
mældist 50 sentimetrar.
Það reyndist einskær tilviljun að
þær mæðgur urðu léttari sama dag.
Björg fæddi þremur vikum fyrir
tímann og hittist svo skemmtilega á
að þær mæðgur fæddu sama daginn.
Björg varð móðir og amma þennan
dag og Anna Björk eignaðist systur
og varð mamma fyrsta sinni, þennan
mjög svo stóra dag í fjólskyldunni.
Ljósmæður og hjúkrunarfræðing-
ar sem Tíminn ræddi við á Kvenn-
adeildinni í gær sögðust ekki muna
eftir að mæðgur hefðu orðið léttari
sama daginn. Hinsvegar mundu þær
eftir að systur hefðu átt börn sama
dag. Töldu þær mögulega um heims-
viðburð að ræða á þessu sviði, án
þess þó að vilja slá því föstu.
Tíminn heimsótti þær mæðgur í
gær og heilsaðist þeim og börnunum
vel. Þeim þótti að vísu nóg um
fjölmiðlastandið og sögðu það ekki
sína deild að stússa í því.
Þegar í gær var búið að nefna
stúlkuna Svölu. „Þetta var löngu
ákveðið," sagði Björg í samtali við
Tímann. Stúlkan ber nafn ömmu
sinnar, sem er Svala Magnúsdóttir
Vík í Mýrdal. Hefur nafnið Svala
IVIæðgumar með börn sín. Frá vinstri: Björg Jónsdóttir, Svala IVIagnúsdóttir, óskírður Snorrason og Anna Björk IVtagnúsdóffir.
Tímamynd Gunnar
verið ritað bleikum stöfum á vöggu
stúlkunnar.  Drengurinn  er  enn
ónefndur. Barnsfeðurnir voru ekki
síður kátir að sögn þeirra mæðgna.
Magnús Ingólfsson er faðir Svölu og
Snorri Sverrisson er faðir drengsins.
Tíminn óskar þeim öllum til ham-
ingju.                    -ES
Grandifærekki
fé frá borqinni
Borgaryfirvöld hafa engin áform
um þáð að auka hlutafé sitt í
Granda hf. Þetta kom fram í svari
við fyrirspurnum Alfreðs Þor-
steinssonar, sem setið hefur borg-
arráðsfundi fyrir Framsóknarf-
lokkinn, á borgarráðsfundi í gær.
Erfiðleikar fyrirtækisins hafa
mikið verið til umræðu síðustu
vikur og sem kunnugt er var 50 af
120 starfsmönnum fyrirtækisins
nýverið sagt upp. f svari borgaryfir-
valda segir að rekstur fyrirtækisins
hafi gengið mun betur frá þeim
tíma er fyrirtækið var stofnað en
hinna fyrirtækjanna tveggja sem
sameinuðust með stofnun Granda
hf. Engu að síður blasi erfiðleikar
við fyrirtækinu eins og öllum öðr-
um fyrirtækjum í þessari grein og
hafi stjórnendur reynt að bregðast
við þeirri stöðu.
í fyrirspurn Alfreðs er einnig
spurt hvort borgarstjóri sé reið-
ubúinn að beita sér fyrir því að
borgarfulltrúar fái tækifæri til þess
að fylgjast betur með rekstri fyrir-
tækisins. Því er svarað þannig:
„Borgarráðsmenn hafa nokkrum
sinnum á ári fengið upplýsingar um
stöðu fyrirtækisins og er alveg ljóst
að jafn glöggar upplýsingar fengust
aldrei í tíð Bæjarútgerðarinnar.
Fyrirtækið er rekið sem hlutafélag
og ber framkvæmdastjóra og stjórn
þess að sjá um daglega stjórn og
stefnumótun milli aðalfunda. En
borginni hefur jafnan verið gerð
grein fyrir stöðu félagsins við upp-
gjör eftir aðalfund og þá jafnframt
verið rætt um horfur á næstu mán-
uðum. Með svipuðum hætti hefur
farið fram kynning á stöðu fyrir-
tækisins nokkrum sinnum á ári
hverju... Þarna er því vel fyrir
séð."
Sigrún Magnúsdóttir, borgarf-
ulltrúi Framsóknarflokksins, gerði
athugasemd við þessa niðurstöðu í
samtali viðTímannígær. „Kristján
Benediktsson, sem sat fyrir Fram-
sóknarflokkinn á undan mér, fékk
samþykkta bókun þegar þessi sam-
eining varð, þar sem segir að á
þriggja mánaða fresti yrði okkur
kynnt staða Granda hf. Borgar-
stjóri hefur túlkað þetta svolítið
frjálslega og sagt að við höfum
bara farið fram á að þetta yrði
kynnt. En við lítum svo á að
tillagan hafi verið samþykkt og að
við ættum að fá ársfjórðungslega
skýrslu. Það hefur ekki alltaf geng-
ið og við höfum alltaf þurft að
biðja um þetta," sagði Sigrún.
Að sögn Sigrúnar var borgar-
stjóri mjög kokhraustur um stöðu
Granda hf. á borgarstjórnarfundi
fyrir mánuði en þar hélt Sigrún því
fram að staða fyrirtækisins hefði
versnað síðan ársreikningar voru
lagðir fram. Síðan gerist það stuttu
seinna að nær helmingi starfsfólks
fyrirtækisins er sagt upp. Nú er það
bara spurning hvort jafnmikið sé
að marka svar borgaryfirvalda nú,
að ekki séu uppi áform um að auka
hlutafé í Granda, og reyndist vera
þá.                     JIH
Viðskiptabanni VSf og VMS frestað:
Verslunarmannafélögin þrettán,
sem felldu miðlunartillögu ríkis-
sáttasemjara, funduðu með viðsemj-
endum sínum í Karphúsinu í fyrra-
kvöld. Svo virðist sem menn séu
reiðubúnir til að ganga til viðræðna
af heilum hug.
„Það var mildari ásjóna yfir við-
ræðunum einhvern veginn," sagði
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, í samtali við
Tímann í gær. „Menn voru sammála
um það að reyna að forðast aðgerðir
af öllu tagi sem gætu torveldað
þetta. í því felst að samningaviðræð-
urnar fara eingöngu fram í húsa-
kynnum ríkissáttasemjara, þetta
sérsamninga rugl verður ekki í
gangi.  Við  höfum  frestað okkar
framkvæmdastjórnarfundi og þar
með banninu," sagði Þórarinn.
Verkfallsvarsla var með rólegasta
móti í gær og gekk afgreiðsla Flug-
leiða í Keflavík hindrunarlaust.
Jón Steindór hjá Vinnumálasam-
bandinu sagði að viðskiptabanni
þeirra hafi einnig verið frestað og að
kraftarnir beinist nú að því að ná
samningum. „Það er óhætt að segja
það að staðan virkar mjög stirð en
menn beggja vegna borðsins gera
sér grein fyrir því að þetta getur ekki
haldið áfram svona mikið lengur,"
sagði Jón.
Fundur var boðaður hjá ríkissátta-
semjara aftur í gær kl. 15 og stóð
hann enn yfir þegar Tíminn fór í
prentun.                  JIH
Manndráp f yrir sakadóm
Ríkissaksóknari hefur ákært
fimmtíu og eins árs gamlan mann
fyrir að hafa orðið tuttugu og sex ára
gamalli eiginkonu sinni, Grétu
Birgisdóttur, að bana á heimili
þeirra að Klapparstíg 11 hinn 10.
janúar sl.
Maðurinn tilkynnti sjálfur lög-
reglu um dauða konu sinnar. Við
yfirheyrslu viðurkenndi hann að
hafa tekist á við hana og um leið eiga
sök á áverkum þeim, sem fundust á
líkinu. Krufning leiddi í ljós, að
konan hefði kafnað.
Pétur Guðgeirsson, sakadómari,
dæmir í málinu í Sakadómi Reykja-
víkur.                     ÞJ
Lögreglur fyrir dómstól
Tveir lögreglumenn hafa verið
ákærðir af ríkissaksóknara vegna
þess að ungur Austfirðingur, sem
hafði verið tekinn fastur, hand-
leggsbrotnaði í fangageymslu lög-
reglu.
Annar lögreglumannanna hefur
þegar verið leystur frá störfum, en
hann er faðir þess, sem kærði
Austfirðinginn fyrir að valda
skemmdum á bíl hans. Hinn mað-
urinn er varðstjóri í fangamóttöku
lögreglustöðvarinnar við Hverfis-
götu og var á vakt nóttina sem
atburðurinn átti sér stað.
Málið er rekið fyrir Sakadómi
Reykjavíkur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20