Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Míðvikudagur 29.'júhM988
Tímihn'  5
Stúdentaráð Háskóla íslands hyggst auglýsa eftir einkunnum nemenda á síðum dagblaða:
Nemendur þreyttir á
bið eftir einkunnum
Stúdentaráð Háskóla íslands
samþykkti á fundi fyrr í vikunni
að auglýsa eftir einkunnum stú-
denta, með því að birta nöfn
þeirra kennara sem ekki hafa
skilað af sér prófúrlausnum, þar
sem nú er rúm vika liðin síðan
síðasti skilafrestur rann út. f
reglum Háskólans segir að kenn-
arar eigi að vera búnir að skila
einkunnum 21 degi eftir að próf
er tekið. Samkvæmt þessari
reglu var því síðasti skiladagur
prófúrlausna 21. júní sl. fyrir
próf sem fram fóru þann 31. maí
en það voru síðustu próf í
skólanum á þessu próftímabUi.
Á skrifstofu stúdentaráðs fengust
þær upplýsingar að með þessu vildu
stúdentar höggva í þessa menn og
biðja þá um að standa við sitt, enda
væri það dálítið hallærislegt að fá
nafnið sitt birt í auglýsingu á síðum
dagblaða, þar sem verið er að aug-
lýsa eftir því að viðkomandi skili
úrlausnum úr prófum.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
einstaka kennarar skila úrlausnum
prófa eftir að skilafrestinum lýkur,
heldur hefur þetta verið viðvarandi
ástand undanfarin ár og allir sem
innan Háskólans starfa vita af þessu,
eins og t.d. kennarar, deildarforset-
ar og rektor.
Brynhildur Brynjólfsdóttir deild-
arstjóri nemendaskrár sagði í sam-
tali við Tímann að ekki væri búið að
taka saman hvað það væru margir
kennarar sem ekki hefðu skilað af
sér prófúrlausnum. Það er ekki víst
að allt sé raunverulega útistandandi,
Svo virðist sem kennarar hafi farið fram úr þeim fresti er kveðið er á um í reglum Háskólans. Þar segir að skUa skuli
einkunnum ekki síðar en 21 degi eftir próf.                                             Tími»n pjehr
þar sem mögulegt er að einkunnir
hafi verið birtar hjá deildunum, en
hins vegar ekki verið skilað inn til
nemendaskrár. „Sumt er ennþá úti-
standandi, alveg óneitanlega," sagði
Brynhildur og ekki ofsagt að rúm-
lega 30 kennarar ættu eftir að skila
af sér einkunnum til birtingar og þar
af leiðandi tugir stúdenta sem ekki
væru  enn  farnir að sjá árangur
erfiðisins og hafa beðið þess síðan í
maí. Stúdentaráð ætlaði í gærkvöldi
og í dag að vinna að því að athuga
þær upplýsingar sem fengust hjá
nemendaskrá um ókomnar einkunn-
ir fyrir próftímabilið og draga þá
kennara út sem ekki höfðu skilað
einkunnum til deildanna til birtingar
nemendunum, samkvæmt tuttugu og
eins dags skilareglunni.
Aðspurð hvort meira bæri á þessu
í einni deild en annarri, sagði Bryn-
hildur að svo væri ekki, það hefur
hver deild sína svörtu sauði. Það er
hins vegar ein deild sem er alveg
saklaus af því að skila ekki á réttum
tíma, þ.e. guðfræðideildin. „Það
versta er að þegar kennarar virða
ekki þessar reglur, þeir eru nokkrir,
virða nemendur ekki frekar sínar
reglur um skráningu í nám. Þetta er
keðjuverkandi og eilífur eltingar-
leikur," sagði Brynhildur. Hún benti
ennfremur á að sum próf væru það
stór að ekki væri tæknilega fram-
kvæmanlegt að fara yfir prófin á
þrem vikum, og benti á lagadeildina
í því sambandi.
„Þetta eru fréttir fyrir mig," sagði
Sigmundur Guðbjarnason rektor
Háskóla íslands, í samtali við
Tímann, það eru einhver dæmi um
þetta en ég á eftir að fá yfirlit frá
nemendaskrá hvernig þessu er
háttað. „Reglan er sú að kennarar
eigi að skila einkunnum innan
þriggja vikna frá prófdegi og síðan
er það deildarinnar að ganga á eftir
því, ef eitthvað er útistandandi af
slíku," sagði Sigmundur. Sigmundur
sagðist væntanlega fá skýrslu frá
nemendaskrá innan tíðar, „þá verð-
ur gengið eftir því að einkunnirnar
skili sér."               -ABÓ
Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra
Gengisfellingar eru
ekki annað en „dóp"
VEIÐIHORNIÐ
jUmsjón: Eggert Skúlasonij
Þverá/Kjarrá
með 357 laxa
Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, telur óhætt að
fullyrða að versnandi ytri skilyrði þjóðarbúsins hafi versnað svo að
þau muni kosta um það bil 10% meiri verðbólgu frá upphafi ársins,
en áður hafi verið reiknað með. í samtali við Tímann ítrekaði hann
að hann hafi lýst því fyrirfram að þessi þróun myndi verða við
gengisfellingu á borð við þá sem varð í maí s.l. Mest munar að mati
ráðherra um gegnisfellingarnar tvær sem ríkisstjómin hefur orðið
að grípa til. Þær hafi skapað vandann, sem nú er við að glíma, en
alls ekki leyst hann. Telur hann sannað að gengisfellingar séu ekkert
annað en „dóp".
Strategía gegn verðbólgu
„Það vissu það allir að gengisfell-
ing kallaði á aukna verðbólgu. Ég
sagði það skilmerkilega að 15%
gengsifelling kallaði á 50% verð-
bólgu. Var ekki verið að óska eftir
gengisfellingu? Nú eru það sömu
aðilar sem standa frammi fyrir af-
leiðingunum og þeir eru strax farnir
að óska eftir frekari gengisfellingu,"
sagði Jón Baldvin. Sagði hann að
það væru engar töfraformúlur í þess-
um efnum og ríkisstjórnin væri ekki
að ræða neinar sérstakar efnahags-
aðgerðir þessa stundina. „Verkefni
stjórnarinnar er núna að sjá til þess
að ríkissjóður sé rekinn með tekjuaf-
gangi og að stunda aðhaldssama
peningapólitík. Það er strategía
gegn verðbólgu," sagði ráðherra.
Sagði hann jafnframt að gengis-
fellingar væru ekki efnahagsaðgerð
heldur „dóp", eins og sannast hefði
við ítrekaða gengisfellingu á árinu.
Nú ættu mörg fyrirtæki í verulegum
erfiðleikum vegna gengisfellingar-
innar, en þó sérstaklega þau sem
væru mjög skuldug.
Óforsvaranlegar
reikningskúnstir
í sérstöku bréfi sem Jón Baldvin
hefur sent fjölmiðlum, segir hann að
ekki sé forsvaranlegt að reikna út
almennan verðbólguhraða um þess-
ar mundir út frá eins mánaðar hækk-
un byggingarvísitölu. Þó svo það sé
gert með reikningskúnstum, geti það
ekki gefið rétta mynd af almennum
verðbólguhraða. Segir hann að það
sé einnig rangt að halda því fram að
sett hafi verið nýtt verðbólgumet á
íslandi. Ekki þurfi að fara lengra
aftur í tímann en til marsmánaðar
1983, þegar verðbólguhraðinn
mældist 270% á grundvelli bygging-
arvísitölu miðað við einn mánuð.
Verðurundir15%
við árslok
„Þannig má búast við að árshraði
verðbólgunnar verði um og yfir 40%
á allra næstu mánuðum, meðan áhrif
gengisfellingarinnar eru að ganga
yflr. Á haustmánuðum ætti hins
vegar að draga verulega úr verð-
bólguhraðanum og undir lok ársins
má búast við að hann verði kominn
niður fyrir 15%, miðað við óbreyttar
gengishorfur og að ekkert óvænt
gerist. Hækkunin frá upphafi til loka
þessa árs gæti þannig orðið rétt
tæplega 23%, en meðalhækkun
framfærsluvísitölunnar frá því í fyrra
nálægt 28%," segir fjármálaráðherr-
ann og bætir við eðlilegum fyrirvör-
um um óbreyttar gengishorfur
innanlands og utan.          KB
Jöfn og góð veiði hefur verið
í Þverá/Kjarrá síðustu daga.
Hollið sem nú er í veiðihúsinu,
og hóf veiði á mánudag á
hádegi, hafði eftir dagsveiði
landað 25 löxum í Þverá og 22
voru komnir upp úr Kjarrá.
Samtals voru þá komnir 145 úr
Þverá og 212 úr Kjarrá.
Meðal þeirra sem eru í hollinu
er nú veiðir er Kristinn Finnboga-
son. Við settum í hann rétt áður en
veiði hófst seinni partinn. Kristinn
var hinn reifasti og sagði skilyrði
öll vera hin bestu eftir að áin hafði
verið nokkuð lituð um helgina.
„Það verður ekkert gefið eftir hér.
Við erum að fara út og það má
bóka að það verða læti," sagði
Kristinn. Hollið hefur veitt vel á
flugu og maðk í bland. Kristinn tók
fram að þetta hefðu verið penar
flugur, ekki einhverjar „breddur"
eins og hann orðaði það. Stærsti
laxinn sem hollið hafði tekið var
tíu punda fiskur, sem gein við
flugu.
Aff óslausum Grenlæk
Sífellt deila menn um hvort vor-
veiddur sjóbirtingur sé nýrunninn
fiskur eða niðurgöngufiskur. Við
fréttum af tveimur veiðimönnum
sem fóru í vorveiði í Grenlæk-
Grænalæk og veiddu vel nú í vor.
Allt var þetta bjartur fiskur, sem
nýgenginn úr sjó. Það fullyrtu þeir
félagar reyndar. Heimamenn
mölduðu í móinn og sögð fiskinn
vera niðurgöngufisk. Þeir veiði-
menn héldu fast við sína meiningu.
Heimamenn bentu þeim þá á þá
staðreynd að lækurinn hefði verið
óslaus um nokkurt skeið. Þannig
háttar til með Grenlækinn að þegar
lítið vatn er í honum á hann það til
að renna út í sandinn í bókstaflegri
merkingu, án þess að ná til sjávar.
Svo var um þetta leyti. Jafnvel
þessi staðreynd fékk ekki haggað
sannfæringu veiðimannanna. Það
er^ú ólíkt fínna að veiða nýgenginn
1 fisk en niðurgöngu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20