Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.08.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur24. ágúst 1988 Niðurfærsla • Niðurfærsla • Niðurfærsla • Niðurfærsla • Niðurfærsla ÞORSTEINN PÁLSSON, FORSÆTISRÁÐHERRA: Sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga mun virtur Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra sagði eftir ríkisstjórnarfund- inn í gær að hann teldi skynsamlegt að farið yrði að þeirri tillögu ráð- gjafanefndarinnar að niðurfærslu- leiðin yrði könnuð til hlítar á næstunni og að stjórnarflokkarnir þurfi að vera búnir að ákveða hvort þeir séu tilbúnir að reyna þessa leið fyrir ríkisstjórnarfund á fimmtudag. Þegar hafi verið gerðar ráðstafanir vegna tæknilegrar út- tektar á launa- og verðlagsmálun- um á vegum Þjóðhagsstofnunar og Verðlagsstofnunar. Forsætisráð- herra lagði jafnframt áherslu á að niðurfærsluleiðin væri ekki fær nema víðtæk samstaða næðist um hana í samfélaginu. Um tillögur Þorsteinn Pálsson. nefndarinnarsagði Þorsteinn: „Við munum ræða þetta plagg á næstu dögum. Það er margt fleira í áliti nefndarinnar en það þarf ekki að koma á óvart að við þær aðstæður sem nú ríkja þurfum við að gæta mjög mikils aðhalds í lána- og ríkisfjármálum. Enn liggja ekki á borðinu tillögur um fjárlög og lánsfjárlög fyrir næsta ár en auðvit- að skipta niðurstöður og tillögur í þeim efnum miklu." Forsætisráðherra sagði að það þyrfti ekki að fara í grafgötur með það að einkaneyslan og fjárfesting- in í landinu væri svo mikil að „kæla þyrfti hagkerfið". Að því leyti taldi hann að skynsamlegt gæti verið að fresta launa- og búvöruverðshækk- un þann 1. september. Varðandi aðhald í ríkisfjármálum og það hvort slíkt aðhaid þyrfti ekki einnig að koma fram hjá sveitarfélögum s.s. Reykjavíkurborg sagði forsæt- isráðherra: „Fjárlög snúa ekki að Reykjavíkurborg. Ríkisstjórnin fer ekki með fjármál sveitarfélaga, hvorki Reykjavíkurnéannarra. Ef stjórnvöld hafa afskipti af málum sem lög gera ráð fyrir í dag að sveitarfélög fari með, þá verða það almennar ákvarðanir, en ekki þannig að ríkisstjórnin taki eitt sveitarfélag þar og annað sveitar- félag hér og hlutist til um málefni þeirra. Með öðrum orðum við virðum sjálfsákvörðunarrétt sveit- arfélaga um sín eigin mál.“ -óþh JÓN BALDVIN HANNIBALSSON, FJÁRMÁLARÁÐHERRA: Samdráttur hjá sveitar- félögum og Reykjavík Jón Baldvin Hannibalsson stjórnarflokkanna sem einna opin- fjármálaráðherra var sá formanna skáast talaði fyrir niðurfærsluleið- Steingrímur Hermannsson, utanríkisráöherra: Útfærslan verði um allt kerfið Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra var spar á yfirlýsingar eftir ríkisstjórnarfundinn í gær en sagði þó að honum fyndist niður- færsluieiðin vera vel þess virði að hún yrði skoðuð nánar. „og það munum við einmitt gera,“ sagði Steingrímur. Hann sagði jafnframt: „Það er einhugur í ríkis- stjórninni um að kanna þessa leið, en ég hef áður sagt að ég tel niðurfærsluleiðina þá aðeins koma til greina að hún verði útfærð í gegnum allt kerfið, allir taki þar þátt.“ Aðspurður um hvort ríkis- stjórnin gæti tryggt að launalækkun sem fylgdi niðurfærslunni yrði al- menn og næði jafnt til ríkisstarfs- manna og starfsmanna í einkafyrir- tækjum sagði hann að hann liti á það nánast sem skilyrði fyrir því að fara þessa leið. „Og það er nánast skilyrði fyrir því að unnt sé að fara þessa leið að verðlag, vextir og fjármagnskostnaður fylgi,“ sagði Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra. -óþh Steingrímur Hermannsson. inni þó hann hefði vissulega nokkra fyrirvara þar á. „Það er ekki hægt að samþykkja niðurfærsluleiðina án góðrar tryggingar fyrir því að verðlag fari sömu leiðis niður og árangurinn verður að vera tryggður. Eftir hverju er verið að slægjast með þessari leið? Hún er um það að koma verðbólgu, sem hefði farið upp í 80-90% verðbólgu í desember eftir gengiskollsteypu- leiðinni, niður í 7-8%. Hún er þar með um það að koma í veg fyrir risavaxna hækkun á lánskjaravísi- tölu, á greiðslubyrði skuldugra fyrirtækja og einstaklinga og koma efnahagslífinu hér á þann grund- völl að hægt sé að stjórna hér af viti og í sátt og samlyndi," sagði Jón Baldvin. Fjármálaráðherra lagði jafn- framt þunga áherslu á að kjarni stjórnvaldsaðgerða í niðurfærsl- unni fælist í aðhaldi í ríkisbúskap og samdrætti í opinberunt fram- kvæmdum. „Sveitarfélögin og Reykjavíkurborg eru ekki síst þar meðtalin. Þá kom fram í máli Jóns Bald- vins að hann teldi ríkisvaldið vera núna betur en áður í stakk búið til að fylgjast með því að launalækkun næði að ganga yfir alla línuna, jafnt ríkisstarfsmenn og fólk í einkageiranum. Ástæðan er sá möguleiki að fylgjast frá mánuði til mánaðar með launagreiðslum í gegnum staðgreiðslukerfi skatta „og fylgja þannig fram launalækk- uninni betur en áður hefur verið hægt og beita viðurlögum ef útaf ber,“ eins og hann orðaði það. Jón Baldvin sagði að tillögur Jón B. Hannibalsson. efnahagsnefndarinnar væru ekki útfærðar tillögur um niðurfærslu- leiðina og að útfærslan sjálf og matið á endanlegum ákvörðunum væri eftir. Kvaðst hann ætla að mæla fyrir því í sínum flokki að þessi leið yrði könnuð til þrautar. „Það má á engan hátt blekkja menn á því að hér er ekki um að ræða tillögur sem unnt er að hrinda í framkvæmd 1. september og ríkisstjórnin hefur í þessu efni ekki sett sér nein tímamörk. Það eru engar dagsetningar enda væri slíkt fásinna. Ef ekki verður gripið til annarra ráða, þá koma launahækk- anir og búvöruverðshækkun til framkvæmda 1. september og óneitanlega væri skynsamlegt í þessari stöðu frá bæjardyrum allra að þessari hækkun yrði frestað,“ sagði Jón Baldvin. Spurður um það hvenær ákvörðun um slíka frestun yrði tekin svaraði fjármála- ráðherra: „í tæka tíð.“ -óþh Ásmundur Stefánsson. ÁSMUNDUR STEFÁNSSON FORSETI ASÍ: Frysting launa 1. sept. er óráðsía Ásmundur segir mjög ólíklegt að slíkar ákvarðanir verði teknar, en það mátti skilja á ummælum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fjármálaráðherra og Þorsteins Pálssonar, forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gær. Ásmundur sagði einnig: „Menn eru að búa sér til tilefni ef þeir líta svo á að launahækkanir upp á 2,5% fyrsta september sé stóra málið. Aðgerð sem þessi væri ákaflega óheppilegur aðdragandi að frekari aðgerðum. Það sem við þurfum á að halda núna eru heildstæðar, víðtækar efnahagsaðgerðir. Ég er ekki sammála því að það sem brýnast er, sé að ráðast að kjörum almennings. Ég er sömu skoðunar og í maí. Að frysta launin er ekki skynsamleg ráðstöfun. Þaðersjálf- sagt að æfa sig í því að frysta verðlagið. Þeir sem hafa uppi ein- hverja draumóra um að færa verð- lagið niður ættu að æfa sig á því um stund. Það blasir við öllum að 11,5% lækkun launa frá því sem samningar gerðu ráð fyrir er ekki lausn sem ég trúi á að neinn geti tekið alvarlega. Þó henni fylgi draumórar um hugsanlega niður- færslu. Niðurfærsluleiðin er óráðs- órar. í fyrsta lagi er verið að stefna í stórfellda kjaraskerðingu og í öðru lagi er verið að demba kjara- skerðingu yfir það fólk sem býr við taxtana eina. Allt annað er í óvissu. Slíkur leikur er á engan hátt rétt- lætanlegur. Hann setur fólk sem er í vandræðum í enn meiri vandræði. Ef hressa á upp á kökuna með því að skreyta hana með hækkuðum vöxtum af húsnæðismálastjórnar- lánum, þá held ég að margir sjái sína sæng útbreidda," sagði Ás- mundur að lokum. SH NÆSTA HELGIER FYLAHELGIN Hin árlega fýlahelgi er um helgina. Fýlahelgin er sú helgi, er fýlsunginn fer úr hreiðrinu. Fýlinn, sem sjómenn kalla múkka er víða á borðum í Skaftafellssýslum, fljótlega upp úr fýlahelginni. Þegar unginn yfirgefur hreiðrið er hann svo feitur að erfiðlega gengur fyrir hann að komast til sjávar, sem er honum lífnauðsynlcgt. Svo feitur er unginn að iðulega endist honum ekki þol til fljúga til sjávar og skellur til jarðar á víðavangi. Hann er yfirleitt rotaður og má ganga að unganum þar sem hann getur sér enga björg veitt, sökum spiks. Vargurinn sýnir unganum engin grið og skellir honum á bakið, þegar hann nær til hans og hreinsar innan úr honum á skömmum tíma, meðan unginn er enn lifandi. Skaftfellingar borða fýlinn og sjálfsagt er að finna fýlaætur víðar um land þó ekki sé það í miklum mæli. Vinsældir, eða kannski óvin- sældir, má rekja til fitunnar, sem er mjög mikil og vart finnast feitari fuglar en fýlsunginn, nýkominn úr hreiðri. Skaftfellingar borða fýlinn ýmist nýjan, eftir að hafa reytt fuglinn, eða hann er saltaður ofan í tunnu. Þegar nýr fýli er soðinn, er saltað vel í pottinn og hann soðinn í um klukkustund. Miklar fýlaætur setja kartöflurnar í fýlapottinn og rófur einnig. Það er óþrifalegt að taka fýl og gera að honum. Megna stækju legg- ur af honum og telja má þau föt ónýt er fýlaspýja fer á. Varnarkerfi ung- ans er frumstætt, en hann ælir á þá er hann telur ógna sér og vægt til orða tekið er spýjan illa lvktandi. -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.