Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						r
< 2 Wm
«»H>V'< W *i
.'¦.',"„«¦.>..
-.S1.!  'c'J.' C.V"-.-. .S !  .!.Lt.Oilt'i''i'-'
-Þ.riðjutJagur-43r septembert988
Útfærðar tillögur Þorsteins Pálssonar, forsætisráðherra, lagðar fyrir ríkisstjórnina í gær:
BREYTINGARTILLOGUR
LAGDARFRAM í DAG
Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, lagði útfærðar tillögur
um aðgerðir í efnahagsmálum, ásamt mati Þjóðhagsstofnunar
á efnahagslegum afleiðingum þeirra, formlega fyrir ríkis-
stjórnina í gær. Formenn samstarfsflokkanna fengu þó
tillögurnar í hendurnar í fyrrakvöld til skoðunar fyrir fundinn.
Voru þær í formi tillagna að ríkisstjórnarsamþykktum og
tillagna að bráðabirgðalögum.
Óskaði Þorsteinn eftir því að ef
Framsóknarflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn vildu koma með breyt-
ingar- eða viðbótartillögur, þá þær
yrðu lagðar fyrir á ríkisstjórnarfundi
í dag. Það liggja því engin endanleg
svör fyrir frá samstarfsflokkum Sjálf-
stæðisflokksins um tillögur forsætis-
ráðherra að afloknum fundinum í
gær.
Tillögur Þorsteins Pálssonar
í tillögum forsætisráðherra er gert
ráð fyrir að laun verði fryst í 6
mánuði, eða til marsloka,-og að
verðstöðvun ljúki um mánaðamótin
næstu, en að haft verði eftirlit með
verðhækkunum. Þá verði gengið
lækkað um 3%. Stefnt verði að
hallalausum fjárlögum með miklum
niðurskurði í ríkisbúskapnum.
Brýnasti rekstrarvandi sjávarút-
vegsins verður leystur með milli-
færslum úr Verðjöfnunarsjóði.
Frystingfær 400-500 milljónirkróna,
rækjuvinnslan og söltunin 250 mill-
jónir króna hvor.
Lækka á vexti á ríkisskuldabréfum
og gert er ráð fyrir því að Seðlabank-
inn semji um lækkun á öðrum
vöxtum. Það er sem sagt ekki gert
ráð fyrir vaxtalækkun með valdboði.
Viðbrögð Steingríms
og Jóns Baldvins
Steingrímur Hermannsson, for-
maður Framsóknarflokksins sagðist
í gær sannfærðari um það en nokkru
sinni fyrr að niðurfærsluleiðin hafi
verið sú vænlegasta í stöðunni og
harmaði hann það að henni hafi
verið hafnað með öllu af Sjálfstæðis-
flokknum.
„Sá sem ber saman þessar tillögur
og okkar tillögur, þ.e.a.s. niður-
færsluna, sér að það ber gífurlega
mikið á milli en ástand þjóðarbúsins
er orðið svo ískyggilegt að við teljum
okkur í þeirri ábyrgð, sitjandi í
ríkisstjórn, að við verðum að skoða
þær mjög alvarlega. Við munum
athuga hvort við getum komið með
viðbótartillögur inn í þetta púkk,"
sagði Steingrímur eftir fundinn í
gær.
Framsóknarflokkurinn hefur lagt
mikla áherslu á lækkun vaxta og
sagði Steingrímur í gær að hann teldi
enn ekki óhugsandi að þetta og
önnur markmið niðurfærslunnar
yrðu hluti efnahagsaðgerðanna.
„Það fer eftir því hvort það næst
samstaða um þær viðbætur sem við
teljum nauðsynlegar," sagði Stein-
grímur.
„Við teljum lækkun fjármagns-
kostnaðar eitt af því mikilvægasta í
þessu og að það þurfi jafnvel að
framkvæma það með handstýringu.
Við erum búnir að segja það hvað
eftir annað."
Alþýðuflokkurinn hefur einnig
lagt sínar tillögur fram og þar hefur
m.a. verið lögð áhersla á áframhald-
andi verðstöðvun til 31. janúar 1989
og íhlutun Seðlabankans í vaxta-
ákvarðanir.
„Það er sá megin munur að við
höfnum gengislækkunarleið. Við
segjum að megin markmiðið þegar
hér er komið við sögu sé að ná hratt
og örugglega niður verðbólgu sem
skapar forsendur fyrir lækkun vaxta,
þar með talið raunvaxta. Þetta felur
í sér verulegan afkomubata fyrir
skuldug fyrirtæki. Gengislækkun og
afnám verðstöðvunar virðist í fljótu
bragði ekki samrýmanleg þessum
markmiðum," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson, formaður Alþýðu-
flokksins, eftir fundinn í gær.
Það liggur því ljóst fyrir að Fram-
sóknarflokkur og Alþýðuflokkur
hafi ýmislegt við tillögur forsætisráð-
herra að athuga, jafnt nú, þegar þær
Að afloknum ríkisstjómarfundi.
tillögur hafa verið útfærðar, sem
fyfr. Þessir flokkar munu því vænt-
anlega leggja sínar breytingartillög-
ur fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag og
er enn ekki útséð með það hvort
ríkisstjórnarflokkarnir þrír geti
komið sér saman um samrýmdar
aðgerðir í efnahagsmálum.    JIH
Formannafundur ASI samþykkti tillöqu Asmundar Stefánssonar:
Guðm. jaki fór
heim að grilla
Á formannafundi ASÍ í gær komu
fram þungar áhyggjur manna utan af
landi sem óttast margir hverjir um
afdrif frystihúsanna í byggðarlögum
sínum.
Mörg fyrirtækjanna standa afar
Formenn aðildaríélaga BSRB samþykkja samhljóða;
Kjaraskerðing gæti
leitt til verkfalls
„Fundurinn mótmælir harðlega
öllum hugmyndum um almenna
kjaraskerðingu, hvort sem er með
beinni launalækkun, launafryst-
ingu, gengisfellingu, eða öðrum
efnahagsráðstöfunum, sem valda
kjaraskerðingu," segir í ályktun
stjórnar og formanna aðildarfélaga
BSRB bg samþykkt var á fundi
þeirra í gær.
í ályktuninni segir að ekki standi
á launafólki að styðja aðgerðir sem
miða að niðurfærslu verðlags og að
atvinna verði tryggð í landinu.
Þá segir að aðför að almennum
launatekjum sé siðlaus á sama
tíma og fjármagnseigendur fái
hömlulaust að raka saman fé með
verðbréfabraski, afföllum víxla og
bréfa á lánamarkaði og okurvöxt-
um.
Ennfremur segir að aðildarfélög
BSRB muni beita öllum tiltækum
ráðum til að koma í veg fyrir
frystingu eða niðurfærslu á al-
mennum launatekjum. Kristján
Thorlacius formaður BSRB sagði í
gær að í þessu gæti falist verkfalls-
boðun ef umsamdar launahækkan-
ir næðu ekki fram að ganga. Því
verði að leita annarra leiða gegn
verðbólgu og atvinnuleysi.   - sá
tæpt og fari svo að þau verði að loka
þá verða afleiðingarnar mjög alvar-
legar, þar sem sjálf tilvist byggðar-
laganna byggist á þeim.
Formannafundurinn var óvenju
vel sóttur og sátu hann um 100
manns, alls staðar að af landinu.
Nokkuð skarst í odda með þeim
fyrrum flokksbræðrum Ásmundi
Stefánssyni forseta ASÍ og Guð-
mundi J. Guðmundssyni og að sögn
fundarmanna scm Tíminn hafði tal
af, skiptust þeir á föstum skotum úr
ræðustóli.
Guðmundi þótti augsýnilega tíma
sínum illa varið eftir að fundurinn
hafði staðið í þrjá og hálfan tíma,
því þegar kom að því að afgreiða
mál, þá gekk hann af fundi og sagði
fréttamönnum að hann ætlaði heim
að grilla í stað þess að taka þátt í
halelújakór um ekki neitt sem máli
skipti. Ekki hefði verið fjallað um
neitt bitastætt á fundinum og ekki
tæki því að taka þátt í afgreiðslu
slíkra mála.
Ásmundur Stefánsson sagði eftir
fundinn að ályktun sú sem samþykkt
var, væri ótvíræð skilaboð til stjórn-
arinnar um að vandi sá sem við væri
að eiga leystist ekki með því að
lækka einvörðungu laun.
Hann sagði að við launalækkunum
gæti fólk brugðist með mismunandi
Magnús L. Sveinsson, formaður VR og Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ
koma á formannafund ASÍ í gær.
Fundurinn var ekki átakafundur. Formenn verkalýðsféiaga lýstu áhyggjum
sínum af bágu ástandi frystihúsa sem gjarnan eru eini vinnuveitandinn sem
heitið getur í mörgu sjávarplássi.
Guðmundur J. stóð fast við sína fyrri afstöðu frá því á miðstjórnarfundinum
um daginn og greiddi ekki atkvæði um tillögu sem var nánast samhljóða
miðstjórnartillögunni. Hann fór frekar heim að grílla.    (Tímamynd: Gunnar).
hætti, t.d. með því að vinna fyrir
launum sínum og ekkert þar fram
yfir. Þá gæti fólk afkastað í samræmi
við þau laun sem því eru greidd.
Vonandi létu stjórnvöld skynsemina
ráða svo ekki kæmi til slíks.
Ásmundur sagði þó að ekki hefði
verið fjallað beinlínis um slíkt á
þessum fundi, heldur hafi fundurinn
staðfest ályktun miðstjórnar, enda
séu ekki neinar ástæður í þjóðfélag-
inu sem kalli á kjaraskerðingu. Pví
beri að taka á málum eftir öðrum
leiðum. Sagðist Ásmundur hafa lagt
fram gögn sem hann teldi sýna fram
á að vandinn sem við er að etja væri
ekki óviðráðanlegur enda er sam-
dráttur þjóðartekna óverulegur.
Undir þetta sjónarmið hafi Jón
Baldvin tekið þegar hann sagði á
fundi síns flokks í gær, að vandinn í
frystingunni væri ekki meiri en fyrir-
hugað hringleikahús á Öskjuhlíðar-
tönkunum á að kosta og borgaryfir-
völd telja lítið mál fyrir Reykvíkinga
að standa undir.
Ályktun formannafundarins í gær
var í aðalatriðum samhljóða ályktun
miðstjórnar ASÍ frá 6. sept. sl.
1 henni segir að allar aðgerðir
hljóti að miðast við að lækka vexti
og verðlag og sjá fyrir atvinnuöryggi
í útflutningsgreinum. Frumskilyrði
sé að tryggja afkomu heimilanna,
enda beri hinn almenni launamaður
ekki sök á óráðsíu og offjárfestingu
í þjóðfélaginu.
Pá skorar formannafundur ASÍ á
verkafólk um allt land að bregðast
við á viðeigandi hátt, skelli stjórn-
völd skollaeyrum við samþykktum
ASÍ.                     - sá
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20