Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Miðvikudagur 12. október 1988
Ljóst þegar í sumar að nýbygging Foldaskóla yrði ófullgerð í haust:
Kennsla í skítnum
skárri en keyrsla
Tíminn  7
Ríkisstjómarfundur í gær:
Fyrstu
orðum
fjárlög
Undirbúningur fjárlagafrum-
varps var helsta umfjöllunarefni
á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun.
Þessi umræða var fyrsta ítarlega
fjárlagaumræðan á fundum ríkis-
stjórnar Steingríms Hermanns-
sonar en væntanlega ekki sú síð-
asta því stjórnarinnar bíður erfitt
verkefni við að ná því takmarki
sínu að koma saman hallalausum
fjárlögum. Ljóst er að niður-
skurðarhnífnum þarf að bregða á
loft í einstaka ráðuneytum en um
leið þarf ríkisstjórn að upphugsa
nýjar tekjuöflunarleiðir til að
tryggja auknar tekjur ríkissjóðs
upp á hálfan annan milljarð
króna. Eftir því sem Tíminn
kemst næst hefur öllum mögu-
leikum verið velt upp þar á meðal
aukinni skattheimtu á hinum
ýmsu sviðum og þessa stundina
er verið að vinsa úr það sem
nýtilegt þykir úr þeim hugmynd-
um.
Fastlega er búist við að fjár-
lagafrumvarpið verði lagt fram á
Alþingi síðustu viku þessa mán-
aðar.
Af öðrum málum sem komu til
tals á ríkisstjórnarfundi í gær var
starfstilhögun á fyrstu dögum Al-
þingis.     Samgönguráðherra,
Steingrímur J. Sigfússon, lagði
einnig fram á fundinum tillögur
sem miða að því að styrkja rekstr-
arstoðir Ríkisskips. Þessar tillög-
ur voru ekki afgreiddar og munu
aftur koma til umræðu í ríkis-
stjórn.                 óþh
„Fjárhagsmál Foldaskóla hafa verið alveg ljós frá því að
fjárlög voru afgreidd um síðustu áramót. Þá varð strax ljóst
að ganga yrði frá þrem stofum í nýbyggingu skólans tii
bráðabirgða," sagði Björn Halldórsson á Skólaskrifstofu
Reykjavíkurborgar.
Björn sagði að bygging og stofnun Foldaskóla væri með
talsvert öðrum hætti en yfirleitt gerist með skóla.
Hér væri um tilraunabyggingu að   húsinu í kennsluhæft ástand og lánað
ræða og gilti um hana sérstakur
samningur milli ríkis og borgar og
samkvæmt honum skiptu þau kostn-
aðinum með sér til helminga og
legðu til byggingarinnar jafnar upp-
hæðir eftir því sem byggingunni
miðaði áfram.
- En gat borgin ekki snarað út því
sem til þurfti í sumar til að koma
ríkinu þess hlut? Borgin virðist eiga
nóg fé aflögu til að byggja ráðhús
ofan í Tjörninni og veitingahús sem
snýst, uppi á Öskjuhlíð.
„Það er annað mál," sagði Björn.
„Skólayfirvöld borgarinnar hafa
ekki aðra peninga en sem þeim eru
ætlaðir þannig að það er ekki okkar
að segja til um þetta," sagði Björn.
Björn sagði að í framkvæmd hefðu
hlutir æxlast þannig að borgin lagði
fram jafna upphæð við það sem
fjárlög segja. Framlög ríkisins hefðu
hins vegar ekki skilað sér sem skyldi.
Aðspurður um hvers vegna kennt
hefði verið í hálfkaraðri nýbyggingu
skólans í kulda og steypuryki sagði
Björn að ráð hefði verið gert fyrir
því í verksamningi við verktakann
sem byggir húsið, að því yrði skilað
í þessu ástandi.
Björn sagði að nú hefði verið
ákveðið að gera heldur betur, í og
með til að „koma til móts við
réttmætar aðfinnslur".
Hann sagði að þetta væri ekki í
fyrsta sinn sem kennt væri til bráða-
birgða í ófullgerðu húsnæði. í Folda-
skóla hefði orðið að velja milli þess
að kenna í ófullgerðu húsnæðinu,
aka nemendum í aðra skóla, eða í
þriðja lagi að margsetja í það hús-
næði sem fullfrágengið væri. Sá kost-
ur sem valinn var hefði þótt skástur
af þrennu illu.
Hann sagði að borgin hefði sótt
um aukafjárveitingu til ríkisins í
sumar og hefðu borgaryfirvöld
skuldbundið sig tii að leggja fram
jafna upphæð á móti. Sú fjárveiting
hefði ekki fengist.
Ekki tókst að ná sambandi við
Davíð Oddsson borgarstjóra sem
staddur er á Flórída í fríi.      -sá
43. allsherjarþing S.Þ.:
Jón Baldvin á Jþingi
Sameinuðu þjóðanna
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra flutti í gær ræðu í hinni
almennu umræðu allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna.
í ræðunni varð utanríkisráðherra
tíðrætt um pólitísk og hernaðarleg
málefni og vék tali sínu m.a. almennt
að starfi Sameinuðu þjóðanna, af-
vopnun og bættum samskiptum aust-
urs og vesturs. Hann gat þess í því
sambandi „að ekki skyldi vanmeta
árangur þann sem mannkynið hefur
náð að undanförnu í viðleitni sinni
til að fjarlægja suniar þær tálmanir,
sem staðið hafa í vegi stofnskrár
Sameinuðu þjóðanna."
Utanríkisráðherra nefndi einnig
framhaldsfund ráðstefnunnar um ör-
yggi og samvinnu í Evrópu sem
haldin er í Vínarborg. „A enda-
spretti Vínarfundar vill ísland vinna
að efnismiklu lokaskjali, byggðu á
jafnvægi allra meginþátta Helsinki-
skjalsins." Því næst ræddi Jón Bald-
um að greiða upp skuldir sínar og
skorar á önnur aðildarríki, sem ekki
hafa gert svo nú þegar, að gera slíkt
hið sama."
Jón Baldvin vék einnig tali sínu að
kjarnavopnum og afstöðu íslendinga
til þeirra. Hann sagði: „fsland leyfir
ekki kjarnavopn innan síns land-
svæðis og gerir einnig ráð fyrir að
skip sem koma til hafnar virði ís-
lenskt fullveldi." í beinu framhaldi
benti utanríkisráðherra á þær af-
leiðingar sem slys með kjarnavopn á
sjó gætu haft hvað varðar lífsafkomu
fslendinga.
f lokakafla ræðunnar vék Jón
Baldvin tali sínu frekar að umhverf-
is- og þróunarmálum og lagði m.a.
áherslu á nauðsynina á samvinnu
allra jarðarbúa við lausn vandamála
er lúta að þessum málaflokkum.
Að endingu lét Jón Baldvin Hann-
ibalsson í ljós von um að Allsherjar-
þingið yrði til að efla ásetning um að
ná fram markmiðum stofnskrár
Sameinuðu þjóðanna og hét fullum
stuðningi íslands við þá viðleitni.
ssh
Jónas inni
Jónas Hallgrímsson fyrrverandi
bæjarstjóri á Seyðisfirði og núver-
andi framkvæmdastjóri ferðaskrif-
stofunnar Austfars á Seyðisfirði situr
nú á Alþingi í fjarveru Halldórs
Ásgrímssonar (B.Austurl.) ráð-
herra. Halldór dvelur um þessar
mundir í Bergen í Noregi.      ag
Jón Baldvin Hannibalsson, utanrík-
isráðherra.
vin fjárhagsvanda S.Þ. og sagði
m.a.: „ísland fagnar fyrirætlunum
Sovétmanna og Bandaríkjamanna
Verðstöðvun hefur áhrif á framfærsluvísitöluna
sem hækkaði milli sept. og okt. um 0,36%:
Ársverðbólga
4,2 prósent
Verðbólgan síðustu 3 mánuðina
hefur verið um 13,3% á ársgrund-^
velli samkvæmt mælikvarða fram-
færsiuvísitölunnar. Kauplagsnefnd
hefur reiknað út framfærsluvísitöl-
una fyrir októbermánuð (110,4 stig)
og reyndist hún hafa hækkað um
0,36% frá því í september en það
svarar til þess að verðbólgan á
ársgrundvelli væri 4,2%.
Munar mest um hlutdeild verð-
hækkunar á fatnaði sem olli um
0,20% af þessari hækkun og ýmis
vara og þjónusta hafði einnig áhrif
til hækkunar um 0,20%.
Undanfarna  tólf mánuði  hefur
framfærsluvísitalan hækkað um
26,6% sem er svipað verðbólgustig
á 12 mánaða tímabili og var í maf
1987 til maí 1988.
Ef áhrif verðstöðvunarinnar sem
sett var á síðustu vikuna í ágúst eru
skoðuð sérstaklega þá kemur í ljós
að umreiknað til ársgrundvallar hef-
ur hækkun vísitölunnar numið
13,3% eins og áður segir, en það er
minnsta hækkun vísitölunnar á
þriggja mánaða tímabili í a.m.k. tvö
ár. Tímabilið frá febrúar-apríl í ár
kemst næst þessu en þá var þriggja
mánaða hækkun vísitölunnar
13,6%.                  -BG
RÍKISSTOFMAWIR
OG SKÓLAR
3JAOG
SÍÐASTA
afgreiðsla á APPLE Macintosh tölvum
samkv. samningi Innkaupastofnunar ríkisins
og menntamálaráðuneytisins við Radíóbúðina verður
í byrjun desembermánaðar.
Pantanir þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir
20. OKTÓBER NK.
Uppl. veitir Kári Halldórsson í síma 26844.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS,
Borgartúni 7, 105 Reykjavík.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20